Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR1993 Fréttir Bílstjóri leigubíls sem fór út af Óshlíðarvegi: Stýrði bflnum niður snarbratta hlíðina - var hræddur um að lenda 1 sjónum en stöðvaðist 5 metra frá fjörukambinum „Þaö var nánast engin ferð á bíln- um þegar hann fór fram af. Þegar sýnt var hvert stefndi var ekki um annað að ræða en stýra bílnum nið- ur, leyfa honum aö fara þangað sem hann vildi. Ég neita þvi ekki að ég var svolítið hræddur um að lenda í sjónum þegar bíllinn fór fram af, þarna hafa jú orðið banaslys, en þetta gekk framar öllum vonum og bíllinn stöðvaðist eftir um 30 metra ferð. Þá voru aðeins um fimm metrar eftir í fjörukambinn," sagði Flosi Jónsson, leigubílstjóri á ísafirði, í samtali við DV. Leigubíll, sem Flosi ók, fór út af Óshlíðarvegi aðfaranótt sunnudags. Fór bíllinn út af við svokallaðan Seljadal þar sem er um 40 metra snarbrött brekka niður í sjó. Fljúg- andi hálka var á veginum en snjór í hlíðinni gerði að verkum að bílnum hvoldi ekki heldur fór á hjólunum niður. Tveir farþegar voru í bílnum hjá ’Flosa, par sem var á leið heim til Bolungarvíkur eftir þorrablót á ísafirði. Flosi segir fólkið hafa tekið þessum ósköpum með ró enda værð komin yfir það eftir gleðskap nætur- innar. Hvorki Flosi né farþegarnir urðu fyrir meiöslum en víst þykir að þessi leigubílsferð verður parinu eftirminnileg. Engar skemmdir uröu á bílnum. Þegar bíllinn hafði staðnæmst skammt frá fjörukambinum hringdi Flosi á annan leigubíl til að taka far- þegana og kom sá eftir tíu mínútur. Þá fékk hann vörubíl með krana til að koma á staðinn og var leigubíllinn hífður upp á veginn. Flosa fannst engin ástæða til að fara heim eftir þessa glæfraferð niður hlíöina og hélt áfram að keyra ísfirðinga til síns heima. „Það var ekkert annað að gera,“ sagði Flosi. -hlh ||r®:!yÍ5 I Sjrlr'1" H * ;(5k| 2 Jm W' Æ&ifflfa' \ ■ i <«• x .JH lív v 2-aty ifj \JS| %\\\ 11 ' H mnm Húsfyllir var á fundi sem haldinn var fyrir börn bandarískra hermanna í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Þetta fólk á það sameiginlegt að vilja hafa uppi á feörum sínum sem þaö hefur í flestum tilvikum aldrei séð. DV-mynd GVA Böm bandarískra hermanna funduöu um stofnun samtaka: Áfjórða hundrað stríðsböm mættu - bjóst við 30-40 manns, segir Bjöm Leósson „Ég er mjög hissa yfir viðbrögðun- um. Eg bjóst viö 30-40 manns á fund- inn en það komu hátt í 400 manns. Við urðum að flyfja okkur úr litlum sal sem við höfðum tekið frá fyrir fundinn í íþróttamiðstöðinni þar sem hann troðfylltist löngu áður en fund- urinn átti að hefjast. Nú bíður okkur mikið og erfftt verkefhi, að hjálpa þessu fólki að komast í samband við bandaríska feður sína,“ sagði Björn Leósson, einn aðstandenda fundar sem böm bandarískra hermanna vora boðuð á í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gærdag. Á fundinn kom fólk á öllum aldri, böm bandarískra hermanna og að- standendur þeirra. Þetta fólk á þaö sameiginlegt að eiga bandaríska feð- ur sem þaö hefur aldrei hitt. Er þvi mikið í mun að komast í samband við þá eða nánustu ættingja vestan- hafs. Viðtal í DV DV birti í sumar sem leiö ítarlegt viðtal við Bjöm þar sem hann sagði frá þvi hvemig hann hafði upp á bandarískum foður sínum sem hann hafði aldrei hitt. Viðtalið vakti mikla athygli og dagana á eftir linnti ekki símhringingum heima hjá Bimi frá fólki sem var í svipaðri stöðu og hann. Fljótlega var ljóst að hefja þurfti skipulegt leitarstarf og haft samband viö íslenska sendiráðið í Washington. Þar á bæ buðust menn til að hjálpa, fara í þjóðskrár, kosn- ingaskrár og aðra upplýsingabanka. „Viö kynntum undirbúningsstarf okkar á fundinum en það er ljóst að þetta er of stórt mál fyrir einn sendi- ráðsmann að leysa. Það var skipuð stjórn á fundinum sem ætlað er að undirbúa og boða til formlegs stofn- fundar samtaka stríðsbama. Við vilj- um kynnast starfsemi hliðstæðra samtaka í Bretlandi, „War babies", og kanna fleiri möguleika. Það er til að mynda hægt að kaupa þjóðskrár og símaskrár á tölvutæku formi frá bandarísku fyrirtæki en það kostar fleiri þúsund dollara. í fyrstu verður allt starf unnið í sjálfboðavinnu en það er ljóst að við þurfum fjármagn ef starfsemin á að geta gengið,“ sagði Bjöm. -hlh Fyrirgefning syndanna verður gefin út í