Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Síða 36
56 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. Menning Formgerðir vitsmunalífsins í aöfaraoröum bókarinnar segir Sigurjón Björnsson aö skortur hafi veriö á inngangsriti um kenriíhgar hins merka fræðajöfurs, Jean Piaget, einkum í sam- bandi viö kennslu. Fyrri útgáfa þessarar bókar kom út árið 1989. Segir höfundur hana fyrstu tilraun til aö bæta úr vöntun á kynningu á kenningiun Piagets. „Þessi tilraun er þó einungis e.k. „innanhússútgáfa" ætluð til að létta undir í kennslu hjá sjálfum mér.“ í formála með 2. útgáfu segir Sigurjón aö hann hafi ekki tök á að endurskrifa bókina eöa gera á henni umtalsverðar breytingar og sé hún því gefin út óbreytt. Höfundur segir Piaget ekki aðgengilegan höfund. Hann riti svo þunga og torskilda frönsku að , jafnvel þeim sem áttu frönsku að móðurmáh hefur veist erf- itt að skilja til fullnustu.“ Hann telur að skipta mætti í grófum dráttum í þijá þætti því verkefni að gera kenningum eða verki Pia- gets skil. Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinssor. 1) Kenningin sjálf og þær rannsóknir sem henni fylgja. 2) Uppeldis- og kennslufræðilegt gildi kenningarinnar. Möguleikar og tilraunir til hagnýtingar. 3) Rannsóknir sem aðrir hafa gert til þess að endur- prófa niðurstöður Piagets. Gagnrýni á kenninguna. Síðan segir höfundur að hann fjalli aðeins um fyrsta þáttinn og til þess að fjalla einnig um hina þyrfti mikla vinnu. Hann bætir við hreinskilnislega: „Þar er um að ræða vinnu sem ég er ekki reiðubúinn að inna af hendi.“ Jean Piaget hefur fjallað á starfsamri ævi mikið um sálræna þróun bama og uppeldi þeirra. Hann var Svisslendingur, fæddur 1896, dáinn 1980. Upphafið að „klíniskri" rannsóknaraðferð Piagets var þegar hann hóf að reyna að fylgja baminu eftir inn í hugarheim þess með óformlegum viðtölum. Piaget er í hópi þeirra vísindamanna sem telja að í vitsmunalegri þróun sé um þrep að ræða þar sem eitt tekur við af öðm og það síðasta sé fullkomnast. Kenning hans er þannig stigskipt þróunarkenning. Hvert þróunarstig á sér sitt form og því má lýsa vits- munalífinu sem formgerð. í þróunarsálarfræði einkennist hver kenning af því að lögð er áhersla á tiltekið svið sálarlífsins, s.s. vits- muni, tilfinningar, skynjun, persónuleika, vilja o.s.frv. Piaget hefur sérstaklega fjallað um þróun vitsmuna- lífsins. í fyrri kafla bókarinnar gerir Siguijón grein fyrir rannsóknaraðferðum Piagets og hugmyndafræðileg- um gmndvelli. Seinni kaflinn, sem er höfuðþáttur ritsins, íjallar um formgerðir vitsmunalifsins. Piaget hefur sett fram skiptingu vitsmunaþroskans í fjórar aðalformgerðir. 1. Skynbreyting sex áfangar eða þrep 2. Foraðgerðastig tveir áfangar 3. Hlutbundnar aðgerðir 4. Formlegar aðgerðir og mun næsta algengt segir Siguijón að fylgja þess- ari framsetningu. Bókin tekur fyrir hverja þessara formgerða og skrá er yfir rit Piagets og nokkur rit um Piaget og kenning- ar hans auk heimildaskrár. Bók þessi er í flokknum „Sálfræðirit" frá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi. Hún hefur margþætt not fyrir þá sem áhuga hafa á sálarfræði og þróun vitsmunalífsins. Formgerðir vitsmunalifsins Kenningar Jean Piagets um vitsmunaþroskann Hið íslenska bókmenntafélag Sigurjón Björnsson 2. útgáfa 133 blaðsíður Sigurjón Björnson. Diddú. Diddú og drengjakór Tónleikar voru í Laugarneskirkju í fyrrakvöld. Þar söng Drengjakór Laugarneskirkju undir stjórn Ronalds V. Tumer. Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, söng einsöng, Bjöllusveit Laugameskirkju lék, ennfremur Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautuleikari, Guðrún Másdóttir óbóleikari, og David Knowles orgelleikari. Á efnisskránni vora jólalög eftir ýmsa höfunda frá ýmsum löndum. Margir ágætir barnakórar starfa hér á landi. Það er einkenni á þeim flestum að stúlknaraddir em mest áberandi og engu líkara en strákar njóti sín ekki fyllilega í blönduðum kórum. Það er því ágæt tilbreyting að heyra í drengjakór. Drengjaraddir hafa sérstakan fallegan blæ sem ekki er að finna annars staðar og er ekki hægt að kalla kórlíf vera í full- um blóma nema drengjakór sé fyrir hendi. Drengjakór Laugarneskirkju Tónlist Finnur Torfi Stefánsson mun vera sá eini sinnar tegundar hér á landi. Hann hefur starfað í þrjú ár undir stjórn Ronalds V. Turner og er óðum að eflast og þroskast í hst- inni. Efnisskráin var fjölbreytt að aldri og inntaki. Sum lögin voru einfóld, önnur gerðu meiri kröfur og virtist kórinn ekki standa sig neitt síður í þeim. Stundum mátti finna að hreinleika og nákvæmni hjá kómum en í öðram lögum hljómaöi hann mjög fallega. Má þar nefna til dæmis „Ó Jesúbarn blitt“ og „Þá nýfæddur Jesú“. „María í skóginum" og „Með gleðiraust og helgan hljóm“ var einnig vel flutt. Bjöllukór er skemmtilegt að hafa á jólatónleikum og Bjöllukór Laugar- neskirkju stóð sig vel á þessum tónleikum. Meðal laga sem komu vel út í bjöllunum var „Hringja klukkumar í kvöld". Húsfyllir var í Laugarnes- kirkju og líklega stuðlaði nærvera Sigrúnar Hjálmtýsdóttur mjög að því. Diddú var í góðu formi og söng eins og hún ein getur. „Svo fjarri jötu“ var sérlega vel flutt. Annað tónlistarfólk komst vel frá sínu og tónleikarn- ir í heild heppnuðust vel. Andlát Jónasar Hallgrímssonar - nokkrir þankar um sjónvarpsmynd þ. 27/12 Ekkert íslenskt skáld er þjóð sinni jafn hugleikið og Jónas Hall- grímsson; sveitapilturinn, sem orti öðmm betur um landið sitt, blóm- in, fuglana og stúlkuna heima. Með kvæðum sínum söng hann sig inn í hjörtu vandlátra landa sinna og lifir þar enn ágætu lífi. Hann dvaldi lengi í Kaupmannahöfn, þar dó hann og var grafinn. Á húsinu þar sem hann bjó, hangir nú veðraður málmskjöldur honum til heiðurs. Á krá nokkurri við Kóngsins Nýja- torg sem kennt er við Hvít, hangir teiknuð mynd af honum í hópi drykkfelldra landa sinna. Jónas Hallgrímsson hefur náð þeim ódauðleika sem, flest skáld dreymir um. Þjóðin kann eftir haiin nokkur kvæði, hans er að góðu getið í bókmenntasögunni, hann á sér eirstyttu í Hljómskála- garðinum og nafn hans hangir á tveimur veggjum í Kaupmanna- höfn. íslendingum þótti svo mjög vænt um Jónas að þeir grófu upp bein í kirkjugarðinum hans og fluttu til íslands og settu niður á Þingvöllum í hans nafni. Það var vel við hæfi að íslenska Sjónvarpið léti gera heimildarkvik- mynd um hinstu daga skáldsins. Sveinn Einarsson, sem nú veitir Lista- og skemmtideild Sjónvarps- ins forstöðu, sýndi þá víðsýni að samþykkja handrit eftir Svein Ein- arsson og láta þennan sama Svein leikstýra myndinni. Ekkert var til sparað enda er Jónas Hallgrímsson yndislegt skáld. Hópur valin- kunnra íslendinga ferðaðist til Kaupmannahafnar á hinstu slóðir skáldsins til að gera stutta en magnþmngna mynd sem sýnd var í Sjónvarpinu að kvöldi þess 27. desember. í byrjun sést hvar skáldið gengur heim til sín, ódrukkið í þungum þönkum frá vínstofu Hvíts. Skyndi- lega er Jónas uppi í stiga á húsi sínu og bústin dönsk hefðarfrú kallar til hans. Hann svarar henni sveittur í bundnu máli enda hefur honum