Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1993. 5 DV Fréttir LOKSINS! Fjörugt dýra- líf við f lug- stöðina „Það er töluvert um að mýs geri sig heimakomnar í flugstöðinni, þær kíkja alltaf hingað inn öðru hvoru. Þaér eru aðallega niðri í komu- og brottfararsalnum en það eru einu staðirnir þar sem við höfum orðið varir við þær. Þær koma inn um vængjahurðirnar. Við urðum til dæmis varir við tvær í morgun en settum þær jafnóðum út. Það er auð- velt að ná þessum greyjum og þá er þeim bara vísað á dyr,“ sagði Þorleif- ur Már Friðjónsson, öryggisvörður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í samtaii viðDV. „Við höfum einnig orðið varir við tófu en það er heldur minna af henni í vetur heldur en síðasta vetur. Mað- ur sér af og til tófu en hvort það er mikið af henni er nú kannski erflð- ara um að segja. Rjúpnahópur hefur haldið til við Flugstöðina frá því að hún var opn- uð, hann er yfirleitt á vappi nálægt svokölluðum grjótgarði þegar hann lætur sjá sig. Þó höfum við orðið varir við að eitthvað hefur fækkað í hópnum í haust,“ sagði Þorleifur. -íS Kjaftshögg í skilnaðardeilu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Það er ósköp lítið um þetta mál að segja, þetta er persónulegt mál þessara manna,“ segir Gunnar Jó- hannsson, rannsóknarlögreglumað- ur á Akureyri, vegna deilu tveggja manna þar í bæ sem leiddi til þess að annar þeirri réðst á hinn og,sló hann. Deila mannanna mun tengjast skilnaðarmáli og virðast litlir kær- leikar með mönnunum. Sá sem sleg- inn var bar gleraugu og brotnuðu þau við hnefahöggið þannig að mað- urinn skarst á andliti og varð að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi. Atvinnumálanefnd Akureyrar: Verkef num bæjarins verði hraðað mjög Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Atvinnumálanefnd Akureyrarbæj- ar hvetur bæjarstjóm til að hrinda í framkvæmd sem allra fyrst þeim verkefnum sem gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun á árinu og mögulegt er að vinna að vetrinum. Atvinnumálanefndin vill að undir- búningi gatnagerðarframkvæmda verði hraðað svo hefjast megi handa um framkvæmdir strax og veðurfar leyfir. Við ráðstöfun fjármagns til gjaldfærs stofnbúnaðar verði at- vinnuskapandi verkefni látin ganga fyrir kaupum á búnaði, til að örva byggingu íbúðarhúsnæðis verði séð fyrir nægu lóöaframboði undir þær tegundir íbúða sem eftirspurn er mest eftir og fulltrúar bæjarins í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa eru hvattir til að beita sér fyrir átaki á vegum fyrirtækisins til könmmar á nýjum atvinnuskapandi vinnsluað- ferðum, s.s. meiri fullvinnslu sjávar- afurða en nú er. Þá beinir atvinnumálanefndin því til ríkisvaldsins að trýggt verði aukið fiármagn til íbúðabygginga, hafinn verði undirbúningur nú þegar að bættu vegasambandi milli Norður- og Austurlands, nauðsyn á jöfnun flutningskostnaðar verði viður- kennd og ráðstafanir gerðar til úr- bóta, í skólakerfinu verði aukin áhersla lögð á verkkunnáttu og grunnskólanemar fræddir um gildi hennar, og gert verði raunhæft átak til flutnings ríkisstofnana út á land, og þá sérstaklega til Akureyrar sem helsta mótvægis höfuðborgarsvæðis- ins. Öryggisklossar með Sérlega þægilegir Stærðir: 36 til 47 25% KYNNINGARAFSLÁTTUR SKEIFUNNI 11D, SÍMI 686466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.