Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993
Hún stórslasaðist í ölvunarakstri aðeins 17 ára gömul:
Nú veit ég hve
lífið er dýrmætt
- segir Guðrún Egilsdóttir sem á ótrúlega sögu að baki
Guörún stundar nú æfingar af kappi og stefnir að því að komast í skóla í haust.
DV-mynd GVA
Hún er aðeins 18 ára. Síðastliðið
ár hefur verið henni erfltt, svo ekki
sé meira sagt. Stóran hluta þess hef-
ur hún dvalið á hjúkrunarstofnun-
um, fyrst á gjörgæslu, síðan að mestu
í endurhæfingu á Grensásdeild Borg-
arspítalans. Hún hefur þurft að gang-
ast undir erfiðar aðgerðir. Sú stærsta
tók einar átta klukkustundir. Hún
sér ekki fyrir endann á baráttunni
enn. Það eru ekki nema fáeinar vikur
síðan hún sleppti hækjunum. Enn á
hún eftir að fara í aðgerðir og stunda
æfingar sem engan enda virðast ætla
að taka. Framtíðin er óráðin en hún
lítur hana öðrum og alvarlegri aug-
um en hún gerði fyrir einu ári. Allt
er þetta vegna atviks sem átti sér
stað á einu augnabliki á laugardags-
morgni og gjörbreytti lífi hennar.
Hún féllst á að segja sögu sína í helg-
arblaði DV ef einhver kynni að geta
dregið lærdóm af henni.
Hún heitir Guðrún Egilsdóttir og á
heima í Neskaupstaö ásamt foreldr-
um sínum og tveim yngri systkinum.
Hún vann í frystihúsinu á staðnum
og „lét hveijum degi nægja sína þján-
ingu“ eins og hún orðar það sjálf.
Hún tók bílpróf um leið og hún varð
sautján ára. Faðir hennar haíði
keypt handa henni bíl og framtíðin
virtist brosa við henni. En þá dró
skyndilega ský fyrir sólu.
Það var um tíuleytið 7. mars 1992
að Guðrún var á leið heim til sín á
bifreið sinni. Þetta var á laugardags-
morgni, eins og fyr sagði, og hún
hafði verið í partíi um nóttina. Hún
hafði drukkið áfengi og var talsvert
ölvuð þegar hún settist undir stýri.
„Ég hugsaöi ekkert út í að líklega
ætti ég ekki að keyra undir áhrifum.
Mér fannst ég vera ofsa klár og að
þetta væri' allt í lagi. Ég ók sem leið
lá í gegnum bæinn og svo allt í einu
fór bíllinn út af á beinum kafla. Ég
veit ekkert hvað gerðist en líklega
hef ég misst stjórn á honum. Ég hafði
ekki spennt öryggisbeltið áður en ég
lagði af stað og kastaðist út úr bílnum
þegar hann fór út af. Ég man ekkert
eftir þessu en þeir sem til sáu sögðu
að ég hefði ekki verið á miklum
hraða, kannski 50 eða svo.
Þaö næsta sem ég vissi var að ég
var komin á spítala heima í Neskaup-
stað. Ég held þó að ég hafi ekki misst
meðvitund mjög lengi. En það fyrsta
sem ég hugsaði var að nú yrði ég
skíthrædd að hitta mömmu og pabba,
bíllinn ónýtur og allt í klessu. Ég
gerði mér ekki grein fyrir því þá að
ég væri stórslösuð. Þetta hafði allt
gerst svo fljótt að ég var engan veg-
inn farin að átta mig á aðstæðum."
Lífshættulega slösuð
Guörún reyndist lífshættulega
slösuð eftir bílslysið. Mjaðmagrind
hennar hafði mölbrotnað og gengið
upp í kviðarholið. Hryggjarliðir voru
brotnir og lungun höfðu lagst saman.
Hægri handleggurinn hafði brotnað
og líkamsstarfsemin hafði lamast við
höggið þannig að þarmamir voru
m.a. lamaðir. Höfuðið hafði sloppið
furðu vel en var þó talsvert mikið
bólgið.
