Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR1993 Spumingin Gætir þú hugsað þér að búa einhvers staðar ann- ars staðar en á íslandi? Sigurbjörg Guttormsdóttir fóstra: Já, það gæti veriö gaman að búa um tíma í einhveiju landi en ekki til frambúðar. Ragnheiður Elíasdóttir nemi: Já, í Danmörku. Ingólfur Egilsson, atvinnulaus: Já, alls staöar annars staðar, til dæmis í Los Angeles. Óskar Hjaltason, atvinnulaus: Já, á Bahamaeyjum. Hanna Dóra Hjartardóttir sölumað- ur: Nei, það er hvergi jafn gott að búa og hér á landi. Aðalsteinn Sigurðsson, atvinnulaus: Já, á eyju í Karíbahafinu. Lesendur Fjárfestingar til atvinnusköpunar Frá Djúpuvík á Ströndum á uppgangsárunum. Regina Thorarensen skrifar: Eg sá í Morgunblaðinu 29. janúar sl. að Jórdanía heföi áhuga á Aburð- arverksmiðjunni og vildi flárfesta á íslandi fyrir 380 milijónir. Víða á landinu eru stórar verksmiðjur eins og t.d. á Djúpuvík á Ströndum. Þar er hin vandaða síldarverksmiðja sem var fullkomnasta síldarverksmiðjan og er enn þann dag í dag en svo að segja ónotuð. Fólkinu í Ámeshreppi fer fækk- andi vegna atvinnuleysis. Hótelstýr- an, Eva Sigurbjömsdóttir, og eigin- maður hennar fluttu til Djúpuvíkur fyrir ca. 10 árum með tvær hendur tómar. Þau keyptu kvennabraggann í Djúpuvík og settu þar upp hótel og lifa góðu lífi þrátt fyrir að hótelið sé I opið þijá mánuði á ári hveiju, rétt I yfir sumarmánuðina. Svo kvarta hóteleigendur í Reykja- ; vík og víða um land um hvað illa gangi að reka hótel og ná þeir aldrei endum saman. Ég spyr; Væri ekki ráðlegt að Ásbjöm og Eva, hótelstýra í Djúpuvík, héldu námskeið fyrir hóteleigendur sem aldrei ná endum saman og þykast alltaf tapa og tapa? Þessi hjón virðast vera með með- fædda hæfileika í hótelrekstri. Eva er hins vegar lærð fóstra og maður hennar, Ásbjöm, er jámsmiður. Hér tala verkin. Þetta hálærða fólk nær aldrei end- um saman vegna þess að það hefur ekki unnið við atvinnuvegi þjóðar- innar, kann þar af leiðandi ekkert til verka. Rétt eins og núverandi ríkis- stjórn sem oft er með góðar og at- hyglisverðar hugmyndir en kann ekkert að vinna úr þeim vegna þess að stjómendumir þekkja ekkert at- vinnuvegi þjóðarinnar og hafa aldrei unnið við þá. Svo hætta þeir og byija á annarri hugmynd og ekkert verður eför annað en fálm. Ég er ekki á móti háskólanámi en unga fólkið, sem er í háskólanámi, þarf að gjörþekkja atvinnuvegi ís- lensku þjóöarinnar með því að vinna við þá eins og gömlu mennimir áður sem menntuðust en urðu jafnframt að vinna við atvinnuvegi þjóðarinn- ar því þá voru engin námslán. - Og það er ekki nóg að fjárfesta. Það þarf að fjárfesta til atvinnusköpunar og arðsemi fyrir þá sem að standa, svo og þjóðarbúið allt. Háaðall og hlutdrægni í viðtölum Pétur Óskarsson skrifar: Það vakti athygli mína þ. 18. jan. sl. að Ríkisútvarpið var með viðtal við verksmiðjustjóra SVN í Nes- kaupstað og er það ekki fyrsta skipti sem ríkisfjölmiölamir finna enga aðra viðmælendur en úr háaðlinum. Hér á ég auðvitað við þá hiutdrægni sem ég kalla svo, að ávallt þegar fréttir koma frá Neskaupstað er sjaldan eða aldrei tekin fyrir nema önnur hhðin á málunum. Eða fyrir hveija er þá fréttadeild RÚV? Mér finnst ríkisfjölmiðlarnir sem nú em undir stjóm sjálfstæðisráð- herra vera orðnir eins konar útibú Alþbl., og hef ég þá sérstaklega svæð- isútvarp Austurlands í huga. Það koma helst engar fréttir frá Nes- kaupstað öðmvísi en afbakaðar eða ósannar. Og þær réttu flalla varla um merkilegra efni en þaö hvaða borðvín bæjarstjórinn drekkur eða um gjafir hans til forseta bæjar- stjómar. Má ég til með að nefna í framhaldi af viðtali við ofannefndan verk- smiðjustjóra SVN, að mér likar það ákaflega illa þegar aðkomufólk ætlar að sefia sig í stellingar um hvað og hvers vegna við Norðfirðingar ætt- um að vera bjartsýnir en ekki með barlóm og nöldur og annað fram eft- ir götunum, nú þegar ástæða væri til að leggjast á eitt og gera einhæft atvinnulíf fjölþættara. - Svona viðtöl hijóma yfirleitt afar falskt í eyrum þeirra sem til þekkja. Það hefði veriö nær að fjalla um það atgervisfólk sem flúið hefur frá Neskaupstað á undanfómum ámm og var með há- leitar hugmyndir í atviimumálum. En það er varla von til þess að fólk sem flyst til staðarins og er sett á valdapíramída á staðnum leggi sig í framkróka við að kafa í fortíð vel- gjörðarmanna sinna. Þorramatur fyrr og nú Allt er þetta herramannsmatur. Þórarinn Björnsson skrifar: Hinn eini og sanni íslenski