Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER' 1992. Fréttir Konur úr dreifbýlinu hafa flykkst til höfuöborgarsvæðisins: Kvenmannsskortur á landsbyggðinni Á undanfómum 10 árum hefur höfuðborgarbúum fjölgað um 20,2 prósent og munar þar mest um að- fluttar konur af landsbyggðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands eru nú búsettar ríflega 77 þúsund konur í Reykjavík og ná- grenni og eru þær tæplega þijú þús- und fleiri en karlmennimir. Að sama skapi hefur konum farið fækkandi á landsbyggðinni. Þar skortir nú tæp- lega 3.700 konur til að jafnt sé komið á með kynjunum. Að því gefnu aö karlar og konur parist má segja að 6,4 prósent karla á landsbyggðmni séu nú kven- mannslaus meðan 5,3 prósent kvenna í Reykjavík em karlmanns- laus. Á höfuðborgarsvæðinu öllu er 3,7 prósent kvenna karlmannslaus. Á landsbyggöinni er kvenmannsskort- urinn hlutfallslega mestur á Vest- íjörðum og Suðurlandi en minnstur á Norðurlandi eystra og Suðurnesj- um. Þá er kvenmannsskorturinn meiri í sveitum landsins heldur en þéttbýbskjömum og bæjum. Konurnarfleiri í Fjallahreppi Athygb vekur í þessum saman- burði að í FjaUahreppi á Norðurlandi eystra em mun fleiri konur en karl- ar. Á hvom karl um sig em 2,5 kon- ur. í flestum öðrum hreppum lands- ins snýst dæmið hins vegar við. í Skorradal em til dæmis 33 karlar um 19 konur og í Öxnadal eru 25 karlar um 17 konur. í Sauöaneshreppi á Norðurlandi eystra em 34 karlar um 21 konu. í Mjóafirði snýst dæmið hins vegar aftur við því þar eru 20 konur um 16 karla. Samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan hefur sent frá sér um mannfjölda á landinu vom íslend- ingar 262.202 um síðustu mánaða- mót. Miðað við sama tíma í fyrra hefur landsmönnum fjölgað um 2.625, eða 1,1 prósent. Á undanfómum 10 ámm hefur til höfuðborgarsvæðisins Vestfirðir -453 Norðurland vestra Norðurland eystra 354 yf% A jJ \ * Suðurnt -383 Reykjavík: Á höfuðborgarsvæðinu eru konur 2831 fleiri en karlar, en á landinu öllu eru karlar 812 fleiri en konur. Á kortinu má sjá kven- mannsskortinn í einstökum kjördæmum miðað við fjölda karla. landsmönnum fjölgað um 11,4 pró- sent. Á Suðumesum fjölgaði íbúum um 11,7 prósent, á Suðurlandi fjölg- aði þeim um 4,3 prósent og á Norður- landi eystra um 2,3 prósent. Annars staðar á landinu fækkaði íbúum. Á Vesturlandi fækkaði þeim um 4,3 prósent, á Vestfjörðum um 7,4 pró- sent, á Norðurlandi vestra um 3,9 prósent og á Austurlandi um 0,1 pró- sent. -kaa fættfolaldí Þegar feðgarnir Andrés Jó- hannsson og synir hans, Unn- steinn og Birgir, fóm frá Borgar- nesi að smala hrossum í úthaga hjá Borg á Mýrum um miðjan desember kom í ljós að hrossin vom tleiri en þeir áttu von á. Hjá einni hryssunni var lítið folald. „Af því hvernig naflastrengur- inn leit út mátti ætla að það væri tveggja til þriggja daga gamalt,“ sagði Andrés. „Veðrið var ágætt þegar við komura að hrossunum en um þaö ieyti sem hryssan kastaði var frost og kalt.“ Hryssan og folaldið, Stjama og Minning, vom mjóslegin er kom- iö var aö þeim. Núna fer betur um mæðgurnar því þær voru strax fluttar í hús. Reyndar var Stjarna ekki ein af þeim hrossum sem til stóð aö taka í hús en at- burðurinn, sem enginn átti von á, breytti því. Andrés telur það hafa bjargað folaldinu í kuldanum að þaö skyldi komast strax á spena. -IBS GylliríS: Heimamenn og ísfirðingar ætlaaðkaupa Flateyrarhreppur og íshúsfélag ísfirðinga hafa stofnaö útgerðar- félagið Þorfinn. Hlutverk þess verður að kaupa togarann Gylli en til stendur að selja haim aust- ur á land. „Það er í valdi lánardrottna," sagði Þorleifur Pálsson á ísafirði og stjórnarformaður Þorfinns þegar hann var spurður hvort Ijóst værí að hið nýja féiag væri að eignast Gylli. Flateyrarhreppur, sem á for- kaupsrétt á Gylh, á 30 prósent í Þorfinni og íshúsfélagið á 70 pró- sent. Hlutafé er ein milljón. Þor- leifur sagði aö ef félagið keypti Gylli yröi hlutafé aukið. Hann sagöi óvíst hvort eignarhlutur eigendanna mundi breytastþegar hlutaféð yrði aukið. -sme í dag