Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ný menntastefna Nefnd á vegum menntamálaráðherra hefur lagt fram ítarlegar tillögur um veigamiklar breytingar í skólakerf- inu. Það er skemmst frá því að segja að þetta eru tíma- mótatillögur og löngu tímabærar. Fræðslukerfið hefur lengi verið í skötulíki og nám og menntun hefur þynnst út í meðalmennsku. Unga fólkið hefur sullast í gegnum skylduna og framhaldsskólana án nokkurrar sjáanlegr- ar fyrirhafnar, án takmarks eða tilgangs, annars en þess að ná lágmarkseinkunn. Stúdentspróf er orðið upphaf og endir allrar fræðslu, án þess að stúdentspróf gefi stúdentunum nokkuð ann- að en skírteini upp á vasann. Kröfumar hafa minnkað á sama tíma og réttindin sem stúdentsprófið veitir hafa vaxið. Það eru innantóm réttindi. Háskólinn hefur goldið fyrir þessa útþynningu. Hvað eftir annað hefur verið bent á að námsfólk setjist á skóla- bekk í háskóla án þess að hafa til þess menntun, aga eða getu. Háskólinn hefur þurft að fella fólk unnvörpum og námsmennimir sjálfir hafa sóað tíma sínum á rangri hillu. Það er engin tilviljun að Háskólaráð hyggst nú beita takmörkunum um innritun. Skólinn er yfirfullur af námsfólki sem ekkert erindi á í háskólanám. Öll verkmenntun hefur og hðið fyrir þessa stefnu. Ungu fólki er beint inn í framhaldsskóla sem miða alla sína fræðslu við að bóknámið skili nemendunum í gegn- um stúdentspróf. Raunar hefst þessi útþynning strax í grunnskóla og hefur gefist afar, afar illa. í tillögum nefndar menntamálaráðherra er gert ráð fyrir samræmdum prófum í grunnskóla og þar með veröur gerð tilraun til að sía nemendur og beina þeim sem fyrst inn á þær námsbrautir sem henta þeim. Lág- markseinkunnir eru settar sem skilyrði fyrir fram- halds- og langskólanámi. í þessu sambandi og í fram- haldi af samþykkt á hinni nýju skipan menntamála þarf að stytta framhaldsskólanámið eða hafa það sveigj- anlegra fýrir það námsfólk sem vill stytta sér leið. Tillögumar gera og ráð fyrir breyttri verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, meiri sjálfsstjóm skólanna sjálfra og auknum tengslum hins almenna framhalds- skólanáms við atvinnulífið. Allt er þetta til bóta. Svo undarlegt sem það kann að virðast hafa tillögum- ar mælst misjafhlega fyrir. Einkum hafa kennarasam- tökin dregið fætuma og svo virðist sem nú eigi að nota breytingar í fræðslukerfinu í kjarabaráttu kennara. Ósköp em þetta nú hvimleið viðbrögð. Er aldrei hægt að ræða faglegar hugmyndir og tillögur, nýja stefnu- mörkun, nýja menntastefnu, nema kjaramál þurfi að verða þar að ásteytingarsteini? Engir ættu að vera sér betur meðvitandi um gallana í skólakerfinu heldur en kennaramir. Það em þeir sem em að hnoða leirinn og gegna því þýðingarmikla hlut- verki að búa æskuna undir lífið. Kennarar hljóta að hafa séð það margsinnis hvað námið hefur verið metn- aðarlaust og kerfið götótt og það hlýtur að vera lýjandi að kenna undir þeim kringumstæðum. Þess vegna eiga kennarar að taka jákvætt og málefnalega á virðingar- verðri tilraun til að skapa nýja menntastefnu og láta ekki ergelsi út af eigin kjörum bitna á þessum hom- steini mannsævinnar sem námið er. Núverandi menntakerfi er á villigötum. Allt frá fyrsta bekk til háskóla. Hér liggja fyrir tillögur um spor í rétta átt. Þeim á að taka vel. Einhvers staðar verður að byrja. Án réttrar menntunar verða engar framfarir. Ellert B. Schram Á ríkisráðsfundi í forsetatíð Sveins Björnssonar. Um stjómskipunarstöðu forseta íslands: Fordæmi fyrir yf- irlýsingu forseta I yfirlýsingunni frá 13. janúar sl. greinir forseti frá áskorunum til sín um að beita sér fyrir þjóðarat- kvæöi og til þess að greina ríkis- stjóm skýrt og grannt frá aðstöðu sinni og afstöðu hafi hún boðaö til þessa fundar. - Síðan segir: Árið 1946, í forsetatíð Sveins Bjömssonar, bámst forseta tilmæli af þessu tagi, og nú eins og þá er boðað til ríkisráðsfundar. Villandi frásögn Morgunblaðsins í fyrirsögn Morgunblaðsins segir: „Fordæmi frá 1946 fyrir yfirlýsingu forsetans. - Sveinn Bjömsson fór ekki að tilmælum um þjóðarat- kvæðagreiðslu." í framhaldi af þessu var vísað til stjómarráðssögu Agnars Kl. Jóns- sonar og tekin upp frásögn hans þar sem sagt er frá deilum um Keflavíkursamninginn 1946. Sam- kvæmt því sem segir í ritinu komst Sveinn Bjömsson að þeirri niður- stöðu eftir rækilega íhugun að sljómarskráin gerði ekki ráð fyrir slíkum afskiptum forseta af málum sem Alþingi íjallaöi um og tiltók fleiri röksemdir sem ekki er nauð- synlegt að rekja hér. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 17. janúar sl. er svofelld útlegg- ing á framangreindri afstöðu Sveins Bjömssonar: „Þetta var afstaða Sveins Bjömssonar fyrsta forseta lýðveldisins sem komst að þeirri niöurstööu að „stjómarskráin gerði ekki ráö fyrir slíkum afskiptum for- seta af málum“, en að þessari efnis- legu niðurstöðu komst Sveinn Bjömsson þrátt fyrir ákvæði 26. gr. sýómarskrárinnar[...].“ Nú mætti skilja framangreinda útleggingu Morgunblaðsins þannig Kjallarizm Sigurður Líndal prófessor að yfirlýsing Sveins Bjömssonar frá 1946 væri efnislegt fordæmi fyr- ir yfirlýsingu Vigdísar Finnboga- dóttur um að staðfesta samninginn um Evrópska efnahagssvæðið þrátt fyrir ákvæði 26. gr. Fordæmið er samkvæmt framan- sögöu eimmgis að boða til sérstaks ríkisráðsfundar að gefnu tilefni - ekkert annað. Ósambærileg mál Málin em auk þess ósambærileg. Árið 1946 lá fyrir að staðfesta milii- ríkjasamning þar sem Bandaríkja- mönnum var fengin tiltekin aö- staða á Keflavíkurflugvelli. í 21. gr. stjómarskrárinnar segir að forseti gerir samninga við önnur ríki en ef þeim fylgir afsal eða kvaðir á landi og landhelgi er samþykki Al- þingis áskilið. í október 1946 var forseti ekki að staðfesta lagafrumvarp, þannig aö 26. gr. stjómarskrárinnar um synj- un á staöfestingu og þjóðaratkvæöi kemrn- því máli ekkert við. Hann er sem æðsti handhafi fram- kvæmdavalds að heimila gerð milliríkj asamnings sem ekki var verið að lögfesta. í árslok 1946 vom tiltekin ákvæði samningsins lög- fest en þá var synjunin ekki á dag- skrá af augljósum ástæðum. Þá segir Morgunblaðið aö Ásgeir Ásgeirsson hafi 1966 staðið and- spænis sömu spumingu og Sveinn Bjömsson 1946. Þetta er ekki rétt. Árið 1966 lá fyrir að lögfesta ál- samninginn svokallaðan við Swiss Aluminium. Ásgeir Ásgeirsson sá ekki ástæðu til að verða við áskor- unum um synjun staðfestingar þess lagafmmvarps. Sigurður Líndal „í október 1946 var forseti ekki aö stað- festa lagafrumvarp, þannig að 26. gr. stjómarskrárinnar um synjun á stað- festingu og þjóðaratkvæði kemur þvi máli ekkert við.“ Skoðanir annarra Það má aldrei verða! „Útgerðarfélag Akureyringa íhugar nú að kaupa meirihluta í næststærsta fyrirtæki í sjávarútvegi í Þýskalandi. Hið þýska fyrirtæki ræður yfir átta stór- um frystitogurum, sem fullvinna aflann um borð... Aö óreyndu hefðu menn því ætlað, að sljóm- völd tækju framtaki Akureyringanna fagnandi. Nú berast hins vegar þau válegu tíðindi, að sjávarútvegs- ráðuneytið hyggist túlka lög um landanir erlendra skipa svo þröngt, að ÚA sjái sér ekki fært að ráðast í kaupin.“ Úr forystugrein Alþbl. 5. febr. Nýting í heilbrigðiskerf ínu „Það hefur kostað mikla fjármuni að reka heii- brigðiskerfið í landinu. Það er fullkomnlega eðlilegt að hugað sé að spamaði og sem bestri nýtingu fjár- muna í þessu kerfi... Það má ekki villa mönnum sýn í þessu efni, að hækkun þjónustu sem fullvinnandi fólki með sæmilegar tekjur finnst léttvæg, getur ver- ið þungbær fyrir mann sem er tekjulaus og þarf ef til vill að draga fram lífið á atvinnuleysisbótum. Það er auðvitað lykillinn að því að ná einhverri sátt í þjóðfélaginu að varlega sé gengið fram í því að velta kostnaði yfir á notendur heilbrigðiskerfisins með alls konar gjaldskrárhækkunum." Úr forystugrein Tímans 5. febr. Pólltísk verkföll? „Menn verða aö ræðast við öðmvísi en með köp- uryröum og ríkisstjómin verður að hafa frumkvæði um það. Ella getur komið til pólitískra verkfalla, sem fáir utan harðasta kjama sljómarandstöðunnar vilja - og engum vitibomum manni hefði komið til hugar að væri mögulegt fyrir eins og hálfu ári.“ össur Skarphéðinsson í Pressunni 4. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.