Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 16
kWWWWWWWWV 16 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1993. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Gránugötu 4-6, Siglu- firði, 12. febrúar 1993 kl. 14.00, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Hólavegur 4, þingl. eign Jóhannesar I. Lárussonar og Guðrúnar Reynisdótt- ur, eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs, Árna Pálssonar hdl., Landsbanka Islands og Jóhannesar A. Sævarssonar hdl. Hlíðarvegur 15, þingl. eign Jóhannesar I. Lárussonar og Guðrúnar Reynis- dóttur, eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs, Árna Pálssonar hdl., Landsbanka íslands og Jóhannesar A. Sævarssonar hdl. SÝSLUMAÐURINN í SIGLUFIRÐI Aðalfundur Vesturgötu 3 hf. verður haldinn í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, laugardaginn 20. febrúar nk. kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin LOKAÐ í DAG, MÁNUDAG ÚTSALAN HEFSTÁ MORGUN KL. 8.00 Toppstórinn VELTUSUMOI • Sflll: 21212 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Malbikun- arstöðvar Reykjavíkurborgar, óskar eftir tilboðum í 15.000-19.400 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 17. mars 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Aukablað BÍLAR1993 Miðvikudaginn 17. febrúar mun auka- blað um bíla fylgja DV í þessu aukabiaði verður fjallað um nýja bíla af árgerð 1993 sem bilaumboðin koma til með að bjóða upp á. Menning Meniiingarvika 1 Jónshúsi: Varð að endurtaka sum atriði vegna mikillar aðsóknar Gizur L Helgason, Kanprnannahö&u Lokiö er menningarviku sem hald- in var í Islands Kulturhus, öðru nafni Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Tahð er aö milli 700 og 800 manns hafi komið í húsið dagana 22.-31. janúar þegar menningarvikan stóð yfir. Sum at- riði sýningarinnar varð aö endur- taka vegna þess hversu margir urðu frá aö hverfa. í veitingasal hússins stendur þó enn sýningin „Námsárin". Sýningin hefur vakið verðskuldaða athygli. Hún er haldin í tilefni af aldaraf- mæli Stúdentafélagsins í Höfn. Þama getur að líta verk eftir marga af þekktustu listamönnum íslendinga og öll eiga þau það sameiginlegt að vera unnin á meðan Ustamennimir vora viö nám í Kaupmannahöfn. Flest listaverkanna era frá fyrstu fjórum áratugum aldarinnar. Þama eru m.a. verk eftir Ásgrím Jónsson, Finn Jónsson, Guðmund Thorsteins- son (Mugg), Gunnlaug Blöndal, Jó- hannes Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Jón EngUberts, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason og Svavar Guðna- son. Höggmyndin „Knattspymu- menn“ frá 1936, eftir Siguijón Ólafs- son, er einn af gimsteinum sýningar- innar, aö öðrum verkum ólöstuðum. Hún var til sýnis í lok þriöja áratug- arins, komst síðan í einkaeign og hefur ekki verið sýnd síðan. Annars eru öU verkin fengin að láni hjá ís- lendingum búsettum erlendis. Dagskráin HafnarroUa, sem sam- Höggmyndin Knattspyrnumenn Sig- urjóns Ólafssonar hefur ekki verið til sýnis síðan f lok þriðja áratugar- ins fyrr en nú í Jónshúsi. anstendur af söng, Ijóöalestri, leik og sögum, var sýnd þrisvar í vikunni fyrir fuUu húsi. Hér er sett upp myndbrot af sögu Hafnar-íslendinga á árum áöur. Við sögu koma leikar- amir Borgar Garðarsson, María Amadóttir, Eiríkur Guömundsson og Jóhannes Hilmarsson. Sveinn Einarsson leUcstýrði en hann ásamt leikurunum tók saman efnið. Menningar- og upplýsingafuUtrúi íslendinga hér í Kaupmannahöfii er Helga Guömundsdóttir en hún var ráðin í starf þetta þann 1. ágúst sl. af félagsheimUisnefnd (Jónshúss) og Námsmannafélagi íslendinga í Kaupmannahöfh. Um er aö ræða hlutastarf. Helga eyðir samt mun meiri tíma í starf sitt en segir í verk- lýsingu enda leikur enginn vafi á því að hér þyrfti að vera manneskja