Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Page 14
14
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON'
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SÍMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hrafnlaus hómilíu-kastali
Hrafn Gunnlaugsson verður ekki Seðlabankastjóri,
þótt hann geti án efa gegnt því embætti með endurbætt-
um hætti. Embættið er eign annars aflaflokks, sem býður
upp á Jón Sigurðsson álversráðherra, er einnig hefur
góða reynslu af skömmtun almannafjár til gæludýra.
Jón Sigurðsson leysir af hólmi Jóhannes Nordal, sem
hefur verið fulltrúi Alþýðuflokksins í bankastjórninni.
Þess vegna á sá flokkur stólinn, en ekki einhver annar
aflaflokkur, þótt samstarfsflokkurinn í ríkisstjóminni
hafi fleiri kvígildi á framfæri sínu um þessar mundir.
Auðvelt er að vera Seðlabankastjóri, því að bankinn
er nokkum veginn alveg óþörf stofnun, sem ríkisstjómir
hafa notað til að draga fé úr bankakerfmu til gæluverk-
efna af ýmsu tagi, svo sem afurðalána í landbúnaði. Ekki
þarf því að taka tillit til hæfileika lysthafenda.
Fráfarandi Seðlabankastjóra verður tæplega minnst
fyrir hinar árlegu og marklausu hómilíur á aðalfundi
bankans, heldur fyrir að hafa tekizt að breyta bankanum
úr skrifborðsskúffu í Landsbankanum í risavaxinn kast-
ala með 600 milljón króna árlegum rekstrarkostnaði.
Seðlabankanum hefur að meshi mistekizt bankaeftir-
litið, svo sem sjá má af gjaldþroti Útvegsbankans og árleg-
um milljarðaafskriftum tveggja stærstu viðskiptabank-
anna. Þetta stafar sennilega af, að Seðlabankinn hefur
ekki sinnt því að afla sér stjómtækja til efdrlits.
Seðlabankanum hefur algerlega mistekizt að skrá
krónugengið, svo sem sjá má af langri sorgarsögu gjald-
miðilsins. Það er alltaf erfitt fyrir stofnun að leika hlut-
verk markaðsafls. Slíkt verður bara sýndarmennska, svo
sem dæmið sannar. Gengi krónunnar á að skrá sig sjálft.
Seðlabankinn hefur hins vegar haft fornstu um að
efla fínimannsleik í bankakerfinu, þar sem laxveiðar og
ytri umbúnaður leysir af hólmi þörfina á góðum banka-
stjórum til að reka stofnanir sínar eftir þeim heilbrigðu
rekstrarvenjum, sem kerfi markaðsbúskapar stefnir að.
Ef bankaeftirlitið væri gert virkt og flutt úr bankanum
og ef hætt yrði að skrá gengi krónunnar með handafli,
væri ekkert eftir handa Seðlabankanum að gera. Þess
vegna mætti gefa bankann til Færeyja, ef ekki fylgdi sá
böggull skammrifi, að þar er engin góð laxveiðiá.
Arftaki bankastjórans er einkum þekktur fyrir að
hafa verið mánaðarlega í hálft annað ár á fremsta hlunni
samnings um nýti álver. Það væri verðugt verkefni fyrir
nýjan framkvæmdastjóra sjónvarps að klippa saman og
sýna hinar upphöfnu yfirlýsingar ráðherrans í málinu.
Frammistaða ráðherrans í yfirlýsingaflaumi álvers-
óranna bendir til, að hann geti auðveldlega tekið við
flutningi hinna árlegu hómilía Seðlabankans, þar sem
þjóðin er hvött til að herða sultaról sem mest hún má, á
meðan aflaflokkar stjómmálanna leika lausum hala.
Alþýðuflokkurinn er að komast í þrot með að útvega
fólk í embættin, sem falla honum í skaut við skiptingu
aflans. Sérfræðingur flokksins í aukinni ofveiði á þorski
er orðinn að veðurstofustjóra og fi árlaganefndarstj órinn
er að velja milli ráðherradóms og Tryggingastofnunar.