„Sunnudaginn eftir slysið gerðist
það að öll líkamsstarfsemi hjá mér
stöðvaðist. Ég dó þama á spítalanum.
Blóðþrýstingurinn féll og hjartað
hætti að slá. Það tókst að koma þessu
af stað aftur. Strax á mánudagsmorg-
uninn var ég svo flutt nær dauða en
lífi suður á Borgárspítalann. Þar
voru teknar af mér myndir og þá
komu öll brotin í ljós. Þá fyrst var
vitað hve ég var illa farin.“
Guðrún lá á gjörgæsludeild Borg-
arspítalans næstu tíu dagana. Ekki
þótti þorandi að senda hana í aðgerð
á þeim tíma þar sem óttast var að
hún myndi ekki þola hana vegna
þess hve lungun voru illa farin.
„Ég lá bara þama með tein í gegn-
um hnéð og átta kílóa lóð sem héngu
fram yfir rúmgaflinn til þess að halda
mjaðmagrindinni niðri. Hún hafði
gengið upp og það varð að halda
henni frá innyflunum.
Þegar mér var treyst til var ég send
í aðgerð. Ég var í átta klukkustundir
á skurðarborðinu þar sem brotnu
beinin vom spengd saman. Að því
búnu var ég send aftur á gjörgæsl-
una. Tveim dögum seinna sprakk
gallblaðran í mér því hún hafði ekki
þolað hnjaskið. Þá þurfti ég að fara
í aðra aðgerð þar sem hún var fjar-
lægð.
Þegar ég hafði legið á þriðju viku
á gjörgæslu var ég flutt á almenna
deild á spítalanum. Eftir viku þar var
ég flutt á Grensásdeildina. Þar hef
ég dvahð með hléum og fengið ótrú-
lega bót meina minna. Ég var hér
alveg þar til í júlí sl. sumar en þá fór
ég heim. Ég var í alls konar æfingum
og meðal annars þurfti að kenna mér
að ganga á nýjan leik. Ég gekk við
hækjur þar til í febrúar sl.
Það var mjög erfitt aö byrja að
ganga á nýjan leik því annar fóturinn
virkar styttri en hinn. Ég get ekki
rétt almennilega úr honum enn sem
komið er.“
Guðrún hefur alveg verið frá vinnu
síðan slysið átti sér staö, eins og
nærri má geta. Hún er þó að vonast
til þess að geta farið aö vinna aftur
í sumar. Hún byijaði í Verkmennta-
skólanum í Neskaupstað í haust en
segist hafa gefist upp.
„Mér fannst svo erfitt að vera inn-
an um fólkið. Ég veit ekki af hveiju.
Svo var líka erfitt að þvælast með
hækjur og tösku í skólann. Þetta
gekk einhvem veginn ekki upp.“
1. febrúar síðastliðinn þurfti hún
svo að leggjast inn á Borgarspítalann
aftur. Að þessu sinni þurfti að skafa
burtu bein sem hafði myndast inni í
öðrum mjaðmarliðnum. Á næstunni
þarf hún að leggjast aftur á skurðar-
borðið til þess að hægt sé að ljúka
við að nema það á brott.
Guðrún hefur verið á Grensás-
deildinni síðan aðgerðin var gerð.
Hún segir allan sinn bata byggjast á
þeirri meðhöndlun sem hún hafi
hlotið þar.
„Það er ömggt mál að ég væri ekk-
ert á fótum ef ég hefði ekki fengið
þá aðstoð sem ég hef fengið hér. Eft-
ir þijár vikur til viðbótar hér verður
ástand mitt endurmetið og ef ég verð
orðin nógu góð fæ ég að fara heim.
Ég er enn slæm í bakinu og verð að
vera með belti. Svo má ég ekki borða
mikla fitu vegna gallblöðrunnar. Ég
á líka talsvert langt í land vegna
mjaðmameiðslanna.“
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993
Breyttviðhorf
Guðrún segist offleiða hugann að
morgninum örlagaríka og hugsa með
sér að hún hefði betur skiiið bílinn
eftir.
