Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Page 45
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992.
65
Bobby LaKind.
Doobie
Brothers
látinn
Einn aöalmaðurinn í banda-
rísku hljómsveitinni Doobie
Brothers, Bobby LaKind, lést úr
krabbameini á aöfangadag jóla.
LaKind var ásláttarleikari Doobi-
es. Hann var viðloðandi hljóm-
sveitína um langt árabil en varð
ekki fullgildur liösmaður fyrr en
hljómsveitin kom saman að nýju
tíl að hljóðrita plötuna Cycles.
Er liluti hljómsveitarinnar varð
strandaglópur hér á landi fyrir
nokkrum árum á leið sinni yfir
Atlantshafið kom Bobby LaKind
fram sem talsmaður hljómsveit-
arinnar.
Whitney
Houston
með topp-
lag ársins
I Will Always Love You úr k vik-
myndinni The Bodyguard varð
vinsælasta lag ársins i Bretlandi
og Bandaríkjunum. Miðað er við
sölu lítilla platna. Lagið er jafn-
framt hið fyrsta sem selst í yfir
mifijón eintökum í Bretlandi eftír
að Bryan Adams sló öll vinsælda-
met með laginu Everything I Do
(I Do It For You) í fyrra.
Lagið er eftír kántrísöngkon-
una Ðolly Parton. Það kom út
með henni íyrir nokkrum árum.
Það kom síðan út að nýju með
Whitney Houston um miðjan
nóvember og náði gífurlegum
vinsældum á síðustu vikum árs-
ins. Þaö var í efsta sæti yinsælda-
lista í Bretlandi og Bandaríkjun-
um yfir jólin.
Whitney Houston fer með sitt
fyrata kvikmyndahlutverk í The
Bodyguard. Kevin Kostner er í
aöalhlutverki í myndinni.
Fraramistöðu Houstons á hvíta
tjaldinu er lýst með þeim hætti
að hún sé betri söngkona en leik-
kona. Þaö sannar hún með flutn-
ingi lagsins I Will Always Love
You sem væntanlega er besta
auglýsingin fyrir myndina þegar
upp er staöið.
Whitney Houston. Betri söng-
kona en leíkkona, segja þeir sem
séð haia til hennar í The Body-
guard.
Helgarpopp
Kristján Kristjánsson á beinni leið til vinsælda:
KKband á vinsæl-
ustu plötu ársins
Plata Kristjáns Kristjánssonar og
KK bandsins, Bein leið, seldist best
allra hér á landi á árinu sem er að
líða. Endanleg sölutala er 10.700 ein-
tök. Þetta verður að teljast frábær
árangur hjá tónhstarmanni sem kom
fram á sjónarsviðið í fyrra og hefur
aðeins sent frá sér eina aðra plötu.
Sú er Lucky One sem kom út fyrir
rúmu ári. Tahð er að það hafi hjálpað
Kristjáni Kristjánssyni míög að hafa
komið £f am í leikritinu Þrúgum reið-
innar í Borgarleikhúsinu síðastíið-
inn vetur. Þar komust tugir þúsunda
íslendinga í kynni við hann og lærðu
lagið Vegbúann á skömmum tíma.
Raunar munaði ekki miklu að
bræðrabylta yrði hjá KK og Bubba
Morthens sem er í öðru sætí. Plata
Umsjón
Ásgeir Tómasson
Bubba, Von, seldist í um 10.500 ein-
tökum, aðeins tvö hundruð eintökum
minna en Bein leið. Þegar sala aUra
títla er skoðuð skákar enginn Bubba.
Plötur hans Kona og Plágan voru
endurútgefnar á árinu. Kona seldist
í um þúsund eintökum og Plágan í
fimm hundruð. Þá fór plata Egós, í
mynd, í um níu hundruð eintökum
og Geislavirkir með Utangarðs-
mönnum í um tólf hundruð.
Nýdönsk reyndist eiga þriðju vin-
sælustu plötuna á jólaplatnamarkað-
inum að þessu sinni. Plata hljóm-
sveitarinnar, Himnasending, seldist
í 8.500 eintökum. Himnasending seld-
ist raunar upp hjá útgefanda tveimur
dögran fyrir jól. SáUn hans Jóns míns
hafnaði í fjórða sætí að þessu sinni
með 7.400 eintaka sölu plötunnar
Þessi þungu högg. SíðastUðið sumar
sendi Sálin hans Jóns míns frá sér
samnefnda plötu og seldi hana í stór-
um upplögum.
