Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
Veiðivon
Össur gerir það
gott í laxveiðinni
Össur Skarphéðinsson alþingismað-
ur gerir það ekki endasleppt í lax-
veiði þessa dagana. Fyrir þetta veiði-
tímabil hafði hann ekki fengið neinn
lax. En hann hefur bætt um betur
núna og fyrir skömmu veiddi hann
fyrsta laxinn sinn á maðk í Víkurá í
Hrútafirði. Nokkrum dögum síðar
veiddi hann svo fyrsta laxinn sinn á
flugu. Það var Haffiarðará sem gaf
þingmanninum þennan lax og hann
tók svarta frances. Fiskurinn tók á
veiðistaðnum Garðinum, efst í ánni.
Lónbúar í Leirvogsá
Veiðimenn komast oft skemmtilega
að orði eins og einn gerði í Leirvogsá
fyrir skömmu. Hann renndi fyrir lax
ofarlega í Leirvogsá og veiöistaður-
Verðlækkun á veiðileyfum í Rangánum um síðustu helgi kom ekki stórlega á óvart, hún lá í loftinu.
Hann er iðinn meö stöngina hann
Stefán Steinarsson, Höfn í Horna-
firði, og á myndinni heldur hann á
10 punda laxi úr Miðfjarðará.
inn var nokkurs konar lón þar sem
var að finna tíu laxa. Þá varð veiði-
manninum að orði:
„Þetta eru bara lónbúar sem ekkert
taka,“ og færði sig neðar í ánni, þar
voru engir lónbúar, þeir tóku strax.
Maríulax?
Svo lengi sem ég man eftir mér
hefur fyrsti laxinn verið kallaður
maríulax. Þetta vildi einhver ekki
sætta sig við og kallaöi fyrsta laxinn
maríufisk. Dæmi nú hver fyrir sig
um málið, en við ætlum að kalla
fyrsta laxinn maríulax áfram.
Bleikjur en ekki laxar
Bleikjumar í veiðiánum era sem
betur fer margar vænar ennþá.
Að þessu komst veiðimaður fyrir
skömmu þegar hann renndi vestur á
fjörðum.
Hann kemur að veiðistað og sér 4-5
laxa í honum. Þetta voru 5-6 punda
laxar. Hann rennir á þá en þeir fást
ekki til að taka strax.
Veiöimaðurinn læðist upp á stein
og athugaði fiskana betur. En þetta
voru alls ekki laxar heldur bolta
bleikjur. Skömmu seinna kastaði
veiðimaðurinn flugunni og ein
bleikjan tók, hún var 5 pund. Svona
getur þetta stundum verið.
-G.Bender
heimili, kom eitt sinn að máli við
Kristján frá Djúpalæk og bað
haxm aö yrkja afmælisvísu fyrir
sig til forstjóra elliheimihsins
sem átti merkisafinæli þá um
daginn. Kristján kom með vísuna
að bragði og var hún svona:
Árum saman okkar þú,
ellistyrkinn hirtir.
Hér við saman söfnumst nú,
sem þú ekki myrtir.
Gamla konan bað ekki um
meira af svo góðu og gekk
hneyksluö af fundi Kristjáns.
haföi farið með bóndanum til
næsta sveitabæjar. Með þeim i fór
var kýr sem í rauninni átti aða-
lerindið að bænum, nefhilega að
heimsækja tudda.
Á heimleiðinni með kúna nam
bóndi staöar við stórt tré, vék sér
að Klöra og sagði:
„Nú langar mig að gera eins og
nautið."
„Ég hef ekkert á móti því,“
svaraöi Klara, fremur hissa. „Það
ert þú sera átt kúna.“
Lilja hét kona sem var oft frá
vinnu sinni vegna lasleika og
þurfti mikíð að leita til lækna.
Starfsfélagi hennar spurði hana
eitt sinn hvort iæknarnir væru
búnir að finna hvað að henni
amaði.
Lilja sagði svo ekki vera en þeir
héldu helst að hún væri haldin
einhvers konar ofnæmi. Þá orti
maðurinn:
Það liggur við ég lái henni,
Lilju amar þreyta.
Að ofhæminu á henni,
ailt of margir leita.
Finnur þú fimm breytingai? 168
„Kannski er mögulegt aö semja viö hann. .
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast viö
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: TENSAI ferðaút-
varpstæki með kassettu að
verðmæti 5.220 krónur frá
Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð-
umúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950.
Bækumar, sem eru í verðlaun,
heita: Falin markmið, 58 mínútur,
Október 1994, Rauði drekinn og Víg-
höfði. Bækumar eru gefnar út af
Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 168
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar í hundrað sex-
tugustu og sjöttu getraun
reyndust vera:
I.SmáriGunnarsson
Vitabraut 6, 510 Hólmavík.
2. Daníel i. Jensson
Ásgarði 69,108 Reykjavík.
Vinningamir verða sendir
heim.