Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR1993 Fréttir Eyjólfur Konráö um veiðar útlendra togara 200 milur út af Reykjanesi: Höf um rétt til að stugga við þeim - engar forsendur fyrir þvi, segir Þorsteinn Pálsson Eldur kom upp i bílapartasölu við Súðarvog á laugardagskvöld. Kviknað hafði i rusli inni á bila- partasölunni og varð nokkur eld- ur af. Siökkvilið var fljótt á vett- vang og tókst að ráða niðurlög- um eldsins áður en meiri háttar tjón hlaust af. -hlh/DV-mynd S Akureyri: Handleggsbrot í umferðinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Ellefu ára stúlka varð fyrir bif- reið í Bugðusíðu á Akureyri á laugardagskvöld. Stúlkan mun hafa hlaupið út á götuna í veg fyrir bifreiðina. Telpan handleggsbrotnaði auk þess sem hún skrámaðist eitt- hvað og marðist. ÓkálOOá Miklubraut Ökumaður var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða eftir að hafa ekið á 110 km hraða á Miklubraut aðf- aranótt sunnudags. Þá voru fjórir ökumenn teknir fyrir meinta ölv- un við akstur. Einn þeirra haiði lent í árekstri þegar hann var tekinn. -hlh „Við höfum ótvíræðan rétt til að stugga við þessum togurum sem eru að veiða tvö hundruð sjómílur út af Reykjanesi. Þarna eru þeir að moka upp verðmætum fisktegundum á borð við búra, blálöngu og úthafs- karfa. Hafréttarsáttmálinn tryggir okkur yfirráð allt að 350 mílur og þann rétt eigum við að nýta okkur,“ segir Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður. Fjöldi erlendra togara hefur um langt skeið fengið að stunda óáreittur veiðar við 200 mílna mörkin. í haf- réttarsáttmálanum eru hins vegar ákvæði sem tryggja íslendingum aukinn rétt á Reykjaneshryggnum. Eyjólfur segist margsinnis hafa vak- ið máls á þessu en undirtektir stjórn- valda hafi verið litlar. Engin fyrirmæli Að sögn Helga Hallvarðssonar skipherra hefur Landhelgisgæslan engin fyrirmæli fengið um eftirlit með erlendu togurunum. Ekki séu allir sammála skilníngi Eyjólfs Kon- ráðs á rétti íslendinga og enn liggi ekki fyrir stjómvaldsákvörðun í málinu. Helgi segir það hins vegar átakanlegt að horfa upp á þessar veiðar enda sé þama um að ræða mikla auðlind. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að enn séu engar for- sendur fyrir því að stugga þessum skipum út fyrir 350 mílur. Þróun hafréttarmála síðar gæti hins vegar gefið tilefni til þess. í því sambandi segir Þorsteinn mikilkvægt að ís- lendingar taki virkan þátt í þeim ráð- stefnum sem fjalla um hafréttarmál. „Efnahagslögsaga okkar er 200 mil- ur og Landhelgisgæslan hefur fyrir- mæli um að halda erlendum skipum utan þeirrar lögsögu. Þama er um að ræða einfaldar og skýrar reglur,“ segirÞorsteinn. -kaa Lögreglumenn með einn hinna handteknu. DV-myndS Löreglan í Reykjavík lagöi hald á tæplega 70 litra af hreinum spíra aðfaranótt laugardags. Veriö var aö koma spíranum í dreifingu í húsi við Skeiðarvog þegar löregl- an léttil skarar skríða. Sjö manns voru handteknir á staðnum, fiór- ir kaupendur og þrir sem stóðu að sölu og framleiðslu spírans. Við yfirheyrslur kom fram aö spírinn er firá einum tilteknum aðila sem mun vera einn þeirra sem handteknir voru. Ekki fékkst upp úr honum hvar fr amleiöslan færi fram og var hann því settur í gæsluvarðhald. Tveir mann- anna sáu um söluna frá húsinu í Skeiðarvogi og játuöu aö hafa selt þaðan spíra undanfarnar helgar. -hlh Aknreyri: Ölvaðurá stolnum bíl Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii: Ölvaður unglingur var hand- samaður í Gerðahverfi á Akur- eyri í gærmorgun á bíl sem hann haföi stolið. Lt^reglan stöðvaði bílinn í Hamragerði oghandsamaði ungl- inginn á hlaupum þar skamrat frá. Reyndar var hann ekki í miklu standi til aö hlaupa, og ekki viðræðuhæfur vegna ölvun- ar þegar taka átti hann til yfir- heyrslu. Ljóst var aö bílnum sem hann ók hafði verið ekiö á eitt- hvað áður en hann var stöðvaður. Ljósin við Höfðabakka bila oft Bilanir umferöarljósanna við Höfðabakka hafa verið tiðar undanfarna daga og hafa hlotist af þvi mikil óþægindi og jafnvel umferöarslys. Þegar Ijósin eru biluð verður að grípa til þeirra ráöa að láta umferðarlögregluþjóna stjórna umferðinni. Ekki var annað að sjá en að lögreglumanninum Árna Friðleifssyni, sem betur er þekktur fyr- ir afrek sín á handboltasviðinu, færist það vel úr hendi. