Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Side 46
58 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. Afmæli Sigurður Ólafsson Siguröur Ólafsson skipstjóri, Aöal- götu 20, Suðureyri við Súganda- fjörð, verður fertugur á morgun, sunnudaginn30.8. Starfsferill Sigurður er fæddur. og uppalinn á Suðureyri. Hann lauk verslunar- prófi frá VÍ1972 og sérhæfðu versl- unarskólaprófi 1973. Einnig prófi úr öðrum bekk Stýrimannaskólans í Reykjavík 1981. Sigurður hefur frá unga aldri unnið við hin ýmsu störf tengdum sjónum, utan 1974-1977 er hann var bókari hjá Eimskipafélagi íslands. Sigurður og börn hans er nú einu niöjar Friðberts Guðmundssonar og Elínar Þorbjarnadóttur er búa í Súgandafirði. Einnig eru þau og móðir Sigurðar einu niðjar Valdi- mars Þorvaldssonar og Kristínar Benediktsdóttur sem enn búa í Súg- andafirði. Þó bjuggu þessi hjón alla sína tíð á Suðureyri og áttu fjölda barna. Fjölskylda Sigurður kvæntist 7.11.1982 De- borah Anne Ólafsson, f. 25.8.1955, húsmóður. Foreldrar hennar eru Noel H. Allen og Anne P. Allen, elli- lífeyrisþegar í Wellington á Nýja- Sjálandi. Börn Sigurðar og Deborah: Kristó- fer, f. 11.7.1983; Anna, f. 9.5.1985; og Samúel, f. 25.1.1988. Systkini Sigurðar eru öll eldri en hann og eiga tvö til íjögur börn, nema Ellert, og sum eiga barnabörn. Þau eru: Valdimar, kvæntur Nönnu Jónsdóttur; Einar, kvæntur Ragn- heiði Sörladóttur; Bragi, kvæntur Hansínu Þórarinsdóttur; Ellert; Ól- afur, kvæntur Arnbjörgu Ágústs- dóttur; Kristín, gift Hannesi Hall- dórssyni. Foreldrar Sigurðar: Ólafur Frið- bertsson, f. 1910, d. 1972, skipstjóri og útgerðamaður á Suðureyri við Súgandafjörð, og Guðrún Valdi- marsdóttir, f. 1913, húsmóðir. Ætt Ólafur var sónur Friðberts Guð- mundssonar, hreppstjóra og útgerð- armanns á Suðureyri, og Elínar Þorbjarnardóttur. Foreldrar Guð- rúnar voru Valdimar Þorvaldsson bátasmiður og Kristín V. Benedikts- dóttir. Meðal skyldmenna Sigurðar eru m.a. Friðbert Guðmundsson, for- stjóri Háskólabíós, Ólafur Torfason Sigurður Ólafsson. forstöðumaður, Baldur Hermanns- son eðlisfræðingur og Veturliði Gunnarsson listmálari. Til hamingju með afmælið 29, ágúst 75 ára Björu Guðmundsson, Skarösbraut 13, Akranesi. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Sólbakka, Grindavik. Hún tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn i Verkalýðsfélagshúsinu að Vikurbraut 46 eftir kl. 15. KarlS. Sigurðsson, Brekkuhúsi l, Amameshreppi. Jóhannes Björnsson, Baldursgötu 30, Reykjavík. 70 ára Sigurður Guttormsson, Hleinargaröi, Eiðahreppi. Albert Þorkelsson, Kveldúlfsgötu 22, Borgamesi. Stelia M. Jónsdóttir, Hjarðarhaga 56, Reykjavik. Húneraðheiraan. JóhannS. Guðmundsson, Hátúni lOb, Reykjavík. Ragna Jónsdóttir, Vallarhúsum 16, Reykjavík. 60 ára 50 ára Sigríður Jóna Clausen, Barmahlíö 16, Reykjavík. Sólrún Sveinsdóttir, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. Brynjólfur Guttormsson, Dynskógum 15, Egilsstöðum. Guðný Aðalsteinsdóttir, Bollagötu 8, Reykjavík. Ólafur Kristjánsson, Eínholti 8b, Akureyri. Úlfar Víglundsson, Lindarholti 10, Ólafsvík. 40ára Halldór G. Axelsson, Hraunbrún41,Hafnarfirði. Einar Þórður Andrésson, Hruna 1, Skaftárhreppi. Ingibjörg Halldórsdóttir, Hraunbrún 52, Hafnarfirði. Benoný Ægisson, Skóiavörðustíg4c, Reykjavík. ÖyvindGlömmi, Stangarholti 18, Reykjavík. Alda Jóna Ólafsdóttir, Blikahólum 2, Reykjavík. Vaka Haraldsdóttir, Holtagerði 82, Kópavogi. Halldóra G. Eiríksdóttir, Grundargerði 6e, Akureyri. Oddurólafsson, Vallarási 5, Reykjavík. Hafdis Óskarsdóttir, Hverfisgötu 91, Reykjavík, PállSigurðsson, Birkibergi22, Hafnarfirði. Sviðsljós Patrick Golding var að drekka morgunkaffið sitt þegar GVA tók þessa mynd. Patrick er Þjóðverji og hann tjaldaði á dálítið óvenjulegum stað - j fjörunni fyrir framan Sambandshúsið I Laugarnesi. Hann sagðist ekki hafa haft efni á að búa á tjaldstæðinu í Laugardal og gat þess að eng- inn hefði ónáðað sig þær fimm nætur sem hann bjó á umræddum stað. ísland var eitthvað dýrara en hann ætlaði i upphafi og eftir