Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Side 55
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. 75 pv Fjölmiðlar Leitin að kjarnanum Morgunblaðiö, þaö stóra og mikla málgagn, hefur nú hafið auglýsingaherferð í Sjónvarpinu. Fullyrt er að þar geti lesandinn komist að kjarna málsins. Starfs- fólkiö er sagt hafa ólíkar skoðan- ir og vilja vinna fyrir iesandann. Þá er hópurinn látinn stilla sér upp í langa röð og minnir þannig einna helst á hálfdauöan og sam- anhnipraðan orm. Ekki er hægt að segja annað en að auglýsíngin sé fagmannlega unnin. Og flott er hún. Eini gail- inn er bara sá aö fyrir mig sem lesanda Morgunblaðsins virkar auglýsingin sem eitt stórt öfug- mæU. Viö lestur blaðsins á ég dags daglega í miklu bash með að finna kjama þeirra mála sem um er fjallað. Hygg ég að það gildi um fleirí. Leitin aö kjarnanum væri nær lagi. Oft hefur yerið á þaö bent hversu þunglamalegt Morgun- blaðið er og hoEt sínum stjómar- herrum í efnistökum. Fréttir eru margar hveijar sterkt litaðar af því að Mogginn er og hefur verið flokksmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins. Að haida því fram að starfs- fólk blaðsins vinni fyrir lesand- ann er því enn eitt öfugmæUö. Leitin aö kjamanum er í sjáUu sér ekki verri leikur en hver ann- ar hafí maður tíma til sUks gam- ans. Að lesa tveggja blaðsíðna textasamfellu, nánast án mynda, textatilvisana og millifyrirsagna, reynir tU dæmis á þolið. Að finna kjarna málsms ætti í mörgum tU- fellum aö verðlauna. Að sama skapi er það oft á tiðum notalegur fjölskylduleikur að leita uppi fasta efnisþætti á borð við sjón- varpsdagskrá. Því ekki að aug- lýsa þaö? Krisján Ari Arason Jardarfarir Jón Árnason, Efri-Ey, MeðaUandi, lést 25. desember á heimUi sínu. Jarðarfórin fer fram frá Langholts- kirkju í Meðallandi laugardaginn 2. janúar kl. 13. Magnús Hannesson múrari, Reykja- mörk 8, Hveragerði, verður jarð- sunginn frá Hveragerðiskirkju laug- ardaginn 2. janúar kl. 14. Kristjana Fjóla Guðmundsdóttir, Hjallavegi 37, lést 15. desember. Jarð- arfórin hefúr farið fram. Guðný Pálsdóttir, Hveratúni, verður jarðsungin frá SkáUioltskirkju mið- vikudaginn 30. desember kl. 14. Sæta- ferðir verða frá B.S.Í. kl. 11.30 og frá Árnesti kl. 12.30. Guðbjörg Þorvaldsdóttir frá Sauðár- króki, Hátúni 10A, lést 15. þessa mán- aðar. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Andlát Jón Þórarinn Björnsson bakara- meistari, Kleppsvegi 40, andaðist á heimUi sínu 28. desember. Margrét Kristín Helgadóttir lést í Landspítalanum 28. desember. Steinþór Elías Jónsson, Vestra Skag- nesi í Mýrdal, lést í Landspítalanum að morgni 28. desember. Gyða Guðmundsdóttir, Skálagerði 7, andaðist í Landakotsspítala að kvöldi jóladags. PáU Jörundsson, MöörufelU 11, Reykjavík, lést þann 23. desember. Helgi E. Guðbrandsson skrifstofu- maöur, Neðstaleiti 2, Reykjavík, lést að kvöldi 23. desember sl. Þorsteinn Magnússon fyrrv. vél- stjóri, Byggðarvegi 92, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. desember. Gunnar Jörundsson, dvalarheimU- inu Höfða, Akranesi, lést í Sjúkra- húsi Akraness 25. desember sl. Linda Page Guðmundsson, Flórída, lést í Flórída 27. desember. Margrét Jónsdóttir, Hólagötu 36, Vestmannaeyjum, áður Tobbakoti, Þykkvabæ, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að kvöldi jóladags. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvUið og sjúkrabifreiö sími 22222. Ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 30. des. til 31. des., að báðum dögum meðtöldum, verður í Garðsapó- teki, Sogavegi 108, simi 680990. Auk pess verður varsla í Lyfjabúðinni Iöunni, Laugavegi 40a, sími 21133, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Nætur- og helgidagaþjónusta 1. jan. til 7. jan. 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður í Breiðholtsapóteki, Álfabakka 12, sími 73390. Auk þess verður varsla í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1, simi 621044, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 dl 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardagg kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opiö mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til funmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavik, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu em gefnar i simsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimUislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustööin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavik: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 Og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögiun. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. ki. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16 aUa daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vifilsstaða- deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 ámm Miðvikudagur 30. desember Þjóðverjar geta ekki bjargað 6. hernum. Fall Kotelnikovo ræður örlögum hans. Spakmæli Vinsemd: heimsins stærsta ónotaða innstæða. Nuggets Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opiö í júní, júlí og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar i sept. á sama tíma. Upplýs- ingar i síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Áðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafniö í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.—31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opiö daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn Islands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn Islands. Opið þriöjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, simi 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflinan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sóiarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 31: desember. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú ættir að gæta vel að fjármálum þínum og frama. Leiddu hjá þér óhagkvæmar tillögur. Kláraðu eins mikið af verkefhum og þú getur í dag. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú hefúr mikið að gera í dag og hefur ekki eins mikinn tíma fyr- ir sjálfan þig og þú vildir. Ánægjulegt andrúmsloft auðveldar þér hlutina. Hrúturinn (21. mars-19. april): Láttu ekki samúð og vorkunnsemi setja þig út af laginu. Sérstak- lega ekki þar sem um ráðleggingar er að ræða. Talaðu sem minnst um það sem þú þekkir ekki. Happatölur eru 8,19 og 29. Nautið (20. apríl-20. maí): Láttu hugmyndaflug þitt ujóta sín. Sérstaklega við eitthvað skap- andi og hagnýtt. Dagurinn verður mjög ángæjulegur hjá giftu fólki. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Taktu vel á móti gömlum vini og leiddu hjá þér gamlar syndir. Það léttir á hjarta þínu að ræða vandamálin við einhvern sem þú treystir. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Nú er rétti tíminn til að skipuleggja breytingar varðandi persónu- leg málefni. Það ríkir dálitil spenna í kringum þig og því skaltu fara að öllu með gát. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Forðastu viðkvæmni og gættu sérstaklega að einbeitingu þinni. Framkvæmdu nýjar hugmyndir á jákvæðan hátt. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Taktu verkefnin fostum tökum og af ákafa en forðastu þó að of- gera þér. Hafðu í huga að góð heilsa er mikilvægust af öllu. Vogin (23. sept.-23. okt.): Það gæti verið komið að þér að endurgjalda greiða við einhvem eða standa við gefln loforð. Þér gengur best í samstarfi við aðra. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Aðstæður þínar geta krafist breytinga á áætlunum þínum. Ákvarðanir sem teknar eru núna gætu haft áhrfi langt fram í tímann. Happatölur eru 4,13 og 25. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Vertu ekki of bjartsýnn. Taktu ekki meira að þér en þú kemst yfir með góðu móú. Umhverfi þitt er mjög hjálpsamt. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Heppni þín er að breytast til batnaðar. Vertu óragur við að koma máium á framfæri. Þú hefur líklega betur í deilumálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.