í fuUu starfi. í Jónshúsi fer ffam mik- U menningar- og kynningarstarfsemi enda búa um 5000 Islendingar í Kaup- mannahöfn og nágrenni og flölmarg- ir íslendingar, sem eiga hér leið um, Uta inn í Jónshús. Staðurinn er því félagsheimih íslendinga aUs staöar af Norðurlöndum. Fiölmargir Danir leita einnig til Helgu um fyrirlestra- hald um sögu lands og þjóðar því að áhugi frænda okkar hér í Danmörku er mjög mikiU á öUu sem varöar ís- land og íslendinga. Helga er að ljúka kandídatsnámi viö verslunarháskólann hér í Höfn í hagfræði, með tölvunám sem sér- svið. 1. janúar tók Ruth Ragnarsdóttir veitingakona við veitingarekstri í Jónshúsi. Hún sér nú um að hafafjöl- breyttan matseðU á boðstólum sex daga vikunnar, frá þriðjudegi tU sunnudags. Húsiö er opnað klukkan 12 og opiö langt fram á kvöld. Þeir íslendingar, sem sakna íslenskra sér- rétta að heiman, geta nú fengiö ástríð- unni svalað. Hér gefst líka tilvaUð tækifæri fyrir okkur, sem búsett er- um hér í Höfn, til að fara með danska vini í mat í Jónshús, þannig að þeir fai satt forvitni sína hvað varðar gæði íslensks matar. Húsakynni í Jónshúsi bjóða og upp á veisluhöld en einnig er auövitað tílvaUð að bjóða við- skiptaaðUum erlendis upp á íslenskan mat og brennivín þar. Ballett í Ráðhúsinu í næstu viku verður íslenski dans- flokkurinn með hádegissýningar í Tjamarsal Ráðhússins. Hugmyndin er sú að fólk geti skroppiö í hádeg- inu, fengiö sér hádegisverð og horft á stutta baUettsýningu. Dansflokkur- inn hefur undanfarið veriö að æfa flögur ný dansverk fyrir þessa sýn- ingu og er meðal annars um að ræða frumsýningu á þremur nýjum verk- um, en þau em: Evridís eftir Nönnu Ólafsdóttur, en verkið er samið við samnefnda tónUst eftir Þorkel Sigur- bjömsson, MUU manna eftir Maríu Gísladóttm-, sem samið er fyrir þrjá dansara við tónUst Normans DeUo- Joio og Svítur eftir William Soleau, við tónUst J.S. Bach. Þá veröur einnig sýnt eitt klassískt verk sem er Pas de six úr Raymonda sem Alan Howard hefur sviðsett Auk sex dansara dans- flokksins taka tíu stúlkur úr List- dansskóla íslands þátt í Pas de six. Einungis veröur sýnt eitt til tvö verk- Dansarar úr íslenska dansftokknum æfa ballettana í Tjarnarsal Ráðhússins. anna hveiju sinni og er sýningar- urinn ekki hannaður sem leikhús. tíminn miUi 20 og30mínútur. Sýningin Fyrsta sýning er í hádeginu í dag og er með einfóldu sniöi enda Tjamarsal- önnur sýning á funmtudaginn. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skila- dagur auglýsinga er fimmtudagurinn 11. febrúar. Ath.! Bréfasími okkar er 63 27 27. Ftank Lacy heldur fyrirlestur og tónleika Frank Lacy. Jafnvígur á básúnu og flygelhorn. Básúnu- og flygelhomleikarinn Frank Lacy, sem er íslendingum aö góðu kunnur, en hann kom hingaö tfl landsins 1991 og hljóðritaði þá ís- landsfor með hljómsveit Tómasar R. Einarssonar, mun halda fyrirlestur og tónleika á næstu dögum. Fyrir- lesturinn verður á morgun í Tónhst- arskóla FÍH. Tónleikamir verða tveir á fimmtudaginn í Sólon Island- us og á Höfn í Homafirði á laugardag. Frank Lacy er í fremstu röð bás- únuleikara í bandarískum nútíma- djassi. Hann var ungur þegar hann vakti fyrst athygh í stórsveitum Dizzy Gillespie og Illinois Jacquet. 1986 varð hann meðlimur í Brass Fantasy, hljómsveit trompetleikar- ans Lesters Bowie og um sama leyti lék hann með Henry Treadgill og Cörlu Bley. 1988 gekk hann til Uðs við The Jazz Messengers, hljómsveit Arts Blakey. Þar var hann tónlistar- stjóri uns hann hætti 1990. Síðan hefur hann jöfnum höndum veriö með eigin hljómsveit og leikið með mörgum af þeim sem ber hæst í bandarískum djassi. Þeir sem leika með Frank Lacy að þessu sinni era Matthías Hemstock, Tómas R. Einarsson og Eyþór Giurn- arsson. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.