Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Síða 48
56
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992.
Sviðsljós
Aðstandendur Karlakórsins Heklu fjölmenntu upp á svið eftir frumsýninguna og tóku lagið við mikla hrifn
ingu bíógesta.
Karlakórinn
Hekla
gerir lukku
Það var glatt á hjalla í Háskóla-
bíói síðdegis á laugardag þegar
nýjasta íslenska kvikmyndin,
Karlakórinn Hekla, var frumsýnd
fyrir fullu húsi. Guðnýju Halldórs-
dóttur, höfundi og leikstjóra, svo
og öðrum aðstandendum myndar-
innar, var klappað verðskuldað lof
í lófa að sýningunni lokinni.
Kvikmyndin segir frá Karlakóm-
um Heklu og söngferðalagi hans til
Svíþjóðar og Þýskalands þar sem
ýmis spaugileg og óvænt atvik ge-
rast.
Að sögn Siguijóns Sighvatssonar,
kvikmyndaframleiðanda í Los
Angeles, sem var meðal frumsýn-
ingargesta, fer Guðný mjög næm-
um höndum um íslenskan húmor
í mynd sinni.
Aðalhlutverk Karlakórsins
Heklu eru í höndum þeirra Egils
Ólafssonar og Ragnhildar Gísla-
dóttur en auk þeirra koma fram
margir þekktir leikarar. Þar má
nefna Sigurð Siguijónsson, Arnar
Jónsson, Þórhall Sigurðsson, Öm
Ámason, Magnús Ólafsson, Rúrik
Haraldsson og Randverk Þorláks-
son.
Þijú fyrirtæki standa að gerð
myndarinnar, hiö íslenska fyrir-
tæki Umbi og Aritel og Filmfoto-
stiftung sem em þýsk.
Guðný Halldórsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Karlakórsins Heklu,
og þeir Gestur Einar Jónasson og Arnar Jónsson, sem báðir leika í
myndinni, hafa ærna ástæðu til að brosa eftir viðtökurnar á laugardag.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, var meðal gesta á frumsýningu
Karlakórsins Heklu. Hér heilsar hún Auði Laxness, móður Guðnýjar,
leikstjóra myndarinnar. DV-myndir GVA
Hver er hræddur við Grýlu?
Hann er hvergi banginn, litli snáðinn, þótt Grýla gamla sé eitthvað að
yggla sig framan í hann. Þetta gerðist I Hlaðvarpanum um helgina. Það
er hlns vegar ekki laust við að fullorðna fólkið sé hálfhrætt við þessa
ófrýnilegu kerlingu. DV-myndGVA
Jólasveinninn á Laugaveginum
Jólasveinarnir eru sem óðast aö tínast til byggða, enda ekki nema örfá-
ir dagar til jóla. Borgarbúar sáu til þeirra hér og hvar um helgina þar
sem þeir sungu og spiluðu fyrir börn og fullorðna. Ljósmyndari DV rakst
á þennan sveinka á Laugaveginum og festi hann á filmu þar sem hann
var að heilsa litlu börnunum. Ekki er aö sjá annað en að þeim hafi lík-
að vel. DV-mynd GVA
Ljósvíkingar lesa
upp í Iisthúsinu
Hópur rithöfunda, sem kalla sig
Ljósvíkinga, tróð upp 1 Listhúsinu í
Laugardalnum á fostudagskvöld. í
hópnum eru m.a. rithöfundamir
Ólafur Gunnarsson var meðal þeirra
rithöfunda sem lásu upp úr verkum
slnum I Listhúsinu í Laugardal á
föstúdagskvöld. Ólafur las brot úr
skáldsögu sinni, Tröllakirkju.
Einar Kárason, Vigdís Grímsdóttir,
Þórarinn Eldjám, Steinunn Ás-
mundsdóttir, Ólafur Gunnarsson og
Nína Björk Árnadóttir.
Höfundamir lásu úr verkum sín-
um, hvort sem það voru jólabækur í
ár eða eldri bækur, og á eftir var leik-
in tónlist.
Fátt er betra til að slappa af f jólaamstrinu en að setjast niður og hlusta á
skáldin lesa úr verkum sínum, eins og gerðist í Listhúsinu á föstudagskvöld.
DV-myndir GVA