Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
Kvikmyndir
Konur í homabolta
Hver hefði trúað því að ein vin-
sælasta myndin í Bandaríkjunum
þessa dagana fjallar um homabolta
og ekki nóg með það heldur er um
kvennalið að ræða. Myndin A Le-
ague of Their Own hefur veitt
myndum eins og Batman Returns
og Boomerang með Eddie Murphy
í aðalhlutverki verðuga sam-
keppni. Það 'er erfitt að sjá hvers
vegna myndin höfðar svona vel til
bandarískra áhorfenda en A Le-
ague of Their Own er dálítið væm-
in á köflum þótt inni á miOi komi
bráðfyndnir kaflar. Ef fil viO eru
margir sem vOja forvitnast meira
um kvennadeildina í homabolta
sem var sett á laggimar 1943 en
myndin fjallar einmitt um fyrsta
leiktímabOið. Bandaríska atvinnu-
kvennadeOdin í homabolta var
stofnuð þegar seinni heimsstyrj-
öldin stóð sem hæst og mikiO skort-
ur karlkyns leikmanna háði meist-
aradeOdinni í homabolta þar sem
margir bestu leikmennimir
gegndu herþjónustu. Því var mikil
hreyfing í þá átt að hvetja konur
tO að fara út í atvinnumennsku í
íþróttum sem að margra mati hefði
aldrei getað komið til greina nokkr-
um ámm áður.
Margir um hituna
En lítum nánar á A League of
Their Own. LykOleikmaðurinn í
Oðinu er Dottie Hinson sem er leik-
in af Geena Davis. Útsendari Uðsins
finnur hana í Oregon þar sem hún
lifir viðburöasnauðu lífi meðan eig-
inmaðurinn gegnir herþjónustu
erlendis. Hún samþykkir að koma
tO Chicago og leika með liðinu svo
framarlega sem systir hennar, Kit
KeOer (Lory Petty), fái einnig aö
vera með. Þar sem nauðsynlegt var
að byggja upp liðið frá grunni var
einum eitt þúsund stúlkum smalað
saman á Harvey-leOívanginn þar
sem velja átti 64 leikmenn í ein fjög-
ur lið. Að vísu vom nokkrar sjálf-
valdar eins og Marla Hooch (Megan
Cavanagh) sem var titluð sem
kvenkyns útgáfan af hinni þekktu
homaboltahetju Babe Ruth. Þaö
má geta til gamans að kvikmynda-
tökur fóra í raun og vem fram á
Harvey-veOinum en eigandi hans í
dag, PhiOip K. Wrigley, átti mikinn
þátt í því á sínum tíma að kvenna-
deild var stofnuð í homabolta.
Sorgirog sigrar
Þegar búið er aö velja í Uðin hafa
handritahöfundar myndarinnar
miklu þrengri ramma tO að vinna
innan. Við fylgjumst með vinskap
þessara kvenna, hvemig þær reyna
að fara framhjá ýmsum boðum og
bönnum sem þjálfari þeirra hefur
sett, viðbrögðum þeirra þegar ein
leikkvennana ákveður að hætta
eða þegar þeim er tilkynnt andlát
eiginmanns einnar, eins þeirra sem
var drepinn á vígvellinum. Áhorf-
endur verða síðan vitni aö því
hvemig þær verða betri og betri
leikmenn með hverjum leik og
hvemig þessum konum tekst að
vinna á fordómum og öðlast virð-
ingu og vinsældir þeirra sem þorfa
á hornabolta.
En þær em ekki alveg karl-
mannslausar því þjálfari þeirra er
fyrrverandi hetja í homabolta að
nafni Jimmy Dugan sem er leOdn
af Tom Hanks. Hann á við alvar-
legt áfengisvandamál að stríða og
sýnir leikmönnum sínum svo Utla
virðingu að hann er sofandi meira
eða minna aOa æfingaleikina og
raunar einnig fyrsta leOdnn. En
smátt og smátt, eins og í öOum góð-
um myndum, heiOast hann af bar-
áttu og hæfhi þessara kvenna og
ákveður að leggja sitt af mörkum
Kvennalið í hornabolta.
svo að Uöið nái sem bestum ár-
angri.
Geena Davis
Þaö fer lítiö fyrir Tom Hanks í
fyrri hluta myndarinnar en þeim
mun meira eftir aö Uðiö fer aö sína
árangur. Að vísu hefur Tom Hanks
látiö hafa eftir sér að hann sé ekki
forfalUnn homaboltaaödáandi.
Hann hafi ákveðiö að taka að sér
þetta hlutverk vegna þess að hann
trúði því að A League of Their Own
yrði vinsæl. Hver gæti líka neitaö
boði um að spUa homabolta hefit
sumar með eintómum stelpum og
fá þar að auki borgað fyrir það.
Þaö er hins vegar Geena Davis
sem vinnur hug og hjarta áhorf-
enda með frábærum leik sínum.
Hún er stoð og stytta Uðsins og eins
og aðrar leikkonur í myndinni náði
hún furðumikilU leikni með kylf-
una og boltann. Raunar fékk Davis
Umsjón
Baldur Hjaltason
næstum engan tíma tíl æfinga eða
undirbúnings því að henni var boð-
in staða í myndinni með eins dags
fyrirvara eftir að Debra Winger
hafði dregið sig í hlé vegna deilna
við leikstjórann um starfssamning.
