Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Síða 29
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993
41
Hroðalegar lýsingar á aðkomunni að rústum búgarðs Davids Koresh í Waco í Texas:
Bömin brunnu til
ösku í rúmunum
- lögreglan segir margt benda til fjöldamorða fremur en fjöldasjálfsmorða
„Þetta er hroðaleg aðkoma. Hitinn
hefur verið óskaplegur og fólkið hef-
ur liðið vítiskvalir áðm- en það lést,“
segir Nizan Peerwani, rannsóknar-
lögreglumaður í Waco í Texas, eftir
könnunarferð um rústir búgarðs
safnaðar Davids Koresh.
Hann segir að bömin hafi flest ver-
ið látin liggja í rúmum sínum í
svefnálmu kvenna og þar brunnu
þau til ösku. Lögreglan hefur fundið
lík tíu bama en í það minnsta sautján
böm fómst í eldinum. Af jnörgum
líkanna er askan ein eftir.
Aðeins eitt lík hefur fundist nokk-
um veginn óskaddað. Það er af karl-
manni um fimmtugt. Reykeitrun
varð honum að fjörtjóni en allir aðr-
ir urðu eldinum að bráð.
Svikararniryoru
skotnir á flótta
Lögreglan segir að skotsár séu á
mörgum líkunum og bendi það til að
fremur megi kalla atburðinn á bú-
garðinum fjöldamorð en fjöldasjálfs-
morð. Ekki er þó vitað hver gaf skip-
un um að skjóta á þá sem flúðu.
Lögreglan hefur staðfest að skotsár
séu á líkum þriggja bama og tekur
fram að hin séu svo illa leikin að
ekki sé hægt að útiloka að þau hafi
verið myrt líka. Þá er heldur ekki
útilokað að einhverjir hafi látist af
skotsárum þegar skotfærabirgðimar
á búgarðinum sprungu.
Fullorðna fólkið hefur aUt veriö á
fótum þegar eldurinn braust út. Lík
þess hafa fundist í eldhúsinu og einn-
ig í herberginu hjá bömunum. Þá
hafa nokkrir verið utandyra og leik-
in: grunur á að það fólk hafi verið
skotið á flótta.
í mörgum tilvikum hefur lögreglan
aðeins stungið niður fánum þar sem
likin hggja. I þeim tilvikum em líkin
svo illa farin að ekki er annað að
gera en að sópa öskunni upp. Nokkur
lík hafa einnig fundist í kjallara
Dagur dómsins á búgarði Koresh
Löggæslumenn fullyrða að ástandið á búgarðinum hafi farið dagversnandi enda hafi bæði
verið búið að loka fyrir vatn og rafmagn og loftræstikerfið með öllu óvirkt.
Upptök eldsins
Upptök
eldsins
Eldtraust herbergi:
Koresh og aðrir
forsprakkar safnaðarins
leituðu hér hælis fyrir
táragasinu en engar
líkamsleifar fundust.
Leikfimisalur: Notaður
sem geymsla undir eigur
safnaðarins.
Steypt neðanjarðarbyrgi:
Varðturninn var byggður yfir byrgið en
úr því mátti komast í neðanjarðargöng
undir búgarðinum.
Aðalinngangur:
Útveggur brotinn til að
dæla inn táragasi og
opna útgönguleið.
Tónlistarsalur:
Mikil sprenging,
líklega vopna-
geymsla.
Svefnálma karla: Á
hana voru gerð mörg
áhlaup til að svæla fólkið
út með táragasi.
Strætisvagninn:
Nokkrum líkanna eftir
fyrsta áhlaup lögreglu
var komið fyrir í
vagninum.
Vatns-
turn
Varðturn
Svefnálma kvenna: \
Hér var börnunum safnað'
saman að sögn og látin
bíða dauðans í rúmum
sínum.
