Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
19
Merming
Bíóhöllin - Atlantis: ★ !4
Veröld án orða
Atlantis er fimmta kvikmynd Lucs
Besson. Strax á tvítugsaldri vakti
hin svart/hvíta vísindaskáldsögu-
mynd Le dernier combat mikla at-
hygli og ekki minnkaði aðdáunin á
Besson þegar hann sendi frá sér
Subway. Eftir lofsamlega umijöll-
un var farið tala um hann sem
undrabamið í franskri
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
ina saman við aðrar sams konar
kvikmyndir því þær eru einfald-
lega ekki fyrir hendi en margar
athyglisverðar sjónvarpsmyndir
hafa veriö gerðar um lífið neðan-
sjávar þar sem hrein og bein heim-
ildarmyndagerð ræður ferðinni og
í þeim myndum hefur stundum
tekist að skapa betri og áhrifameiri
atriði en eru í Atlantis.
ATLANTIS
Leikstjóri: Luc Besson.
Tónlist: Eric Serra.
Unnið að gerð Atlantis neðansjávar.
kvikmyndagerð. í kjölfarið fylgdu
The Big Blue og Nikita sem báðar
vöktu heimsathygli og er sú síðastt-
alda vinsælasta kvikmyndin sem
hann hefur gert hingað til.
Á meðan Besson vann að Nikita
var hann með aðra mynd í hjáverk-
um, Atlantis. Besson segir að hug-
myndin að Atlantis hafi orðið til
þegar hann var að gera The Big
Blue. Það hafi farið í taugarnar á
honum og kvikmyndatökumanni
hans hversu mikið af góðum neð-
ansjávartökum þeir hafi þurft að
klippa burt og þá hafi hugmyndin
að Atlantis orðið til. Þessi einstæða
kvikmynd er að öllu leyti tekin
neðansjávar og sýnir okkur á mik-
ilúðlegan og hstrænan hátt Mð í
sjónum.
Hafið hefur löngum átt hug og
hjarta Bessons enda hafði hann
starfað við köfun smátíma áður en
kvikmyndir hans urðu til. Áhugi
hans á hafmu kom berlega í ljós í
The Big Blue sem einmitt fjallaði
um kafara. Með Atlantis hefur
hann kórónað umfjöllun sína um
hið bláa djúp. En í leit hans aö fuh-
komnu myndefni neöansjávar hef-
ur eitthvað gleymst því Atlantis hð-
ur áfram án teljandi áhrifa og lifn-
ar aldrei almenrúlega við.
Atlantis skiptist í margra kafla
sem eru mismunandi áhugaverðir.
Það er greinilegt að kvikmynda-
tökumennirnir hafa tekið nokkra
áhættu en sú áhætta skhar sér ekki
th áhorfandans, allt er silkimjúkt
undir tónlist Eric Serra sem er stór
hluti myndarinnar.
Eric Serra hefur gert tónlist við
ahar myndir Bessons og tekist
ákaflega vel upp, það vel að ein-
staka atriði í myndum Bessons eru
einmitt sterk í minningunni vegna
tónlistarinnar. í Atlantis fær Serra
sjálfsagt það verkefni, sem öh tón-
skáld setn semja fyrir kvikmyndir
dreymir um, að vera nánast einráð-
ur þegar hljóð er annars vegar. Því
miður veldur tónlist Serra von-
brigðum. Tónhstin er íburðarmikh
en ósköp flöt eins og best heyrist
þegar hlustað er á hana án þess að
horft sé á myndina. Tónhstin
minnti undirritaðan um of á svo-
kahaða nýaldartónlist.
Atlantis veldur miklum von-
brigðum. Fyrirfram hefði mátt bú-
ast viö áhrifameiri mynd frá Luc
Besson. Myndin er thtölulega stutt,
eða rúmar sjötíu mínútur, en að
klukkutíma liðnum var maður far-
inn að hta á klukkuna.
Það er ekki hægt að bera mynd-
HREINSIÐ UÓSKERIN
REGLULEGA.
DRÚGUM ÚR HRAÐA!
||UMFERÐAR
HEKLA Á LEIÐ
UM LANDIÐ
SÝNUM NÝJU BÍLANA FRÁ MITSUBISHI OG
VOLKSWAGEN Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST
Vik í Mýrdal kl. 11.00 - 12.00
Kirkjub.klaustur kl. 13.00- 14.00
Höfn í Hornafirði kl. 17.00- 19.00
Djúpivogur kl. 20.30 - 21.30
SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST
Breiðdalsvík kl. 11.00 - 12.00
Stöðvarfjörður kl. 13.00- 14.00
Fúskrúðsfjörður kl. 14.30 - 15.30
Neskaupstaður kl. 17.00- 19.00
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST
Eskif jörður kl. 10.00 - 11.00
Reyðarfjörður kl. 11.30 - 13.00
Seyðisfjörður kl. 14.00- 16.00
Egilsstaðir kl. 17.00- 19.00
MIÐVIKUAGUR 2. SEPT.
Dalvík kl. 10.00- 11.30
Ólafsfjörður kl. 12.00- 13.00
Siglufjörður kl. 14.00- 16.00
Hofsós kl. 17.00-18.00
Sauðúrkrókur kl. 18.30 - 20.00
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPT.
Vopnafjörður kl. 10.00 - 11.00
Þórshöfn kl. 12.00- 13.00
Raufarhöfn kl. 14.00- 15.00
Kópasker kl. 16.00- 17.00
Húsavík kl. 18.30- 20.00
FIMMTUDAGUR 3. SEPT.
Skagaströnd kl. 10.00 - 11.00
Blönduós kl. 11.30- 13.00
Hvammstangi kl. 14.00- 15.00
Hólmavík k[ 17.00 - 18.00
FÖSTUDAGUR 4. SEPT.
Bolungarvík kl. 10.00 - 11.00
ísaf jörður kl. 11.30 - 12.30
Flateyri kl. 13.00- 14.00
Þingeyri kl. 14.30 - 15.30
Bíldudalur kl. 17.00- 19.00
Patreksfjörður kl. 19.30 - 20.30
LAUGARDAGUR 5. SEPT.
Búðardalur kl. 10.00 - 11.00
Stykkishólmur kl. 12.00- 13.00
Grundarfjörður kl. 14.00- 15.00
Ólafsvik kl. 15.30- 17.00
Borgarnes kl. 18.30 - 20.00
SYNUM
UMHVERFINU
HOLLUSTU
El A
HEKLA
TRAUST F YRIRTÆKI
MITSUBISHI
MOTORS
Geymid auglýsinguna
40 AR A ISLANDI