Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Side 31
LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 43 Einbeitnin leynir sér ekki í svip Jennýjar enda hefur hún nú náð langþráðu takmarki í fimleikunum og er orðin sannkölluð fimleikadrottning íslands. hjá Helgu þegar uppgötvaðist með veikindi dótturinnar. EkM síst settu þau svip á fjármál fjölskyldunnar. „Fyrir utan erfiðleikana meö Elís var mjög erfitt hjá mér Ijárhagslega þar sem ekki reyndist auðvelt að fá stuðning. Ég þurfti að hætta að vinna til að vera með barninu. Þar sem ég átti íbúð fékk ég litla sem enga aðstoð frá Félagsmálastofnun. Hins vegar urðu fjárhagsvandræði mín svo mik- il að ég missti íbúðina og sat uppi með skuldasúpu. Það var eiginlega lán í óláni að kaupendur íbúðarinnar gátu ekki staðið í skilum með greiðsl- ur og mér tókst einhvem veginn að kaupa hana aftur með því að semja við lögfræðinga,'1 segir Helga. „Þar sem það var dóttir mín en ekki ég sem var veik þá fékk ég aðeins hálfan mánuð á launum. Ég hafði ekki rétt á atvinnuleysisbótum né heldur sjúkradagpeningum. Mig minnir að mér hafi verið dæmdar rúmar eitt þúsund krónur á mánuði. Auk þess fékk ég lán hjá Félagsmálastofnun sem ég endurgreiddi." Þau Helga, Elís og Jenný hafa alltaf Verið mjög samrýnd og unnið saman að öllum málum. Það segir hún hafa bjargað miklu. „Þegar þetta gerðist var ekki talað um sjúkdóma og fjár- hagserfiðleika eins opinskátt og nú er. Fólk hrósaði mér fyrir hversu dugleg ég væri en gerði sér enga grein fyrir erfiðleikum mínum né heldur hversu mikið veikt barnið mitt var,“ segir Helga. Það kom reyndar einnig Helgu á óvart þegar hún dvaldi með Jennýju á spítalanum í Kanada hvernig for- eldrar sneru baki við bömum sínum þegar svo alvarleg veikindi komu upp. „Ég klappaði þeim stundum á kinnina; fann til með þeim þar sem foreldrarnir létu ekki sjá sig. En ég var beðin að gera það ekki. Starfs- fólkinu fannst ekki að búa ætti til væntingar hjá þessum börnum." Börn með krabba- mein Jenný segist muna vel eftir þess- um dögum á spítalanum. Hún lætur minningarnar þó ekki þjaka sig og segist vel geta rætt þessi veikindi sín. Það má þó teljast kraftaverk hversu vel gekk með hana enda voru læknar á þeim tíma sannfærðir um að hún væri einsdæmi. Helga segir að marg- ir hafi beðið fyrir Jennýju og meðal þeirra var Einar á Einarsstöðum. Einnig vissi hún til þess að Hvíta- sunnusöfnuðurinn bað fyrir henni. Undanfarið hafa verið miklar um- ræöur í þjóðfélaginu um börn með krabbamein og söfnun skilaði hátt í sextíu milljónir. Helga telur einmitt að þetta hafi verið nauðsynlegt til að opna augu fólks fyrir hversu erfitt það er að hugsa um veik börn, jafnt andlega sem fjárhagslega. „Svona hlutir voru bara ekki ræddir þegar ég stóð í þessu," segir hún. Helga segist alltaf hafa haft hugboð um frá því fyrsta að eitthvað alvar- legt væri aö barninu. „Maður vissi ekki neitt um heilaæxli eða krabba- mein og þetta gerðist allt mjög fljótt þannig að maður var hálfáttaviltur. Rétt áður en við fórum utan var ég orðin svo þreytt eftir aUa spennuna að láta bamið aldrei finna fyrir hræðslu sinni. Haustið eftir að Jenný var skorin langaði hana aftur að fara í fimleika en Helga vildi heldur að hún færi í ballett. Hún prófaði því ballett í stutt- an tíma en ákvað síðan að fara frek- ar í fimleikana. Jenný reyndi ekkert ar síðan og stefnt að íslandsmeistara- titlinum