Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 21 Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Johnny gerir hosur sínar grænar fyrir Amber hjá krítarkortafyrirtækinu. Stjömubíó - Bragðarefir: ★ Á annarra verðleikum Sú var tíðin að blökkumenn voru aðeins í aukahlutverkum í banda- rískri kvikmyndagerð. Á síðustu árum hefur hins vegar orðið þar á mik- il breyting til batnaðar, ekki síst vegna velgengni svartra kvikmyndaleik- stjóra á borð við Spike Lee. En það er með „negramyndirnar" eins og fiskeldisævintýrið á íslandi. Ur því einn græðir hljóta þúsundir að geta grætt líka. Grunnþráður Bragðarefa er hinn _____________________________ klassíski um strák sem verður skotinn í stelpu en gengur erfiðlega að fá hana til að líta við sér. Utan- um og innaní er svo saga um gífur- leg flársvik hjá greiðslukortafyrir- _________________________ tæki þar sem saéta skvísan vinnur. Og söguhetjan, bragðarefurinn Johnny (Damon Wayans), ræður sig þang- að til að vera nálægt sinni heittelskuðu. En áður en Johnny hitti Amber (Dash), en svo heitir stúlkan, var hann bara einn af óteljandi svikahröppum sem pretta saklausa alþýðuna á götum stórborga Ameríku. Við þá iðju naut hann dyggrar aðstoðar Sey- mour bróður síns (Marlon Wayans). Johnny var hins vegar orðinn þreyttur á harkinu og vildi fara að stunda heiðarlega vinnu, við dræmar undirtektir htla bróður. Johnny ,fær þó sitt fram, hreppir að lokum stúlkuna og skúrkamir fá makleg málagjöld. Damon Wayans, sem leikur aðalhlutverkið í Bragðarefum, skrifaði einn- ig handritið, framleiddi ásamt fiölskyldu sinni og fékk litla bróður til að leika við hlið sér. Sannast hér ídð fomkveðna að frændur eru frændum verstir því ekki verður mynd þessi til að auka hróður eins né neins. Þvert á móti Að sögn kviknaði hugmyndin að sögunni fyrir tíu ámm þegar Wayans vann sjálfur í greiðslukortafyrirtæki eins og Johnny. Ekki verður þó séð að hann hafi velt henni mikið fyrir sér áður en hann settíst loks niður til að skrifa. Slíkur er fljótaskriftarbragurinn á þessu. Spennan í myndinni er engin og atriðin sem eiga að vera gamansöm eru yfirleitt bara hreinn fíflagangur. Það eina sem maður getur ímyndað sér aö hafi vakað fyrir Wayans með gerð myndar þessarar er að hann hafi viljað nýta sér þann meðbyr sem „negrakvikmyndir“ njóta um þessar mundir. Svona mynd kemst alla vega ekki áfram á eigin verðleikum. Bragðarefir (Mo’ Money). Leikstjóri: Peter MacDonald. Handrit: Damon Wayans. Kvikmyndataka: Don Burgess. Leikendur: Damon Wayans, Joe Santos, John Diehl, Marlon Wayans, Stacey Dash. Ökeypis fjármálanámskeid fyrir unglinga ■ Hvaö eru raunvextir? ■ Hvaö eru veröbréf? H Hvernig á aö fylla út víxii? ■ Hvernig get ég látiö peningana endast betur? Þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað á fjármála- námskeiði Búnaðarbankans sem einkum er ætlað ungu fólki. Næsta námskeið er haldið 30. mars klukkan 15:30 í Búnaðarbankanum Austurstræti 5, (aðalbanka), 3. hæð. Innritun og nánari upplýsingar eru í sima 603203 (markaðsdeild). Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið. Hægt er að panta tíma fyrir nemendahópa. Upplýsingar um námskeið fyrir unglinga utan Reykjavíkur veita útibú Búnaðarbankans á viðkomandi stöðum. Þátttakendur fá fjármálahandbók og viðurkenningarskjal. Boðið er upp á veitingar og bankinn skoðaður. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum unglingum. BUNAÐARBANKINN - Traustur banki 1 jíiif// a/ //// Am\ f/#/m\i i / yjK * 5 * i -J aoso) Kópal Tónn 4 Kópal Glitra 10 Kópal Birta 20 Kópal Flos 30 Kópal Geisli 85 Sígild mött áferð. Hentar einkar vel þar sem minna mæðir á, eins og í stofum, svefn- herbergjum og á loft. Silkifín áferð sem laðar fram smáatriðin í samspili ljóss og skugga. Gefur silkimatta áferð. Hentar vel á bamaherbergi, eldhús, ganga og þar sem meira mæðir á. Hefur gljáa sem viða kemur sér vel enda vinsæl á stigaganga, bamaherbergi, eldhús og þvottahús. Góð á húsgögn. Tilvalin þar sem miklar kröfúr em gerðar um þvottheldni og styrkleika, t.d. í bílskúrinn og í iðnaðarhúsnæði. Góð á húsgögn. Kópal innanhúss- mólning fæst i fimm gljóstigum. Kópal innanhússmálning er einkar auðveld í meðfömm, slitsterk og áferðarfalleg. Kópal málning fæst í nær óteljandi litum og^alveg ömgglega í þeim lit sem þú leitar að. Rauði 0% miðinn er trygging fyrir því að í málningunni eru engin lífræn leysiefni. Betri málning, betra loft, betri líðan. Unálninghlf - það segir sig sjdlft - * m \ m /I 1111 1 MirVAU I f \miii\ í\\\v\jf#tf §

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.