Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Side 4
LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 Fréttir Gjaldþrot Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri: Stormasöm fortíð gjaldþrota lagmetisrisa - reynt að komast að samkomulagi við stærstu kröfuhafa um áframhaldandi rekstur Hluti verksmiðjuhúsa Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri. DV-símamynd gk, Akureyri Fortíð Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri, sem tekin hefur verið til gjaldþrotaskipta, hefur á köflum verið ansi storma- söm. Nafn fyrirtækisins hefur oft veriö nefnt í tengslum við „hneykshsmál" sem upp hafa kom- ið varðandi útflutning á niðursuðu- vörum og það sem margir telja að hafi verið síðasti naghnn í líkkistu fyrirtækisins var einmitt eitt slíkt mál. Tahð er fuhvíst aö væntanleg- ar kröfur á hendur fyrirtækinu verið á bihnu 150-200 milljónir króna vegna ólöglegs útflutnigs á rækju th Efnahagsbandalagsríkja og þetta til viöbótar vægast sagt slæmri stöðu fyrirtækisins hafi endanlega orðið því að falli. Skuldir 820 milljónir Þegar 'fyrirtækið var lýst gjald- þrota í fyrradag var staðan slæm og nægir að benda á nokkrar tölur í því sambandi. Heildarskuldir nema tæpum 823 milljónum og þar af eru skammtímaskuldir vel yfir 600 milljónir. Bókfært verð eigna fyrirtækisins er rétt tæpar 800 milljónir, eiginfjárstaðan er nei- kvæð um 25 milljónir og 100 mihj- óna króna rekstrartap varð á síð- asta ári. Og nú vofir yfir hátt í 200 mihjóna króna „bakreikningur" vegna útflutnings á Rússarækj- unni. Helstu kröfuhafar í þrotabúið eru Landsbankinn, sem er langstærst- ur, Byggðasjóður, Iðnlánasjóður Iðnþróunarsjóður, fjárfestingarfé- lagið Lind og þá er taliö að Akur- eyrarbær tapi verulega á gjaldþrot- inu, m.a. vegna ábyrgða á lánum. Gaffalbitar, „græn“ rækja og Rússarækja Rétt fyrir 1980 kom upp hið svo- kahaða „gaffalbitamál“ en þá var fyrirtækið K. Jónsson uppvíst að því að hafa flutt út gahaða gaffal-' bita th Sovétríkjanna og hefur í raun aldrei náð að hreinsa sig alveg vegna þess áhtshnekkis sem það þá varö fyrir. Fyrir nokkrum árum kom upp annað mál sem kennt hefur verið við „grænar rækjur“. Þær voru fluttar th Þýskalands og voru dæmdar ónýtar þótt ekki væri fyrir annað en hvemig þær htu út. Reyndar iiefur veriö fullyrt að ekk- ert hafi í sjálfu sér verið athuga- vert við þessa rækju annað en ht- urinn á henni, rækjan hafi verið í þörungagróðri í sjónum sem hafi orðsakað það að þessi htur kom fram á henni en það hafi ekki verið hægt að sjá á vinnslustigi rækjunn- ar heldur fyrst þegar dósimar, sem hún var sett í, voru opnaöar. Nýjasta máhð varðar svo útfiutn- ing á frosinni rækju til Efnahags- bandalagslanda, rækju sem var flutt þangað út sem íslensk rækja þótt um Rússarækju væri að ræða svo að tollar fengjust niðurfelldir. Fjölmörg lagmetisfyrirtæki era þar í vondu máli en hlutur K. Jónsson- ar mun vera langstærstur í þessum útflutningi. 45 ára fyrirtæki Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar var stofnuð árið 1947 og er því 45 ára gömul. Það var Jón Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Kristjánsson sem stofnaði fyrir- tækið ásamt sonum sínum og hin síðari ár hefúr einn þeirra, Kristján Jónsson, veitt því forstöðu. Fyrir nokkmm árum komu inn í fyrir- tækið sem hluthafar Oddeyrin hf. á Akureyri þar sem Samheiji hf. er stærsti eignaraðih og Sæplast á Dalvík. Fyrirtækið varð fyrir löngu stærsta lagmetisfyrirtæki landsins og var t.d. sérlega sterkt í útflutn- ingi á síld til Sovétríkjanna. Segja má að þegar sá markaður fór að þrengjast hafi afkoma fyrirtækis- ins strax borið þess merki. Síðustu árin hefur lækkandi afurðaverö samfara auknum tilkostnaði viö reksturinn svo vegið þungt. Eignir þrotabúsins hggja aðahega í miklum og voldugum verksmiðju- byggingum sem eru nýlegar og mikh mannvirki. Fullkomnar vél- ar eru í verksmiðjunni en