Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Síða 33
ogpr 'T'gffoX og 3UOAQHADUAJ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. „Viö vissum það fyrir aö það var mikið í húfi og urðum að leggja allt undir. Ég man að ég leit á vallar- klukkuna og hún sýndi 48 mínútur. Ég var þá alveg aö missa vonina, ákvað að taka ósigrinum karlmann- lega og óska KA-mönnum til ham- ingju. Síðan gerist það ótrúlega sem ekki er hægt að kalla annað en röð af tilviljunum í þeirri spennu sem ríkti svo skömmmu fyrir leikslok. Boltinn kemur svífandi til mín, ég tek hann í hjólhestaspymu og bang! Þá varð allt kolvitlaust,“ segir Anthony Karl Gregory, knattspymumaður úr Val. Anthony Karl, eða Tony eins og hann er jafnan kallaður, komst held- ur betur í sviðsljósið um síðustu helgi þegar hann skoraði jöfnunar- mark Vals gegn KA á síðustu sekúnd- unum í úrslitaleik mjólkurbikar- keppninnar. Framlengja varö leik- inn og er ekki að orðlengja aö Vals- menn gerðu vonir KA-manna að engu með þremur mörkum, unnu leikinn, 5-2. Hann segir félaga sína oft grínast með jöfnunarmarkið í úrshtaleikn- um þar sem hann skoraði með hægri en Anthony Karl er vinstri fótar maður. Segja félagar hans í Uðinu að þó hann fengi 50 sendingar, eins og þá sem hann skoraði úr á síðustu sekúndunum í úrslitaleiknum, á æf- ingu mundi hann klúðra þeim öllum. En Tony var réttur maður á réttum staö á réttum tíma. Margirtitlar Anthony Karl hefur átt mjög góðu gengi að fagna í fótboltanum undan- farin ár. Fjögur ár í röð hefur hann hampað meiri háttar bikar eftir keppnistímabil og ekki útséð hvernig baráttan í Samskipadeildinni endar. Valsmenn eiga enn möguleika. 1985 varð Anthony Karl íslandsmeistari með Val, spilaði þó ekki nema örfáa leiki. 1987 urðu Valsmenn enn ís- landsmeistarar. 1989 varð Anthony Karl síðan íslandsmeistari með KA. Þijú ár í röð, 1990,1991 og 1992 hefur hann hampað mjólkurbikarnum ásamt félögum sínum í Val. Norður yfir heiðar Leiktímabiliö 1989 er honum mjög minnisstætt en þá varð hann íslands- meistari með KA. KA menn urðu að vinna sinn leik í æsispennandi loka- umferð til að ná titlinum, léku gegn Keflyíkingum 1 strekkingi suður í Keflavík. Það gekk eftir. En af hverju fór Anthony Karl noröur yfir heiðar? „Ég var að mestu á varamanna- bekknum hjá Val 1987 og fékk því litla leikreynslu. Ég vissi að ég hafði hæfileikana til að spila en varð að gera eitthvað til að afla mér leik- reynslu. Það varð því úr að ég fór norður. Það var mjög gott að skipta um umhverfi, bæöi hvað varðaði fót- boltann og eins sjálfan mig sem per- sónu. Ég hafði búið í foreldrahúsum fram að þessu og því ekki nema gott í alla staði að þurfa að sjá um sig sjálfur. Þaö var mjög gott að vera fyrir norðan og ég hugsa alltaf með hlýhug til Akureyringa." Vel tekið á Hlíðarenda Anthony Karl hefur verið Valsari frá því hann var strákur. Hann byrj- aði reyndar að æfa með Fram þegar hann var 5 ára og bjó á Flókagöt- unni. Nokkrum vinum hans tókst þó aö fá hann til að mæta á æfingu hjá Val. Strákurinn misskildi hvenær hann átti að mæta og datt því beint inn á æfingu hjá A-liði 5. flokks. „Ég hélt að ég ætti að æfa meö rusl- inu en fékk að vera með fyrst ég var mættur. Nú, það gekk mjög vel á þessari æfmgu, svo vel að menn klöppuðu fyrir mér í lokin. Ég var svo ánægður með móttökurnar að ég skipti strax um félag og var stöð- ugt með annan fótinn á Hlíðarenda upp frá því.“ Anthony Karl spilaði með öllum flokkum Vals og gekk ágætlega. Spil- aði hann fimm úrslitaleiki um ís- landsmeistaratitil með yngri flokk- unum og fagnaði sigri í þrjú skipti. Fyrsta meistaraflokksleikinn spilaði Antony Karl óvænt. „Það var 1984 og ég var 17 ára. Ian Ross var þá með liðið og það hafði ekki gengið nægilega vel í framlín- unni. Ross boðaði 5 stráka úr 2. flokki til að fara upp á Skaga þar sem við áttum leik. Þetta var mjög skrýtiö þar sem ég hafði ekki einu sinni æft með meistaraflokki og þekkti ekki alla þar með nafni. Við fórum með rútunni uppeftir og í Botnsskála til- kynnti Ross 16 manna hópinn. Ég var valinn en gerði mér engar vonir. Karhnn beiö með að tilkynna byijun- arliðið þar til í búningsklefanum og það fór satt að segja um mig skjálfti þegar ég heyrði nafnið mitt. Mér gekk ágætlega í leiknum þó svo að við töpuðum honum, 0-1.