Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Síða 38
58 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. Myndbönd Lýðveldiverðurtil FRANSKA BYLTINGIN Útgefandi: Háskólabíó. Aðalhlutverk: Klaus Maria Brandauer, Jane Seymour og Sam Neill. Frönsk/bresk, 1991 - sýningartími 180 mfn. (2 spólur). Bönnuð börnum innan 12 ára. í tilefni 200 ára afmælis frönsku byltingarinnar geröu Frakkar ásamt fleiri þjóðum miniseríu um frönsku byltinguna. Er bæði lýst aðdragandanum og byltingunni sjálfri og þeim eftirköstum sem hún hafði fyrir byltingárforingjana en langflestir þeirra lentu undir fallöxinni, eins og þeir aðalsmenn sem þeir létu taka af lífi. Það er engum vafa undirorpið að hand- ritshöfundum þykir hafa verið mest spunnið í Danton sem er vel leikinn af Klaus Maria Brandauer. Franska byltingin er frekar lang- dregin þegar á heildina er litið. En samt eru lausir endar hér og þar, einstaka persónur hverfa án þess að greint sé frá örlögum þeirra. Sérstaklega á þetta við um Marat, en á myndbandskápunni er mynd sem sýnir hið fræga morð á honum en í myndinni sjálfri er þetta atriði horfið. Franska byltingin verður ekki spennandi fyrr en á síðari spólunni þegar uppgjör byltingar- foringjanna við hver annan hefst. SEANYOIXG PAIRICK BERGIN LOVE CRjMES Dulin sektarkennd LOVE CRIMES Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Lizzie Borden. Aðalhlutverk: Sean Young, Patrick Bergin og James Read. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 91 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. í Love Crimes leikur Patrick Bergin David Hanover sem þykist vera ljósmyndari og fær þannig konur til lags við sig. Þegar hann hverfur á braut stelur hann yfir- leitt einhverju smávegis í leiðinni. Þetta er nú allur glæpurinn í myndinni Love Crimes sem auglýst er sem þriller enda kemur fljótlega 1 ljós að leikstjórinn, Lizzie Borden, hefur meiri áhuga á sálarlífi aðal- persónanna og þá sérstaklega að- stoðarsaksóknarans Dana Green- way (Sean Young) heldur en sjálf- um glæpnum. Til að ná upp stemningu fyrir sálfræðiskoðun á borð við þá sem hér er íjallað um þurfa persónum- ar að vekja áhuga en satt best að segja er persónusköpunin stein- dauð og handritið illa skrifað. Vitn- að er til fortíðar til að skýra út framkomu Dönu sem fellur fyrir Hanover þótt ásetningur sé annar. En þegar kemur að sambandi þeirra er maður búinn að missa allan áhuga á myndinni sem er í einu orði sagt leiðinleg. Og það hversu myndin er slök er leikstjór- anum að kenna sem er greinilega á einhverju einkaflippi. *** Svartara verður grínið ekki DELICATESSEN Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjórar: Jeunet and Caro. Aðalhlutverk: Dominique Pinon, Marie- Laurie Dougnac og Jean-Claude Dreyf- us. Frönsk, 1991 - sýningartími 95 mín. Bönnuö börnum Innan 16 ára. Delicatessen er sjálfsagt einhver frumlegasta gamanmynd síðari ára, ótrúleg, svört kómedía sem býður upp á söguþráð sem í byrjun gæti virkað á áhorfandann eins og að horfa á subbulegan kvöldverð með íbúum ræsisins en verður smátt og smátt að mjög svo skemmtilegri og áleitinni kvik- myndaveislu. Delicatessen er framtíðarkvik- mynd sem gerist á næstu öld. Allur matarforði jarðarbúa er uppurinn og mannkynið komið að því að út- rýmast. Þetta á þó ekki við um fjöl- býlishúsið þar sem kjötsali einn ræður ríkjum. Þar geta fastir kúnnar kjötsalans gengið að þvi vísu af fá kótelettur að minnsta kosti einu sitrni í viku. Að vísu er kjötið mannakjöt en íbúamir setja það ekki fyrir sig. Eina sem þeir þurfa að vara sig á er að vera ekki að þvælast á göngum hússins um nótt, þeir gætu orðið hráefni í næsta kótelettuskammt. Ein aðferð kjötsalans til að fá hráefni er að auglýsa eftir aðstoð- armanni sem síöan er fómað og þegar myndin hefst er fyrrverandi trúður að sækja um vinnu. Hann fær starfið þótt rindilslegur sé og er ekki efni í marga matar- skammta. Trúðurinn er hinn skemmtilegasti og dóttir kjötsalans hrífst af honum og aðvarar hann. Myndin sýnir síðan kostulegar að- farir gegn trúðnum auk þess sem fylgst er með gjörðum annarra per- sóna í húsinu. Mörg atriði em ótrúlega fyndin þrátt fyrir óhugnaðinn sem yfirleitt fylgir þeim og stendur maður sjálf- an sig að því að hlæja á ólíklegustu stöðum. Mikið samspil er á milli tónhstar og leiks, samspil sem fell- ur míög vel saman. Litimir í mynd- inni em frekar daufir en passa vel við myndina sem er í heild skemmtun sem gleymist seint. -HK Leðurblökumaðurinn og Mörgæsin hittast. Michael Keaton og Danny DeVito í hlutverkum sínum. Af persónum úr dýraríkinu BATMAN RETURNS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Tim Burton. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Danny DeVito, Michelle Pfeiffer og Christopher Walken. Bandarísk, 1992-sýningartimi 126 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Batman Returns er ekki síðri fyrri myndinni hvað tækni snertir og sjálfsagt er sú hlið betri ef eitt- hvað er, en þá er upptalið hvað Batman Retums hefúr framyftr Batman. Fmmleikinn er ekki leng- ur fyrir hendi, aðeins er verið að endurtaka hlutina. Sem fyrr em það skemmtilegar fígúrur sem skapa spennu og ævin- týraljómann sem hvílir yfir mynd- inni. Þar er að sjálfsögðu Bmce Wayne (Batman) fremstur í flokki með klæðaskápinn fullan af leður- blökubúningum. Mörgæsin, sem Danny DeVito leikur, er kostuleg figúra og gerir DeVito sér far um að vera sem óhugnanlegastur og tekst vel upp. Ekki tekst Michelle MICHAI-L DANNV Ml< IIELl.K KLATON DlVITO PFHIFFLR BATMAN RKTURNS Pfeiffer að gera Kattarkonunni jafn góð skil, enda í eilífri baráttu við sjálfa sig hvort hún eigi að vera vond eða ekki. Sviðsetning Gothamborgar, þar sem sagan gerist, er mögnuð, allt í dökkum htum þrátt fyrir að mynd- in sé látin gerast í kringum jólahá- tiðina. í bytjun komumst við að því að sá sem ríkjum ræður í borg- inni, Max Schreck (Christopher Walken) hefur uppi áform um að ná öhum yfirráðum þar og þegar hann og Mörgæsin snúa bökum saman er erfitt að eiga við þá félaga og ómögulegt öhum nema Batman. Honum reynist samt erfiðara að eiga við Kattarkonuna, en sú var áður ritari hjá Max, ritari sem hann hélt sig hafa drepið, en kettir komu henni til hjálpar og nú hreykir hún sér af því aö hafa níu líf. Leikstjórinn Tim Burton er rpjög hugmyndaríkur hvaö viðvíkur ein- "stökum atriðum, en þessi hug- myndafrjósemi vinnur gegn hon- um. Batman Retums verður aldrei heilsteypt ævintýramynd heldur aðeins röð atriða sem hvert fyrir sig býr yfir ákveðnu aðdráttarafli, en skapa óstöðuga heild. -HK Óperuvandræði MEETING VENUS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: István Szabó. Aðalhlutverk: Glenn Close, Niels Are- strup og Erland Josephson. Bandarisk/bresk, 1991 - sýningartími 115 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. í Meeting Venus leikur Niels Are- strup ungverskan hljómsveitar- stjóra, Szanto, sem fær það verk- efni að stjórna uppsetningu á óper- unni Tannháuser sem á að sjón- varpa beint um aha Evrópu. Upp- hefðin er mikil enda er hann ekki þekktur en vandamálin, sem hann þarf að glíma við, eru mörg, verk- fallsaðgerðir kórsins, óánægja með launin hjá hljómsveitarmeðlimum, aht lendir þetta á honum, og ekki bætir það úr að þegar stjarnan Karin Anderson mætir hefur hún allt á homum sér í fyrstu en sam- skipti þeirra enda með eldheitu ástarsambandi sem ekki bætir and- lega hðan Szantos, en hann er gift- Meeting Venus er að mörgu leyti sérstök og athyglisverð kvikmynd. Persónusköpun er góð en myndin er um of melódramatísk. Glenn Close er góð í hlutverki Andersons (Kiri Te Kanawa syngur fyrir hana) og Niels Arestrup sýnir ágætan leik þótt sterkari leikari hefði ömgglega gert enn betur. Þá setur tónhst Wagners sterkan svip á myndina og gerir það að verkum að manni leiðist aldrei. Spilltarlöggur SINS OF THE FATHER Útgefandi: Háskólabíó. Leiksfjóri: Kevin James Dobson. Aðalhlutverk: Valerie Bertinelli og Ge- orge Dzundza. Bandarfsk, 1992-sýningartími 92min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Mohy Kilcoin er nýútskrifaður lögfræðingur. Faðir hennar, sem er lögreglumaður, hefur fengið vinnu fyrir hana hjá virtu lögfræð- ingafyrirtæki en hugur hennar stefnir á að vinna hjá saksóknara, foður hennar til mikillar gremju. Það kemur síðar í ljós hvers vegna faðir hennar vildi ekki að hún starfaði h)á saksóknaranum. Mohy lendir strax í rannsókn á stóm mafíumáh sem margir tengjast. Það er hagur margra að sú rann- sókn verði stöðvuð á byrjunar- stigi... Sins of the Father er hin sæmfieg- asta afþreying en ekkert meira. Sjálfsagt hefði hún getað orðið betri ef góð skapgerðarleikkona hefði leikið aðalhlutverkið. Valerie Bert- inelh veldur alls ekki hlutverkinu og fehur myndin með leik hennar. George Dzundza er öUu skárri í hlutverki fóður hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.