Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 24. APRÍL1993 Erlendbóksjá í ríki Hitlers Metsölubækur Bretland, kiljur Skáldsögur: 1. Catherlne Cookson: The House of Women. 2. Clive Cussler: Sahara. 3. Mary Wesley: A Dubíous Legacy. Force Rising. 4. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 5. Joanna Trollope: The Choir. 6. Michóle Roberts: Daughters of the House. 7. Terry Brooks: Elf Queen of Shannara. 8. Alexander Kent; Beyond the Reef. 9. Olivia Goldsmith: The First Wives' Club. 10. Stephen Fry: The Liar. Rit almenns eðlis: 1. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 2. Malcolm X & Alex Haley: The Autobiography of Malcolm X. 3. Bill Bryson: The Lost Continent. 4. Peter Mayle: A Year in Provence. 6. Peter Mayle: Toujours Provence, 6. Bill Bryson: Neither here nor there. 7. Rory MacLean: Stalin's Nose. 8. C. Howarth 8t S. Lyons: Red Dwarf Programme Guide. 9. Cleese & Skynner: Families & how to Survive Them. 10. Peter Mayle: A Year ín Provence. (Byggt á The Sunday Tímes) Þýskaland Skáldsögur: 1. Gordon: Der Schamane. 2. Heller: Der Mann, der's wert ist. 3. Pilcher: Die Muschelsucher. 4. Wood: Das Paradies. 5. King; Dotores. 6. García Mérques: Geschichten aus der Fremde. (Byggt é Der Spiegel) Fyrir nokkrum árum, á meðan kommúnistar voru við völd austan járntjaldsins, vakti Martin Cruz Smith verðskuldaða athygli með spennusögunni Gorky Park. Ástæð- an var einkum sú að honum tókst að semja spennandi og raimsæja sakamálasögu um tilraunir lögreglu- manns þar eystra til að leysa morð- mál sem tengdist valdamiklum mönnum í einræðisríki kommún- ismans. Fatherland, bráðsnjöll spennusaga breska blaðamannsins Roberts Harr- is, hefur oft verið borin saman við Gorky Park enda fjaUar hún líka um Umsjón: Elías Snæland Jónsson lögreglumann í einræðisríki sem reynir að leysa pólitíska morðgátu. Hugmynd Harris er þó enn snjaUari og útfærslan frábær. Hitler árið 1964 Sagan gerist árið 1964 í Evrópu sem er afar ólík því sem hún var í reynd. Munurinn? Jú, það voru ekki Bret- ar, Bandaríkjamenn og Rússar sem unnu síðari heimsstyrjöldina heldur þýsku nasistarnir. Adolf Hitler er því enn viö völd í Berlín og reyndar í þann veginn að halda upp á sjötíu og fimm ára afmæh sitt. Harris gefur sér að Sovétríkin hafi kiknað undan sókn nasista. Öll Aust- ur-Evrópa er því hluti Stór-Þýska- lands sem á að vísu enn í skæruhem- aði á austurvígstöðvunum. Bretar neyddust af þessum sökum til aö semja um friö. Og nú hefur nýtt orð hafið göngu sína í samskiptum stór- veldanna, Þýskalands og Bandaríkj- Robert Harris, höfundur Fatherland. anna - sum sé „þíða“. Kennedy, for- seti Bandaríkjanna - þaö er að segja Jósef gamh - hyggst staöfesta þessa breyttu stefnu með því að koma fyrstur Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Adolfs Hitlers. Um þetta leyti finnast nokkrir gamhr nasistaforingjar látnir. Slys eða morð? Rannsóknarlögreglumaö- urinn Xavier March er ekki í nokkr- um vafa um þetta séu morð. Hvar eru gyðingamir? Háttsettir Gestapóforingjar reyna aö hindra rannsókn málsins en March lætur sig ekki og heldur áfram. Hann kemst einnig í samband við bandaríska blaðakonu sem m.a. leitar svara við þeirri spurningu sem