Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Side 32
44 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. Helgarpopp Ian Anderson, söngvari Jethro Tull, í einkaviðtali við DV: Aðaláherslan lögð á tónlistina Jethro Tull, eins og hljómsveitin verður skipuð á Akranesi. Athygli vekur að auk lans Andersons og Martins Barre eru þrir liðsmenn Fairport Convention í hljómsveitinni að þessu sinni. „Eg er löngu farinn aö hlakka til að koma til íslands," segir Ian Ander- son, söngvari og flautuleikari Jethro Tull. „Það hefur nokkrum sinnum komið til greina að heimsækja ykkur á liðnum árum en ekki orðið af því fyrr en nú. Ég ætla því að eyða einum degi lengur en félagar mínir í hljóm- sveitinni til að reyna að kynnast ein- hverju af því af eigin raun sem ég hef heyrt að sé aö sjá og heyra á ís- landi.“ Ian Anderson er í sumarfríi þessa dagana. Eigi aö síður gefur hann sér tíma til að ræða við íslenska blaða- menn í síma. Segja frá sjálfum sér og hljómsveitinni sem hann hefur haldið úti í tæpan aldarfjórðung. Og er jafnvel til í að ræða um hina at- vinnuna sína, laxarækt. Anderson hefur árum saman stundað fiskeldi í Skotlandi. „Ég reikna svo sem ekki með að fara og skoða íslensk fiskeldisfyrir- tæki meðan ég verð hjá ykkur,“ seg- ir hann. „Ég hef séð fjöldann allan af slíkum fyrirtækjum í ýmsum lönd- um á liðnum árum og þau eru raun- ar hvert öðru lík. Ég veit að vísu að íslendingar hafa ákveðna sérstöðu vegna heita vatnsins og sérstaks strandeldis. En ég held að ég geti varið tíma minum á landinu betur. Ég gæti líka farið og hlustað á Black Sabbath kvöldið eftir að við spilum á Akranesi. Mig langar þó frekar til að keyra um. Jafnvel fá mér göngu- ferð, setjast inn á veitingahús og spjalla viö einhvem sem nennir að tala við mig. Ég held að ég kynnist lapdi og þjóð betur á þann hátt held- url en að skoða laxa eða hlusta á bpéska rokkhljómsveit!" Fáir áheyrendur Heimsókn Jethro Tull til íslands er angi af ferð hijómsveitarinnar um Bandaríkin og Kanada. „Raunar byrjum við í Bretlandi áður en við komum til íslands," segir söngvarinn. „Ástæðan er meðal ann- ars sú að ég verð að halda mér í þjálf- un. Ef hljómsveitin spilar ekkert í þijá til fjóra daga verðum við að æfa. Öðmvísi er ég ekki í nægilegri þjálfun til að vera á sviðinu í tvær klukkustundir. Það er einfaldlega svo erfitt að ekki mega líða meira en tveir til þrír dagar milli hljómleika. Ef það gerist er einum degi eytt í að , æfa sig upp aftur. Besta fyrirkomu- lagiö er því að spila þijú kvöld í röð og hvíla sig síðan þaö fjórða.“ Ian Anderson segir að hljómleika- ferðin, sem Jethro Tull leggur í í september, sé nokkuð öðmvísi en venjulega. Yfirbragðið er látlausara en oft áður og áhersla frekar lögð á órafmagnaða hlutann af tónlist hljómsveitarinnar en það rokkað- asta. Hann flýtir sér að taka fram að auðvitað verði rafmagnshljóðfæri með í fórinni. Hins vegar séu hann og félagar hans að láta gamlan draum um að leika í htlum hljóm- leikasölum og leikhúsum, sem rúma tvö til þijú þúsund manns, rætast. Þeir nái með því móti betur til áheyr- enda en þegar leikið er í