Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
41
Drottningin sat
á sprengiu í tvö ár
-vissi allt um ástarsamtalið og slúðurblaðið Sun geymdi það vandlega
Nú er komið á daginn að Elísabet drottning
vissi í tvö ár allt um ástarsímtalið fræga sem
Díana tengdadóttir hennar átti við James Gil-
bey á gamlárskvöld árið 1989. Drottning vissi
einnig að slúðurblaðið Sun hafði upptökuna
og gætti hennar vandlega.
Aðstoðarmenn drottningar áttu því ekki
hægt um vik að gera „sprengjuna" óvirka í
tæka tíð þótt þeir hefðu fullan hug á því. Það
kom að því sprengjan sprakk með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum. Það sem Díönu og James
fór milli umrætt kvöld var gert uppskátt og
almenningi gefinn kostur á að hlýða á samtal-
ið gegn gjaldi. Um 60 þúsund manns höfðu
nýtt sér þá þjónustu þegar síðast fréttist.
Af hálfu ritstjóra Sun var upptakan send til
Bandaríkjanna til rannsóknar þar sem gengið
var úr skugga um að hún væri ekki fólsuð
og að kvenröddin, sem þar heyrðist, væri rödd
Díönu prinsessu. Það þótti sannaö mál nú í
sumar og þá var aUt til reiðu að láta til skar-
arskríða.
Samsæri
skipulagt
í höllinni?
Mörgum hefur komið á óvart að í sumar
skuli gerð svo hörð hríð að erfingjum 1 bresku
konungsfjölskyldunni. Lætin byijuðu með
bókinni um Díönu þar sem hún birtist sem
sjúkhngm- og sárkvalin eiginkona. Hún átti
að hafa gert ítrekaðar tilraunir til sjálfsmorðs
og hjónaband hennar og Karls prins sagt í
molum.
Næst lenti Sara Ferguson í hakkavélinni.
Hún gaf fullt tilefni til þess sjálf með ósiðlegu
lífemi á Frakklandsströnd. Enn beinast svo
spjótin að Díönu og leynilegum elskhuga
hennar, sem reyndar er ekki svo leynilegur
lengur. Sá er James Gilbey, fyrrum bílasali
og áhugamaður um kappakstur.
Samsæri er það fyrsta sem konunghollum
Bretum dettur í hug. Sumir halda því meira
að segja fram að menn nákomnir drottning-
unni standi á bak Við samsærið. í það minnsta
er því haldið fram að þeir hafi átt að geta
komið í veg fýrir að áhugaljósmyndari leynd-
ist á milli trjánna þar sem Fergie var að
stríplast með Johimy Bryan í St. Tropez að
prinsessunum tveimur ásjáandi.
I tvö ár vissi Elísabet drottning allt um ástar-
símtalið. Hún gat ekkert að gert og beið
þess að allt færi í háaloft.
Karl og Díana hafa aldrei átt samleið i hjóna-
bandinu. Hún tók hann fram yfir bilasala
enda fylgdi hásæti Bretadrottningar með í
kaupunum. Símamyndir Reuter
Sérvitur áhugamaður
um fjarskipti
Fergie fór til Frakklands án þess að hafa
með sér öryggisverði og án þess að frönsk
yfirvöld væru látin vita. Franskir ráðamenn
reiddust þessu og sögðu Bretum að þeir hefðu
sett öryggisverði til að gæta Fergie og prins-
essanna. Ljósmyndarinn hefði alveg eins get-
að verið leyniskytta með manndráp í huga
og þá hefðu Frakkar boriö ábyrgðina.
f fyrstu var einnig talið aö innanbúðarmenn
hjá drottningu hefðu komið málum svo fyrir
að upptaka af ástarsamtali Díönu og James
komst til blaðanna. Nú þykir það ótrúlegt eft-
ir að sá gamh Cyril Reenan var leiddur fram
1 sviðsljósin. Hann er sjötugur áhugamaður
um fjarskipti og situr, að sögn nágranna
sinna, alla daga inni og hlustar á það sem fer
um öldur ljósvakans. Sérgrein hans er að
hlerafarsíma.
Nágrannarnir kalla hann „Radíó-Cyril“ og
hús hans er prýtt mörgum, háum loftnetum.
Hann var, eins og venjulega, að hlusta þegar
James Gilbey hringdi úr farsíma sínum í Dí-
önu. Annars hafði „Radíó-Cyril“ einkum not-
að tækni sína til að hlera samtöl hestaeigenda
og knapa fyrir kappreiðar til að komast að á
hvaða hest væri best að veðja.
Díana hefur farið huldu höfði eftir að sagt
var frá símtali hennar og ástmannsins. Sama
dag og fréttin birtist fyrst var hún þó á góð-
gerðarsamkomu í Blackpool og var þá að sögn
gráti nær og vildi við engan tala. Svo hvarf
hún af sjónarsviðinu rétt eins og Fergie sem
einnig hefur tekið þann kost að láta hvergi
sjá sig.
Tók prinsinn
fram yfir bílasalann
Vitað er að lengi hafa verið góðir kærleikar
með Díönu og James. Hann var oft fylgisveinn
hennar meðan hún var ógift og vinir hans
segja að ekki megi taka of hátíðlega þótt þau
tali opinskátt saman í síma. Þeir höfðu þá
ekki heyrt hversu innileg samtöl þeirra eru.