„En þetta er þó ekki alvont. Við-
horf mitt til lífsins breyttist mjög
mikið við slysið. Ég hætti að drekka
en að því hafði ég gert of mikið áð-
ur. Fyrstu mánuðina eftir slysið
grenjaði ég og gargaði en svo hætti
ég því. Ég skildi að það þýddi ekk-
ert. í dag einbeiti ég mér að því að
fá meiri bata. Ég hef alltaf verið upp-
stökk og skapstór. Ég átti það til að
hella mér yfir mömmu og pabba.
Núna reyni ég að hugsa un hvort ég
sé óréttlát áður en ég fer að æsa mig.
Mér finnst ég hafa þroskast á þessu.
Svo lærir maður að meta betur það
sem maður hefur. Ef ég sé til dæmis
fólk sem er úti að skokka verð ég
dauðöfundsjúk. Áður hefði ég ekki
einu sinni leitt hugann að þessu því
það hafði aldrei hvarflað að mér að
hlaupa sjálf.“
Eftir að slysið varð hefur Guðrún
haft næsta lítið saman við kunningj-
ana að sælda. Að vísu hafa hún og
besta vinkona hennar haldið sam-
bandi en aðra gamla kunningja sína
umgengst hún ekkert sem heitið get-
ur.
„Ég er mikið ein, eða þá með
mömmu og pabba. Þau hafa reynst
mér alveg rosalega vel og ég kann
betur að meta heimilið og fjölskyld-
una nú en áður. Sambandið er allt
öðruvísi. Fyrir slysið kom ég mjög
lítið heim og nennti ekkert að vera
að tala við mömmu og pabba því mér
fannst þau hundleiðinleg. Ég þekkti
þau ekkert þá. Nú get ég setið og
spjallað við þau. Sambandið við þau
er mér mjög mikils virði.
Auðvitað sakna ég kunningjanna
og oft langar mig til þess að fara og
tala við einhvern - en ég þori það
ekki. Ég veit ekkert hvemig tekið
yrði á móti mér. Þeir yrðu kannski
vandræðalegir og myndu ekki vita
hvað þeir ættu að segja. Það eru ekki
allir sem koma eins fram við mig nú
og áður. Það er eins og fólk þori ekki
að tala við mig.
Næsta skrefið hjá mér er að fara í
skóla og læra eitthvað sem ég get
unnið við. Ég er kannski að hugsa
um að sækja um hjá Öryrkjabanda-
laginu. Það rekur skóla og aðstoðar
mann við að komast út í atvinnulífið.
Mig langar til dæmis að vinna með
þroskaheftum börnum.
Þá hafa áhugamálin mín óneitan-
lega breyst. Áður var ég aðallega í
því að skemmta mér. Nú hef ég áhuga
á útiveru og lestri og eins fer ég mik-
ið í bíó. Mér þykir gaman að ferðast,
auk þess sem ég hlusta mikið á tón-
list.
Ég skil það fyrst núna hve lífið er
í raun og veru dýrmætt og hefur upp
á marga möguleika að bjóða. Mér
dettur oft í hug að þegar ég var að
vinna í frystihúsinu var maður
stundum latur og nennti ekki að
vinna. Ég óskaði þess þá stundum
að ég væri handleggs- eða fótbrotin
svo ég þyrfti ekki að mæta. Ég er
hrædd um að óskimar mínar séu
öðruvísi í dag. Nú vildi ég gefa mikið
til þess að geta farið að vinna á nýjan
leik.
Guðrún segir að óneitanlega setji
alltaf að sér hroll þegar hún lesi í
dagblöðum um fólk sem lent hafi í
bílslysum vegna ölvimaraksturs.
„Ég vorkenni fólkinu eiginlega því
ég veit af eigin raun hvað þetta getur
þýtt. Þetta er svo mikið rugl. Þó
maður komist nokkrum sinnum upp
með að keyra fullur þá endar það
alltaf með ósköpum. Ég vil aðeins
segja í þessu sambandi aö fólk ætti
aö láta annaðhvort vera, bjórinn eða
bílinn."
