Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Page 27
26 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. Eins og hver annar rússneskur sveitamaður - segir Jón Ólafsson fréttamaður sem er á leið til Bandaríkjanna í nám Fréttir og pistlar Jóns Ólafssonar, fréttamanns Sjónvarps í Moskvu, hafa vakið athygli og umtal hérlend- is. Jóni hefur tekist að gefa áhorfend- um innsýn í daglegt líf í fyrrum Sov- étríkjum og oft valið efni sem í sjálfu sér var ekki frétt í þrengstum skiln- ingi en athyglisvert. Skemmst er að minnast þáttanna Römm er sú taug, sem fjölluðu um tengsl íslenskra kommúnista við Komintern og Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. En hvemig stóð á því upphaflega að Jón fór til Sovétríkjanna? „Ég haföi lært rússnesku í MH og hafði alltaf hugsað mér aö læra hana almennilega. Eini möguleikinn var að sækja um styrk sem menntamála- ráðuneytið auglýsir fyrir einn náms- mann á ári til Rússlands. Ég sótti fyrst um strax eftir stúdentspróf, síð- an nokkrum árum seinna og svo í þriðja skiptið 1989 eftir að ég hafði lokiö BA-prófi í heimspeki. Það var kannski heppni að ég fékk hann ekki fyrr því það var svo margt að gerast síðustu árin sem Sovétríkin voru við lýði,“ segir Jón hlæjandi. „Haustið 1989 var fólk í Sovétríkjunum búið að ganga í gegnum tímabil vonar og mikillar bjartsýni. Á þessum tíma voru óvinsældir Gorbatsjovs orðnar mjög áberandi í Moskvu. Þó hvarfl- aði ekki að neinum aö Sovétríkin ættu ekki eftir nema tvö ár. Það var alveg sama hvernig menn voru sinn- aðir en í augum almennings voru Sovétríkin sjálf eilíf.“ Tómarúm í háskólanum Námsmaðurinn Jón Ólafsson lenti smám saman í hringiðu atburða og heimspekinámið varð aukaatriði. Hann hafði verið sumarmaður hjá Sjónvarpinu tvö sumur og það var haft hak við eyrað að hann myndi vinna eitthvað ef tilefni gæfist til. „Ég var í hálfgerðu tómarúmi í Moskvuháskóla. Af því ég kunni ekki nógu mikið í rússnesku þegar ég kom fékk ég ekki heimild til þess að skrá mig í heimspeki. Ég var því hvorki í framhaldsnámi né grunnnámi. Ég mátti valsa um og semja við þá kenn- ara sem ég vildi án þess að taka próf. Kosturinn var sá að ég hafði fullt frelsi en ókosturinn að ég hélt mér ekki vel við námsefnið. Ég var ráp- andi í nokkrum rússneskukúrsum um haustið og eftir áramót sótti ég kúrsa í heimspeki. Ef satt skal segja þá eyddi ég mestum tíma í að lesa blöð og fylgjast með dægurmálunum. Þannig lærði ég mína rússnesku," segir hann. Fréttamaður og tökumaður - Hafðirðu sama frelsið sem frétta- maður og þú hafðir innan háskólans? „Nei, ég hafði það auövitað ekki því fréttamenn máttu sætta sig við alls konar skorður. Hins vegar gilti að því leyti þaö sama um fréttamennsk- una og háskólanámið að mestu máli skipti að láta fara sem minnst fyrir sér. Þá var hægt að gera alla Muti. því margir höfðu skilning á því að maður vildi kynnast fleiru en hægt var með opinberum leyfum. Opin- bert leyfi sem fréttamaður gefur fyrst og fremst viðurkenningu og ferða- frelsi. Ef maður kann málið sæmi- lega, þekkir sig vel og þarf ekki opin- bera aöstoð er auðvelt að láta sig hverfa og fara eigin leiðir." Framan af naut Jón aðstoðar töku- manna sem hann réð fyrir hvert verkefni en undir það síðasta var hann myndatökumaður og frétta- maður. Hann réð sér nánast sjálfur og fréttastjórar hér heima settu hon- um fáar skorður í efnistökum. „Það sem ég átti að gera var að fylgjast með því sem var efst á baugi og vera tilbúinn með síma„kom- ment“ um helstu fréttamál. Það var auðveldara að vinna fyrir útvarpið því ekki þarf að hugsa fyrir mynd- efninu," segir hann. Frelsi vegna smæðar