íþróttahöll- um, stórum hljómleikasölum eða jafnvel útileikvöngum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég fór á hljómleika með Eric Clapton fyrir nokkra,“ segir Ian Anderson. „Ég fer reyndar ákaflega sjaldan á hljóm- leika. En, sem sagt, ég fór að hlusta á Eric. Og ég hreifst af látleysinu á þessum hljómleikum. Það var ekki einn rótara að sjá. Eric og strákarnir hans gengu bara fram á svið, stungu hljóðfæmnum í samband og byij- uðu. Allt ákaflega einfalt, rétt eins og í gamla daga. Lítið af ljósum eða öðrum græjum sem tengjast hljóm- leikahaldi. Ékkert sem minnti á Mic- hael Jackson eða Madonnu. Þarna var fólkinu eingöngu boðið upp á spilamennsku. Hún ein varð að standa fyrir sínu. Þá datt mér í hug að prófa að fara í enn eina ferðina en smækka aht. Ferðast bara í einum bíl, hafa fimm til sex starfsmenn auk hljóðfæraleik- aranna, ferðatöskumar og helst ekki mikið meira. Auðvitað er aht í lagi að bjóða upp á heilmikið tilstand við hljómleikahald. Stundum læðist þó að manni sá grunur að tilstandið sé til að fela eitthvað. Að það sé ekki allt í lagi með tónlistina sem hljóm- leikar eiga þó fyrst og fremst að snú- ast um. Þannig get ég ímyndað mér að það væri ósköp htið gaman á hljómleikum hjá Pet Shop Boys eða Erasure ef sviðsdótið væri skihð eftir heima. Nú, við fómm sem sagt í svona hljómleikaferð um Evrópu í maí, spiluðum í litlum húsum og lögðum höfuðáhersluna á órafmögnuðu lög- in okkar. Þessir hljómleikar vom hljóðritaðir og um miðjan september ætlum við að gefa út plötu með hljóð- ritunum frá þessari ferð. Platan á að heita A Little Light Music. Okkur fannst síðan rétt aö bjóða fólki vestan hafs upp á svipaða hljómleika og í Evrópu, sér í lagi þar sem Jethro Tuh hefur aldrei spilað í smásölum í Bandaríkjunum. Þetta hafa yflrleitt límsjón Ásgeir Tómasson verið tuttugu tíl fimmtíu þúsund manna hallir sem við höfum verið í. Gamaltog nýtt Ian Anderson segir að á hljómleik- unum á Akranesi verði blandað sam- an nýjum lögum og gömlum. Af nógu er að taka. Jethro Tuh hefur sent frá sér um tuttugu plötur á nær aldar- íjórðungsferli. „Sum lög Jethro Tuh hafa elst bet- ur en önnur,“ segir hann. „Laghnan stendur fyrir sínu og textamir eiga enn erindi. Þessi lög flytjum við á hljómleikum okkar. Eg spÚa ekki lög sem eiga ekki erindi lengur og hafa ekkert gildi annað en að riíja upp gamlar minningar. Til dæmis spilum við ekki lagið Teacher. Þaö hefur aldrei verið á dagskránni og á aldrei eftir að veröa þaö. Mér er ekkert illa við þetta lag. Það er bara poppað rokklag og það virkar ekki á hljóm- leikum. Og það er eitthvað við text- ann sem ég kann ekki við. Kannski er það bara tengt gamalli minningu aö ég vil ekki spila þetta lag. Þegar þaö kom út var hjá okkur starfsmað- ur sem var sannfærður um að lagið væri um hann. Sú var ekki reyndin en hann trúði mér ekki! Teacher er dæmi um gömul lög sem fá ekki að vera með. Hins vegar em ákveðin lög á „fastaseðhnum", ef við getum kallað það svo,“ heldur Ian Andersón áfram. „Þetta em lög eins og Aqua- lung, Locomotive Breath, Thick as a Brick, Too Old to Rock and Roh og