Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Side 31
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
Þreyta þjáir marga en um þrjár mismunandi tegundir af mannlegri þreytu getur verið að ræða: Líkamlega
þreytu sem stafar af ofreynslu og miklu starfslegu álagi, sjúklega þreytu vegna einhverra líkamlegra veikinda
og loks andlega þreytu sem sennilega er hvað algengust. Þunglyndi, spenna, streita og vonleysi er algeng-
asta orsök langvinnrar þreytu I nútímaþjóðfélagi.
Þreyttur læknir
í útvarpsviðtali
Margir útvarpsmenn hafa fengiö
Tjörva lækni í viötal. Hann er einn
þeirra sem alltaf gefa sér tíma til
að tjá sig um allt í fjölmiðli. Á liðn-
um árum hafa menn rætt við
Tjörva um ástand fiskstofnanna,
dáleiðslu, hreyfmgu og útivist, höf-
uðverki, amarvarp, myndlist og
getuleysi og kvennafar í Kjalnes-
ingasögu.
„Markmið mitt í lífinu er að verða
eins og Sigurður Líndal," sagði
Tjörvi eitt sinn. „Fjölmiðlar leita
til hans um álit á öllu sem gerist
með mönnum, álfum og guðum.“
Þennan laugardag var hann enn
mættur til viðtals í stóra útvarps-
húsið. Spyrjandinn var á besta
aldri, alinn upp í kven- og karl-
rembu og kynleysi undangenginna
áratuga. Umtalsefnið var þreyta.
„íslendingar em síþreyttir,"
sagði Tjörvi. „Stór hluti þjóðarinn-
ar vinnur enga iíkamlega vinnu,
dráttarvélar og mjaltavélar hafa
tekið mesta erfiðið af bændum,
uppþvottavélar og þvottavélar létta
róðurinn á heimilunum fyrir hús-
mæður, bílar flytjafólk frá einum
dyrum til annarra, lyftur gera það
aö verkum að enginn þreytist í stig-
um. Samt eru margir þreyttir.
Nokkrir einstaklingar koma til
mín á hveijum degi og segjast vera
örmagna:
„Ég vakna þreyttur, ég sofna
þreyttur. Ég sef allar helgar en
mæti örmagna til vinnu á mánu-
degi. Ég veit ekki hvað að mér er.
Ég get tæplega eldað mat eða séð
um heimilið. Þeir einu sem aldrei
kvarta um þreytu eru þeir sem
vinna erfiðisvinnu. Yfirleitt er
mestöll þessi þreyta andlegs eðlis.“
Hann þagnaði og útvarpsveran
setti lag á fóninn sem kynnt var
með tilheyrandi gáfumannlegu
flissi.
Þrjár tegundir þreytu
Þegar laginu var lokiö hélt Tiörvi
áfram:
„Eiginlega er um þijár tegundir
af mannlegri þreytu að ræða. í
fyrsta lagi líkamleg þreyta sem
stafar af ofreynslu og miklu starfs-
legu álagi. Koltvísýringur og
mjólkursýra hlaðast upp í vöðvum
og blóði og menn finna til magn-
leysis. Lækningin er bæði fljótvirk
og örugg. Hvíld og nægur svefn og
menn vakna endumærðir að
morgni. Líkaminn hreinsar sig
sjálfur af þessum óæskilegu efnum
og vöðvamir ná aftur fyrra afli.
Þetta er svokölluð heilbrigð eða
eðlileg þreyta. Þetta fólk leitar ekki
til lækna heldur fer í sturtu og legg-
ursig.
í öðm lagi er um sjúklega þreytu
að ræða vegna einhverra líkam-
legra veikinda. Margir finna fyrir
Álækrtavaktiimi
Óttar
Guðmundsson
læknir
þreytu í nokkrar vikur eftir sýk-
ingu eins og inflúensu eða lungna-
bólgu og hjartasjúklingar eru lengi
örþreyttir eftir hjartaáfallið sitt.
Mikilvægast er að gefa líkamanum
næði og ró til að j afna sig vel eftir
krankleika og áfóll en fæstir hafa
tíma til þess. Menn fara af stað út
í öngþveiti daglegs lífs af venjuleg-
um krafti, vinna lengi, sofa lítið og
stíga bensínið í botn. Líkaminn
sættir sig ekki við þessa meðferð
og menn finna fyrir enn frekari
þreytu. Margir illkynja sjúkdómar
eins og krabbamein valda þreytu
og örmögnun sem stöku sinnum
er byrjunareinkenni þess. En
sjaldnast finna þó læknar neitt að
þeim sjúklingum sínum sem
kvarta undan sleni og slappleika."
Andleg þreyta
„í þriðja lagi er um að ræða and-
lega þreytu sem sennilega er hvað
algengust. Þunglyndi, spenna,
streita og vonleysi er algengasta
orsök langvinnrar þreytu í nútíma-
þjóðfélagi. Margir afneita andleg-
um erfiöleikum sínum og nota
þreytuna til að afsaka eða réttlæta
ástand sitt. Oft fara menn á læknis-
fund sem oft leiöir til þess að lækn-
irinn fer af staö í leit að einhveijum
alvarlegum sjúkdómi. Eina konu
þekkti ég sem send var í ótal spegl-
anir, fiöldann allan af blóðrann-
sóknum og röntgenmyndum vegna
svona þreytu. Hún reyndist vera
þunglynd en alheil að öllu öðru
leyti. Rannsóknirnar voru á hinn
bóginn að ríða henni að fullu.“
Utvarpsstarfskrafturinn virtist
sperra eyrun.
