Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993
3
FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 685870
BRIMBORG
eða skynsemi - þitt er valið!
Þegar litið er yfir íslenskan jeppamarkað blasir sú staðreynd við að flestir jeppar eru
ákaflega dýr farartæki. En þetta á sem betur fer ekki við um þá alla. Daihatsu Feroza er
til dæmis augljós kostur fyrir fólk sem vill eignast jeppa á verði fólksbíls. Jeppa sem
ekki kostar á fimmtu milljón, er ódýr í rekstri og kemst allt það sem hægt er að ætlast til
afjeppa, t.d. í snjó og ófærð. Staðreyndin ersú að Feroza kemstþað sama og mun
stærri jeppar en fyrir miklu minna verð. Feroza er ódýr alvörujeppi.
□AIHATSU
Stofnað 1907
Feroza - alvöru jeppi í bústaðinn og ferðalögin!
Feroza er byggður á grind og er vel búinn að öllu leyti. Vélin er kraftmikil 1600cc, 16 .
ventla með beinni innspýtingu sem gefur 96 hestöfl. Auk þess er Feroza búinn vökvastýri,
læstu drifi að aftan, driflokum, fellanlegu aftursætisbaki, tvöföldu veltibúri, hita og þurrku
á afturrúðu, hlífðarpönnum undir vél og gírkassa o.fl.
Feroza er að sjálfsögðu með drif á öllum hjólum, búinn millikassa með háu og lágu drifi og
hæð undir lægsta punkt er sérlega mikil eða 20,5 sm.
Daihatsu Feroza DX 3 dyra, 5 gíra árgerð 1993 kostar frá 1398.000 kr stgr. á götuna.
Daihatsu Feroza er með 3 ára ábyrgð og 6 ára ábyrgð á verksmiðjuryðvörn.