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari________ Bandamaður Banda Jón Baldvin er kominn heim úr Malavífór sinni. Það var sannar- lega engin sneypufór. Utanríkis- ráðherrann okkar átti viðræður við foringja stjómarandstöðunnar, Thompson að nafni, og ráðherrann fékk einkaviðtal við sjálfan forset- ann, Kamusu Hastings Banda. Fór vel á með þeim kollegum öllum og er ekki annað aö heyra en íslenski utanríkisráðherrann sé hinn ánægðasti með Malavífór sína. Hér heima vom menn að fetta fingur út í þessa för utanríkisráð- herra. Því var haldið fram aö þeir í Malaví væm vondir við stjómar- andstöðuna og jafnvel vondir við böm líka. Sagt er að ófædd böm í móðurkviði séu skráð í flokkinn til að koma í veg fyrir aö þau séu skot- in við fæðingu. Amnesty Intern- ational heldur þvi fram að stjómar- andstæðingar séu pyntaðir og lífl- átnir í stómm stíl og reyndar hefur heimsbyggðin öll staðið í því að fordæma einræðið í Malaví og bannað alþjóðasamstarf við þessa Afríkuþjóð. Malaví hefur sem sagt verið í hálfgerðri einangrun vegna ólýð- ræðislegra vinnubragða forsetans sem ku vera harður í hom að taka og ófeiminn við að slátra öllum þeim í landinu sem svo mikið sem æmta gegn honum. Þessar ofsóknir gegn Malaví gengu jafnvel svo langt að Ámi Gunnarsson, fyrrnm þingmaður krata og flokksbróðir Jóns Bald- vins, sendi Jóni sérstakt hrað- skeyti og varaði hann viö því að heimsækja Malaví. Sem betur fór tók utanríkisráð- herra ekki mark á skeytinu frá Áma. Hann lætur ekki afdankaöa þingmenn segja sér fyrir verkum. Heldur ekki Amnesty International né heldur alþjóðastofnanir eða hjálparstofnanir og þaðan af síður utanríkisþjónustuna í hinum vest- ræna heimi. Jón Baldvin fer sínar leiðir og í ljós kom að þetta er allt byggt á misskilningi. Jón Baldvin veit miklu meira um ástandið i Malaví heldur en allir hinir tfi sam- ans. Thompson var hinn fiúfasti mað- ur og upplýsti íslenska utanríkis- ráðherrann um hvað forsetinn væri góður maður og hvað stjóm- arandstaðan hefði það gott í Malaví. Mátti skfija að stjómar- andstaðan í Malaví væri sköm- minni skárri heldur en stjórnar- andstaðan hér á landi sem aldrei lætur ríkisstjómina í friði. Stjóm- arandstaðan í Malaví vill allt fyrir ríkisstjómina gera. Svo fékk Jón Baldvin viðtal viö sjálfan forsetann, Banda, sem þyk- ir mikil upphefö, en á sér auðvitað þá skýringu að Banda hefur enga heimsókn fengið frá öðrum þjóð- löndum í fjölda ára og honum þótti því nokkuö í mun að eiga orðastaö við þennan utanríkisráðherra frá íslandi sem gaf skít í alþjóðasam- þykktir og tekur ekki mark á orð- rómi um lögregluríki í Malaví. Og Jón Baldvin hreifst strax af Banda. Banda var að hans mati vel menntaður og ákaflega hygginn maður. Er þess getið í blöðum hér heima að utanríkisráðhera hafi skýrt Banda frá lýðræðishefðum á íslandi og bókmenntahefðum og enginn vafi er á því að þetta inn- legg Jóns Baldvins mun hafa mikfi áhrif á framvindu mála í Afríku þegar tímar líða fram. í lok samtalsins gaf Jón Baldvin Banda vandaða bók um ísland og grip úr keramik og eru það fyrstu gjafirnar sem Banda fær á ferÚ sín- um vegna þess að umheimurinn er svo vondur við hann og vill ekki gefa honum gjafir. Meðan Amnesty og áróðursm- askínurnar á Vesturlöndum halda því fram að Banda sé moröóður einræðisherra, sem hafi hneppt þúsundir stjórnarandstæðinga í fangelsi og er á svörtum lista hjá öllum erlendum sendimönnum, hefur Jón okkar Baldvin séö ástæðu til að heimsækja þennan útskúfaða heiðursmann og fundið það út hann væri bæði menntaður og hygginn. Jón Baldvin er ekki formaður jafnaðarmanna að ástæðulausu. Hann hefur samúð meö lítilmagnanum og vill rétta bágstöddum hjálparhönd og þótt Banda hafi kannski drepið einn eða tvo stjórnarandstæðinga og þurfi að halda uþpi lögum og reglu í hei- malandi sínu er ódrengilegt að van- virða manninn og láta sem hann sé ekki tfi. Jón Baldvin hefur eignast traust- an bandamann í Banda. Ekki veitir af. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.