Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Side 23
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. 23 Fréttir Hef illinn á Blönduósi en lyklarnir á H vammstanga - á meðan kona var í bamsnauð og íbúðarhús brann 1 óveðrinu norðanlands „Þaö hefði þurft ruðningstæki á undan slökkviliösbílnum fram í Vatnsdal og líka á undan sjúkraflutn- ingabílnum upp í Blöndudal. Veghef- illinn var á Blönduósi en hins vegar voru bæði lyklamir og ökumaðurinn á Hvammstanga," segir Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Á þriðjudaginn þegar svartasta óveðrið geisaði fyrir norðan kvikn- aði í íbúðarhúsi að Nautabúi í Vatnsdal. Slökkviiiðið var þrjá klukkutíma að bijótast að bænum en venjuiega tekur um hálftíma að keyra þangað. Um nóttina þurfti björgunarsveitin á Blönduósi að ná í konu í bamsnauð í Blöndudal og jafn erfiðlega gekk að komast þang- að. „Þetta er afleiðing af endurskipu- lagningu á starfsemi Vegagerðar rík- isins sem kom til framkvæmda hér á Blönduósi fyrir nokkrum ámm og fólst í því að leggja niður aUa starf- Háþrýstisúrefmslækningar kynntar á íslandi: ítalir senda ís- lendingum tæki Háþrýstisúrefnislækningar er ný grein læknavísindanna sem nú er kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu hér á landi. „Þessar lækningar lofa mjög góðu. Það er hægt að bjarga vefjum, sem annars myndu deyja, með því að koma súrefni til þeirra þó svo að rauð blóðkom komist ekki til vefj- anna,“ segir Einar Sindrason, for- stöðumaður Heyrnar- og talmeina- stöðvar íslands, sem hefur kynnt sér háþrýstisúrefnislækningar. Hann leggur á það áherslu að rannsóknir bendi til að koma megi meðal annars í veg fyrir kransæðadrep með þess- ari nýju aðferð. „Þessar lækningar hafa enn ekki verið stundaðar hér á landi en ítalsk- ir sérfræðingar ætla að koma með háþrýstiklefa hingað og reka hann okkur að kostnaðarlausu í sex til átta mánuði," segir Einar. Hann kynntist forsvarsmanni há- þrýstilækninga á Ítalíu, Calcedonio Gonzales, á ráðstefnu þar. Gonzales fékk mikinn áhuga á íslandi, kom hingað í brúðkaupsferð og er nú orð- inn ræðismaður Islands á Ítalíu. -IBS Nokkrir fundarmanna á stofnfundi nýrra samtaka meðlagsgreiðenda. DV-mynd ÞÖK Meðlagsgreið- endurmótmæla Fundurinn beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hún fresti hækkun meðlagsgreiðslna þar til ríkisvaldið hefur lagt fram fullmót- aða stefnu í málefnum meðlagsgreið- enda. Þannig hljóðar ályktun sem sam- þykkt var á fundi meðlagsgreiðenda á Hótel íslandi sl. fimmtudagskvöld. Á annað hundrað manns mætti á fundinn. Þar tók til máls Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra. Hann tilkynnti fundarmönnum aö ákveðið hefði verið að hækka meðlagsgreiösl- ur ekki eins mikið og ráð hefði verið fyrir gert í fyrstu, eða í 10.300 krónur í stað 11.300. Öryrkjabandalagið gaf jólatré Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Fyrir skömmu hélt Öryrkjabanda- lag íslands samstöðuhátíð sína og að þessu sinni á Egilsstöðum. Það er í fyrsta skipti sem hún er haldin utan höfuðborgarsvæðisins. Á hátíðinni afhenti Amþór Helga- son, formaður bandalagsins, jólatré sem bandalagið gaf Héraðsbúum í tilefni þess hve vel og myndarlega hefur verið staðiö að uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlaða á Austurlandi, en starfsemin er að mestu leyti á Egilsstöðum. Amþór gat þess að hér væri um að ræða bæði byggðamál og réttlætismál fyrir þroskahefta að geta verið sem næst sínum nánustu. Um 30 manns starfa nú að málefnum fatlaðra á Egilsstöðum. Á samstöðuhátíðinni, sem fram fór við hús svæðisstjómar við Tjamar- braut, skemmtu böm með söng og hljóðfæraleik og séra Vigfús Ingvar Ingvarsson hélt ræðu auk ávarps Amþórs Helgasonar. semi hennar hér og færa hana ýmist á Hvammstanga eða Sauðárkrók. Hér á staðnum er enginn ábyrgur starfsmaður vegagerðarinnar sem getur tekið ákvarðanir um það að ræsa út tæki ef þess þarf eins og í þessu tílfelh," segir Ófeigur. Hann segir að bæjarstjóm Blöndu- óss hafi gert athugasemd við þessa breytingu á sínum tíma og það verði aftur gert nú. „Við höfum bent á þessa veikleika sem nú em ítrekað að koma í ljós. Það em menn hér á staðnum sem em fullfærir til að stjóma þessu tæki og maður hefði haldið að það væri eðh- legt skipulagsatriði hjá Vegagerð rík- isins að hafa einhverja neyðaráætlun tilbúna undir svona kringumstæð- um. Auðvitaö reynir ekki oft á þetta vegna þess hversu snjólétt er á þessu svæði en þegar reynir á það þá er það hrein skelfing. Við teljum að tæki, menn og lyklar eigi að vera á Calcedonio Gonzales og Einar Sindrason á fundinum í gær. DV-mynd BG staðnum og ef þetta þrennt fer ekki saman þá er vegagerðin gjörsamlega vanbúin að bregðast við svona neyð- artilvikum," segir Ófeigur. -ból ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF - góð bók um jólin! áSk 1ÁTTU DRAUMINN RÆTAST! 15% AFSIÁTTUR Dæmi: UNILUX dýna með tvöföldu gormalagi og yfirdýnu sem lagar sig fullkomlega að líkamanum kostar: 28.800 - 15% til jóla = 24.480 kr. Margar gerðir, 20 ára reynsla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.