Bandaríkjunum: Gæti ekki veríð í betri höndum - segirhöfundurinnólafur Jóhann Ólafsson „Forlagið er mér mjög að skapi. Random House er stærsta og eitt virt- asta útgáfuforlag Bandaríkjanna. Ég er ákaflega ánægður með að það skuli ætla að gefa bókina út. Þá er það ekki síður ánægjulegt að aöalút- gáfustjórinn, Jason Epstein, ætlar að hafa umsjón með útgáfunni. Hann er einn helsti bókmenntapostuli Bandaríkjanna þannig að ég gæti ekki verið í betri höndum," segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarforstjóri Sony-samsteyp- unnar í Bandaríkjunum. Random House hefur ákveðið að gefa út bók Ólafs Jóhanns, Fyrirgefn- ing syndanna, í Bandaríkjunum á næsta ári. Samningur þessa efnis var undirritaður um helgina. Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells, hefur unnið að und- irbúningi þessa samnings um nokk- urt skeið. Aö mati Jason Epstein er bókin svo góð að hún gæti allt eins verið skrifuð af Strindberg eða Tsjekhov á yngri áram. Áður en bókin verður gefin út er fyrirhugað að efna til víðtækrar kynningar á Ólafi Jóhanni í Banda- ríkjunum, meöal annars í víðlesnum fagtímaritum. Ástæðan mun vera sú að Epstein vill ekki gefa bókina út í kyrrþey, eins og hann kaUar það. Gera má ráð fyrir að bókin verð seld í allt að 30 þúsund bókaverslunum eftir að hún kemin* út. „Ég hef aldrei skrifað peningana vegna og ekki þurft þess. í þessum samningi er kveðið á um að gefa engar tölur upp. Samningurinn gæti hins vegar ekld verið betri og seljist bókin vel þarf ég ekki að kvarta." Að sögn Ólafs Jóhanns er hann með nýja bók í undirbúningi sem hann vonast til aö geta lokið við inn- an fárra ára. Sú bók mun fjalla um íslending á fyrri hluta aldarinnar. Ólafur hefur undanfama daga verið með annan fótinn á íslandi með konu sinni og nýfæddum syni. -kaa Stuttarfréttir Nýr (járf estingarbanki Ríkið og samtök iðnaðarins ætla að stofna hlutafélag um fiár- festingarbanka í iönaði. Rikisút- varpið haföi eftir iönaðarráð- herra í gær að stefht væri að því að bankinn yfirtæki hlutverk Iönlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Þjarfc í stað upplýsinga Upplýsingar um afleiðingar kjamorkuslysa eru afar tak- markaðar enda hefur tíma verið eytt í þjark um fjármögnun rann- sókna. Þetta hafði Sjónvarpið eft- ir Láru Margréti Ragnarsdóttur sem flutti ræðu í Evrópuráðinu. Starfsemi íslenskra ígulkera hf. í Stykkishólnú verður flutt til Njarðvíkur á næstu dögum. Reiknað er með aö allt að 50 manns starfi við vinnsluna. Vatnslaust varð í tæpan sólar- hring í Neskaupstað um helgina þegar gömul lögn gaf sig. Bera varð vatn í hús, þar á meðal sjúkrahúsíö, en hafnarsvæðið slapp. Minni islenskukennsla íslenskukennsla í grtmnskól- tun landsins hefur verið skert um 15 vikustundir á undanfómum 30 árum. Þá era kennsludagar mun færri í islenskum grann- skólum en algengum samanburð- arlöndum. Þetta kom fram á ráð- stefnu Kennaraháskólans um helgina. Skemmdirá loðnuskip Skemmdir urðu á loðnuskipinu Isleifi í fyrrinótt þegar það tók niðri í höfhinni í Vestmannaeyj- ura. Viögerð var þegar hafin. Nýtt hús Landsbjargar var vígt í Reykjavík um helgina að við- stöddum forseta íslands, biskupi og samgönguráðherra. í húsinu er fullkomin stjómstöð með fjar- skiptatækjum. Hitaveita Suðumesja hefur fengiö leyfi iðnaöarráöuneytisins til aö framleiða rafmagn í Svarts- engi með fjórum gufuaflsvélum. Nýting vélanna verður aukin stig af stigi til ársins 1997 en alls er aflgeta þeirra 4,8 megavött. Rigaþorskur í snurvoð Snurvoðarbáturinn Björgvin úr Garðinum fékk í fyrradag um 20 tonn af rigaþorski í einu kasti er hann var við veiðar skammt frá Höfnum. Á 11 tímum fékk báturinn alls 26 tonn. Aflaverð- mætið er hátt í 3 milljónir. Stöö tvö sagði frá þessu í gær. -kaa Innbrot í pylsu- vagn Tveir menn bratu rúður í pylsuvagni sem stendur við Sundhöllina í Reykjavík aðfara- nótt sunnudagsins. Hugðust þeir fara inn í vagninn þegar vegfar- andi fældi þá í burtu. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á' vettvang. Lögreglan hafði stuttu síðar hendur í hári innrbotsþjófs á hlaupum í Bankastræti með fulla vasa af tóbaki og fleiri vörum. Hafði sá brotist inn í tóbaksbúð- ina Bristol, brotið rúðu og valdið fleiriskemmdum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.