Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
23
Starfsemin hefur alltaf vakið athygli ferðamanna. Hér er Davíð Davíðsson i hópi franskra ferðamanna.
Silfurlax í Hraunsfirði:
Fyrstu skrefin í
ræktun hafsins
AEIÐVARÉEGA
Líýið er svo skemmtilegt
Komdu og fáðu þér tíu • Það er heitt á könnunni
SÍMINN HrJÁ OKKZJR ER 91-68 11 99
DÁLEIÐSLA
Mercedes Benz 260E, árg. 1988
Þessi stórglæsilega og vel búna bifreið er til sölu:
sjálfsk., vökvast., rafdr. þaklúga, litað gler, metallic, imperial
brúnn, rafdr. rúður framan, álfelgur, 4 höfuðpúðar, hraðajafnari,
útvarp m/geislasp. o.fl.
Upplýsingar i síma 46399.
- segir Júlíus B. Kristinsson framkvæmdastjóri
Silfurlax hf. er eitt af umsvifameiri
fiskeldisfyrirtækjum landsins. Það á
seiðaeldisstöð að Núpum í Ölfusi,
leigir seiðaeldisstöð að Laugum í
Landmannahreppi og rekur haíbeit-
arstöð í Hraunsfirði á Snæfellsnesi.
Eigendur Silfurlax eru íslenskir og
sænskir. Starfsmenn Silfurlax eru,
þegar umsvifin eru hvað mest um
hásumarið, rösklega 60 talsins. Haf-
beitarstöðin í Hraunsfirði er líklega
stærsta stöðin sinnar tegundar sem
leggur áherslu á Norður-Atlants-
hafslax. Hafbeitarstöðin tók til starfa
1987 og nú er sleppt um þremur millj-
ónum seiða á ári. Heimtur á laxi á
undanfömum árum hafa verið ákaf-
lega mismunandi. Meðalendur-
heimta eftir fyrstu sleppingu var ríf-
lega sex prósent sem gaf eigendum
Silfurlax vonir um jákvætt framhald.
Hins vegar hefur endurheimta eftir
það ekki verið eins góð. Ástæða þess
er aðallega talin slæm skilyrði í haf-
inu við landið á undanförnum árum.
Aðrir þættir koma einnig við sögu. Á
síðasta ári framleiddi stöðin 130 tonn
af laxi og heimturnar í fyrra var vel
á þriðja prósentið. Enn er of snemmt
að spá fyrir um heimtumar í ár þar
sem vertíðinni lýkur ekki fyrr en í
september.
Haíbeitbýður upp á
mikla möguleika
„Við lítum svo á að þetta sé þróun-
arverkefni því þó álíka starfsemi
hafi verið stunduð af ýmsum aðilum
hér á landi í rösk 20 ár er ýmislegt
eftir ólært. Það má segja að með haf-
beit sé verið að stíga fyrstu skrefin í
ræktun hafsins. Það þarf að leggja
mjög mikla áherslu á rannsóknar-
þáttinn í hafbeitinni og við eigum
margt eftir ólært. Hafbeit býður upp
á mikla möguleika. Þetta er nýsköp-
un í atvinnulífi landsmanna og ég tel
að ef okkur tekst vel upp þá séu
möguleikamir óhemju miklir. Þá
skiptir ekki máli hvort rætt er um
lax, lúðu eða þorsk eða aðrar tegund-
ir. Viöhorf fólks gagnvart hafinu er
líka að breytast. Það er ekki aðeins
hægt að uppskera heldur er einnig
nauðsynlegt að sá,“ sagði Július B.
Kristinsson, framkvæmdastjóri Silf-
urlax, þegar DV tók á honum hús í
Hraunsfirði.
| Júlíus nefnir að þetta sé í raun
þróunarverkefni. Slík verkefni skila
eigendum sínum sjaldnast miklum
fjármunum í upphafi og sú er raunin
með Silfurlax. Það þarf úthald og
þolinmæði - og mikið fjármagn - ef
árangur á að nást. Júlíus sagði að
Júlíus B. Kristinsson
hluthafar hefðu verið staðfastir í
verkefninu og komiö með mikið fjár-
magn inn í fyrirtækið.
Laxinner2til3 kg
eftir ár í sjó
Leikmaður, sem horfir yfir at-
hafnasvæði Silfurlax í Hraunsfirði,
hlýtur að álykta sem svo að náttúran
hafi haft hafbeitarstöð í huga þegar
landið tók á sig núverandi mynd.
Lítil á liðast niður dalinn og myndar
stórt lón þar sem kvíar með seiðum
eru geymdar, en neðst fellur áin á
milli kletta, undir brú og þar hafa
þeir hjá Silfurlaxi sett upp litla stíflu.
Seiðin í kvíunum eru þar í allt að
eitt ár áður en þeim er sleppt til sjáv-
ar - og síðan er beðið. Bróðurpartur-
inn kemur að ári til baka og hefur
þá náð 2 til 3 kg meðalþyngd. Hluti
af laxinum kemur hins vegar ekki
fyrr en eftir tveggja ára veru í sjó.