mælir Dagfari Nú em menn aö velja mann ársins í gríö og erg. Það er vahnn stjóm- málamaöur ársins og atvinnurek- andi ársins og íþróttamaður ársins og það fleiri en einn og fleiri en tveir. DV hefur valiö mann ársins og Time hefur valiö mann ársins og Dagfari verður aö blanda sér í kjör á manni ársins eins og jafnan áður. Það verður þó aö viöurkenna að þetta val er ekki einfalt eða auð- velt og margir koma til greina eins og jafnan áður þegar afrek em unnin á sviði sljómmála, íþrótta, atvinnumála, hsta eða menningar. Hveijir koma helst til greina? í pólitíkinni em margir kallaöir en fáir útvaldir. Steingrímur Her- mannsson hefur haldið sig til hlés á þessu ári og kemur auðvitað til greina af þeim sökum. Þjóðin hafði heyrt svo margt og séð af Stein- grími að það er mikil hvíld í því þegar hann dregur sig í hlé og hef- ur vit á því að þegja sem mest. Ólafur Ragnar Grímsson hefur reynst afar skeleggur í stjómar- andstöðunni og stendur sig þar miklu betur heldur en í ráðherra- stól. Það vekur til að mynda at- hygh hvað hann hefur miklu meira vit á ríkisfjármálum eftir aö hann hætti sem fjármálaráðherra og Maður ársins raunar hvað ríkisfjármálin em í miklu betra ástandi eftir aö hann er búinn að lýsa því hvaö þau era í miklu betra ástandi heldur en þau raunverulega vom þegar hann var fjármálaráðherra. Fjármálaráð- herrar þurfa greinflega að komast í stjómarandstöðu sem fyrst tfl að geta útskýrt hvað þeir vom miklu betri fjármálaráöherrar heldur en allir héldu meðan þeir vom fjár- málaráðherrar. Sighvatur Björgvinsson fær prik fyrir spamað í heilbrigöisgeiran- um án þess að ná fram sparnaði. Friðrik Sophusson fær rós í hnappagatið fyrir að hækka skatta án þess að hækka þá. Jón Baldvin Hannibalsson fær hrós fyrir að halda EES samningunum til streitu, löngu eftir að allir eru bún- ir að gefast upp á þeim. Auk þess hefur Jón Baldvin staðið af sér all- ar árásir í þá átt að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um þennan samning sem varðar þjóðina enda varðar þjóðina ekkert um samn- inga sem varða hana ef hún hefur ekki vit á þeim. Svo má heldur ekki gleyma garm- inum honum KatU. Davíð Oddsson er kandidat í mann ársins fyrir að segja nákvæmlega það sem þjóð- inni finnst um Alþingi, sem sé það að Alþingi masi og taU og komi engu í verk og óhlýðnist Davíð aft- ur og aftur þegar hann hefur rétt fyrir sér. „Þegi þú, strákur, hús- bóndinn er að tala.“ Af menningar- og Ustasviðmu fá þau Guðlaugur Bergmann, Raggi Bjama, Rósa og SkúU Halldórsson viðurkenningar fyrir ævisögur sín- ar og hreinskilni 1 frásögn og koma aUar þessar bækur til álita sem bókmenntaverk ársins. Hrafn Gunnlaugsson kemur tfl greina sem maður ársins fyrir að senda ekki frá sér neina víkinga- mynd á árinu og Friðrik Þór Frið- riksson er eiginlega sjálfkjörinn maður ársins fyrir að fá næstum því óskarinn. Það er ekki á hveij- um degi sem menn fá næstum því Óskar, rétt eins og það munaði ekki miklu að Einar Vilhjálmsson og Bjami Friðriksson ynnu til verð- launa á ólympíuleikunum Sama gfldir um handboltalandsUðið. Það munaði bara einum að því tækist að vinna til verðlauna. Allir þeir sem eru næstum því búnir vinna tfl verðlauna en fá þau ekki eiga skiUð að fá verðlaun og viðurkenningu, þó ekki væri fyrir annað en það að hafa næstum því fengið verðlaun. Ásmundur Stefánsson er efni í mann ársins fyrir aö hafa vit á því aö hætta sem forseti ASÍ, þegar honum gafst kostur á að gerast bankastarfsmaður, og Benedikt Davíðsson getur Uka orðið maður ársins fyrir að taka að sér aö vera forseti ÁSÍ, löngu eftir að allir voru bunir að afskrifa hann sem forseta ASI. En maður ársins hjá Dagfara er enginn af þessum mönnum. Maður ársins er hinn venjulegi íslending- ur, sem hefur lifað af þetta ár þrátt fyrir óáran í stjómmálum, þrátt fyrir mgUð í flölmiðlum og þrátt fyrir að allt hafi verið gert af nátt- úrannar og mannavöldum til að gera honum lífiö leitt. Lengi lifi hinn lífseigi íslendingur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.