sem henni tókst að vinna eins og allir vita. Hún stundar nám í Iðnskólanum í almennu námi enda veit hún ekki hvað hana langar til að verða. „Ég ætlaði í hárgreiðslu en hef séð að starfið muni ekki henta mér. Ég Þau hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt, Elís, Jenný og Helga, og fengið stuðning hvert frá öðru. - Var það ekki stór ákvörðun á sín- um tíma að ákveða að fara með veikt barnið til Kanada? „Það versta var auðvitað óvissan um hvort þetta mundi bera árangur. Eiginmaöur móður minnar, sem ávallt hefur reynst mér og mínum einstaklega vel, sagðist ætla að horga ferðir fyrir okkur ef sjúkrasamlagið gerði það ekki. í rauninni var þess vegna ekki nokkur vafi á að ég færi. Sjúkrasamlagiö borgaði síðan far- gjaldið fyrir okkur og sjúkrahús- kostnaöinn sem var auðvitað gríðar- lega hár. Það var þó heppni að ég átti margt skyldfólk á staðnum sem ég skiptist á að búa hjá þannig að uppihaldskostnaður varð minni fyrir bragðið. Auk þess var þetta borg sem ég ólst upp í og var kunnug í. Ég vildi þó fá að sofa hjá Jennýju á spítai- anum en það var ekki alltaf auðsótt, fór svolítið eftir hvaða vakt var aö störfum." að ég varð fárveik af stressi. Ég fékk sprautu til að ég gæti sofiö. Þó mátti ég ekki fá of mikið þar sem ég þurfti að vera klár í slaginn þegar til Kanada væri komið.“ Einu sinni hrædd Jenný segir að fyrstu einkenni hafi komið fram um jólin 1981 en hún fór ekki til læknis fyrr en í janúar. í lok febrúar var hún skorin upp hér á landi og nokknun dögum síðar aft- ur í Kanada þannig að atburðarásin var hröð. - En var hún sjálf hrædd? „Það er aöeins eitt skipti sem ég man eftir að ég hafi verið hrædd. Þá vorum við að fara með lyftu upp á skuröstofu og ég sá að mamma tárað- ist og bað Faöirvorið með mér. Það var í eina skiptið sem ég sá hana hrædda og það gerði mig hrædda," segir Jenný. Helga segist hafa reynt að fara varlega með sig þótt hún hefði gengið í gegnum svö erfiða upp- skurði. Henni fannst hún geta allt og krafturinn var mikill. „Kannski var ég hrædd innst inni og hlffði mér þá í stöku æfingum," segir hún. Stefnt að íslandsmeistaratitlin- um Undanfarin ár hefur Jenný hald- ið áfram í fimleikunum. Fyrir þrem- ur árum tók hún fyrst þátt í íslands- meistaramóti. Árið þar á eftir tók hún sér frí frá fimleikunum en sá eftir því og byrjaði aftur. Jenný hefur alltaf æft með Ármanni og þjálfan hennar er Berglind Pétursdóttir. Á íslandsmeistaramótinu í fyrra mun- aði minnstu að hún næði titlinum en það mistókst á síðustu stigunum. Jenný hefur því æft sex daga vikunn- gæti farið að þjálfa í fimleikunum og vel getur verið að ég geri þaö,“ segir hún. Jenný hafði ætlað að hætta eftir að íslandsmeistaratitlinum væri náð en er hætt við það. „Ýmis mót eru fram undan hjá mér sem mig langar að taka þátt í,“ segir hún. Frá því Jenný gekkst undir hinn mikla uppskurö á sínum tíma hafa orðið stakkaskipti hjá fjölskyldunni. Elís er kominn með unnustu og far- inn aö búa og mæðgumar tvær hafa komiö sér notalega fyrir í Miðtúninu. Helga keypti þá íbúð af Mikson, Eð- vald Hinrikssyni, fyrir tveimur árum ásamt Elís syni sínum en í henni hafa miklir íþróttamenn búið. Það má sannarlega segja að skipst hafi á skin og skúrir en Helga segir að stærsta hjálpin hafi verið hversu samrýnd þau þijú hafi verið og stað- ið saman þrátt fyrir alla erfiðleikana. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.