Námið, ef nám skyldi kalla, tók ekki nema einn vetur og sumarið 1990 kom Jón til starfa hjá fréttastofu Sjónvarps. í september sama ár réð hann sig til útvarpsins og var þar fram í ágúst ’9l. Þá varð hann aftur fréttamaður Sjónvarps þar til nú. Fyrstu eiginlegu fréttaferðina fór hann í desember ’90 og þá á fulltrúa- þing, í janúar ’91 var hann í Eystra- saltslöndunum og maí sama ár fór han til Moskvu og Armeníu. Eftir valdaránið í fyrra fór Jón til Moskvu og Eystrasaltsríkjanna á ný. Frájan- úar til júlí í ár hefur hann meira og minna verið á ferð um gömlu Sovét- ríkin að safna efni. Vann þar í mánuð og kom heim í tvær vikur, svo aftur í mánuð og vann heima í tvær vikur. „Þetta var ágætis kerfi og hentaði mér vel. Ég vann nokkur fréttainn- slög, viðtöl og kannski stutta þætti úr hverri ferð. í þessum efnum reyndi ég að gera eitthvað öðruvísi. Þá var ég beinlínis að hugsa um það að draga upp einhverja mynd sem ég vissi að fólk hafði ekki fengið í gegnum aðrar sjónvarpsstöðvar. Stóru fréttastofurnar hafa allt annan stíl og án þess að ég vilji dæma, þar verða fréttamennimir að sætta sig við takmarkað frelsi af hendi stjóm- enda. Þeir geta ekki leyft sér að gera frétt. án þess að vera á nálum um að efnið sé ekki nógu spennandi." Skjalasöfnin opnuð Síðasta ferð Jóns í austurveg var í marsbyrjun þegar hann tók til við að grufla í skjalasöfnum eystra. Hann segir það hafa legið beint við að skoða skjalasöfnin þar sem opnun þeirra hafi verið mikið í fréttum. Hann var einn af fyrstu útiendingun- um sem fengu slíkt rannsóknarleyfi. „Ég komst að því hvar flokks- skjalasöfnin vom til húsa og sótti um. Þegar ég var kominn með bréf og þeir vissu hvaö ég vildi fékk ég aðgang að lessalnum. Erfiðleikamir eru tvenns konar. Þessi söfn eru mjög óaðgengileg og það er mikil kúnst að finna þaö sem maður hefur áhuga á. Það er gífurlega erfitt að taka eitthvert mál og lesa sig alveg til enda.“ Skjalasöfnin, sem Jón vitnar til, eru tvö, annað með skjölum Alþjóða- sambands kommúnista - Komint- erns og Kommúnistaflokks Sovétrík- anna til ársins 1953, hitt með skjölum flokksins eftir þann tíma. Leynd hvíl- ir á öllum skjölum frá árinu 1981 og síðar auk þess sem þijátíu ára leynd- arregla er á meirihluta skjalanna. Spjaldskrá segir lítið „í fyrstu atrennu fékk ég aðgang að spjaldskrá sem í eru útdrættir úr fundargerðum til 1981. í sumum til- fellum eru hengd á spjöldin skeyti til sendiráðsins í Reykjavík þar sem skipanir eru um framkvæmd þess sem miðstjórn flokksins hefur ákveðið. Annars er spjaldskráin að- allega stikkorð í líkingu við: „Áætlun um að efla tengsl við íslenska stjórn- Sovéska kommúnistaflokksins þar sem skráð er: „Ákveðið að veita bar- áttumanni íslenskrar kommúnista- hreyfingar, Kristni E. Andréssyni, aðstoö í eitt skipti.“ Ég sá þetta spjald sjálfur en fékk því miður ekki tæki- færi til að skoða gögnin sem geta sagt manni hvað nákvæmlega er á ferðinni. Þessar upplýsingar eru ekki nægar til að fullyrða eitt eða neitt um þennan tiltekna styrk. Öðru máli gegnir um 20 þúsund dollara styrk- inn til Máls og menningar. Hann er skráður svart á hvítu í bækur sendi- ráðsins í Reykjavík og því hægt að fullyrða að hann hafi verið veittur, nema sendiráðsmennirnir hafi hreinlega stolið peningunum sjálfir. En það held ég að sé útilokaö." Sendiráðs- bækurnar opnaðar Jón viðurkennir að það hafi verið mikil vinna að þreifa sig áfram í gegnum söfnin. „Það var mikið streð samskipti Islendinga við Kommún- istaflokk Sovétríkjanna gegnum sendiráðið á íslandi, eru þrenns kon- ar. í fyrsta lagi hefur maður skeyti frá miðstjórninni til sendiráðsins. Þar sér