lengi hefur verið ósvarað - af hveiju finnast ekki lengur neinir gyðingar í Þýskalandi? Þar sem nasistar fóru með sigur af hólmi í styrjöldinni miklu hefur umheimurinn aldrei heyrt um út- rýmingu gyðinga eða staði eins og Auschwitch eða Treblinka. Blaða- konan sættir sig hins vegar ekki við hið sígilda svar þýskra ráðamanna, sem er: gyðingarnir fóru austur. Þegar frá líöur bendir margt til þess að leyndardómurinn um hvarf gyðinganna og morðin á gömlu nas- istaforingjunum séu nátengd. Harris er vel ritfær og snjall í lýs- ingum sínum á þeim veruleika sem sigur nasismans hefði skapað í Evr- ópu. Jafnframt tekst honum vel að búa til hörkuspennandi en um leið sannfærandi söguþráð. FATHERLAND: Höfundur: Robert Harrls. Harper Paperbacks, 1993. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Pelican Brief. 2. Michael Cricbton: Jurassic P.uk 3. John Grisham; The Firm. 4. John Grísham: A Time to Kitl. 5. Dick Francís: Comeback. 6. Belva Plain: Treasures. 7. Michaet Crichton: Rising Sun. 8. Eric Segal: Acts of Faith. 9. Kathryn Harvey: Stars. 10. Jayne Ann Krentz: Wiidest Hearts. 11. Robert B. Parker: Doubie Deuce, 12. Maya Angelou: On the Pulse of Morning. 13. Jane Smiley: A Thousand Acres. 14. Olivia Goldsmith: The Fírst Wives Club. 15. Barbara Ðelinsky: More than Friends. Rit almenns eðlis: 1. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 2. Maya Angelou: I KnowwhytheCaged Bird Sings. 13 R. Marcinko & J. Weisman: Rogue Warrior. 4. Glorla Steinem: Revojution from within. 5. Deborah Tannen: You just Ðon't Understand. 6. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Al Gore: Earth in the Balance. 8. Susan Faludi: Blacklash. 9. Nancy Friday: Women on Top. 10. Piers Paul Read: Alive. (Byggt á New York Timos Book Review) Vísindi Lyktin kaupmaður Á næstu árum munu neytendur finna smjörþefinn af þessari upp- finningu. Vísindamenn hafa kom- ist að því að fólk kaupir meira ef þaö finnur sérstaka lykt við búðar- hiUumar og er búist við aö þessi nýjung verði reynd í um eitt hundr- að verslunum á Bretlandi næstu mánuðina. Viöeigandi lykt er sett saman í tilraunastofum og síðan dælt yfir fólk meðan það gerir upp hug sinn um hvað skuli kaupa. Ferðasalar ætla að reyna ilm af kókoshnetum og bílasalar höfugan leðurilm. Þá halda kaupendur aö þeir séu að veljaséreðalvagn. Sérstakur bókailmur hefur verið hannaður fyrir bókabúðir og minnir hann í aðra röndina á gamla fombókaverslun. Á undanf- ömum árum hefur tónlist verið notuð í þessum tiigangi með góðum árangri en nú ætla kaupmenn aö þræða leiðina að buddu neytenda í gegnum nefið. Fax í vasa í Bandaríkjunum er komið á mark- að nýtt faxtæki á stærð við vepj u- lega vasatölvu. Tækið kostar um 25.000 krónur og er því mun ódýr- ara en hefðbundin faxtæki. Nýja faxið er tengt við símainn- stungur hvar sem eigandi þess kemur og hann getur skrifað við- eigandi skilaboð á staðnum. Það hefur einnig nægilegt minni til að geyma venjuleg bréf. Gallinn er hins vegar sá að ekki er hægt að nota pappír í tækið og ■ o . » a 1 * 't U V m 'méi". ' ■'''V-;h:'.