Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Page 18
18 LAUGARDAGUR 24. APRÍL1993 Dagur í lífi Ágústu Johnson: Á hlaupum allan daginn Ágústa Johnson. Mánudagur 19. apríl: „Ég vaknaði klukkan hálfníu síðastliðinn mánudag við ágætis vekjara- klukku. Það var dóttir mín sem vakti mig, orðin svöng og potaði í mig gegnum rimlana á rúminu sínu. Ég gaf henni að borða, fékk mér brauðsneiö og djús og gerði síðan morgunverkin, sinnti þvotti, skúraði, tók til í eldhúsinu, setti í uppþvottavél, klæddi bamið og öðru því sem sinna þarf. Síöan eyddi ég afganginum af morgninum í að leika við dóttur mína og þess á milli hringdi ég nokkur símtöl vegna vinnunnar. í hádeginu útbjó ég mat fyrir dóttur mína og fékk mér samloku og djús henni til samlætis. Að því loknu setti ég síðan dóttur mína út í vagn. Vaktaskipti við manninn Rétt eftir hádegið kom maðurinn minn heim og viö höíðum vakta- skipti. Ég fór á skrifstofuna en hann fór í bamapössunina. Ég sat við tölvuna til klukkan fjögur við undirbúning námskeiðs sem byijar hjá mér á morgun. Að því loknu rauk ég heim og gerði mig klára fyrir kennsluna og vinnuna seinni- partinn. Bamapían kom klukkan hálf- fimm og þá fórum við Hrafn, eigin- maður minn, í vinnuna. Þar sinnti ég ýmsum verkefnum þar til ég fór að kenna klukkan hálfsex. Sá tími heitir fitubræðsla tvö. Siöan hafði ég einn og hálfan tíma þar til næsti tími byrjaði og ég greip í eina sam- loku á milli þess að ég sat við skipu- lagningu á námskeiðinu. Æfi fyrir danskeppni Eftir síðari kennslutímann beið ég í klukkutíma eftir því að maður- inn minn kláraði sinn tíma og sinnti skrifstofustörfum á meðan. Klukkan 10 var hann búinn en þá fómm viö saman á dansæfingu. Við emm að æfa dans fyrir keppni sem verður um mánaðamótin. Sú æfing stóð yfir til klukkan hálftólf en þá fómm við heim, pönt- uðum grænmetispitsu og sátum við spjall og sjónvarpsgláp. Um klukk- an hálftvö eftir miðnætti vorum við lögst á koddann en ég fer yfirleitt mjögseint að sofa.“ -ÍS Finnur þú funm breytingai? 202 Usssss, hann gæti farið að gruna eitthvað ef hann heyrði til þín! Nafn: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti 5.450 frá versluninni Tónveri, Garðastræti 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verömæti kr. 3.950. Bækurnar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 202 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundruðustu getraun reynd- ust vera: 1. GísliÖrnGíslason Norðurvöllum 62, 230 Kefla- vik. 2. Guðrún Brynjólfsdóttir Ástúni 8, 200 Kópavogi. Vinningarnir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.