Davis er Ola viö að taka skyndiá-
kvarðanir en þegar leOísfiórinn
Penny MarshaU hringdi í hana og
spurði hvort hún gæti komiö dag-
inn eftir tíl Chicago til að vinna að
gerð myndarinnar þá stóðst hún
ekki freistinguna.
Sviti og tár
Líklega hefði Davis aldrei tekið
að sér hlutverkið hefði hún vitaö
hvað það kostaði hana mOdnn svita
og mörg tár og óteljandi marbletti.
Það kostaði mikla þjálfun fyrir
stúlkumar að virka sem atvinnu-
menn í homabolta fyrir áhorfend-
ur. Davis heldur því fram aö á sum-
um marblettunum hafi verið fór
eftir sauminn á boltanum sem var
notaður, svo mikO vom átökin.
í nýlegu viðtaU við kvikmynda-
tímarit viðurkenndi Davis að hún
hefði aldrei heyrt talað um at-
vinnukonur í homabolta áður en
hún tók að sér að leika hlutverk
Dottie Hinson. Hún komst síðan
yfir heinúldarmynd um deilda-
keppnina og hreifst af því hve
stúlkumar í Oðinu vom miklar
íþróttakonur. Að mörgu leyti eru
aðstandendur myndarinnar og
leikarar að votta þessum íþrótta-
konum, sem vom brautryðjendur
í kvennahomabolta í Bandaríkjun-
um, virðingu sína með A League
of Their Own. Líklega sneru marg-
ar þessar íþróttakonur aftur til
sinna heimUisstarfa þegar stríðinu
lauk og karlmennirnir sneru til
baka eftir að hafa gegnt herþjón-
ustu. En eitt var þó ekki hægt að
taka frá þeim; minningarnar frá
þessrnn tíma.
Margar myndir
Þeir sem hafa fylgst með ferh
Davis gegnum árin hafa tekið eftir
þvi hvernig hún hefur vaxiö með
hverri mynd sem hún hefur leikið
í. Hún er vel látin af öllum og virð-
ist að mörgu leyti vera náttúru-
barn, þ.e.a.s. að vera alltaf jafn lát-
laus og eðhleg hvað sem á dynur.
Eftir að hafa unniö sem fyrirsæta
í New York reyndi hún fyrir sér í
kvikmyndaleik í myndinni Tootsie
(1983) þar sem hún lék á móti Dust-
in Hoffman. Eftirfarandi hluti af
samtaO sem blaöamaður átti við
Davis lýsir henni kannski best.
„Við vom aö taka atriði í Tootsie
sem gerist í búningsherberginu.
Dustin þykir aOtaf gaman að víkja
frá textanum í handritinu og
skálda eitthvað upp sem honum
dettur í hug hveriu sinni og ég tók
þátt í þessu með honum eins og
ekkert væri eðiilegra. Þá kallaði
leikstjóri myndarinnar, Sidney
Poliack, á mig og spurði hvort ég
væri virkfiega ekki taugaóstyrk og
hvort ég hefði ekki gert mér grein
fyrir því að ég væri að leika í stór-
mynd á móti Dustin Hoffman, þetta
væri mitt fyrsta hlutverk og ég
væri á nærfotunum einum klæða
í atriöinu. Hann var ekkert reiður
heldur forvitinn." Davis sagði eins
og satt var að hún hefði alls ekkert
hugsað út í þetta og henni fyndist
ekkert sjálfsagðara en það sem hún
væri að gera.
Madonna
Davis reyndi síöan fyrir sér í
sjónvarpsþáttum eins og Buffalo
BiO og Sara en með litlum árangri.
Henni var síðan boðið kvikmynda-
hlutverk í myndinni Transylvania
6-5000 sem tekin var í Júgóslavíu.
Þar lék hún á mót Jeff Goldblum
sem hún síðar var gift í nokkur ár
og lék með í myndinni The Fly árið
1986. Davis lék næst í Beetlejuice
(1988) en það var ekki fyrr en í The
Accidental Tourist að hún fór að
blómstra enda fékk hún óskars-
verðlaun fyrir leik sinn í þeirri
mynd. En flestir muna þó eftir
Davis í myndinni Thelma & Louise
þar sem hún lék á móti Susan Sar-
andon.
Það em fleiri frægir leikarar í
League of Their Own en Geena
Davis. Sjálf Madonna leikur einn
leikmanninn. Þetta er ekki stórt
hlutverk og hún fellur alveg í
skuggann af Davis. Gagnrýnendur
hafa verið aö gera grín að Madonnu
fyrir að hún hafi haft meiri áhuga
á að sýna Ukama sinn í myndinni
heldur en íþróttahæfileika. Hins
vegar varð hún að ganga í gegnum
sömu þjálfun í hornabolta og aörar
leikkonur þótt sagan segi aö hún
hafi kaUað á þekktustu karlkyns
stjömur í hornabolta til aö gefa sér
einkatíma í hvemig ætti að bera
sig að tíl að ná árangri.
Helstu heimildir:
Variety. Entertainment, Empire