„Getur þetta bent til þess að kon-
ur séu fórnarlömb karllækna sem
fara af stað blindaðir af fordómum
og leita að sjúkdónium sem ekki
eru til.“
Tiörvi missti þráðinn enda fannst
honum spumingin út í hött.
„Kannski, kannski ekki,“ sagði
hann hikandi. Honum óx aftur ás-
meginn og hann hélt áfram: „Marg-
ir eru þeir sem finna fyrir leiða og
tilgangsleysi í lífsbaráttunni, ungar
mæður, útivinnandi konur, nýfrá-
skilið fólk, karlar á fertugsaldri og
gjaldþrota viðskiptajöfrar."
„Hvað er hægt að gera við
þessu?“ sagði útvarpsmannveran
eftir leiðinlegt lag sem hún kynnti
á tilgerðarlegan hátt.
„Rétt mataræði með góöum
morgunverði er lykillinn að dag-
legri velliðan," sagði Tíörvi og
reyndi að hljóma eins hressilega
og glaðlega og Valdimar Örnólfsson
gerði í morgunútvarpinu einhvern
tíma fyrr á öldum. „Líkamsrækt
og útivera eru óbrigðul ráð við
mikilli þreytu. Nægur svefn er
nauðsynlegur svo og sjálfsþekking.
Best er að vita hvenær afköstin eru
mest eða minnst og hagræða degin-
um í samræmi við þaö. Auk þess
er bæði hollt og nytsamlegt að láta
af óraunhæfum væntingum til til-
verunnar."
Spyijandinn hló. „En þú sjálfur,
Tjörvi, ert þú aldrei þreyttur?"
„Ég fæddist þreyttur," sagði
Tjörvi beisklega, „enda hef ég aldr-
ei jafnað mig eftir fæðinguna. En
þreytan minnkaði þegar ég gerði
mér grein fyrir því að þjóðin mun
aldrei meta mig að verðleikum."
Spyijandinn horfði á hann undr-
andi.
„Afhveiju fæddist þú þreyttur,“
sagði hann síðan með tortrygginni
röddu.
„Af því að ég gafst upp áöur en
ég var borinn í þennan heim,“ sagði
Tjörvi og vitnaði í Samúel Beckett
á ensku: „I gave up before birth.“
Útvarpsmaöurinn setti lag á fón-
inn: „Síðasti vagninn í Sogamýri,"
að sérstakri beiðni mannvinarins
misskilda, Tjörva læknis.
43-
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Skólasetning.
Þriðjudagur 1. september
Kl. 09.00 Kennarafundur.
Kl. 10.30 Skólasetning í Hallgrímskirkju.
Stundaskrár verða afhentar að lokinni skólasetningu.
Miðvikudagur 2. september
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.
Fimmtudagur 3. september
Kl. 17.00 Meistarnám - Öldungadeild -
Afhending stundaskráa, kennsla hefst strax að lok-
inni afhendingu.
yy
' H Menningarsjóður íslands og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finn-
lands og íslands. I því skyni mun sjóðurinn árlega
veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða
öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við
samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstak-
lega stendur á.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1993 skulu
sendar stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands
fyrir 30. september nk. Áritun á islandi, Menntamála-
ráðuneytið, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík. Æskilegt
er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku
eða norsku. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Stjórn Menningarsjóðs Islands og Finnlands
27. ágúst 1992
INNANHÚSS- 97
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriftum
Engrar scrstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólfiagnir,. vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ
Nafn .........................
Heimilisfang .......................
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 • Postboks 234
2000 Frederiksberg 9 Kobenhavn 9 Danmark
Frá grunnskólum Reykjavíkur
Grunnskólar Reykjavíkur hefja starf í byrjun septemb-
er. Kennarafundir hefjast í skólunum þriðjudaginn
1. september kl. 9.00 árdegis.
Nemendur komi í skólana föstudaginn 4. sept. sem
hér segir:
10. bekkur (nem. f. 1977) kl. 9.00
9. bekkur (nem.f. 1978) kl. 10.00
8.bekkur (nem.f. 1979) kl. 11.00
7.bekkur (nem.f. 1980) kl. 13.00
6. bekkur (nem.f. 1981) kl. 13.30
5. bekkur (nem.f. 1982) kl. 14.00
4. bekkur (nem.f. 1983) kl. 14.30
3. bekkur (nem. f. 1984) kl. 15.00
2.bekkur (nem. f. 1985) kl. 15.30
Nemendur 1. bekkjar (börn fædd 1986) hefja skóla-
starf þriðjudaginn 8. septemþer en verða áður boðað-
ir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla.
Nemendur Fossvogsskóla komi í skólann þriðjudag-
inn 1. septemþer skv. ofangr. tímatöflu.