“ Anthony Karl segist hafa tekið knattspyrnuna hæfilega alvarlega á þessum tíma. Hann var í vaktavinnu á Borgarspítalanum og vann mikið. Hann datt úr hðinu og átti ekki aftur- kvæmt sem fastur maður í hópnum fyrr en 1987 þegar hann sphaði nokkra leiki. Fyrsta markið í fyrstu dehd lét bíða efir sér, kom fyrst gegn KA vorið 1988. Og þau áttu eftir að verða fleiri. Anthony Karl hefur alls skorað 35 dehdamörk með meistara- flokki, þar af 8 með KA. Þegar viðtal- ið var tekið hafði hann skorað 8 mörk í Samskipadehdinni og þrír leikir þá eftir. Hann hefur ekki átt sæti í landshð- inu þó margir telji að hann eigi þang- að fullt erindi. Hann hefur alls leikið 5 landsleiki og skorað tvö mörk, gegn Færeyjum. Konan þreyttari en ég Anthony Karl kvæntist nú nýlega Theodóru Sæmundsdóttur förðunar- meistara. Þau hjón eiga eina dóttur, Ólöfu Söru, sem er 2 'A árs. Hann hefur unnið hjá knattspyrnuskóla Vals í sumar en annars er hann á lokaspretti í Háskólanum þar sem hann tekur stjórnmálafræði sem að- alnámsgrein en viðskiptafræði sem aukanámsgrein. „Ég er að manna mig upp í að fara að safna heimhdum fyrir BA-ritgerð en knattspyrnan hefur átt hug minn allan í sumar. Tilveran gengur varla út á annað hjá manni og ekkert pláss fyrir önnur áhugamál. Það er nóg að leggja fótboltann á herðar eiginkon- unni. Það eru æfingar nær hvert kvöld og svo leikir þannig að þetta reynir á þolinmæöi hennar. Theo- dóra hafði engan áhuga á knatt- spymu þegar viö kynntumst en var fljót að komast inn í þetta og fylgist nú með öhum leikjum þar sem ég er meö. Hún lifir sig svo inn í þetta og æsingurinn er svo mikill að hún er stimdum þreyttari en ég eftir leiki,“ segir Anthony Karl og kímir. Langar í blaðamennsku Anthony Karl er einkabarn. Móðir hans er íslensk en faðirinn banda- rískur. Móðir hans er Ólöf Karlsdótt- ir en fósturfaðir Sigurjón Jóhanns- son leikmyndateiknari og hönnuður. Faðir Anthonys Karls býr í Ohio í Bandaríkjunum og þar á hann þijár hálfsystur. Þeir feðgar hittust stutta stund fyrir fáeinum árum þegar Ant- hony Karl var í keppnisferö með Val í nágrenni Chicagoborgar. Annars er sambandið vestur ekki mikið. - En lífiö er ekki bara knattspyrna, hvað hyggstu gera þegar þú leggur skóna á hhluna? „Ætli ég verði ekki með til þrítugs, maður er orðinn svo háöur knatt- spymunni. Þó það sé gott að fá frí á haustin fer maður að fá fiðring strax upp úr áramótum og fer þá út að hlaupa í slyddunni. Annars hef ég áhuga á að fara aö vinna eftir að skólanum lýkur. Mig langar mikið að reyna fyrir mér í blaðamennsku, hún hehlar mig. Annars göngum við með þá hugmynd í maganum að fara jafnvel th útlanda og búa þar. Það er bara hoht fyrir mann að komast aöeins af skerinu." - Þú ert ekkert að hugsa um at- vinnumennsku eða slíkt? „Nei, þær grhlur hafa elst af mér, ég er 26 ára og fer aö verða öldungur í knattspyrnu." -hlh Anthony Karl skoraði tvö mörk í framlengingunni, ahs þrjú mörk í leiknum. Er það í fyrsta sinn sem þessi skæði framherji skorar þrennu í leik með meistaraflokki. Sú þrenna gat ekki komið á betri tíma fyrir Valsmenn. „Það er náttúrlega alveg stórkost- legt að snúa leik við alveg á síðustu sekúndunum. Strax eftir markið dofnaði maður upp og sjö sekúndum seinna, þegar dómarinn flautaði leik- inn af, varð algert spennufah. Þá vissi ég hins vegar innst inni að við mundum klára dæmið, sem við og gerðum,“ sagði Anthony Karl þegar blaðamaður DV heimsótti hann á heimhi hans á Teigunum í vikunni. Hann var glaður í bragði þar sem Valur burstaði Breiðabhk, 5-0, kvöldiö áður. Skoraði Anthony Karl tvö markanna. Markvarðahrellirinn Anthony Karl Gregory ásamt konu sinni, Theodóru Sæmundsdóttur, og dóttur, Ólöfu Söru. Theodóra fylgist með öllum leikjum Anth- onys Karls og lifir sig inn í þá.— DV-mynd Brynjar Gauti Anthony Karl Gregory, maður dagsins í knattspyrmmni: Fékk skjálíta þegar nafnið mitt var kallað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.