** . Nýja faxið er á stærð við vasa- tölvu. tengja verður það við sérstakan prentara vilji menn fá afrit af send- ingum. Æsingur er ekki lífs- hættulegur Það er ekki vont fyrir hjartað aö öskra á starfsfélaga sína og segja þeim að fara í rass og rófu (eins og þeir eiga skihð). Það er heldur ekki vont fyrir hjartað aö leggja áherslu á orð sín með því aö skella hurðum ogbrjóta húsmuni. Undanfama áratugi hefur það verið trú lækna að æsingamenn séu í meiri hættu að fá fyrir hjartað en aðrir. Því hefur hjartveikum mönnum verið ráðlagt að slappa af og róa sig niður fremur en að ganga af göflunum við öll tækifæri. Nú hefur sálfræðingur að nafni Toshihiko Mamta kannað máhð að nýju og komist að þeirri niður- stöðu að skapofsi leiði ekki til hjartabilunar. Hjartasjúkdómar sækja helst á fullorðna karlmenn Æsingur er ekki hættulegur hjart- anu. og þeir eru oft uppstökkir vegna elh og gremju en það er ekki orsök hjartaáfalla, segirMaruta. Geimverur eiga ekki síma Heimsfræðingurinn Richard G. Teske segir aö mjög ólíklegt sé að jarðarbúar nái sambandi við geim- vemr. Ástæðan er ekki að líf fyrir- finnist bara á jörðinni heldur telur Teske ólíklegt aö geimverur eigi símaaðtalaí. Fyrir þessu færir Teske einfóld rök. Mjög líklegt er að líf hafi kviknað á öðrum stjömum eins og jöröinni en mjög ólíklegt er að þaö hafi gerst á hnöttum þar sem líka er að finna málma eins og á jörð- inni og flest tæki okkar era gerð úr. Því segir Teske ólíklegt að sam- band komist á því tækni jarðarbúa geti verið einstök þótt lífið sé það ekki. Heimsendir Stjamfræðingar segja að sóhn sé að springa og gleypa jörðina í sig. Ekki er þó ástæða til að bregðast viö þessum tíðindum alveg strax því þessi heimsendir verður ekki fyrr en eftir fimm milljarða ára. Þremur milljörðum ára áður verð- ur allt vatn gufað upp afjörðinni og hún orðin óbyggileg. I Japan eru neðansjávarstokkar taldir hagkvæmari en jarðgöng. Ódýrari en jarðgöng Japanskir verkfræðingar segja að ódýrara sé að leggja vegi í neð- ansjávarstokkum en að byggja brýr eða grafa göng. Kosturinn við neðansjávarstokka er aö hægt er að framleiða þá í ein- ingum í verksmiðjum og koma þeim svo fyrir í sjónum. í Japan hugsa menn sér að láta neðansjávarstokka hvfia á súium því þá þurfi ekki aö hafa áhyggjur af misfellum á hafsbotninum. Snerpa Snarpasta hreyfmg sem mælst hefur hjá manni er 288 kílómetrar á klukkustund. Þetta er ósjálfrátt viðbragð enda em venjulegar handahreyfingar nokkru hægari. Hreyfmgar gamals fólks em að jafnaði 15% hægari en þeirra ungu. Heimiliskettir eru álíka heimskir og þeir lita úr fyrir að vera. Heimiliskettir eru heimskir Heimiliskettir líta oft ótrúlega heimskulega út þar sem þeir hggja á stofugólfi og stara tómum augum út í loftið. Og í þessu efni villa þeir ekki á sér heimildir; heimiliskettir em heimskir ef hugarstarfsemi þeirra er borin saman við raun- verulegavilliketti. Mannskepnan tók að hæna að sér ketti fyrir 15 til 20 þúsund árum. Þá urðu spökustu kettimir fyrir vahnu sem heimiiisdýr og í áranna rás hafa menn fremur kosið ljúfa ketti og rólega en grimma. Þetta hefur leitt til þess að tamdir kettir em nú með 30% minni heila en forfeður þeirra. Enn era til á Spáni sannir villikettir og þeir slá jafnvel þeim feðgum Högna og Pápa hrekkvísa við í andlegu at- gervi. Umsjón Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.