í þessu kerfi eru einstök mál leyst með því, að Lands-
bankinn segir upp 130 fulltrúum pöpulsins, en stjórar-
nir, sem stóðu fyrir óráðsíunni, eru ósnertanlegir með
öllu. Þeir passa meira að segja upp á að ekkert bili í fyrir-
huguðum laxveiðiferðum sínum með Lúðvík Jósepssyni.
Verst er, að ekki skyldi vera hægt að gera Hrafn að
seðlabankastjóra. Hann hefði flutt hinar árlegu hómilíur
af miklu meiri tilþrifum en geta þeir Jóhannes og Jón.
Jónas Kristjánsson
Rússar skera
úr milli for-
seta og þings
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Rúss-
landi á morgun fer fram að frum-
kvæði Borís Jeltsíns forseta. Eför
að í odda skarst með honum og
meirihluta þingsins fyrir áramót,
ákvað hann að vísa bæri til þjóðar-
innar ágreiningi um skiptingu
valda milli forseta og þings og til-
lögu sinni um setningu nýrrar
stjómarskrár í stað þess stagbætta
plaggs frá valdatíma Brezhnev sem
nú er notast við.
Rúslan Khasbúlatof, þingforseti
og pottur og panna í andstöðu á
þingi við Jeltsín og stjóm hans, brá
við og reyndi að ná tökum á þjóðar-
atkvæðinu. Á aukafundi Þjóðfuli-
trúaþingsins var að hans undiriagi
samþykkt að bera skyldi undir
kjósendur hvort þeir styddu forset-
ann og stefnu hans og hvort þeir
væm fylgjandi nýjum forseta- og
þingkosningum hið fyrsta. Megin-
atriðið í málatilbúnaöi Khasbúlat-
ofs var þó að áskihnn væri hreinn
meirihluti kjósenda á kjörskrá til
að úrsht í atkvæðagreiðslunni
hefðu gildi. Miðað við skamman
undirbúningstíma og ríkjandi
stjómmálaþreytu meðal mikils
hluta landsmanna þótti og þykir
borin von að þessu skilyrði verði
fuhnægt. Þingforseti var því í raun-
inni að leitast við aö búa svo um
hnútana að þjóðaratkvæðið gæti
ekki skorið úr neinu og hann hefði
jafn mikið svigrúm og fyrr að leggja
steina í götu forseta og stefnu hans.
Jeltsín brást við með því að lýsa
yfir að skilmálar þingsins um þátt-
töku í atkvæðagreiðslunni væm
marklausir og meirihluti greiddra
atkvæða nægði th að fá gilda niður-
stöðu. Nú hefur stjórnlagadóm-
stólhnn, sem í rauninni er frekar
þingnefnd en dómstóh, tekið undir
með forsetanum að einfaldur
meirihluti nægi til að skera úr um
afstöðu kjósenda til stöðu hans og
stefnu.
Eftir þennan úrskurö var Jeltsín
sigurviss á fundi með fréttamönn-
um þar sem hann var staddur úti
á landsbyggðinni að hvetja til fylgis
viö málstað sinn. Kvaðst hann hafa
undirbúið öflugar og einarðar ráð-
stafanir að þjóðaratkvæði afstöðnu
til að rjúfa stjómarfarslega sjálf-
heldu. Skoraöi hann á kjósendur
að gera sigur sinn sem mestan og
samþykkja nýjar þingkosningar,
svo unnt veröi að setja stjómarskrá
í samræmi viö kröfur tímans. Legg-
ur Jeltsín til að þing veðri í tveim
dehdum og forseti geti rofið það og
efnt th nýrra kosninga verði
ágreiningur milh löggjafarvalds og
framkvæmdavalds.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Andstæðingar Jeltsíns virðast
fyrirfram hafa misst vonina um að
sigra hann við kjörborðið því á
fimmtudag var dreift í Moskvu
óundirrituðu plaggi á bréfsefni
skrifstofu Rússlandsþings þar sem
því var haldið fram aö stuðnings-
menn forsetans væra aö undirbúa
folsun úrshta.
í gær voru svo Pavel Gratséf
landvamaráðherra borin á brýn
tengsl við fjárdrátt herforingja við
sölu á hereignum við brottfor Sov-
éthers frá Austur-Þýskalandi.
