Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Síða 21
LAUGARDAGUR 24. APRÍL1993
21
írskur milljónamæringur lætur til sín taka:
Eurovision haldin í reiðhöll
Söngvakeppni sjónvarpsstöðv-
anna, sem fram fer 15. maí næstkom-
andi, er nú beðið með enn meiri eftir-
væntingu en nokkru sinni fyrr. Er
búist við að framkvæmd hennar
verði með allt öðru sniði en tíðkast
hefur til þessa. Að þessu sinni verður
hún nefnilega haldin í litlu þorpi á
írlandi. Það nefnist Millstreet og er
staðsett í Cork-héraði. Það er ótrúlegt
en satt að þar eru fimmtán krár, tveir
bankar, eitt gistiheimili en ekkert
hótel.
Ofurhuginn Duggan
Nú spyrja sjálfsagt margir hvemig
í ósköpunum írlendingum detti í hug
að halda heila söngvakeppni á af-
skekktum stað þar sem ekki sé neitt
til neins. Raunar er það írskur millj-
ónamæringur, Noel Duggan að nafni,
sem stendur fyrir því. Hann á m.a.
geysistóra reiðhöll í Millstreet og þar
mun söngvakeppnin fara fram.
írskum blaðamönnum.gafst á dög-
unum kostur á að kynna sér svæðið.
þeir litu m.a. inn í reiðhöllina þar
sem allt angaði af hrossalykt. Steyp-
an á sviðinu var enn ekki þomuð.
Hljómsveitargryfjan var ekki tilbúin,
engin sæti voru komin í höllina,
hvorki venjuleg né heiðursstúkur.
Ýmislegt hefur þó verið gert og enn
nægur tími til stefnu. ReiðhöUin og
svæðið umhverfis hana eiga áreiðan-
lega eftir að taka algjörum stakka-
skiptmn fyrir miðjan næsta mánuð.
Þá er þess sérstaklega getið að
Noel hefur þegar breytt flósinu sínu
í veitingastað. Næsta verkefni var
að útbúa fullnægjandi aðstöðu fyrir
fjölmiðlafólk, svo og bar.
Noel Duggan við svæðið þar sem
Söngvakeppni sjónvarpsstöðva
1993 fer fram um miðjan maí. Á inn-
felldu myndinni er allt á rúi og stúi
í reiðhöllinni þar sem framkvæmdir
eru á fullu.
Kóngur í Millstreet
Einhvem veginn hefur þessum
ótrúlega eldhuga, Noel Duggan, tek-
ist að sannfæra írsk stjómvöld og
ríkissjónvarpsstöðina RTE um að
hann væri rétti maðurinn til þess að
sjá um að þeim miklu fjármunum
sem lagðir yrðu í Eurovision-keppn-
ina yrði sem best ráðstafað.
Staðurinn útvaldi, Millstreet, er
einungis þekktur fyrir hrossasýning-
ar Duggans sem hann heldur þar
tvisvar á ári. Þetta litla þorp kúrir
undir Claragh-fjalli einhvers staðar
á milli Cork og Killamey.
En hvemig fór Duggan aö því að
fá söngvakeppnina þangað? Það
skýrir málið að hann er konungur
Millstreet. Hann á megnið af landinu
og veitir megniö af þeirri atvinnu
sem þar er aö hafa. Ef hann væri ít-
alskur væri hann áreiðanlega guð-
faðir. Og ef hann væri pólskur væri
hann áreriðanlega páfi. Þannig líta
þorpsbúar á hann.
Hvererhann?
Duggan man tímana tvenna. Hann
þurfti að sjá tíu ungum systkinum
sínum farborða eftir að faðir hans
lést. Hann byggði upp öflugt fjöl-
skyldufyrirtæki í málmiðnaði og
keypti landið umhverfis Millstreet.
Þótt ótrúlegt megi virðast í landi þar
sem er 25 prósenta atvinnuleysi örlar
ekki á slíku vandamáli í þorpinu. Þar
erú heldur engir glæpir og innflytj-
endur þekkjast ekki.
Duggan segist aldrei hætta fjár-
munxnn. En þegar írska söngkonan
Linda Martin vann keppnina í fyrra
tók hann sig til og skrifaði RTE. Í
bréfinu bauö hann ókeypis afnot af
reiðhöllinni og svæðinu umhverfis
fyrir söngvakeppnina í ár.
Næstu tvo mánuöina heyrðist
hvorki hósti né stuna frá yfirmönn-
um sjónvarpsstöðvarinnar. í Mill-
street gekk sá brandari ljósum logum
að forráðamenn RTE sjónvarps-
stöðvarinnar gætu enn ekki svarað
bréfi Duggans fyrir hlátri.
