Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1993, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRlL 1993 5 Fréttir Bóndi dæmdur í sekt fyr- ir að skjóta setter-hund Bóndinn á Sólvangi á Blönduósi hefur verið dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og 70 þúsund krónur í skaðabætur fyrir írskan setter-hund sem hann drap með því að skjóta á hann tveimur skotum innan bæjarmarkanna í maí síðastliðnum. Hann er dæmdur fyrir brot á hegningarlögum, lögum um dýravemd og lögreglusamþykkt A- Húnavatnssýslu. Þá var haglabyss- an, sem bóndinn notaði, dæmd til upptöku til ríkissjóðs þar sem hún var ekki skráð á hann sjálfan. Hall- dór Halldórsson, héraðsdómari hjá Héraðsdómi Norðurlands vestra, kvað upp dóminn. Að kvöldi 28. maí kom eigandi hundsins ásamt 6 ára dóttur sinni og föður með hundinn að Hnitbjörg- um við Blönduós. Feðgarnir vom að bera hluti inn í hús þegar hundurinn hljóp yfir Svínvetningabraut og inn á tún þar sem hann eltist við fugla. Skömmu síðar kom hann aftur en hélt svo niður að Blöndu þar sem hann tók að elta gæsir. Á túni vestan við Kleifar fór hundurinn svo að elt- ast viö lambfé í eigu bóndans. Bóndinn sá til hundsins hlaupa um túnið þar sem kindur hans vora og sá vitni hundinn hlaupa eitt lambið um koll. Eftir þetta fór bóndinn niður að túni, tók upp haglabyssu í bíl sín- um og skaut hundinn af um 30 metra færi. Hundurinn skreið þá áfram og skaut bóndinn þá aftur. Hann setti hundinn síðan í bíl sinn og hélt á Sjö handteknir: Hass, sveppir, spítt og vopn Fíkniefnadeild lögreglunnar fór í aUs sex húsleitir um helgina og handtók í kjölfarið sjö manns, fimm karlmenn og tvær konur. Fólkið er á aldrinum 28 til 32 ára og hefur allt ítrekað komið við sögu fikniefnalögreglunnar. Húsleitir voru geröar heima hjá karlmönnun- um og vom konurnar tvær sambýlis- konur tveggja þeirra. Lagt var hald á 16 grömm af amfet- amíni, 6 grömm af hassi, rúmlega 21 gramm af marijúana, 16 grömm af þurrkuöum ofskynjunarsveppum og nokkra tugi af kannabisfræjum. Þá var lagt hald á fjölda vopna eins og fram kom í DV í gær. Tvær hagla- byssur fundust, rififill, lásbogi, fiöldi hnífa, kylfur og hnúajám. Einnig fannst við leit á vinnustað lítilræði af amfetamíni. Fjórir karlmannanna játuðu að eiga fíkniefnin og þrír þeirra reynd- usteigamestanpartvopnanna. -ból Blómainnflutmngur: Enn í þingnef nd „Við höfum óskað eftir fundi með landbúnaðamefnd Alþingis til að ræða fmmvarp um breytingu á bú- vörulögum sem heimilar frjálsan og tollalausan innflutning á grænmeti og blómum. Okkur finnst fmmvarp- ið opnara og rýmra gagnvart EES- samkomulaginu en nauðsyn krefur,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda. „Þá er- um við að leita eftir fundi með lög- fræðingum í landbúnaðarráðuneyt- inu til að fá áht þeirra." Fjallaö verður um frumvarpið á fundi landbúnaðamefndar Alþingis í dag. EgUl Jónsson frá Seljavöllum, formaður nefhdarinnar, segir ekki unnt að afgreiða málið strax. brott. Eigandinn ók þá í veg fyrir bóndann og stöðvaði fór hans. Þegar komið var með hundinn til dýra- læknis var dýrið dautt. Ákærði hélt því fram að með því að skjóta hundinn hefði hann verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri og krafðist sýknu. Dómurinn taldi á hinn bóginn að bóndinn hefði ekki reynt allt það sem honum bar til að veija fé sitt áður en hann greip til byssunnar - honum hefði borið að reyna til fulls hvort hægt hefði verið að koma hundinum út fyrir girðingu með öðmm hætti. Dómurinn taldi framburð bóndans um að hundurinn hefði bitið lamb ótrúverðugan þar sem bóndinn at- hugaði ekki hvernig því liði eftir aö hann skaut hundinn. Bóndinn mótmælti 150 þúsund króna bótakröfu hundeigandans. Dómurinn fékk vottorð frá Hunda- ræktarfélagi íslands þar sem sagði að hvolpar af sömu tegund og um ræðir í málinu væru seldir á 70 þús- und krónur. Við þaö studdist dómur- inn og dæmdi bóndann til að greiöa eigandanum sömu upphæð. Refsing- in er eins og áður segir greiðsla 50 þúsund króna sektar til ríkissjóðs og skal bóndinn greiða hana innan 4 vikna frá dómsuppkvaöningu - ella komi 15 daga varðhald í staðinn. Hann á einnig að greiða samtals 100 þúsund krónur í málsvamar- og sak- sóknaralaun. -ÓTT $ $ v V V RENAULT19 Tvímælalaust hagkvæmustu kaupin á árinu * • Oruggur og traustur - Rúmgóður og þœgilegur - Kroftmikill og glœsilegur Þú hefur aö minnsta kosti 19 ástæöur til aö skoða Renault 19 r Fjarstýröar samlæsingar Þokuljós aö framan og aftan Rafdritnar rúöur Bein innsprautun Fjarstýröir útispeglar Oiiuhæöarmæiir Litaö gler Höfuöpúöar á aftursætum Samlitir stuöarar Niöurfeitaniegt aftursæti Snúningshraöamæiir Fjölstillanlegtbílstjórasæti Luxus innrétting 460 lítra farangursgeymsia Vökvastýri 3 ára verksmiöjuábyrgö Veltistýri 8 ára ryövarnarábyrgö Renault 19 var fyrst kynntur á árinu 1989 og hefur farið sigurför um Evrópu. Við bjóðum nú nýjan Renault 19, rúmgóðan og sportlegan fjölskyldubíl sem tekið er eftir. ..og kostar aðeins kr. 1.289.000, (með "metal" lakki, ryðvöm og skráningu) Renault 19 er kominn með nýtt útlit, nýja fallega innréttingu og 1800 cc. vél með beinni innsprautun. RENAULT HEIMSMEISTARI 1992 RENAULT -fer á kostum Bflaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík-Sími 686633 -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.