Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Page 23
Framkvæmdir í miðborginni í sumar vegna endurnýjunar og nýlagninga torga, gatna og gangstétta. Á komandi sumri verður ráðist í all viðamiklar framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur. Þær miða allar að því að fegra miðborgina, skapa betri aðstöðu til útivistar, bæta götur og torg, auk þess að sinna eðlilegu viðhaldi og endurnýjun lagna og gatna. Við hönnun og framkvæmd þessara breytinga hefur verið lögð áhersla á að halda truflun umferðar í lágmarki og hraða framkvæmdum. Nefna má nokkur atriði: •Umferð um Tryggvagötu truflist ekki. •Umferð Austurstrætis til vesturs hafi eðlilegt flæði með gerð nýrrar tengibrautar við Hafnarstræti. •Starfsemi strætisvagna verði óhindruð. •Starfsemi Kolaports truflist ekki. Framkvæmdirnar hefjast um mánaðarmótin apríl/maí og mun þeim ljúka í september/október. Óhjákvæmilegt er, að af þessum framkvæmdum hljótist nokkur truflun á umferð gangandi vegfarenda og öku- tækja, meðan á þeim stendur. Borgarbúar eru beðnir að sýna þessum framkvæmdum skilning og gæta sérstakrar varúðar í umferðinni meðan á breytingum stendur. | . Tjamargata, Vesturbakki Tjarnarinnar endurbyggöur með grænum svæöum, betri aöstööu fyrir mannlíf og fuglalíf. Ingóttstorg (áður Hallærisplan og Steindórsplan) verður byggt og fært í framtíöarhorf meö stórbættri aöstööu til útivistar og umferöar gangandi fólks. Breytingar veröa geröar á umferö úr Austurstræti í Hafnarstræti. Gleðilegt sumarl REYKJAVIKURBORG VjS / OISflH ViJAH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.