fleiri. Síðan bætum við nýrri tónlist við. Sumt getur jafnvel veriö glæ- nýtt, eins eða tveggja daga gamalt lag, sem okkur langar til að prófa á áheyrendum. Þannig reynum við að bjóða jöfnum höndum upp á nýtt efni og annað sem hefur fengið að eldast. Ég get reyndar bætt því við,“ segir Ian Anderson að lokum, „að hljóm- leikar okkar á íslandi verða auðvitað ólíkir því sem við bjóðum upp á í Boston, fyrsta viðkomustað okkar í Bandaríkjunum. Við sphuðum þar í fyrra, hittifyrra og árið þar á undan. Við eram hins vegar að koma í fyrsta skipti th íslands og verðum að ganga út frá að fæstir þeirra sem koma og hlusta á okkur á Akranesi hafi áður verið á Jethro Tull hljómleikum. Þar af leiðandi miðum við dagskrána viö aö fólk er aö sjá þessa gömlu karla í fyrsta skipti. Og við ætlum að sjá th þess að það gleymi þeim ekki í bráð.“ Söngvari hljómsveitarinnar De- ep Jimi And The Zep Creams. Deep Jimi: Þrjár plöt- ur gefnar útá nokkrum Þaö er mikið um að vera hjá Keflavikurhljómsveitinni Deep Jimi And The Zep Creams um þessar mundir. Fyrir örfáum dögum kom út íjögurra laga hljómleikaplatan Blowup, fimm laga stúdíóplata er væntanleg á næstu dögum og i janúar næst- komandi kemur út önnur til við- bótar. Sú verður meö fimmtán lögum, fmmsömdum. Tónlistina af þessum plötum ætla tjórmenningarnir í Deep Jimi and The Zep Creams að kynna á útgáfutónleikum á Hótel Borg á fimmtudagskvöldið kem- ur. Og þeir láta ekki deigan síga því að kvöldið eftir spila þeir á Tveimur vinum. Þá verður frumsamda tónlistin hvíld en þess i staö dregnar upp gamlar, þekktar rokklummur sem hljóm- sveitin vakti fyrst á sér athygli fyrir. Júlíus Guðmundsson, trommu- leikari Deep Jimi And The Zep Creams, segir aö hljómsveitin sé aö mestu hætt að spila sjöunda og áttunda áratugar rokkiö sem hún sérhæfði sig í th að byrja með. Þess í stað hefur fmmsamda tónlistin tekið völdin. „Það þýðir ekkert fyrir okkur aö bjóða upp á hana erlendis," segir hann. „Þar er meira en nóg af hljóm- sveitum sem sérhæfa sig í þess háttar tónlist Viö einbeitum okk- ur því aö okkar eigin lögum.“ Deep Jimi And The Zep Creams eru saraningsbundnir hjá Atco i Bandaríkjunum. Júlíus segir að maður frá útgáfunni hafi heyrt þá spha og boðið hljómsveitinni aö taka upp plötu. „Við fórum út til aö freista gæf- unnar og löbbuðum á milli klúbba og báöum um að fá að spila,“ segir hann. „Þetta gekk merkhega vel. Það gerðist reynd- ar strax að útsendari frá Atco heyrði í okkur. Sömuleiðis sýndi einn frá Columbia áhuga. Hann kom einum sjö sinnum th aö hlusta. Þeir vhja heyra oft í hljómsveitunum áöur en þeir bjóöa þeim útgáfusamning.“ Þegar fimm laga platan sem væntanleg er á næstunni hefur verið á raarkaðnum í fjórar vikur eða svo hyggjast fjórmenningam- ir í Deep Jimi And The Zep Cre- ams fylgja henni eftir meö hljóm- leikaferö. Júlíus Guðmundsson sagði að það væri enn ekki komið í Ijós hversu viöa hljóinsveitin færi. Sérstakt fýrirtæki sér um aö skipuleggja þá kynningu. Þeg- ar stóra platan kemur út eftir áramót fylgja síðan enn meiri ferðalög og sphamennska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.