-JSS
Um tíu þúsund manns hafa komið á Grensásdeildina á 20 ára starfsferli:
Yngsti sjúklingurinn
5 áraensáelsti 105
„Um tíu þúsund manns hafa
komið á Grensásdeild Borgarspít-
alans þau 20 ár sem hún hefur nú
starfað. Sá yngsti, sem komið hefur
þar inn, var 5 ára stúlka með mæn-
uskaða. Elsti sjúklingurinn var 105
ára kona. Hér er aldrei spurt um
aldur, heldur hvort við getum gert
eitthvað fyrir viðkomandi," sagði
Ásgeir B. Ellertsson, yfirlæknir
deildarinnar, er DV ræddi við hann
um starfsemi deildarinnar.
Deildin er nú rekin á þrem stöð-
um, við Grensás, á Borgarspítalan-
um og á í Heilsuvemdarstöðinni
við Barónsstíg þar sem staðsett er
24 rúma langvistunardeild. Þeir fé-
lagsráðgjafar Borgarspítalans, sem
annast þjónustu við vefrænar
deildir spítalans, tilheyra enn
fremur deildinni.
Fyrsti sjúklingurinn kom inn á
endurhæfinga- og taugadeild Borg-
arspítalans að Grensási árið 1973.
Síðan hefur farið þar fram mikil
og vaxandi starfsemi.
Á deildinni eru nú 60 rúm. Á efstu
hæðinni er taugadeild. Þar koma
sjúklingar með heilablóðfall, sárs-
aukavandamál og almenna tauga-
sjúkdóma. Á neðri hæðinni eru
brotasjúklingar, fólk með heila- og
mænuskaða, og sjúklingar með
einkenni frá liðum og stoðkerfi.
Taugarannsóknarstofa er á deiid-
inni, svo og einingar í iðju-, sjúkra-
og talþjálfun og taugasálfræði.
Mænuskaðaeiningin er sú eina
sinnar tegundar hér á landi. Þegar
sjúklingur slasast fer hann beint
inn á Borgarspítalann. Þar taka
heila- og taugaskurðlæknar á móti
honum. Þegar sjúklingurinn er
kominn í gegnum bráðastigið er
hann sendur rakleiðis á Grensás-
deildina. Það þýðir að meðferð get-
ur hafist strax.
Erfið endurhæfing
Frá því aö deildin tók til starfa
hafa komið þangað um 80 þverlam-
aðir, þ.e. mænuskaðasjúklingar.
Þar af eru um 40 bundnir við hjóla-
stól og eru komnir aftur út í líf-
ið.
„Annar hópur sjúklinga sem
koma á Grensás eru heilaskaddað-
ir,“ sagði Ásgeir. „Það getur verið
mjög erfitt að endurhæfa þá. Því
miður er alltaf einn og einn sem
er það illa farinn að hann kemst
ekki aftur út í lífið. Mörgum virðist
þó vera hægt að hjálpa ótrúlega
mikið þrátt fyrir að þeir hafi slas-
ast mjög illa.
Það er annars mikið atriði í starf-
seminni hjá okkur að við leggjum
mikið upp úr teymisvinnu. Hver
einstakur starfsmaður er mikil-
vægur hlekkur og ef einn þeirra er
í ólagi gengur starfið ekki nógu
vel. Við reynum þegar í upphafi að
setja okkur markmið, að hveiju við
stefnum með viökomandi sjúkling
og hversu langt við teljum að við
komumst með hann og hversu
langan tíma það skuli taka, áður
en hann komist út í lífið aftur.
Markmiðið er auðvitað að ná fólk-
inu eins góðu og kostur er, miðað
við þann skaða sem það hefur hlot-
ið og að það komist helst óskert út
í samfélagið aftur, eða þá að það
fari fatlað út í lífið en fái aöstöðu
til þess að spjara sig þar.“
Heilablóðfall
algengt
Heilablóðfall er algengt hér á
landi og er talið að tveir Islending-
ar fái slag á degi hveijum. Þegar
slíkur sjúklingur kemur til með-
höndlunar, e.t.v. lamaður öðrum
DV-myndir GVA
Ásgeir B. Ellertsson, yfirlæknir
Grensásdeildarinnar.
