Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR8. FEBRÚAR1993
11
í stóra nauðgun-
armálinu
Þremur sakbomingum í stóra
nauðgunarmálinu í Bjugn í
Þrændalögum hefur verið sleppt
úr varðhaldi þar sem sýnt þykir
að aðild þeirra að málinu sé upp-
lýst.
Einn er þá eftir í vörslu lögregl-
irnnar og er óvíst hvort honum
verður sleppt áður en málið kem-
ur fyrir dóm. Hann var starfs-
maður barnaheimihs. Áður var
búið að sleppa þremur grunuðum
konum.
Fólkið er allt grunað um að
hafa staðið fyrir kynferðislegri
misnotkun og nauðgunum á
fjölda barna á barnaheimili í
Bjugn. Er í því sambandi talað
um 21 fómariamb fólksins.
Fríverslunar-
svæði f yrir
heimskauta-
byggðir
Fulltrúar fjölmargra ættflokka
inúíta eru nú samankomnir í
Anchorage í Alaska til að ræða
stofnun fríverslunarsvæðis á
norðurslóðum.
Grænlendingar hugsa gott ti!
glóðarinnar og segir Ove Rosind
Olsen, viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, að viðskipti við Kanada og
Alaska geti reynst Grænlending-
um ábatasöm í framtíðinni. Olsen
segir að nú þegar sé hagstæðara
að skipta við Kanadamenn en
Dani. NTB og Ritzau
_______________________________Útlönd
Malavía:
Þjóðaratkvædagreiðslu frestað
Kamuzu Banda, forseti Afríkurík-
isins Malaví, sagði á fostudag að
hann hefði frestað þjóðaratkvæða-
greiðslu um framtíð eins flokks kerf-
is í landinu um þrjá mánuði að beiðni
Boutros Boutros-Ghah, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Ríkisútvarp Malaví sagði að forset-
inn hefði skýrt frá þessu í ræðu í
bænum Mzuzu í norðurhluta lands-
ins. Atkvæðagreiðslan verður haldin
14. júní en til stóð að hafa hana 15.
mars.
Banda hafði boðið eftirlitsmönnum
frá SÞ og öðrum alþjóða stofnunum
að aðstoða við skipulagningu at-
kvæðagreiðslunnar og að fylgjast
með henni.
„Lífstíðarforsetinn sagði að Bout-
ros Boutros-Ghali hefði skrifað sér
og lýst áhyggjum sínum yfir því hve
stutt væri í atkvæðagreiðsluna,"
sagði í fréttum malavíska útvarpsins
sem breska útvarpiö BBC fylgdist
með.
Farið hefði verið fram á að fresta
atkvæðagreiðslunni til að gefa SÞ og
öðrum tækifæri til að undirbúa sig.
Banda hvatti alla menn með kosn-
ingarétt, þar á meðal konur, til að
skrá sig á kjörskrá svo að þeir gætu
tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni sem Banda féllst á vegna mikils
þrýstings frá stj órnarandstæðingum
heima fyrir og frá erlendum ríkjum.
Alþjóðlegar stofnanir hættu allri
aðstoð við Malaví á síðasta ári nema
mannúðaraðstoð til að mótmæla
mannréttindabrotum stjómar
Malaví. Reuter
Mölnlycke 9
Tissue
MIKIÐ ÚRVAL AF TORK OG EDET HANDPURRKUM,
SALERNISPAPPÍR, SÁPU, IÐNAÐARPAPPÍR OG
ÖÐRUM PAPPÍR FYRIR ALLAR TEGUNDIR
FYRIRTÆKJA.
HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN
ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF
LOFTALAND
SKÚTUVOGI 12c - P.O. BOX 8016
104 REYKJAVfK - SÍMI 687550
SJÁLFSKIPTUR SUNNY
Framhjóladrifinn SUNNY hlaðinn aukahlutum:
Bein innsprautun, 1600cc, yfir 100 hestöfl, vökva og veltistýri, samlæsing á hurðum,
rafdrifnar rúður, útihitamælir og margt margt fleira
VERÐ AÐEINS 1.066.000-
Bílasýning um helgina í Keflavík BG bílasölunni frá kl 14-17
OPIÐ UM HELGINA
FRÁ KL. 14-17
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfði 2, 112 Reykjavík
P.O. Box 8036, Sími 674000
NI5SAN