Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Qupperneq 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Árið sem var Ársins, sem senn er á enda, vérður ekki minnst í sögubókum vegna stórra atburða. Það verður heldur ekki minnisstætt fyrir miklar framfarir, gæfu eða gott gengi. Á Vesturlöndum hafa menn átt í vök að verjast, bæði austan hafs og vestan, vegna efnahagslægðar og samdráttar í framleiðslu og viðskiptum. Atvinnuleysi eykst og virðist ætla að vera varanlegt böl. Mikillar ólgu hefur gætt í Frakklandi og þó einkum Þýskalandi vegna útlendingahaturs og öfgaskoðana. Sameiningarstefnan í Evrópu hefur hikstað. Vandamáhn í austurhluta álfunnar hafa ekki orðið til að létta mönnum róðurinn. Burðarásinn í vexti og viðgangi Evrópu, Þýskaland, hefur þurft að axla byrð- amar af sameiningu Þýskalands og sú byrði er dýrari og erfiðari en nokkurn óraði fyrir. Þegar múrarnir falla og hulunni er svipt af veruleikanum í fyrrverandi kommúnistaríkjum stendur eymdin og örbirgðin frammi fyrir okkur í allri sinni aumustu nekt. Endur- hæfing heilla þjóða og heimshluta blasir við og reynir á þolrifin. Hér heima hefur verið á brattann að sækja fyrir landsmenn, nánast allt árið. Álverið gufaði upp, fiski- stofnamir em í útrýmingarhættu og atvinnurekstur á vonarvöl. Atvinnuleysi er með allra mesta móti og ís- lendingar hafa fyllst svartsýni og ótta um lífsviðurværi sitt og framtíð. Árið hefur verið okkur andsnúið og öfugt og satt að segja er leitun að jákvæðum tíðindum í at- vinnumálum eða þjóðmálunum yfirleitt. Stjórnmála- menn og þó einkum ríkisstjómin hefur mátt þola hvert áfallið á fætur öðm og hrakist úr einu víginu yfir í annað. Það er svo sannarlega enginn öfundsverður af þeirri ábyrgð að stýra þjóðarskútunni í öllum þeim mótbyr sem yfir okkur hefur gengið og raunar á einsk- is manns færi að töfra fram lausnir eða lykla sem opn- að geta gættina til bata og batnandi árferðis. En það kemur ár eftir þetta ár og 1992 hverfur von- andi ekki alveg í aldanna skaut án eftirsjár og góðra minninga. Kannske að ársins verði minnst fyrir það að á þessu herrans ári runnu af okkur timburmenn eftir samfellt fylhrí í útgjöldum og fyrirhyggjuleysi liðinna ára. íslendingar em nefnilega að komast niður á jörðina og átta sig á að það era takmörk fyrir eyðslu og það era takmörk fyrir atvinnu og atvinnutækifærum. Það er ekkert sjálfgefið að fiskurinn veiðist óþrjótandi í hafinu og það er ekki sjálfgefið að þjóðartekjumar hrökkvi fyrir öllum okkar þörfum og kröfum. í Austur-Evrópu fögnuðu menn frelsinu og héldu að frelsinu fylgdu sjálfkrafa þau gæði og gómsæti sem era til sýnis í búðargluggunum. En gæðin fást ekki ókeypis og frelsið þarf að nýta til sköpunar og starfa, til arðs og ágóða, til árangurs og eríiðis, svo gæðin komi að gagni. Það sama þurfum við íslendingar að læra. Ekk- ert fæst af engu og vinnan er afl þeirra hluta sem skapa verðmæti. Það kennir reynslan okkur, sú reynsla sem herðir okkur og stælir þegar á móti blæs. Látum árið, sem senn er að líða, okkur að kenningu verða. Látum verkin tala. Hættum að líta til stjórnvalda í von um betri tíð. Látum sjálf hendur standa fram úr ermum. Ef sverð þitt er stutt, þá gakk einu skrefi fram- ar. Ef lífskjörin skerðast, þá það. Við lifum það af. Við eigum ennþá nóg að bíta og brenna og landið er stórt og gjöfult og koma tímar, koma ráð. í þessum anda, anda baráttu og endurreisnar, kveðj- um við árið 1992 og bjóðum nýtt ár, nýjar vonir og ný verkefni velkomin. Ellert B. Schram MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. Ytzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, heilsar James Jonah, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. - „Það vill gleym- ast að Rabin er fyrrum hershöfðingi," segir Gunnar m.a. i grein sinni. Símamynd Reuter Kaldrifjuð pólitík ísraelsmenn komast orðið upp með .hvað sem er, jafnvel það að vísa úr landi í trássi við öll alþjóða- lög 415 Palestínumönnum. Þeirri ákvörðun verður ekki breytt og ekki er til sá mannlegur máttur sem getur þvingað ísraelsmenn til að hvika frá stefnu sinni. Þegar Rabin myndaði stjóm eftir að Shamir og Likudbandalagið féll í kosningunum í sumar fögnuðu menn víða um heim og bjuggust við meiri sanngimi af honum en Shamir sem verið haföi ósveigjan- legur með öllu. En það vill gleym- ast að Rabin er fyrrum hershöfö- ingi. Hann