Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ • 25 • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími ( Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1993. Viðræður að heQast: Samningana #frá í vor í gildi - segir Benedikt Davíðsson „Meginkrafan er að fá samningana frá í vor í gildi. Hvort það verður eingöngu gert með kauphækkunum eða að einhveiju leyti stjórnvaldsað- geröum fer eftir viðbrögðum stjóm- valda. Vonandi taka stjómvöld við sér þannig að verðbóíguslagurinn hefjist ekki á nýjan leik,“ segir Bene- dikt Davíðsson, forseti ASÍ. Um helgina gekk forysta ASÍ frá kröfugerð í væntanlegum viðræðum við VSÍ. Krafist er sama kaupmáttar og var fyrir gengjsfellingu og áður en ríkisstjómin greip til efnahagsað- gerða síðastliðið haust. Beiti ríkis- y .stjórnin sér ekki fyrir lækkuðum álögum felur krafa ASÍ í sér 5 pró- sent hækkun kauptaxta. Ennfremur er farið fram á verðtryggingu. „Það fer eftir því hversu vel tekst til með verðtrygginguna til hversu langs tíma við erum tilbúnir að semja. Ef tryggingin verður traust gæti samningstíminn orðið tvö ár.“ Á morgun munu fulltrúar ASÍ kynna vinnuveitendum og ríkis- stjóminnikröfugerðina. -kaa .. MiMI loðnuveiði: Stór og falleg - segirBjamiáSúIunni „Það er mikill og hraður gangur á þessari loðnu enda stór og falleg. Hún stefnir hratt í vestur og linnir vart látunum fyrr en hún er komin vestur á Breiðaíjörð. Það má hins vegar vel vera að hún stoppi ein- hvers staðara leiðinni," sagði Bjami Bjömsson, skipstjóri á Súlunni frá Ákureyri. Gífurleg loðnuveiöi hefur verið undanfarna daga. Um helgina veidd- ust um 20 þúsund tonn og hafa þá alls borist ríflega 300 þúsund tonn <af loðnu á land á yfirstandandi ver- tíð. Gera má ráð fyrir að vertíðinni ljúki um miðjan næsta mánuð. Alls má flotinn veiða um 640 þúsund tonn. Um helgina vom 36 skip á veiðum þrátt fyrir brælu. Mest hefur verið landað á Austfjörðum en þar sem þrær hafa fyllst hafa skip orðið að sigla með aflann norður fyrir land, allt til Akureyrar, og suður með landinu, allt til Akraness. -kaa Norskurtogarisökk Norski togarinn Svinoy sökk á Dornbanka, um 40 mflur utan við fiskveiðflögsögu íslands, í morgun. Áhöfninni var allri bjargað um borð ‘""l annan norskan togara. Þegar DV fór í prentun var ekki vitað hvað olli þvíaðtogarinnsökk. -ból LOKI Þaö bjóöa ekki allir leigubílstjóraruppá slíkan aukarúnt! Drekkhlaðið Gullbergið VE fékk á sig brot í Reykjanesröst: Sjórinn fossaði * „Það var þokkalegt veður þegar þetta gerðist, vindur af suðvestri en svolítill straumhnútur í röst- inni. Hnúturinn skrúfaðist skyndi- lega upp við hliðna á bátnum og brotið gekk yfir okkur. Ein rúða brotnaði og sjórinn fossaði inn. Þetta gerðist á augabragöi," sagði Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Gullbergi VE, 350 tonna stálbát, þegar hann var rétt ókominn til Reykjavíkur, drekkhlaöinn loðnu. Brot kom á Gullbergiö þar sem það var á siglingu undan Reykja- nesi, í Reykjanesröstinni, um fjög- urleytið i gærdag. Ein rúða í brúnni brotnaöi við brotíð sem kom á hiið- ina. Fór raikiö af sjó inn svo aö skipstjórinn stóð þar holdvotur. Þegar menn höfðu áttað sig var belg troðið í gluggann svo veður og vindar gætu ekki leikið um