Stjömuspeki er eitt af sameiginlegum
áhugamálum Díönu og James. Hann er vog
en hún er tvíburi. Áhugi James á kappakstri
er hins vegar hans mál þvi Díana er lítið gef-
in fyrir æsilegar íþróttagreinar. James er góð-
ur ökuþór og slapp með skrekkinn í fyrradag
þegar ljósmyndari Sun ók á hann eftir æsileg-
aneltingarleik.
James er ógiftur, 35 ára gamall og myndar-
legur. Sagt er að Díana hafi tekið Karl prins
fram yfir hann á sínum tíma vegna þess að
prins er jú eigulegri eiginmaður en bílasah.
Nú á hún að sjá eftir öllu saman. Vinir James
segja að hann sé mjög ljúfur 1 umgengni og
ólíkur Karh á ahan hátt. Prinsinn er að sögn
Díönuogannarraleiðinlegurdrumbur. -GK
Díana prinsessa hefur oft grátiö þann tima sem
hún hefur verið gift Karli prins.
I
!
„Eg græt þegar þú grætur"
Þrátt fyrir að samtal Díönu Breta-
prinsessu og James Gilbey, fyrrum
bílasala, í símanum á gamlárskvöld
árið 1989 sé óskýrt á köflum þá hefur
tekist að ráða í flest það sem þar
kemur fram.
Á einum stað segir James: „VUtu
lækka í sjónvarpinu?“ Díana svarar
og segir að hún vilji ekki að það heyr-
ist sem hún er að segja. James skhur
ekki hvað hún á við. Það verður stutt
vandræðalega þögn áður en Díana
segir: „Strákamir!"
Rétt á eftir kahar hún: „í baðher-
berginu mínu, Hinrik,“ og er þá aug-
ljóslega að sinna syni sínum sem er
annar í erfðaröð bresku krúnunnar,
næstur á eftir Karh fóður sínum.
Hávðinn í sjónvarpinu hefur hins
vegar angrað þá mjög sem vilja heyra
aht sem James og Díönu fór á mihi.
Næst ræða þau fyrirhugaðan fund
á þriðjudag en samtahð fór fram á
laugardagskvöldi. James segir: „Ég
get ekki beðið eftir að heyra frá Ken
hvemig honum hefur gengið að
skipuleggja stefnumótið. Veistu að
ég mun hugsa um þig allan tímann.
Ég hugsa til þín á miðnætti. Þá ætla
ég að halda fast utan um þig.“
Eftir þetta fer hann að tala um að
þau verði ef th vhl að fresta fundin-
um um 48 klukustundir og James
stynur upp: „Ég vona bara að Ken
segi ekki nei!“ Hver þessi Ken er
veit enginn en hann virðist hafa ver-
ið eins konar mihigöngumaður.
James heldur áfram og segir: „Þú
verður að fara mjög varlega, breiða
yfir sporin." Og Díana svarar: „Þú
getur rétt ímyndað þér hvort ég geri
það ekki.“
Díana er ákveðin í segjast ætla að
hitta nálastungulækninn sinn því þá
gruni engan neitt þótt hún komi ekki
í fjölskylduboð hjá drottningunni.
Hún hlær að hugmyndinni.
James segir: „Elsku krúsidúhan
mín, hlæðu meira. Ég er hamingj-
samur þegar þú ert hamingjusöm.
Ég græt þegar þú grætur.“ Hann
heldur áfram og segir í sífehu: „Ég
elska þig, ég elska þig, ég elska þig,
ég elska þig... “
James hefur enn orðið og segir:
„Nú er klukkan orðin fimm mínútur
yfir ehefu. Við erum vön að tala sam-
an á þessum tíma. Er þér nokkuð illa
við þótt ég tah svona lengi við þig.“
Díana svarar og nú er eins og röddin
bresti: „Nei, það er yndislegt. Það
hefur enginn talað svona við mig
áður, enginn." James svarar: „Það
er svo gaman að geta glatt þig.“
Nú virðist Díana vera orðin æst og
reið. Hún segir: „Djöfullinn. Ég veit
ekki hvað ég hef gert þessari and-
skotans fiölskyldu. Ég þoh ekki allar
þessar aðdróttanir. Ég þoh ekki aha
þessa innilokun.“
Og nú hefiir Díana orðið og segir:
„Veistu! Hún amma hans starir ahtaf
á mig. Henni er ekkert iha við mig -
hún vorkennir mér - og svo lítur hún
annað og brosir. Mér hður mjög illa
þegar hún gerir þetta.“ Amman en
Ehsabet drottingarmóöir, amma
Karls prins.
James Gilbey þykir ásjálegur maö-
ur. Hann er áhugamaður um kapp-
akstur og stjörnuspeki.
Næst fara þau að tala um „rauð-
hausinn" í fjölskyldunni og eiga þá
augljóslega við Söru Ferguson. „Hún
er nú alveg á rassgatinu. Hún veit
ekkert hvað hún á að gera til að kom-
ast inn undir hjá fjölskyldunni," seg-
ir Díana og hlær.
Þau tala lika um vini sína og hlæja
mikið að undarlegum kynhneigðum
leikara sem þau þekkja bæði. Ekki
hefur tekist að ráða í hver þaö er.
Hvergi er vikið beinum orðum að
Elísabetu drottningu nema ef vera
skyldi að Díana eigi við hana þegar
hún talar um „fjölskylduna“. Karl
prins fær heldur ekki beinar glósur
en oft kemur fram aö Díana er
óánægð í hjónabandinu og höur illa.
Verzlunarskóli íslands - íþróttahús
Enn er nokkrum tímum óráðstafað um helgar
í íþróttasal VÍ næsta vetur
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 688400.
I
\
I