Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. 3 Fréttir Ráðherra segir verðmiðlunargjald á nautakjöt enn án lagahehnildar: Krafðist friðar um gjaldið - Kári í Garði slátrar samkomulagi kúabænda og leyfishafa „Sú heimild, sem nú er fyrir inn- heimtu verðmiðlunargjalds á naut- gripakjöt, byggist á því að friður sé um málið. Fyrir jól voru hins vegar samþykkt lög sem heimila að gjald- inu verði komið á með samkomulagi við Stéttarsamband bænda. Lögin verða fyrst staðfest á ríkisráðsfundi á gamlársdag og enn hef ég ekki hitt forsvarsmenn Stéttarsambandsins að máh,“ segir Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra. í nóvember gerðu Landssamband kúabænda og sláturleyfishafar með sér samkomulag um að 5 prósenta verðjöfnunargjald yrði tekið af ó- niðurgreiddu heildsöluverði naut- gripakjöts frá 1. desember 1992 til ársloka 1993. Fyrir lá samþykki land- búnaðarráðherra enda væri full ein- ing um málið meðal framleiðenda og sláturleyfíshafa. Með verðmiðlunargjaldinu á að greiða niður verð á nautakjöti til út- Fríhöfhin: Lokaðjóla- og nýársdag Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Þetta eru einu dagamir sem frí- höfnin á KeflavíkurflugveUi er lokuð - það er á jóladag og nýársdag - en aUa aðra daga ársins er hún opin aUan sólarhringinn. Þetta hefur ver- ið svona í 10 ár; fyrst og fremst vegna sparnaðar. Það yrði bara taprekstur að hafa opið þessa tvo daga og yrðum við þá að borga með varningnum," sagði Guðmundur Karl Jónsson, for- stjóri fríhafnarinnar á Keflavíkur- flugvelU, í samtaU við DV. Þeir farþegar, sem flogið hafa utan á þessum dögum og komið að lokuð- um dyrum í fríhöfninni, hafa sumir gengið svo langt að láta skapið bitna á starfsfólki sem vinnur í íslenskum markaði í flugstöðinni. Þar er opið og á flugvaUarbarnum á jóladag og nýársdag. Á annað hundrað farþegar fóru til og frá íslandi á jóladag og á nýársdag er gert ráð fyrir að svipað- ur fjöldi farþega fari um flugstöðina. „Ef opið er þessa daga þyrfti að borga hverjum starfsmanni, sem væri í vinnu aðeins einn klukkutíma, 12 tíma á stórhátíðarkaupi,” sagði Guðmundur Karl. VilhjálmurÞ.: Lístveiáþenn- an stað fyrír hús Hæstaréttar „Mér líst nokkuð vel á þennan stað,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarfuUtrúi og formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, um fyrirhugaða staðsetningu nýs húss fýrir Hæstarétt en tíl stendur að byggja húsið á bUastæðalóð norðan við Landsbókasafnið. Þær raddir hafa heyrst að þröngt verði á þessu svæði þar sem stutt er milli Landsbókasafnsins, Þjóðleik- hússins og Amarhvols. „Ég held að það sé ekki ástæða til að óttast það. Þetta er ekki það stórt hús, hvorki að grunnfleti né á hæðina. Eftir að hafa skoðað þetta sé ég að húsið kemst vel fyrir á þessari lóð. Ég mun ekki leggjast gegn því að húsið verði byggt þama,“ sagði Vilhjálmur. Húsið verður 1800 tU 2000 fermetrar á þremur hæðum. Á næsta ári verð- ur 100 mUljónum króna varið til byggingarinnar en áætlað er að hús- ið kosti 360 til 400 mUljónir króna uppkomið. -sme flutnings og farga hluta umfram- framleiðslunnar. Tahð er að nú séu lifandi tæplega 2700 nautgripir í landinu sem enginn innanlands- markaður er fyrir. í ljós hefur komið óeining um mál- ið meðal bænda. I samtali við DV lýsti Kári Þorgrímsson í Garði því nýverið yfir að hann myndi ekki borga þetta gjald enda væri hann ekki félagi í Landssambandi kúa- bænda né bæri hann nokkra ábyrgð á offramleiðslu annarra. HaUdór Blöndal vUdi aðspurður hvorki gefa Kára rétt eða rangt í því að borga ekki gjaldið. Ekkert erindi hefði enn borist frá Kára um þetta mál tíl landbúnaðarráðuneytisins. Ljóst væri hins vegar að lög, sem heinúluðu gjaldtökima, hefðu enn ekki tekin gUdi. Þá hefði engin ákvörðun verið tekin um að nýta þessa lagaheimild. Fyrst þyrfti að metaþörfinaáþví. -kaa Hæsti vinningurínn hækkar, hækkar og hækkar þar til sá heppni hreppir milljónimar Nú er röðin komin að pér að taka ákvörðun og spila með vinninginn ípeim næsta og pannig koll afkolli, par til frá byrjun efpú vilt ekki missa af stórkostlegu tækifæri. Því að nú eru þáttaskil. Aldrei áður hefur pað gerst í íslensku stórhappdrætti að hæsti vinningurinn gengur örugglega út. Ef hann gengur ekki út íeinum mánuði leggst hann við hæsta þeir heppnu hreppa milljónimar óskiptar á einn miða. Nú er þitt tækifærí. Tryggðn þér möguleika Upplýsingar um næsta umboðsmann í stma 91-23130 Lægsta miðaverð í stórhappdrætti (óbreyttfrá ifyrra) aðeins kr. 500,- ... fyrír lífið sjálft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.