skrikað fótur. Konan fer inn til sín en skáldið heldur til her- bergis síns og situr þar fótbrotið um nóttina og fer glottandi með kvæði. Hugljúfur bamakór styttir honum stundir og syngur eitt lag. Sjónhverfingar í diskóstíl verða í glugga. Um morguninn er honum ekið á spítala í hestvagni. Þar hgg- ur hann í hreinu rúmi og les sér til skemmtunar eina græna bók og aðra brúna meðan hann bíður dauða síns. Muldrandi hjúkmnar- hð bæði kemur og fer. Á banabeði sínum lætur hann hugann reika til íslands, fer með kvæði og drekkur te. Landiö brosir við honum í glampandi sólskini við undirleik dapurlegs sellóleikara. Síðan fær hann einkennhegt flog út á hhð og aftur á bak og er þar með örendur. Sama dag hittast nokkrir sam- kvæmisklæddir menn á vínstofu Hvíts og draga upp úr fórum sínum gömul bréf og lesa hver fyrir ann- an. Jónas sjálfur syngur „Hættu að gráta hringaná" við mikinn fógnuð mannanna. Einn þeirra fer með ísland, farsælda frón ásamt drukknum skeggjuðum manni sem enginn veit hver er. Kannski er þar kominn Skugga-Sveinn í dular- gervi á flótta frá byggðamönnum. I myndarlok renna lendur Sjálands og heiðar íslands saman undir fag- urri mannlýsingu af skáldinu fahna. Við gerð þessarar myndar er fylgt lýsingu Konráðs Gíslasonar á dauðdaga skáldsins. Er það vel. Óþjóðhollir menn hafa á síðustu tímum flett í gömlum sjúkraskýrsl- um og fengið þaöan aðra mynd. Þar stendur að Jónas hafi verið fár- sjúkur í óráði allan tímann á sjúkrahúsinu. Sömu menn segja hann hafa dottið dmkkinn í stigan- um forðum. Myndin kveður þessa rógbera í kútinn. Konráð Gíslason var vinur skáldsins og að sjálf- sögðu mun betri heimild en dansk- ir læknar. Allir vita að Danir hafa ahtaf haft horn í síðu íslendinga. Það var þeim hkt að ljúga því upp á þjóöskáldið Jónas Hallgrímsson að hann hefði dáið úr hehabólgu, bijósthimnubólgu og blóöeitrun með delirium tremens. Krufninga- skýrslur Dana segja að skáldið hafi haft mikla fitihifur sem ber vott um mikla drykkju fram í andlátið. Slíkar sagnir eiga íslendingar ekki að hlusta á. Jónas dó með bros á vör eftir áð hafa rennt niður síö- asta tesopanum enda var þá bók- inni lokið sem hann hafði lesið um nóttina. Það er óskandi að íslenska Sjón- varpið veiti fleiri innanbúðar- mönnum sínum og stjórnendum tækifæri th að leikstýra þáttum og semja handrit. íslensk dagskrár- gerð er fátæk að veraldlegum sjóð- um og hefur einungis ráð á vönd- uðu efni. Vonandi verður framhald á svoha þáttum um íslenskar hetju- sagnir. Næst gæti Sveinn Einars- son farið með flokk manna th að mynda síðustu daga Þormóðs Kol- brúnarskálds á Stiklastöðum í Nor- egi. Þormóður brást bæði vel og karlmannlega viö dauða sínum eins og Jónas, fór með vísur og glotti við tönn þó að ör stæði hon- um í hjartastað. íslenska þjóöin þarf á hetjum að halda á þessum tímum kreppu og bölmóðs; mönnum sem verða vel við dauða sínum og láta sér ekki bregða þó læknar séu að gera að opnu beinbroti. Slíkir menn æmta hvorki né skræmta undan skatta- hækkunum, gengisfelhngum og alls kyns óáran. í harðnandi árferði ber brýna nauðsyn th að draga upp fleiri hetjusagnir og gera um þær sósíal-realistiskar myndir. Fáa menn veit ég hæfari en einmitt Svein Einarsson th að meta hand- rit eftir Svein Einarsson og gefa Sveini Einarssyni tækifæri th að spreyta sig fyrir þessar fáu krónur sem Lista- og skemmtidehd Sjón- varpsins hefur th ráðstöfunar. Þökk sé Sjónvarpinu fyrir yndis- lega kvöldstund. Óttar Guðmundsson læknir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.