maöur fyrst og fremst hverja afstöðu miðstjórnin telur einstaka menn á íslandi hafa til flokksins og sín. í öðru lagi eru skýrslur sendi- ráðsins um pólitískt ástand á ís- landi. Þar kemur fram sá sannleikur sem sendiherra Sovétríkjanna á ís- landi vill að yfirmenn hans hjá flokknum hafi um ísland. Það er kjánalegt að taka of mikið mark á þessum skýrslum því að þær mark- ast óhjákvæmilega fyrst og fremst af óskhyggju og kannski líka af sov- éskum hugmyndaheimi sem er þrátt fyrir allt dálítið ólíkur vestrænum. í þriðja lagi eru samtalsskýrslur sendiráðsmanna og einstakra íslend- inga. Það er þetta sem maður les af mestri athygli, því að í samtals- skýrslunum kemur fram hvað menn hafi nákvæmlega sagt við Sovét- mennina. Að sjálfsögðu fóru menn úr öllum flokkum í viðtöl í sovéska sendiráðið. Það vekur ekki athygli. Áhugavert er að sjá hvað einstaka maður, til dæmis Lúðvík Jósepsson, Haukur Helgason, Einar Olgeirsson, að ekki sé minnst á ýmsa forystu- menn úr verkalýðshreyfingunni, hefur að segja í sendiráði Sovétríkj- anna á íslandi. Að þeir töluðu er ekki áhugavert heldur hvað þeir töluðu. Sumir ganga of langt „Það er erfitt að meta að hve miklu leyti þessir menn hafa verið fulltrúar flokka sinna og að hve miklu leyti sjálfs sín fulltrúar. Ég verð aö segja að mér finnst sumir ganga allt of langt í því að fullyrða aö tengsl ein- staklinga séu forkastanleg fyrir flokka þeirra og fyrirtæki. Kristinn E. Andrésson fékk vissulega peninga frá flokknum, en það er ekki sérlega frjó umræða sem skapast af því að menn stimph þá Mál og menningu sem glæpafyrirtæki. Mér finst líka vafasamt að telja þessar upplýsingar sanna að Alþýðubandalagið sé for- stokkaður sovétkommaflokkur. Við verðum að hafa það í huga að enn þekkjum við bara lítinn hluta af skjölum Kommúxústaflokksins. Á meðan hið sanna í máUnu er ekki komið fram er best að fuUyrða sem minnst. Það er hægt að fara flatt á því. Það er þýðir ekki að bjóða fólki upp á kaldastríðsmálflutning nú þeg- ar heimurinn er gerbreyttur frá því sem var. Ef heimskommúnisminn er hruninn, hver er þá þörfin fyrir stækan andkommúnisma? “ Hörð viðbrögð Þættir Jóns Ólafssonar vöktu hörö viðbrögð hjá fólki úti í báe og urðu Halldór og Auður Laxness fyrir óþægindum í kjölfarið. Jón segist ekki hafa búist við slíkum viðbrögð- um. „Þáð sýnir kannski frekar hvaö ég er naív. Ég ímyndaði mér að þáttur HaUdórs Laxness væri sögulegar Fréttamaðurinn Jón Ólafsson að störfum i Moskvu. málaflokka." Svo búið. Þetta er mjög áhugavert en ég tel mjög vafasamt að skrifa einhverjar fréttir út frá spjaldskránni einni þvi hún segir svo Utið. Þessu til viðbótar eru til fundar- gögn, misjafnlega ítarleg, oft fylgja þó bréf með tilteknum erindum frá Islandi. Öll fundargögn af þessu tagi eru leynUeg séu þau yngri en 30 ára. Þar af leiðir að maöur þarf sérstaka undanþágu til að geta kynnt sér nægilega vel ákvarðanir um íslensk málefni aðrar en þær sem komnar eru yfir þrítugt. En til þess að geta áttað sig fylUlega á einstökum málum er Uka nauðsyn- legt að fá að komast í bækur sendi- ráösins í Reykjavík. Það eru mörg dæmi um að ákvarðanir miðstjóm- arinnar hafi aldrei komið til fram- kvæmda. Það er til dæmis í hæsta máta vafasamt að gera eins og blaða- maður Morgunblaðsins gerði um daginn að fullyröa að Kristinn E. Andrésson hafi sótt um eftirlaun og fengið þau eingöngu vegna þess að til er spjald í spjaldskrá miðstjórnar að fá á hreint hvað ég mætti sjá og hvað ekki. Svo var ég aUtaf að nauða um að sjá meira og það tók ótrúlegan tíma að ákveða að það mætti. Eftir að ég var búinn að skoða spjald- skrána, þar sem flestar ákvarðanir