stýr- ishúsið. Siglingatæki og önnur tæki urðu óvirk en lítill radar slapp við skemmdir og var notast viö hann á leið til Sundahaíhar f Reykjavík. Þar lagðist Gullbergið að bryggju um níuleytið í gær- kvöldi og var strax hafist handa við löndun. Engin meiðsl urðu á skipverjum i, segir Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri Eyjólfur Guðjónsson, skipstjórf á Gullbergi VE, stendur hér við gluggann sem brotnaði þegar báturinn fékk á síg brot I Reykjanesröstinni f gær- dag. Belgnum var troðið i gluggaopið til að skýla mönnum og tækjum tyrir veðri og vindum á leið til hafnar. DV-myndGVA við brotið. Viðgerðarmenn tækjaþjónusta fóru um borð þegar Gullbergið lagðist að bryggju og hófu strax að kanna skemmdirnar. Eyjólfur fyrir umfangi skemmdanna né hve lengi skipið yröi frá veiðum vegna þeirra. „Það eru náttúrlega miklir pen- ingar í þesum tækjum en hvort við veröum stopp lengi fer eftir því hvort ég fæ strax gert við og útveg- uö tæki. Ég vonast til að komast út aftur sem fyrst enda meira en nóg fyrir okkur að gera á loðnumiðun- um,“ sagði Eyjólfur skipstjóri. -hlh Stórgrýtiö hindraði umferð i Ánanaustum í morgun. DV-mynd Sveinn Veöriðámorgun: Allhvasst eða hvasst Suðlæg átt, víðast allhvöss eða hvöss. Súld eða rigning sunnan- og vestanlands en úrkomulaust að mestu norðaustan til. Hiti verður á bilinu 4-8 stig. Veðrið 1 dag er á bls. 44 Bruninn á Flateyri: Líkur á íkveikju Líkur eru taldar á því að kveikt hafi verið í fiskverkunarhúsi Önfirð- ings hf. á Flateyri sem brann tfl kaldra kola síðastliðinn þriðjudag. Lögreglan á ísafiröi er með málið í rannsókn og hefur íjöldi manna verið yfirheyrður í tengslum við brunann en enginn hefur enn verið handtekinn, grunaður um íkveikju. Tjónið sem varð er fiskverkunar- húsið branri er talið nema tugum milljónakróna. -ból Loðnufryst- ing hafin Byrjað var að frysta loðnu í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í nótt. Er það fyrsta loðnan sem fryst er á þessari vertíð. Fryst var loðna úr Gígju VE og í morgun var Sighvat- ur VE að leggjast að með loðnu í frystingu. „Þetta er ágætis loðna, það eru um 50 stykki í kílóinu. Það gerist á 10 ára fresti að við sjáum stærri loðnu svo þetta lítur þokkalega út. Nú er máhð að fá gott veður til að geta sinnt þessu þokkalega," sagði Viðar Elías- son, framleiðslustjóri hjá Vinnslu- stöðinni. -hlh Ánanaust: Stórgrýtið gekk á land ímorgun Loka þurfti Ánanaustum og hring- torginu fyrir framan JL-húsið fyrir umferð í morgun þar sem sjórinn gekk upp á götuna og bar með sér stórgrýti og þara. Hringtorgið fylltist af vatni þar sem þarinn stíflaði niðurfölhn og loka þurfti veginum á meðan háflóð var. Stórstreymi er á morgun og var straumurinn það þungur í morgun að hann bar stóra gijóthnullunga á land. Vamargarður er fyrir framan götuna en hann hafði lítiö að segja þar sem sjávarstaðan var svo há og straumurinn öflugur. Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu viö það í morgun aö hreinsa þarann upp úr niðurfollum og ryðja gijótinu af götunni. Ekki er vitaö tfl þess að tjón hafi orðiðafsjóganginum. -ból QFenner Reimar og reimskífur Vaulsen SoAurlandsbraut 10. S. 680489.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.