þorra- matur samanstendur af feitu kjöti, bæði söltuðu og nýju, fyrsta flokks hangikjötsframpörtum og lærum, súmm bringukollum, sviðalöppum, hrútspungum og selshreifum, súm hvalrengi og síld. Alit er þetta herra- mannsmatur. Ég sakna hins vegar mikiö hinna uppmnalegu lunda- bagga sem búnir vom til úr feitum lambaristlum. Þeir era alveg horfnir en í staðinn komin pressuð slög og kalla menn það lundabagga. Hvílík öfugmæli og vitleysa. Þá kem ég að selkjötinu, sem einn- ig er ipjög góður matur ásamt spik- inu, nýju eða söltuðu, og einnig fisk- inum. Nú fussa menn og fúlsa við fiski, jafnvel lúðunni, og segja hana of feita. Lúðuhausunum er einfald- lega fleygt í gúanó. Þeir vom í eina tíð taldir það besta af lúðunni og svo rafabeltin. Ég veit að margt ungt fólk borðar ekki lúðu, skötu eða hákarl. DV áskilur sér rétt tll að stytta aðsend lesendabréf Það er ekki skortur í landi þar sem veislumat er hent í gúanó. Ég hef heyrt um áróður lækna og annarra fræðimanna gegn fitu. Hví- líkt mgl. Ég er orðinn 62 ára gamall og hef mtt í mig fitu af nánast öllum tegundum og finn ekki enn fyrir kransæðastíflu. Mér verður aldrei misdægurt, kannski vegna þess að ég borða hákarl á fastandi maga á morgnana. Ég er á móti því að neita sér um allt sem er gott og um leiö hollt fyrir líkamann. Þaö er varla hægt að kaupa sér ætt álegg vegna fituleysis, hvorki hangiálegg né lambasteikur. Ég skora á þjóðina, sem er að stór- um hluta til haldin kvefi og inflúensu meiri hluta ársins, að breyta nú til og byija aö borða hinn holla mat sem við höfum hér í landinu af eigin rammleik og leggja reykingar af. Sigurður skrifar: I sjónvarpsþætti nýlega var m.a. rætt um hálendisveg. Var kvartaö undan einkabílismanum og fullyrt að almenningssam- göngur á íslandi hefðu verið látn- ar sitja á hakanum. Málið er ein- falt: Islendingar em of fáir til að geta haldið uppi almenningssam- göngum sem ekki væm einstakl- ingunmn og þjóðinni allri allt of dýrar. Þær væru svo strjálar að óhemju mikill timi einstakling- anna færi til spillis, og tíminn er gull. Sjálfsagt er að reyna að halda uppi lágmarksþjónustu í almenningssamgöngura en í stijálbýlu fámenni eins og hér geta þær aldrei leyst einkabílinn af hólmi. G.B. skrifar: Era íslenskar getraunir gengn- ar af göflunum? Annað kemur ekki i hugann þegar maöur horfir á sjónvarpsauglýsingar þeirra sem sýna sænska eða danska bókasafnsfræðinga og vegagerð- araienn vinna stóra vinninginn í getraunum. Þessar ósmekkiegu auglýsingar, sem lítiö minna á getraunir, hljóta að fæla íslend- inga frá þátttöku en það er slæmt mál í slagnum um vinningana við Svía enda fmnst mér árangurinn alls ekki hafa verið góður undan- fariö. Nær væri að nota bara gömlu, góðu auglýsingarnar með hinum upplífgandi Ragnari Reykás fremur en þetta ragl. Ísraelogfortíðin Guðmundur hringdi: Koma Wiesenthal-fulltrúans hefur orðið til að beina Jjósi á mál Eðvalds Hinrikssonar. Flest- ir virðast haUast að því að vissu- lega hafi Eðvald eitthvaö óhreint i pokahominu. Það vekur þó at- hygli aö ríkisstjórn íslands skuli ekki hafa mótmælt harðlega að á sama tima og ísraelar leggja ofur- kapp á að draga mann þennan fyrir rétt vegna 50 ára gamalla stríðsglæpa skuli þeir sjálfir vera að murka lífiö úr Palestínumönn- um við bæjardymar og standa svo í deilum viö Sameinuðu þjóð- imar. Bandarísku hamsfeðurnir Hildur skrifar: Nú eru tveir Bandaríkjamenn búnir aö sitja hér í gæsluvarð- haldi vegna barnsfóðurmálsins. En hvaö er hægt að gera í þeirra máh þegar hinir bandarísku bamsfeður era með yfirráðarétt- inn yfir stúlkunum? Móðirin is- lenska gerðist brotleg við banda- rísk lög meö því aö fara með dætumar úr landi. Við megum nú ekki alltaf einblina á þennan móöurrétt þótt það sé vissulega freistandi þegar um erlenda feður er að ræða. Þetta era nú einu sinni feður stúlknanna. Er bara íslenskt réttaifar ekki eitthvaö brenglað og vanhæft miðað við réttarfar í öðrum löndum? Samahvaðafiskur Bjöm Einarsson hringdi: Viö höfum þurft að lækka verð á fiski í Bandaríkjunum vegna aukinnar samkeppni frá Alaska og Kanada. Málið er einíaldlega aö þarna vestra er fiskur ekki mjög vinsæl fæðutegund, aö frá- töldum ske’lfiskí og krabbadýr- um. Þeim sem helst nota fisk, og þá t.d. í mötuneytum sjúkrahúsa og fangelsa, svo og einstaka veit- ingahús sem selja hann tjjúp- steiktan, er yfirleitt sama hvaða fisktegund þeir nota. Verðið ræð- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.