miðstjómarinnar em skráðar, baö ég um nauðsynlega undanþágu til að skoða betur fjárstyrki til Máls og menningar og tengsl tiltekinna al- þýðubandalagsmanna við flokkinn, sem ég hafði fengið vísbendingar um í spjaldskránni. Um þessi atriði hafði ég mjög óljósa hugmynd í byrjun og ef ég hefði ekki fengið að sjá sendiráðsbækur frá ár- inu 1970 og 1971 hefði mér þótt afar erfitt að fara að segja fréttir af þess- um tengslum, þá hefði mér þótt vís- bendingamar of óljósar. í sendiráðs- bókunum em í mörgum tilfeUum beinar tilvitnanir í fólk, sem maður hlýtur að taka mark á. Því þótt sendi- ráðsmenn vUji augljóslega segja yfir- mönnum sínum það sem þeir vUja heyra er ólíklegt að þeir Ijúgi til um hvað menn hafi sagt við þá. Upplýsingamar, sem er að hafa um LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. 39 staðreyndir sem hann sjálfur hefði gert upp. Ég talaði við Auði og hún hafði ekki neitt við það að athuga sem fram hefði komið hjá mér. Eftir útsendingu fyrri þáttarins hitti ég Auði af tilvUjun og hún ásakaði mig ekki fyrir þessi læti. Það hefur eng- inn haldið því fram að ég hafi gert á hluta þess fólks sem kom við sögu í þáttunum. Dóttir Eggerts Þorbjarn- arsonar var að vísu ósátt við að ég leyfði Benjamín J. Eiríkssyni að halda fram að faðir hennar hefði les- ið bréf íslendinga á meðan hann vann fyrir Komintern í Moskvu. Fyrir mína kynslóð em þessir geggjuðu tímar einfaldlega löngu liðnir.“ Mogginn í gamla farið Jón segir að tilgangurinn hafi verið að gera semí-sagnfræðUega sjón- varpsumfiöllun og honum fannst Utiu máh skipta hvað hafði komið fram áður og í hvaða formi. „Þetta er saga sem aldrei hefur verið rakin hlutlaust í fiölmiðlum. Mér fannst þetta hvorki vera afhjúp- anir né gamlar tuggur. Þess vegna fannst mér pínulítið spælandi að öll umræða um þessa þætti snýst um þaö hvort einhverjar tilteknar sögu- sagnir hafi fengist staðfestar eða ekki. Þegar Alþýðubandalagið opn- aði fundargerðarbækur sínar fannst mér þátturinn hafa haft jákvæð áhrif. Síðan hrekkur Mogginn í gamla farið og fiahar um hvort Ólafi Ragnari hafi tekist að hreinsa sig og flokkinn. Þetta fer út í póhtískt dæg- urþras og málið sjálft týnist. Eðli- legra hefði verið aö taka menn á orð- inu og krefiast þess að haldið yrði áfram að gera gögn flokka, til dæmis Sósílaistaflokksins opinber. Ég veit ekki tU að neinn hafi skorað á þá sem þar eiga í hlut opinberlega að leggja fram pappíra Sósíalistaflokksins. Raunar sýnist mér ótrúlega margir í herbúðum vinstrimanna vera ann- aðhvort svo gamhr eða gamUr í anda að þeir kunna langbest við það að karpa um svona mál við Moggann. Þeim finnst bara óþægilegt að það séu einhverjir að reyna eitthvað ann- að. Ég hitti Lúðvík Jósepsson tvisvar vegna þessa máls og lét ekkert út um hann öðruvísi en að segja honum frá því. Fyrra samtal okkar var ágætt en í seinna skiptið var samsæris- kenningin komin í huga hans og hann var sannfærður um að ég væri handbendi einhvers, annaðhvort vit- andi vits eða sem nytsamur sakleys- ingi. Það var ekki til í dæminu að sannfæra hann um að ég væri ein- faldlega að-reyna að vera hlutlaus." Brjálaðir fréttamenn Á ferðum sínum um Sovétríkin hitti Jón háttsetta menn og má þar nefna Sévardnadze og ýmsa minna áberandi leiðtoga lýðvelda og sjálf- stjórnarlýðvelda sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. „Það er mjög erfitt að fá viðtal við topppóUtíkusa í Moskvu en þegar út á landsbyggðina er komið er það auðveldara vegna þess að þar er ekki þetta fréttamannafargan. Þeir eru svo brjálaðir, þessi útiendu frétta- menn í Moskvu. Ég gat leyft mér að vera utan við þennan slag að mestu leyti. Það er ekki fyrir smáþjóðagepil að standa í því. Að vísu fannst mér ekki eftirsóknarvert að eyða tíma í sUkt.