Sá síðastnefndi lét þó ekki hugfall-
ast. Hann hafði nú samband viö þá
stjórnmálamenn sem hann þekkti og
sýndi þeim fram á nauðsyn þess og
hagkvæmni að halda söngvakeppn-
ina í Millstreet. Og það tókst.
Nú láta menn hendur standa fram
úr ermum í litla þorpinu til þess að
undirbúa komu 4000 hljómlistar-
manna, tæknihðs og blaðamanna frá
25 þjóðlöndum. Það þarf að bæta
samgöngur, símasamband og gisti-
rými, áður en söngvakeppnin dynur
yfir með öllu því sem henni fylgir.
En þessi framtakssemi milljónamær-
ingsins Duggan á eftir að koma MiU-
street rækfiega á landakortið, svo
ekki sé meira sagt.
Keppnislag íslands í Eurovision 15. maí nk.:
Lagið orðið aðeins
hraðara og einfaldara
- segir höfunduiinn, Jón Kjell, sem stjómar sjálfur hljómsveitinni
„Eg er nýbúinn að senda út upp-
töku af laginu, svo og nótur. Aðalæf-
ingar verða svo tvær síðustu vikum-
ar fyrir keppni. Nú er verið að hugsa
fyrir búningum og m.a. að hanna
kjól handa Ingibjörgu," sagði Jón
lýeU hljómUstarmaður, sem er höf-
undur lagsins „Þá veistu svarið" sem
sigraði í Söngvakeppni sjónvarpsins
fyrr í vetur. Þar með ávann það sér
rétt til þess að keppa í Söngvakeppni
sjónvarpsstöðva, Eurovision-keppn-
inni, sem fram fer á írlandi þann 15.
maí næstkomandi.
Það er Ingibjörg Stefánsdóttir sem
syngur lagið. Bakraddimar munu
Eva Ásrún, Erna Þórarinsdóttir og
Eyjólfur Kristjánsson sjá um, auk
Guðrúnar Gunnarsdóttur sem bætist
í hópinn.
Jón sagðist hafa breytt laginu
nokkuð frá upphaflegu gerðinni.
„Eg gerði mér ekki alveg grein fyr-
ir því hversu mikið ég breytti því.
Það verða aðrir að dæma um það,“
sagði hann. „En það er í öUu falU
aðeins hraðara nú en það var í
keppninni á dögunum. Astæðan er
sú að það er auðveldara að syngja
það þannig. Auk þess er ég búinn að
einfalda þetta nokkuð. Það var svoUt-
ið „kaos“ eins og það var, fannst
mér. Mér finnst það koma mun betur
út núna heldur en áðm-. Ég er sáttur
við þessa útkomu."
Jón sagðist hafa lagt mikla vinnu
í að koma laginu í endanlega útsetn-
ingu fyrir aðalkeppnina á írlandi. Þá
hefði mikill tími farið í ýmiss konar
kynningar. Loks heíði lagið einnig
verið gefið út með enskum texta og
væri þegar farið að spila þá útgáfu
hér á landi.
Að sögn Jóns verður það um 20
manna hópur sem fer út til írlands
vegna söngvakeppninnar. Búist er
við að Jakob Magnússon verði kynn-
ir fyrir íslands hönd. Þá mun Einar
Bragi Bragason saxófónleikari að-
stoða við flutning íslenska lagsins.
„Ég mun sjálfur stjórna hljóm-
sveitinni útsUtakvöldið," sagði Jón.
„Þama er aðalstjómandi sem sér um
æfingar á öUum lögunum sem taka
þátt í keppninni áður en til hennar
kemur. Höfundarnir sjá yfirleitt ekki
um að stjóma heldur ræður hvert
land sinn stjórnanda. En ég ætla að
gera þetta sjáUúr. Maður þarf að
hafa einhver tök á þessu en þetta er
náttúrlega ekkert í Ukingu við að
stjórna heilu sinfóníunum. Eins og
flest önnur lönd verðum við með ein-
hvem hluta undirleiksins á segul-
bandi líka og þar kemur hraðinn af
Jón Kjell og Ingibjörg Stefánsdóttir munu hafa í nógu að snúast 15. maí
næstkomandi. Þá syngur Ingibjörg lag Jóns, Þá veistu svarið, í Söngva-
keppni sjónvarpsstöðvanna.
sjálfu sér. Þetta snýst því um að gefa
hljóðfæraleikurunum inn á réttum
stöðum og annað slíkt. Hvort ég fer
í kjól og hvítt skal ósagt látið, en ég
mun alla vega ekki mæta á sund-
skýlu.
Þaö er ekki kominn neinn gUmu-
skjálfti í mig enn. Hann lætur líklega
ekki á sér kræla fyrr en laugardag-
inn 15. maí næstkomandi."
-JSS
Fræ og áburður
í hentugum umbúðum
RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 4321 1