fimm vikur á íslandi átti hann rétt fyrir rútunni i Leifsstöð. Eins og fjölmargir aðrir ætlaði hann að dvelja síöustu nóttlna í flugstöðinni. Kristrún Jónsdóttir Kristrún Jónsdóttir húsmóðir, Hamraborg 26, Kópavogi, er sjötug ídag. Kristrún er fædd í Selkoti í Þing- vallasveit og ólst upp í Þingvalla- sveitinni og í Reykjavík. Fjölskylda Kristrún giftist 14.11.1942 Valdi- mari Lárussyni, f. 28.1.1920, leikara og fyrrv. lögreglumanni. Hann er sonur Lárusar Mikaels Stefánsson- ar, b. að Efra-Vaðli á Barðaströnd, og konu hans, Jónínu Valgerðar Engilbertsdóttur frá Melgraseyri viðísafiarðardjúp. Kjördóttir Kristrúnar og Lárusar er Sigrún Björk, f. 16.10.1955, hús- móðir að Dæli í Víöidal í Vestur- Húnavatnssýslu, gift Birni Víglundi Gunnþórssyni bónda og eiga þau börnin Hrafnhildi Ýr, Vilmar Þór og Kristin Rúnar. Systkini Kristrúnar: Guðný, f. 20.12.1919, gift Guðmundi Jónatans- syni og eru þau bæði látin; Valgerð- ur, f.15.11.1924, gift Guömundi Valtý Guðmundssyni bifreiðarstjóra, og eignuðust þau sex börn en eitt dó í æsku; Bjarney, f. 15.5.1927, gift Ein- ari Elíassyni vélstjóra og eiga þau tvö börn; Bjarndís, f. 24.1.1934, gift Geir Óskarssyni bifvélavirkja og eiga þau þrjú böm; óskírö systir, f. 1936, dó fárra mánaða. Allar syst- urnar sem eru á lífi eru búsettar í Reykjavík. Foreldrar Kristrúnar voru Jón Bjarnason, f. 8.10.1888, d. 21.10.1976, trésmiður í Selkoti í Þingvallasveit og síðar í Reykjavík, og Guðrún Ein- arsdóttir, f. 10.10.1894, d. 26.9.1951, Kristrún Jónsdóttir. frá Læk í Dýrafirði. Kristrún verður ekki heima í dag. Vísnaþáttur Jón frá Borgarholti Jón Þórðarson frá Borgarholti í Snæfellssýslu, 1902-92, gaf út tvær Ijóðabækur og fræðibók í bók- menntasögu. Hann var kennari við Austurbæjarbamaskólann í Reykjavík, mikill náttúmunnandi, íþróttamaöur á yngri árum og hvers manns hugljúfi. Hér eru nokkrar stökur úr bókum hans og eitt kvæði. Ljúft er mér að stilla strengi stefia hljóði, þín að minnast litlu ljóöi. Ennþá Ijóma árdagssólar er að finna yfir sporum okkar kynna. Man ég vel, hve létt þér löngum lét að buga öldurót í ungum huga. Augna þinna glettnisglampar gleði kveiktu, burtu öllu angri feyktu. Hispurslaus í háttum öllum hröð í svörum. Léttur gáski lék á vömm. Ljóst ég fann, - þótt léðir glettni lausa tauma, alvömnnar undirstrauma. Man ég enn og heyri hljóma hlustum mínum vængjuð orð af vörum þínum, er þú lést um himna og heima hugann líða skyggnum sjónum vegu víða, rýndir gátur römmum slungn- ar rökkvans dróma, lífs og dauða leyndardóma. Rjúpnaskyttan Einn fór upp til fjalla öllum byggðum fiær. Grundir, hlíð og híalla Vísnaþáttur huldi vetrarsnær. Öðrum frárri í ferðum fanna byngi tróð, gyrður rómu gerðum garpur í vígamóð. Atalt augum renndi yfir heiðar storð. - Hljótt til hæða sendi hjartnæm bænarorö: Gef af gæsku þinni gull og lán í hönd, að ég fyrstur finni fengsæl veiðilönd. Velkt í veðra þjósti vítt um hlíð og skörö, sat í svölum gjósti soltin ijúpnahjörð. Hugur hló í barmi, - hér var fagurt land - hetjan hraustum armi hreif úr skeiðum brand. Fugla felldi hrönnum. - Flokknum gegnum óð. Vaskur í vígahrönnum valköst um sig hlóð. Vopnahrynu hljóma hátt um alla jörð bergmál enduróma. Orusta var hörð. Margir ótta ærðir undan flýðu á braut, banasárum særðir seldir kvalaþraut. Og í fylgsnum fialla fiarri vígaslóð, línið ljósra mjalla litaði hjartablóð. Vígljóst var ei lengur. - Veiði lýkur för. Slíðraði dáðadrengur dreyra roðinn hjör. Fuglum fyllti sekki. Fjalla kvaddi geim. - Ef hann týnist ekki eflaust kemst hann heim. Til Jakobínu Johnson, íslensku skáldkonunnar í Vesturheimi. Ljóöin þín: Þau eru sýnir sólarátta, svanakvak og ljúflingsmál, blíður draumur bjartra nátta, berglind tær frá landsins sál. í þeim finn ég alda og þjóða andardrátt og hjartaslög, hyldjúp köf til helgra sjóða, himinflug um storð og lög. Að lokum þessi staka: Hún var undur létt í lund, ljúfa hrund ég kenni. Eina stund á Edensgrund átti ég stund með henni. Jón úr Vör. Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.