Fimmta vinsælasta platan fyrir jól
var Jet Black Joe með samnefndri
hljómsveit. Platan seldist í um 5.600
eintökum. Hún seldist upp hjá útgef-
anda nokkru fyrir jól og gekk með
eindæmum iUa að koma viöbótar-
upplagi tíl landsins. Þó náðust um
500 eintök heim tveimur dögum fyrir
jól og seldust þau upp á skömmum
tíma. Árangur Jet Black Joe í tröUa-
slagnum fyrir jól er eftírtektarverð-
ur. Fyrir jólin í fyrra var hljómsveit-
in með öllu óþekkt og kom ekki fram
á sjónarsviðið fyrr en í sumar er tvö
lög með henni voru sett á safnplöt-
una Bandalög.
KK band, toppurinn í ár.
Góð sala í klassík
Sjötta vinsælasta platan fyrir jól
var Diddú með Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur. Hún seldist í um 4.400 eintök-
um. Þetta telst vera frábær árangur
á skömmum tíma því að yfirleitt selj-
ast plötur með klassískri tónUst á
löngum tíma. Platan Minningar varð
í sjöunda sætí. Á henni syngja nokkr-
ir þekktir söngvarar rómantísk lög
frá ýmsum tímum. Minningar seldist
í 4.300 eintökum. Einnig keyptí Rauöi
krossinn tvö þúsund eintök til við-
bótar, en ágóði plötunnar rann tíl
Rauða kross íslands.
Stóru bömin leika sér varð áttunda
söluhæsta platan fyrir jól. Hún fór í
um fjögur þúsund eintaka upplagi.
Safnplatan Grimm sjúkheit með
blöndu erlends og innlends efnis
varð sú níunda söluhæsta með tæp-
lega þrjú þúsund eintaka sölu og í
tíunda sæti varð platan Ljúflingslög
með Sigrúnu Eðvaldsdóttur og
Selmu Guðmundsdóttur. Á þeirri
plötu eru útsetningar Atla Heimis
Sveinssonar fyrir fiðlu og píanó á
þekktum sönglögum. Strangt til tekið
ekki klassík en eigi að síður úr þeirri
áttinni.
Á hæla Sigrúnar og Selmu komu
síðan safnplötumar Blóm og friður,
Reif í fótínn og Endurfundir og jóla-
plata Sinfóníuhljómsveitar íslands,
Hvit jól.
Hér er ekki um aö ræða Usta yfir
vinsælustu plötur ársins. Síðastliðiö
sumar komu út nokkrar plötur sem
seldust ágætlega og em líklegar til
aö blanda sér í topp tíu-slaginn. Þeg-
ar á hefldina er Utið telja sérfræðing-
ar að sala íslenskra platna hafi ekki
verið alveg nógu góð fyrir jóUn. Það
má meðal annars merkja af því að
inn á Usta yfir tíu vinsælustu plöt-
umar komast titlar sem seldust í
innan við þriú þúsund eintökum.
Sala datt niður upp úr miðjum nóv-
ember þegar ríkisstjórnin hóf að gefa
út yfirlýsingar um efnahagsráðstaf-
anir næsta árs. Salan náði sér ekki
almennilega á strik fyrr en nokkrir
dagar vom Uðnir af desember.
Nokkra síðustu dagana fyrir jól var
markaðurinn aftur á móti eins og
hann á að sér í eðlilegu árferði.
Gimme Shelter
1 tólf útgáfum
Áformað er að gefa út plötu með
tólf útgáfum lagsins Gimme Shelter
eftír Mick Jagger og Keith Ric-
hards. Ágóðanum verður varið tfl
að styðja við bakið á heimflislausu
fólki í Bretlandi. Nene Cherry,
Take That, Deacon Blue og Inspiral
Carpets hafa lofað að verða með
og beðið er svars frá fleiri Usta-
mönnum.
Gimme Shelter kom fyrst út árið
1969 á plötu Rolling Stones, Let It
Bleed. Söngkonan Mary Clayton
söng kvenrödd í laginu og þótti
standa sig með afbrigðum vel.