Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. Fréttir Kennarar úr Lögregluskóla ríkisins könnuðu aðstæður að Sogni: Öryggismál gagnrýnd í bréf i kennaranna - nefndin hefur ekki beðið neinn um að taka þetta út, segir Páll Sigurðsson Leifarnar af rörasprengjunni i Hafnarfiröi. DV-myndS Tveir kennarar við Lögregluskóla ríkisins, sem skoðuðu vistheimilið fyrir geðsjúka, ósakhæfa afbrota- menn að Sogni nýlega, hafa sent rekstramefnd stofnunarinnar bréf þar sem fram kemur talsverð gagn- rýni á öryggismál hússins. Kennaramir fóm austur í þeim til- gangi að ræða um fyrirhugað sjálfs- vamanámskeið fyrir starfsmenn Sogns. Við sama tækifæri skoðuðu mennimir húsnæðiö. Þeir gagnýndu það meðal annars að ekki er útilokað fyrir vistmenn að komast í ýmis áhöld eins og eldhúshnífa, önnur eggáhöld eða eldfæri. Dauðaslysum f umferðinni hef- ur fækkað miðað við árið i fyrra. Það sem af er árinu hefur 21 maöur látið lifiö í umferöarslys- um miöað viö 27 manns í fyrra. í fyrra lét 21 karlmaður lífið miðaö við 12 karlmenní ár. Flest- ir þeir sem létust, eða 10 manns, vom ökumenn bifreiða. Átta vom gangandi vegfarendur og þrír farþegar i bfl. Flest dauöa- slysin, eða 9, áttu sér staö í Reykjavík, 6 á öörum þéttbýhs- stöðum og 6 á landsbyggðinni Þeim sem slasast i umferðinni og umferðarslysum hefur hins vegar fiölgaö frá fyrra ári. Slys- um hefur fiölgað úr 735 í 828 og slösuöum í umferðinni fiölgað úr 1078 í 1216. -ból Slys og slasaðir ■ fyrstu 11 ménuði 1991 og 1992 • Slys 828 Slasaðir 1216 1078 1991 1992 1991 1992 Við húsið em heldur engar mann- heldar girðingar. Hins vegar er yfir- leitt læst á milli ganga og umferð þeirra sem em innandyra því mjög takmörkuð að því leyti. Kennaramir telja á hinn bóginn að stofnunin standist alls ekki samanburð við ör- yggiskröfur i fangelsum landsins. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráöuneytinu og formaður rekstramefndar Sogns, sagði í sam- tali við DV að húsnæðið væri hannað og byggt 1 samræmi við það sem Bogi Melsted, geðlæknir í Svíþjóð, ráðlagði á sínum tíma: „Það var farið í gegnum þetta allt þegar verið var að breyta húsinu," sagði Páll. „Engu hefur veriö breytt frá því sem var og það stendur ekki til. Öryggisreglumar vom settar í samráði við Boga Melsted og í sam- ræmi við það sem tíökast á sams konar vistdeildum í Svíþjóð. Þaö hef- ur ekkert komið upp í rekstrinum, sem ég hef heyrt um, sem bendir til að tilefni sé til að breyta því. Það hefur staðið til að starfsmenn fái námskeið en það hefur ekkert að gera með öryggisráðstafanir á staðn- um.“ Um álit kennara Lögregluskólans á skorti á öryggi á-Sogni sagði Páll: „Ég er formaður rekstramefhdar- innar og hef ekki fengið neinar upp- lýsingar um slíkt. Nefndin hefur ekki beðið neinn um að taka þetta út. Hafi einhver gert þaö hefur hann gert það ótilkvaddur. Öryggisráð- stafanirnar þama em að mínum dómi meiri en víðast. „Girðingar stóð aldrei til að setja upp og það var litið svo á að betra væri að hafa góða öryggisgæslu inni í húsinu en að setja girðingar enda er húsið gert þannig. Það em engir rimlar og reynt að hafa þetta sem minnst fangelsislegt,“ sagði Páll. -ÓTT Lögreglan kemur svani til hjálpar Lögregla var kölluð nlður að Tjöm seinnipartinn i gær en þar hafði svanur fest hausinn á milli rimla og komst hvergl. Svanurinn haföi líklegast verið að elta brauðmola sem flutu á bak við rimla við affall fyrir framan Miöbæj- arskólann með þessum afleiðingum. Það reyndist ekki auðvelt mál að losa fuglinn þvi hann baröist um og lamdi vængjunum ótt og titt i bjargvætti sfna. Það var ekki fyrr en gripið var til járnkarls og rimlarnir spenntir f sundur sem svanurinn fór frjáls ferða sinna. Hann var töluvert vankaður þegar hann losnaði úr prísundinni en frelsinu feginn. DV-mynd Sveinn sprengd viö barnaheimiliö Smáralund í Hafnarfirði I fyrri- nótt Sprengjan haföi verið fest við gluggakistu utandyra. Rúða í húsinu splundraðist inn og kraft- urinn barst yfir gang og brestir komu í rúðu hinum megin við hann. Þeir sem frömdu verknað- inn hafa enn ekki fundíst. Að söp lögreglu er rnikið um aö unglingar fikti viö að búa til slíkar sprengjur en þær eru stór- hættulegar. Fyrir nokkrum árum sprakk slík sprengja í höndunum á unglingspilti með þeim afleið- ingum að hann missti framan af fingrum. Sprengjumar eru búnar til úr litium rörbútum sem eru fylltir meö púðri og efni úr flugeldum. Rörinu er lokaö í báða enda, gat borað á það og kveik stungið í. í fýrra lagöi Hafnarfiarðarlög- reglan hald á rörasprengju sem hafði verið fyllt með göddum af gaddavír. Sprengjuna átti að sprengja innan um fiölda fólks. Lögregla vfll brýna fyrir foreld- rum að hafa sérstakar gætur á þvi að böm og unglingar séu ekki að útbúa sprengjur og eins að afgreiðslufólk jámvörubúða selji unglingum ekki vömr sem hægt er að nota í sprengjur. -ból Palestínumennirnir: Steingrimur á stuðnings- fundi Steingrímur Hermannsson, al- þingismaður og fyrrverandi for- sætisráðherra, veröur aöalræðu- maður á útifundi í dag sem hald- inn er til stuönings Palestínu- mönnunum 415 sem ísraelssfióm hefur vísað úr landi. Fundurinn hefst klukkan 17.15 á Lækjart- orgi. Steingrímur hefur áður lýst yfir skilningi á þjóöarbaráttu Palest- ínumanna og hefur meðal annars heimsótt leiðtoga þeirra, Jasser Arafat. Auk Steingríms ávarpar fundinn ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Um tónlist sjá KK og Stella Hauks. Ýmis samtök launafólks standa að fundinum. -kaa Innbrot ískóla Brotist var inn í Fjölbrautaskól- ann í Garöabæ í fyrrinótt. Tölu- verðar skemmdir vom unnar og sjónvarpstæki og myndbands- tæki stoliö. Þjófamir höföu brotið rúöu til aö komast inn í skólann og bmtu siöan upp fiórar læstar hurðir að skólastofum í leit sinni að verð- tnætum. ______ -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.