“ - Var einhvem tíma kostur eða löst- ur að vera íslendingur? „Það er alltaf jákvætt að vera ís- lendingur en þeir sem gera sér grein fyrir því hvað við erum fá og smá eru ekkert að leggja mikið á sig fyrir íslenska sjónvarpsstöð. Ég beitti því stundum að segja að Sjónvarpið væri partur af EBU til þess aö blása mig aðeins út. Það gat hjálpaði við að ná viðtölum við menn sem ekki voru í vindinum." Barinn og rændur Jón segir að hann hafi sjaldan lent í vandræðum á ferðalögum sínum um þetta víðfeðma ríki. Einu sinni var hann þó hætt kominn í Az- erbajdzhan. „Það var aðeins fariö að haUa degi en ekki orðið dimmt og fólk enn á ferU. Ég var á leið á hóteUð þegar tveir gæjar réðust á mig, börðu mig Námsmaðurinn Jón Ólafsson í Reykjavík á leið til New York. „Kröfurnar eru miklar og það er öruggt að ég fæ ekki að valsa þarna um líkt og í Moskvu." DV-mynd GVA niður og tóku af mér myndavélina. Það var mjög létt verk og löðurmann- legt enda klaufaskapur af minni hálfu að álpast á stað þar sem enginn sá til okkar,” segir hann og augljóst að honum finnst þetta jafnvel vand- ræðalegt atvik. Upplýstir sveitamenn Jón naut aðstoðar almennings í borgum og sveitum landsins og segir Sovétmenn af hvaða þjóð sem er al- úðlega. „Sovétmenn eru innst inni miklir sveitamenn í jákvæðri merkingu, jafnvel þeir sem búa í miðborg Moskvu. Fólk er gestrisið og jákvætt í garð útlendinga og nfiög einfalt að ná til fólks. Það er sjaldgæft að hitta mann sem ekki veit hvar ísland er og hefur sæmilega mynd af heimin- um í kringum sig. Það er einhvers konar sveitamannsleg fróðleiksfýsn aUs staðar í ríkinu sem áður var. Síbería forvitnileg - Eftir að hafa flengst um ríkið þvert og endilangt hljóta einhverjir staðir að standa upp úr? „Mér fannst Georgía athyglisverð. Þetta er fomt menningarríki og þangað langar mig að koma aftur. Mest spennandi var Mið-Asía svo sem Úzbekístan og þeir staðir sem áttu sín blómaskeið fyrir 500-1000 árum. Forvitnilegust finnst mér Sí- bería en ég hef því miður of lítið séö af heirni. Eg hef komið til Irkútsk og Úlan Úde sem em sitt hvorum megin viö Bajkalvatnið. Það er nfiög erfitt að útskýra hvað er svona spennandi við Síberíu. Fyrir utan frumbyggja hafa fæstir komið þangað af fúsum og frjálsum vilja. Margir voru upp- haflega sendir þangað í útiegð eða eru afkomendur útlegðarfanga.” Á leið vestur um haf Þessa dagana stendur Jón í ströngu við að pakka niöur fóggum sínum því hann er enn á útleið og aö þessu sinni vestur um haf til Bandaríkj- anna. Þar hyggst hann ljúka því sem hann upphaflega ætlaði að byija á Moskvu, nefnilega doktorsnámi í heimspeki. Hann sótti um í sjö skól- um og fékk best tilboð frá Columbía- háskólanum í New York. Það var honum ekki til trafala að hafa verið 1 Sovétríkjunum og jafnvel talið til tekna sums staðar. Hann segist ekki ætia að vinna sem fréttamaður í þetta skiptið, hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. Námið tekur fimm ár og því fylgir nokkur aðstoðar- kennsluskylda. „Það er enginn tekinn inn nema skólinn hafi trú á því að maður geti staðið sig. Kröfurnar eru miklar og það er öruggt að ég fæ ekki að valsa þarna um án mikilla krafna líkt og í Moskvu,” segir hann brosandi. Fyrir Jóni eru Bandaríkin ókunn- ugt land því hann hefur aðeins kom- ið þangað einu sinni í stutta heim- sókn. „Ég kem þangað eins og hver annar níssneskur sveitamaður,” segir Jón Ólafsson í Moskvu sem verður kom- inn til New York eftir helgi. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.