eins og staðan er á rækjumörkuðum heimsins í dag er ekki tahð að hátt verð fáist fyrir þær en þær em að verulegu leyti á kaupleigusamn- ingum'. Þetta gerir tap kröfuhafa epn stærra en ella en ætti um leiö að auðvelda sölu á eigum þrotabús- ins. Missa 70 vinnuna? „Ef þessi rekstur stöðvast nú skapast enn verra ástand en þegar er uppi og ég mun því um helgina funda meö helstu kröfuhöfum um það hvort ekki er hægt að halda fyrirtækinu í rekstri," segir Ólafur Birgir Ámason sem skipaður hefur verið skiptastjóri þrotabúsins. „Nú er mjög viðkvæmur árstími í þess- um rekstri, grásleppuvertíðin að hefjast og kaup á hrognum fram- undan. Ég tel að þaö sé mjög slæmt að fyrirtækið stöðvist á þessum tímapunkti," segir Ólafur Birgir. Um 70 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu að undanfórnu og þaö sem blasir við því fólki er ekki glæsilegt verði starfsemi verk- smiöjunnar lögð niður. Þegar flest- ir unnu hjá K. Jónssyni voru starf- andi þar hátt í 200 manns en starfs- fólki hefur fækkað að undanfornu. En leggist reksturinn af virðist ekkert annað bíða þessa fólks en skrá sig atvinnulaust við hlið rúm- lega 500 Akureyringa sem eru á þeirri skrá fyrir. Fuhvíst er talið að Akureyrarbær geti ekki komið .þama inn sem beinn eignaraðili og er því vonast til aö aðrir aðhar geti sameinast um kaup á þrotabúinu svo að starfsemin haldi áfram. íslensk mannvirki líða fyrir fúsk og ófullnægjancli viðgerðir: Utveggir að deyja úr kali og kulda - viðhaldsmarkaður fyrir 9 milljarða á ári, segir Steindór Guðmundsson Útveggir hér á landi eru að deyja hægum dauödaga úr kulda, kal- skemmdum og alkahskemmdum. Bætt einangrun húsa hefur aukið vandann stórkostlega á undanföm- um árum. Er nú svo komið að við- haldsmarkaður í steyptum mann- virkjíim á íslandi er upp á 8 tíl 9 mihjarða á ári næstu 20 árin. Við- gerðir endast mest 8 ár og oft er mikl- um fjármunpm eitt th einskis. Fúsk er algengt og ráðist er í viðhaldsað- gerðir sem ekki er reynsla fyrir. Út- rýma þarf fúski og þörf er stórauk- inna rannsókna. Þessar ógnvænlegu upplýsingar komu fram i máh Steindórs Guð- mundssonar, forstöðumanns fram- kvæmdadehdar Innkaupastofnunar ríkisips, á ráðstefnu um húsveggi sent sfpfnunin stóð fyrir í vikunni. Ráðstefnúnni lauk 1 gær. Stgindór segir vænlegast th árang- % 100 Steypuskemmdir f mannvirkjum ‘ 7 90 Viðhaldsmarkaður í steyptum J 80 mannvirkjum næstu 20 árin / 70 60 50 40 on er 160-200 milljarðar ou 20 10 , ■ *~n**~^ O c urs í baráttunni við steypuskemmdir í útveggjum að nota steiningu, marmarasaha og þess háttar sem veörunarvöm í stað málningar. Þá telur hann hepphegt að einangra hús að utanverðu en ekki innanverðu eins og tíðkast. Ef endurbyggja ætti alla steypta útveggi á íslandi yrði kostnaðurinn um 187 mhljarðar. Um 75 prósent ahra útveggja em úr steypu eða alls 11 mifljóh fermetrar. Þetta kom fram í erindi Bjöms Marteinssonar á ráö- stefnunni. Samkvæmt útreikningum Bjöms mun það kosta húsnæðiseigendur á annan mihjarð á ári að halda við útveggjum sínum næsta áratuginn. Miklar steypuskemmdir hafa komið fram j húsum sem byggð .voru á sjö- unda og áttunda áratuginum, eink- um í Breiöholti og Árbæ. Ef klæða „ætti tíunda hluta þessara húsa myndi það kosta 9 mihjarða. Steypuskemmdir tengjast iðulega frost- og alkalískemmdum sem beint eru háðar gerð steypunnar og raka- ástandi hennar. Að mati Björns hef- ur hætta á þessum skemmdum auk- ist verulega með aukinni einangrun húsa. Kæling veggja samfara auk- inni einangrun veldur þvi að hætta á skemmdum vegna hita og raka- þenslu vex. Bjöm bendir á að ýmsar aðrar breytingar í bygghígu húsa valdi tíð- ari skemmdum í nýjum húsum en gömlum. Th dæmis hafi ummál og þykkt steyptra platna undir húsum aukist verulega. Fyrir vikiö hafa plötur svignað og sprungið. Að auki verði hús stífari en þaö eykur aftur sprunguhættuna. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.