Neðanjarðar-
byrgi
Heimild: USA TODAY, The Associated Press
byggingarinnar. Þar hefur fólk ætlað
að leita skjóls fyrir eldinum.
Lík leiðtogans Koresh
enn ófundið
Enginn veit með vissu hvar lík leið-
togans Davidd Koresh er að finna.
Vitað er að hann var i eldtraustu
herbergi með nánustu samstarfs-
mönnum sínum þegar lögreglan
gerði áhlaupið að morgni 19. apríl.
Þar varðist þessi hópur táragasi lög-
reglunnar. Við leit hefur þó ekkert
lík fundist á þessum stað.
Enginn veit því hvert Koresh fór
eftir að eldurinn kviknaði. Lögreglan
leggur þó mikla áherslu á að finn&c:
lík hans til að koma í veg fyrir sögu-
burð um aö hann hafi komist lífs af
og gangi nú laus.
Milljón skot
í vopnabúrinu
Sögur um mikla vopnaeign hópsins
hafa verið staðfestar. í vopnabúri
búgarðins hefur fundist um ein mUlj-
ón skota. Þetta kemur heim og saman
við fullyrðingar lögreglunnar um að
Koresh hafi á ferli sínum keypt vopn
og skotfæri fyrir jafnvirði 12 milljóna
íslenskra króna.
Vopnin voru notuð til að halda
uppi aga á búgarðinum. Þau áttu að
sögn einnig að koma að góðum not-
um á dómsdegi þegar Jesús Kristur
endurborinn legði Jerúsalem undir
sig með himneskum hersveitum.
Þegar til kom voru vopnin aðeins
notuð til að drepa fólk úr söfnuðinum
en heiðingjamir héldu sig utan skot-
færis.
Eftir fyrstu atlögu lögreglunnar
sagði Koresh að einu gilti þótt allir
færust því fólkið á búgarðinum væri
aðeins sprek á hinn eilífa eld. Sú
hefurorðiðraunin. -GK
Biblían eina
nothaefa
vopnið
„Eina leiðin til aö Ijúka umsátr-
inu án manndrápa var að sann-
færa Koresh um aö í Opinberuix-
arbókinni væri þri spáð aö um-
sátrinu ætti að Ijúka meö friði,“
segir Phillip Arnold guðfræðing-
ur sem hefur kynnt sér sértrúar-
söfnuði eins og þánn sem David
Koresh stjómaði.
Amold hefur lýst þeirri skoðun
sinni að lögreglan hafl farið al-
rangt aö frá upphafi. Áhlaupiö
þann 28. febrúar hafi verið klúður
en eftirleikurinn þó enn verri.
Amold segir að allar rökræður
við Koresh hafi veriö tilgangs-
lausar. Eina nothæfa vopniðgegn
honum hafi verið Biblían og þá
sérstaklega Opinberunarbókin.
Amoid segir að vel hefði mátt
túlka Biblíuna svo fyrfr Koresh
að þessu umsátri ætti að ljúka
með uppgjöf og aö þessu sinni
vildi guð fiaðir hans að enginn
léti lífiö.
Hann segir ennfremur aö Kor-
esh hafi jafnvel verið að leita
slíkrar undankomu þegar hann
sagðist vera aö skrifa bók um
Qpinberunarbókina. Þvi verki
var ólokið þegar lögreglan réðst
til inngöngu ööra sinni.
Fjöldasjálfs-
morðin í
Jonestown
ennverri
Atburðirnir í
Waco hafa orð-
ið til að minna
fólk á enn verri
hörmungar 18.
nóvember árið
1978. Þálétu 914
sanntrúaðir líf-
iö í mestu
fjöldasjálfsmorðum sem sögur fara
af á síðari tímum. Þar réð ferðinni
bandaríski trúarleiðtoginn Jim
Jones sem sest hafði að meö söfnuði
sínum í Guyana í Suöur-Ameríku og
stofnað þar trúarnýlenduna með
leyfi yffrvalda. Nýlendan var kölluð
Jonestown í höfuðið á leiðtoganum.