var æðsti maður ísraelska hersins árið 1967 og stríðshetja þá og það var einmitt Rabin sem var vamarmálaráðherra í stjórn Shamirs þegar intifada Palestínu- manna á hemumdu svæðunum hófst haustið 1987. Hamas Nú er það Hamas sem er aðaló- vinurinn og þeir 415 sem vísað var út í einskis manns land á mörkum ísraels og Líbanons era taldir leiö- togar Hamas. Hamas er samtök shíamúshma og tahn höh undir íran og með sambönd við Hisboha- hreyfinguna í Líbanon. Þessi hreyf- ing er nú að taka við af PLO meðal hinna róttækustu á hernumdu svæðunum og Hamas vill enga samninga. - Flestir hinna 415, sem nú hafast við á köldum klaka, era menntamenn. Það er í samræmi við stefnu ísra- els í mörg ár að einangra mennta- fólk frá almenningi og halda menntun sem mest niðri á hernámssvæðum sínum. Þessir 415 eru valdir af handahófi og átyhan er árás á ísraelskan herbíl, þar sem fimm hermenn létu hfið, enda þótt enginn þeirra sé beint viðriðinn th- ræðið. Kiallajiim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Ætla mætti að þetta stefndi öllum friðarsamningum við Palestínu- menn í tvísýnu. Hanan Ashrawi, formælandi sendinefndar PLO á friöarfundunum, hefur sagt að þær séu dauðadæmdar úr þessu. Viðurkenning á PLO En svo þarf samt alls ekki að vera. Rabin er klókur og hrottvís- unin hefur styrkt svo stöðu hans heima fyrir að nú er talað um það í fullri alvöra að næsta skref verði að ísraelsmenn viðurkenni form- lega í fyrsta sinn PLO samtökin og taki upp beinar viðræður, án ahra látaláta. Með því myndu þeir enn frekar einangra Hamas, því að enda þótt Hamas njóti stuðnings hinna róttækustu er það PLO sem enn talar fyrir Palestínumenn og meirihluti Palestínumanna vhl frið. Þetta hafa Sýrlendingar sýnt í verki með því að segjast munu halda áfram friðarsamningum enda hafa ísraelsmenn undir för- ystu Rabins falhst á að skila Golan- hæðunum þótt það sé enn ekki opinbert. Hamas og mennirnir 415 eiga engan stuðning vísan frá Sýr- landi, sem ræður Iibanon, því að öfgafullir shítar eru engir vinir Assads forseta. - Þessir 415 eiga því enga vini nema þá Hisbohahreyf- inguna og það eru Sýrlendingar sem hafa síðasta orðið um hvað Hisbolla gerir. Brottvísunin var gerð af innan- ríkisástæðum í ísrael. Rabin hefur sameinað hægri öflin og veikt vinstri vænginn og í leiðinni fengið meira athafnafrelsi th sjálfstæðra ákvarðana, jafnvel þeirrar róttæku ákvörðunar að viðurkenna PLO. En á meðan hírast þessir 415 ein- angraðir á einskis manns landi og ósennilegt annað en að á endanum verði Líbanon að taka við þeim. Gunnar Eyþórsson „Rabin er klókur og brottvísunin hefur styrkt svo stöðu hans heima fyrir að nú er talað um það í fullri alvöru að næsta skref verði að ísraelsmenn við- urkenni formlega 1 fyrsta sinn PLO- samtökin og taki upp beinar viðræður án allra látaláta.“ Skoðanir annarra Boðskapur fjárlaganna „Það er tvennt sem einkennir fjárlögin fyrir 1993, annars vegar aðgerðir til að stöðva vöxt útgjalda og sníða þau að efnahagssamdrættinum og hins vegar tilfærsla á skattbyrði af atvinnufyrirtækjunum yfir á einstakhngana.... Fjárlögin fyrir 1993 og þær efna- hagsaðgerðir sem í þeim felast munu rýra kjör alls almennings og metur fjármálaráðuneytið kjararým- unina um 3,5%. ASÍ telur hins vegar að hun verði tvöfalt meiri, eða 7,5%. Boðskapur fjárlaganna er þess vegna ekkert gleðiefni, en hann endurspeglar erfiða stöðu efnahags- og atvinnulífs. Höfuðatriði er að sigminn yfir verðbólgunni haldi og að stöðugleiki ríki áfram. Það er eina raunhæfa leiðin til að skapa ný sóknarfæri í atvinnulífinu og vinna bug á at- vinnuleysinu." Úr forystugrein Mbl. 29. des. Miðstýrt landbúnaðarapparat „Nú hafa útflutningsbætur ríkisins verið aflagðar en þá bregðast samtök bænda við offramleiðslu með því að greiða sjálf fyrir útflutning á kjöti. Það mun leiða til verri kjara bænda en ella auk þess sem það mun koma beint og óbeint niður á neytendum hér innanlands. Þannig verða það ekki íslendingar sem njóta góðs af 5% verðfelhngu á nautakjötinu, heldur fer hún til útlendinga. Þrátt fyrir viðleitni th að koma í veg fyrir offramleiðslu á landbúnaðarafurðum virð- ist sem hið miðstýrða hálfopinbera landbúnaðarapp- arat geti engan veginn uppfyht þær kröfur sem markaöurinn gerir th slíkrar framleiðslu." Úr forystugrein Alþbl. 29. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.