Hann neitaöi jafnharðan og kvað
um að ræða póhtískt bragð vegna
þjóðaratkvæðisins.
Alexander Rútskoj varaforseti,
sem kominn er í harða andstöðu
við Jeltsín, kveðst hafa safnað í
tólf ferðatöskur fuhar skjölum sem
sýni fram á fjármálaspillingu í
stjómkerfmu. Þar á meðal sé ofsa-
gróði af ólöglegum útflutningi á
rauðu kvikasilfri, efni sem enginn
virðist vita nein skh á.
Khasbúlatof hefur fyrir sitt leyti
beðið fulltrúa á fastaþingi Rúss-
lands að vera viðbúna kvaðningu
th fundar árdegis á mánudag. Vhl
hann því bersýnhega vera viö því
búinn að fá þingiö th að bregðast
skjótt við úrshtum þjóðaratkvæð-
isins og ráðstöfunum sem Jeltsín
kann að gera í framhaldi af þeim.
Líklegast er að Khasbúlatof reyni
að fá fastaþingið th að kalla Þjóð-
fuhtrúaþingið saman th enn eins
aukafundar. Átökin mihi þings og
forseta Rússlands geta því farið í
eina lotu enn en Jeltsín og menn
hans binda vonir við að afstaða
kjósenda verði nógu eindregin
þeim í vh til að þessi verði sú síð-
asta.
Ófremdarástand í rússneskum
efnahagsmálum má að verulegu
leyti rekja th þess að þingið hefur
skirrst við að afgreiða stjómar-
fmmvörp um reglur markaðsbú-
skapar og seölabankinn, sem lýtur
þinginu, hefur að vhja þess stundað
óhefta seðlaprentun og alið með því
á verðbólgu.
Boris Jeltsin Rússlandsforseti þakkar fyrir sig í þorpinu Jakshur á sjálf-
stjórnarsvæöinu Údmúrtiu eftir viðkomu á kynningarferðalagi fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðsluna. Símamynd Reuter
Skoðanir annarra
Bjartsýnismaðiirinn Hani
„Mánuði áður en hann var drepinn á götu í Jó-
hannesarborg sagöi Chris Hani, aðalritari Komm-
únistaflokks Suður-Afríku, í viðtali við blaðamann
Newsweek: „Ég er bjartsýnismaöur. Það kann að
taka einhvem tíma en lýðræðið mun sigra." Um-
breyting hans sjálfs úr skæruhða í samningamann
var ein ástæða th bjartsýni. Blóðbaðið sem fylgdi í
kjölfar morðsins gefur þó th kynna hversu mikið
geti enn fariö úrskeiöis ef vonir um heiðarlegt sam-
komulag allra kynþátta verða jarösettar með Hani.“
Úr forystugrein New York Times 20. aþril.
Að gleyma eigin boðskap
„Vesturlönd hafa lengi prédikað frjálshyggju fyr-
ir ríki Austur-Evrópu. Það em ekki síst ríki Mið-
Evrópu sem hafa tekið boðskapinn th sín en lönd
Evrópubandalagsins hafa sjálf ekki farið eftir hon-
um. Austur-Evrópustefna þeirra einkennist af þjóð-
emislegri eiginhagsmunahyggju. Þau viröast hafa
gleymt eigin boðskap um að aukið verslunarfrelsi
sé allra hagur og það muni auka hagvöxtinn.“
Úr forystugrein Politiken 15. apríl
Á nasistaveiðum
„Þar th nýlega vom nasistaveiðar frekar einfalt
mál þar sem „vondu gæjarnir" (stríðsglæpamenn-
imir) vom fundnir sekir á grundvehi vitnisburðar
„góðu gæjanna" (þeirra sem lifðu af ofsóknimar). Á
undanfömum tveimur árum hefur lögsókn á hendur
einhverjum verstu glæpamönnum nasista þó nær
eingöngu byggst á vitnisburði manna sem drýgðu
glæpina með þeim. Og árangurinn hefur verið ömur-
legur.“
Úr grein Efraíms Zuroffs í Jerusalem Post 17. apríl