Drottinn vitraðist Jones og sagði
honum að nú væri tími kominn til
að yfirgefa jarðlífið. Jones taldi söfn-
uð sinn á aö taka inn eitur en þeir
sem óhlýðnuðust voru skotnir.
Áður haföi rannsóknamefnd undir
stjóm bandaríska öldungadeildar-
þingmannsins Leos Ryan kynnt sér
ástandið í nýlendunni. Nefndarmenn
voru allir drepnir. í kjölfar morð-
anna fékk Jones vitrim sína og ákvað
að stytta sér aldur og láta söfnuðinn
fylgja sér í dauðann.
Ólánið eltir Bill Clinton forseta:
Engu skárra en gísla-
málið var fyrir Carter
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
mun á næstu vikum leggja ofurá-
herslu á að sanna þjóðinni að enda-
lok umsátursins við búgarðinn í
Waco hafi verið óumflýjanleg og
að yfirvöld beri á engan hátt ábyrgð
á því hvemig fór.
Þetta skiptir forsetann miklu því
annars gæti hann lent í sömu spor-
um og flokksbróðirinn Jimmy
Carter eftir klúðrið mikla í íran
þegar bjarga átti hundruðum
bandarískra gísla í mikilli dirfsku-
fór á vegum hersins og leyniþjón-
ustunnar.
Herforin endaði með ósköpum og
Carter var kennt um. Þjóðin tók
hann ekki í sátt efdr þetta og hann
féU fyrir Ronald Reagan í næstu
forsetakosningum.
Nú verður CUnton að forðast
sömu mistökin. Hann getur ekki
annað en tekið á sig ábyrgðina á
að ráðist var til inngöngu á búgarð-
inn öðra sinni enda áætlun lögregl-
unnar borin undir hann. Um leið
verður hann að sannfæra fólk um
að David Koresh hafi verið brjálað-
ur og aUa tíð ætlaö að stefna söfn-
uði sínum í dauðann.
TU að þetta megi takast verður
Bill Clinton forseti.
að rannsaka máUð í þaula og ekki
sakar að sannanir hafa komið um
að fólk hafi verið myrt af trúbræðr-
um sínum á búgarðinum. Það
sannar að þar réð hijálæðingur
ríkjum. Enn sem komið er Utur því
út fyrir aö Clinton æfii að sleppa
vel en nýjar upplýsingar gætu
breytt því.
51 dagur
fyrir
dómsdag
28. febrúar: Ákveðið aö ráðast tU
inngöngu á búgai’ð safnaðar Dav-
iðssinna nærri Waco.
Ástæðan:: Drj’kkjuskapur, of-
beldi og ólögleg vopnaeign.
Fjórir lögreglumenn féUu og
auk þess fólk á búgarðinum, þar
á meðal eitt barna Koresh og
hann særðist sjálfur.
2. mars: Koresh svíkur loforð
tun uppgjöf. Átta sleppt.
3. mars: Koresh segist vera að
bíða boða frá guöi.
15. mars: Lögreglan lætur út-
varpa háværri tónUst yfir bú-
garðinni. Engin áhrif.
28. mars: Viðræðum við Koresh
haldið áfram.
29. mars: Korseh ræðfr við lög-
1. apríl: Lögreglan segir að
uppgjöf sé að grípa um sig í söfn-
uöi Koresh.
13. aprfl: Lögreglan viðurkennir
að Koresh sé ekki að gefast upp.
14. apríl: Koresh segist vera að
skrifa bók og gefist ekki upp fyrr
en að henni lokinni. Lögreglan
segir aö hann sé að tefja tímann..
19. apríl: Annað áhlaup gert á
búgarðinn. Húsin brenna til
granna og 88 manns farast, þar á
meðal leiðtoginn Koresh.