Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Síða 15
LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 15 Stúlkur með storminn í fangið og bros á vör. GVA Heimili undir hamarinn Heimili tveggja vina minna hafa nýlega lent undir hamrinum. Þeir voru á kafi í skuldasúpunni. Þetta eru sómamenn. Ekki drekka þeir brennivín, og ekki reykja þeir nema ef vera kynni vindil á jólum. Þeir hafa ekki yfirleitt „farið verr með“ en gengur og gerist. Þetta hefur kannski verið „óheppni". Landsfeður gætu sagt, að þeir hefðu „reist sér hurðarás um öxl“, en það hefur þá verið fyrir langa- löngu. Þeir höfðu átt íbúðimar í áratugi. Sagán var einfaldlega - eins og hjá hundmðum og, í minna mæli, hjá þúsundum annarra fjöl- skyldna - að með lánskjaravísitölu og háum raunvöxtum jukust skuidimar miklu meira en tekjum- ar. Einhvem tíma fóm þeir yfir mörkin: Skuldir tóku að vaxa hrað- ar en tekjur. Fyrr en varði vora skuldimar komnar langt upp yfir eignimar að verðmæti. Aðgerð Seðla- bankans Nýlega lagði Seðlabankinn fram gögn um skuldir heimilanna. Neyt- endasamtökin vora með ráðstefnu um málið fyrir viku. Leitað var leiða til úrbóta. Ýmislegt bar á góma. Rætt var um, að setja mætti lög um greiðslu„aðlögun“. Það hef- ur veriö gert í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Tíminn var með leið- ara um málið og skammaði ríkis- stjómina. Vextir væru of háir. Hvaö svo sem mönnum getur dottið í hug verður mest bótin að vaxta- lækkun. Jafnvel með tiltölulega litlum vaxtabreytingum yrði hundraðum heimila bjargað. DV birti frétt fyrir rúmum mán- uði þess efnis, að ríkisstjómin mundi fá Seðlabankann til að hrinda fram vaxtalækkun. Þetta kom ekki fram lengi, en gerðist nú í vikunni. Seðlabankinn segir, að vextir geti nú þess vegna lækkað. um 1-2 prósentustig, aðallega á óverðtryggðum lánum. Seðlabank- inn lækkar útlánsvexti, sem bank- anir greiða fyrir fyrirgreiðslu í Seðlabankanum, og hækkar inn- lánsvexti, sem innlánsstofnanir fá í Seðlabankanum bæði af lausum innstæðum og bundnu fé. Þetta er hagstætt. Ennfremur lækkar Seðlabankinn vexti af tilboðum sínum í ríkisvixla á markaði. Þetta gæti valdið vaxtalækkun þar um 1,5 prósent, sem fer gegnum allt kerfið, ef að líkum lætur. Auðvitað þýðir „handafl“ ekki við vaxta- breytingar. Það mundi hefna sín síðar. En mér er sagt, að markaður- inn sé nú þannig vaxinn, að lækka megi vexti til viðbótar vaxtalækk- un hjá flestum fyrir skömmu. Nú skiptir miklu, ef við hugsum um skuldir heimilanna, að kjarasamn- ingar og verðbólga setji ekki allt úr skorðum. Verra en framhjáhald Fj árhags vandræði era með leiðin- legra böli. Kennimenn hafa skrifað um málið. Þau spilla heilsunni. Læknar nefna áhyggjur og streitu og almennt minna úthald. Vinnu- tap verður vegna veikinda, og svo auðvitað allra „útréttinganna“ til að redda málum. Vanskil kunna að lenda á vinum og venzlamönnum. Fjárhagsvandræði era líklega al- gengasta orsök hjónaskilnaðar, tíð- ari en framhjáhald. Nú reyna hinir norrænt menntuðu fræðingar okk- ar að koma þvi inn þjá ráðamönn- um, að vegna alls þessa og annars verði „hagnaður" fyrir þjóðfélagið af því að hjálpa fólki í greiðslu- vandræöum - með lagasetningu, þótt einhveijir lánardrottnar misstu þá eitthvað af útistandandi skuldum sínum. Þetta kann að vera rétt. Nefnt er, að við þetta komist færri en ella á vonarvöl, svo að félags- málastofnanir geti sparað. Lánar- drottnar fái vegna slíkrar lagasetn- ingar að minnsta kosti eitthvað meira af fé sínu en annars. Lítið sé betra en ekki neitt og betri hálf- ur skaði en allur. Á hinn bóginn má fetta fingur út í þessar reddingar út frá því sjón- armiði, að margir geti svo sem sjálfum sér inn kennt, hvernig komið sé. Þeir eigi engan rétt til þess, að almenningur hlaupi undir bagga með þeim frekar en fjöl- mörgum öðrum, sem eigi við margs kyns önnur vandamál að etja. Vandamálið hefur þó stækkað mik- ið hér á landi, svo að það ber að skoða eins og önnur vandamál þjóðfélagsins. Hvernig stendur á því, að vandinn hefur vaxið svona mikið? Hvað má gera til að l^aga þetta? Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri Fjórföldun skulda á raunvirði Samkvæmt Seðlabankanum hafa skuldir íslenzkra heimila vaxið frá árinu 1980 úr 14 prósentum af fram- leiðslunni í landinu upp í að vera 53,5 prósent af landsframleiðslunni í árslok 1991. Skuldir heimilanna hafa því næstum fjórfaldazt á þessu tímabili miðað við framleiðsluna. Menn kannast við, að á áttunda áratugnum vora raunvextir nei- kvæðir. Menn „græddu" á því að skulda. Skuldimar þurrkuðust að miklu út í óðaverðbólgu. Bein af- leiðing lágra og neikvæðra raun- vaxta var að sjálfsögðu, að lánsfé skorti. Heimilin gátu einfaldlega ekki fengið mikil lán. En síðan gerðist það, að fjárskuldbindingar urðu verötryggðar og raunvextir urðu háir. Unnt varð að fá lán, bæði til íbúðarkaupa og neyzlu. Skuldirnar hlóðust upp. Reynt hefur verið að skipta lán- um heimilanna í lán til íbúðar- kaupa og neyzlulán. Þannig hafa lifeyrissjóðslán, lán úr byggingar- sjóði verkamanna og byggingar- sjóði ríkisins og húsbréf verið talin lán til íbúðarkaupa en önnur lán verið álitin „neyzlulán". Þessi skipting gengur ekki upp, því að sum fyrstgreindu lánin hafa farið til neyzlu og heimilin hafa tekið mikið af bankalánum og öðrum lánum til íbúðarkaupa. Því er bezt að láta þessa skiptingu eiga sig. Vanskil hafa hlaðizt upp að und- anfömu. Frammámenn tala um skuldsetningu heimilanna sem þjóðarböl. Nefna má, að hagfræð- ingur Neytendasamtakanna segir, að samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun hafi 7 prósent þeirrar upphæðar húsnæðislána, sem var í gjalddaga í febrúar 1992, enn verið ógreidd í ágúst, sex mán- uðum síðar. Þarna era sennilega á ferð 2800 heimili, sem vora hálfu ári á eftir með greiðslur til Hús- næðisstofmmar. Þá geta menn rétt ímyndaö sér stöðu heimilanna í vanskilum almennt, þar sem bankalánin era þyngri en hús- næðislánin, en tölur liggja ekki fyr- ir. 10 prósenta raunvextir Mönnum getur dottið ýmislegt í hug tíl að létta greiðslubyrðina, eins og áður var nefnt, en almennt ástand í efnahagsmálum skiptir mestu - meira en margnefndar „sértækar ráðstafanir" til að bjarga heimilunum. Raunvextir, vextir umffarn verðbólgu, vora um ára- mótin um 10 prósent almennt. Raunvextir eru hærri hér en víðast hvar. Alltaf er verið að segja, að þessu þyrfti að breyta, en það er býsna erfitt. Bankakerfið er í vanda vegna áfalla. Bankamir leggja grimmt á afskriftarreikn- inga, milljarða á milljarða ofan, og Landsbankinn, að minnsta kosti, fær sérstaka reddingu frá ríkis- stjóminni. Þessar afskriftir era til komnar vegna þess að útlán tapast bönkunum, sem orsakast af óskyn- samlegri útlánastefnu bankanna fyrrum og þrýstingi frá ríkinu um, að þetta og hitt gæluverkefnið hljóti fyrirgreiðslu. Slíkur þrýst- ingur veldur því, að sumir bank- amir hafa lánað ákveðnum grein- um atvinnulífsins villt og galið langt út fyrir það, sem eðlileg bankapólitík hefði gefið forskrift um. _ Áhrif stjómmálamannanna hafa víðar verið til bölvunar og leitt til skuldaaukningar heimilanna. Nefna má umsvif ríkisins á láns- fjármarkaði, sem hafa ýtt upp raunvöxtunum. Það hefur aukið skuldabyrði heimilanna meira en flest annað. Tilkoma húsbréfa var í sjálfu sér hágstæð, en í praxís hefur útþensla þeirra orðið of mik- il og óviturleg. Mörg heimili hafa í því reist sér hurðarás um öxl, tekið of stór lán, sem þau ráða ekki við. Þetta gæti verið að lagast að þessu leyti. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri sagði til dæmis samkvæmt DV-frétt nú í vikunhi, að seðla- bankamenn teldu, að mikið fram- boð húsbréfa síðustu 2-3 árin hefði haft mikil áhrif á vaxtastigið og mjög mikilvægt sé, að það fari ekki frekar úr böndunum. Nú séu að vísu merki um, að eftirspum eftir húsbréfum fari minnkandi. „Ef það heldur áfram, getur verið, að ekki þurfi að takmarka framboð af hús- bréfum,“ sagði dr. Jóhannes Nor- dal. Það er semsé ein leið í áttina, sú að setja greiðslukortið í frysti - taka freistinguna burt. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.