Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR8. FEBRÚAR1993 39 Sviðsljós Listasafn íslands: Tengslin milli mannsog náttúru „Á sýningunni eru sýnishorn af tuttugu ára tímabili og útlitslega hafa oröiö miklar breytingar á listaverk- unum,“ sagði Hreinn Friðfinnsson í samtali við DV fyrir helgina en yfir- Utssýning á verkum hans var opnuð í Listasafni íslands sl. laugardag. Myndhst Hreins einkennist af dul- úð og verk hans snúast gjama um náttúruna og tengsUn miUi manns og náttúru. Rætt um listina. F.v.: Sigríður Jóhannsdóttir, Kári Jónasson, Leifur Breið- fjörð og Ragnhildur Valdimarsdóttir. Birna Þórðardóttir útskýrir eitt verkanna fyrir Ragnhildi Guðmundsdóttur. DV-myndir GVA Árshátíð Bolvikinga Bolvíkingafélagið hélt sína árlegu M.a. var boðið upp á danssýningu, laugssonar um að halda uppi fjörinu ! skemmtun í FélagsheimiUnu á Sel- hljóðfæraleik og söng. fram á nótt. tjarnarnesi sl. laugardagskvöld. Síðan sá hljómsveit Birgis Gunn- j I Glatt á hjalla hjá Margréti Valdimarsdóttur, Ásgeiri Þór Jónssyni, Hildi Karenu Aðalsteinsdóttur og Elísabetu Maríu Hálfdánardóttur. Þau Karvel Pálmason og Guðrún Ólafsdóttir voru bros- mild á laugardagskvöldið. DV-myndir GVA dv__________________Meniiing Orgeltónleikar Tónleikar voru í HaUgrímskirkju á laugardag. Voru þeir liöur í tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem nú stendur yfir. Þarna lék Iain Quinn, orgeUeikari frá Bretlandi, á hið nýja orgel Hallgrímskirkju verk eftir Judith Weir, John Mcleod og Áskel Másson. Á það mun reyna á næstunni í pistlum þessum að meta gæði nýrra tónverka sem verða flutt fjölmörg á Myrkum músíkdögum. Það Uggur því nærri að spyija eftir hverjum mælikvarða beri að meta ný tónverk. Alkunna er að á okkar tímum hafa ýmis hefðbundin viðhorf til tónhstarinnar riðlast. Fátt er það í tónUst sem ekki hefur á okkar öld verið hafnað, fleygt, endur- metið og hafið tíl vegs og fleygt síðan aftur. Theodór Adomo og fylgismenn hans töldu að hvert skeið sög- unnar krefðist síns tónmáls og tónskáld sem skUdi ekki kröfur tímans að þessu leyti ynni verk sitt fyrir gýg. Nú til dags telja flestir þetta viðhorf of þröngt og vilja hafa óbundnar hendur um efnivið og vinnu- brögð. Er þá engar viðmiðanir um tónUst að hafa, skal hin einstaklingsbundna skynjun öUu ráða, kemst hugsun hvergi að? Hér á DV er þessum spurningum svarað neitandi.Við teljum að tíl séu viðmiðanir sem kaUa megi algUdar um tónUst. Má þar t.d. nefna reglu þá er Leopold Mozart kenndi syni sínum, Wolfgang, og nefndi því ítalska nafni fUo, sem útleggst þráður. Leopold vUdi meina að tónverk yrði að hafa samhengi frá upphafi tU enda til að geta tahst gott. Þeir sem vilja leggja það á sig að glugga í tónUstarsöguna munu komast að raun uni að þetta er ekki einkaskoðun Leop- olds heldur á hann að skoðanabræðrum að því er virð- ist aUa þá sem ágætastir kaUast meðal tónUstarmanna svo langt sem sögur ná. Ef bætt er við kröfuna um samhengi annarri um fjölbreytni er kröfugeröin þegar orðin býsna ströng og satt að segja mun strangari en flestum tónskáldum þykir gott, ef dæma má af fjölda þeirra sem kjósa að leiða aUar þessar vangaveltur hjá sér. Má rita margt fleira um þau efni sem verður að bíöa betri tíma. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Metið á þennan mælikvarða voru verk Weirs heldur laus í sér svo að skorti á samhengið. Fjölbreytni var heldur ekki sérlega mikil, þar sem mikið bar á sömu eða svipuðum hugmyndum. Aðdráttarafl verkanna fólst helst í vissum glæsibrag stefjaefnisins sjálfs en það er sá þáttur tónsmíða sem flestu tónelsku fóUd veitist léttast að fást við. Um verk Johns McLeods má segja mjög svipað. Verk Áskels Mássonar voru ólík að yfirbragði og að nokkru leyti einnig að vinnubrögð- um. Yfirborðið var ekki eins grípandi og í skosku verk- unum, en meir glímt við samhengið. Best hljómuðu kaflar þar sem þéttir hljómar vöfðust hver um annan. Flutningur Iains Quinn var mjög góður og nákvæm- ur. Hljóðfærið hljómaði vel í höndum hans þótt ekki væru allir möguleikar þess nýttir, enda engin þörf á því. ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavík- urborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. mars 1993, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 UTSALA Töskur Skj alatöskur Hanskar ^ © Bílagegmsla /ÉLm? 7 BERGSTAÐIR íim.15814

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.