Þeir laxar eru gjarnan fimm til sex
kg.
„Hér eru svo sannarlega óvenjuleg-
ar aðstæður sem hafa gert okkur
kleift að þróa nýjar aðferðir í haf-
beit. Okkur hefur líka tekist að marg-
falda afköstin í seiðaeldinu og þar
með lækkað framleiðslukostnað á
Séð yfir athafnasvæði Silfurlax.
seiðum. Kostnaðurinn i dag hvað
þetta varðar er aðeins brot af því sem
hann var í upphafi. Margt hefur
áunnist og ýmislegt er enn ólært.
Heimsmarkaösverð á laxi féll mjög
mikið 1988 enda var gríðarlegt fram-
boð á eldislaxi. Nú er verð á uppleið
á nýjan leik þar sem fjölmargir aðil-
ar, jafnt hér sem erlendis, urðu gjald-
þrota. Verð hækkaði um 30% nýlega
og framboð dróst saman. Júlíus að
það hefði komið sér á óvart hve verð-
ið hækkaði snöggt. „Auðvitaö er
þetta gleðileg þróun fyrir okkur.
Hins vegar er laxinn frá Silfurlax um
margt sérstakur. Þetta er villtur At-
lantshafslax og það eru ákveðnir að-
ilar, t.d. í Evrópu, sem vilja ekki sjá
annan lax en þennan. Þeir hinir
sömu greiða líka mun hærra verð
fyrir okkar vöru en t.d. fyrir eldis-
lax.“
Efla þarf rannsóknir
Júlíus nefndi í upphafi að þetta
væri þróunarverkefni. Það lá því
beint við að spyrja hann um hvort
hið opinbera sýndi því nægan skiln-
ing. Hann sagðist gjarnan vilja sjá
meiri stuðning við rannsóknarþátt-
inn og sömuleiðis nefndi hann reglu-
gerðir. „Reglugerðir mega ekki vera
þannig að þær vinni beinlínis gegn
þessum atvinnuvegi. Það kostar ekki
óskaplega mikið að breyta lögum og
reglum svo greinin eigi auðveldar
með að starfa. Einkaaðilar á þessu
sviði mega ekki lenda í vandamálum
vegna þess að lög og reglugerðir taka
ekki tillit til atvinnugreinarinnar.
Það er hins vegar ekki óeðlilegt að
slik vandamál komi upp þegar nýr
atvinnuvegur á í hlut.
Hið opinbera hefði átt að leggja
fram meira fjármagn í rannsóknir
og þróunarstarfsemi en minna til
uppbyggingar fiskeldisstöðva sem
síðan hafa alltof margar farið í gjald-
þrot,“ sagði Júlíus að lokum. -ask
Hef opnað fyrir bókanir í einkatíma. Dóleiðsla getur hjólpað
þér ó fjölmörgum sviðum eins og t.d.: Hætta að reykja, losna
við aukakílóin, streitu, flughræðslu, lofthræðslu, kynlífsvanda-
mól, bæta minni og einbeitingu, nó meiri órangri í íþróttum,
öðlast aukinn viljastyrk og margt fleira.
Friðrik Póil er viðurkenndur í alþjóðlegum fagfélögum
dóleiðara eins og International Medical and Dental
Hypnotherapy Association, American Guild Of
Hypnotherapists og National Society Of
Hypnotherapists.
Friðrik PállÁgústsson R.P.H. C.Ht.
Vesturgata 16, Sími: 91-625717
Námskeið til
30 TONNA
RÉTTINDA
hefst mánudaginn 31. ágúst.
Kennt er á mánudags- og
miðvikudagskvöldum kl. 7-11.
Verð: 20.500 kr.
(Slysavarnaskóli
sjómanna innifalinn)
Námskeið til
HAFSIGLINGA
Þeim sem hafa 30 tonna
prófið býður Siglingaskólinn
áhugavert framhaldsnámskeið til
hafsiglinga á skútum
(Yachtmaster Offshore).
Það hefst þriðudaginn 1. september.
Kennt er á þriðjudags-
og fimmtudagskvöldum kl. 7-11.
Verð: 18.000 krónur.
10% afsláttur af námskeiðsgjöldum
séu 2 nemendur úr sömu
fjölskyldu.ÖII kennslugögn
fást keypt í skólanum.
NYTT
Að loknum þessum námskeiðum
er mögulegt að komast á
tveggja vikna verklegt
skútusiglinganámskeið
sem Siglingaskólinn
heldur ÍTyrklandi!
Upplýsingar og innritun í
síma 91-68 98 85 og 31092
alla daga, öll kvöld og um helgar.
SIGLINGASKOLINN LÁGMÚLA7
-meðlimur íAlþjóðasambandi siglingaskóla (ISSA)