Samdrætti mætt
með hagræðingu
Þegar sparnaðaraðgerðir ríkis-
stjórnarinnar litu dagsins ljós fyrir
um það bil tveim árum, benti ýmis-
legt til þess að verulega myndi
kreppa að í rekstri Grensásdeildar-
innar.
„Við mættum þessu með aukinni
hagræðingu. Aðalbreytingin var sú
að áður vorum við með tvær 30
rúma sjö daga deiidir þar sem fólk
var inni hjá okkur allan sólar-
hringinn, alla daga. En við skiptum
þessu upp þannig að á efri hæðinni
er nú helmingurinn í sjö daga
plássum. Strax og fólkið er komið
á ról er þaö sett á fimm daga deild
sem þýðir að það fer heim síðdegis
á fostudegi og kemur aftur á mánu-
dagsmorgni. Þama spörum við
heilmikið í rekstri, auk þess sem
hjúkrunarálagið verður minna.
Niðurstaða hagræðingaraðgeraða
okkar varð sú að við höfum rekið
deildina mjög rösklega með 90-100
prósent nýtingu. Við getum ekki
annaö en verið ánægð með þennan
árangur."
-JSS
Sundlaug deildarinnar er glæsileg og vel búin.
Iðjuþjálfun gegnir mikilvægu hlutverki í endurhæfingarstarfi sem unnið
er á deildinni.
megin, er þegar reynt að komast
að raun um hver sé orsökin fyrir
lömuninni. Síðan er viðkomandi
settur á viðeigandi lyfjameðferð og
endurhæfingin hefst. Hann fær vit-
anlega þá hjúkrun sem hann þarf,
sjúkraþjálfarinn byrjar strax að
vinna gegn því að kreppur mynd-
ist, hðir stirðni og setja í gang hrey-
fifæmi. Iðjuþjálfinn athugar hvað
vantar upp á að sjúklingurinn geti
framkvæmt athafnir daglegs lífs,
svo sem að bursta tennurnar, þvo
sér eða klæöa sig. Félagsráðgjafinn
kemur einnig snemma inn í mynd-
ina. Þannig leggjast allir á eitt að
koma viðkomandi sjúklingi út í líf-
ið að eins miklu leyti og hægt er
miðað við ástand hans. Við viljum
að þessir einstaklingar séu fullend-
urhæfðir, líkamlega, sálarlega og
félagslega, þegar þeir fara frá okk-
ur.
Afstaða atvinnu-
rekenda misjöfn
„Viö leggjum kapp á að fólk fari
aftur í þá vinnu sem það var í, sé
nokkur kostur á því. Þar er afstaða
atvinnurekenda misjöfn. í heildina
hafa einkarekin fyrirtæki verið
opnari fyrir því að taka fólk aftur
heldur en opinberar stofnanir."
Ásgeir hefur veriö yfirlæknir á
Grensásdeildinni frá stofnun henn-
ar. Hann sagðist vera ánægður með
þann árangur sem deildin hefði náð
í starfi sínu.
„En við getum auðvitað alltaf
gert betur og ef við viljum gera
meira takmarkast sú viðbót af því
fjármagni sem veitt er til starfsins.
Við myndum vilja hafa meiri
göngudeildarþjónustu hér, þannig
að byggt yrði við hér fyrir þá þjón-
ustu. Fólk gæti þá komið hér í eins
konar viðhaldsmeðferð og fengið
hér sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og
aðra þjálfun á göngudeiidar-
grunni."
Það vandamál, sem mikið hefur
brunnið á þeim sem starfa við end-
urhæfingu, varðar langvistanir
sjúklinga. Er þess beðið að fjár-
magn fáist til þess að hefja rekstur
byggingarinnar sem staðið hefur
fullbúin á Reykjalundi um nokkurt
skeið. Þá hefur annað svipað heim-
ih verið hannað og bíður nú bygg-
ingar á Grensásnum.