Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Qupperneq 30
42 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 eg eins og kornabarn á kvöldin - segir Þorgils Óttar Mathiesen handboltastjama —-„Því er ekki aö neita að maður fer kannski hægar yfir X en áður en vonandi skilar þetta sér. Það er -- gaman að vera kominn á fulla ferð 1 þessu aftur og von- andi tekst mér að hjálpa til við að gera FH að íslands- meistara í handknattleik þetta árið,“ segir ÞorgUs Óttar Mat- hiesen handknattleiksmaður en hann er farinn að leika á ný með FH eftir langa harveru vegna meiðsla. í undanúrslitaleik gegn ÍBV í fyrra sleit hann krossbönd í hné öðru sinni og hefur á sínum ferh shtið krossbönd 1 báðum hnjám. „Ég er hress í dag og finn ekkert fyrir þessu. Það hafa orðið miklar framfarir meðal lækna og þeir hjá Stoð eiga einnig miklar þakkir skildar. Ég byijaði að hreyfa mig í desember og síöasta mánuðinn eða svq hef ég verið í þessu á fullu. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til í lokabaráttunni um íslandsmeist- aratitilinn sem við FH-ingar ætlum okkur að verja." Hef reynt að hætta mörg undanfarin ár Þorgils Óttar hefur fiórum sinnum orðið íslandsmeistari í 1. deild með FH. Síðast í fyrra. Er kappinn ákveðinn í að hætta eftir þetta keppnistímabil? „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég hef verið að reyna að hætta í mörg ár og þú veist hvemig það hefur gengið. Það er aldrei að vita hvað maður gerir og því best að segja sem minnst hvað framtíðina varðar. Handboltinn er ekki númer eitt hjá mér lengur eins og hann var tÚ margra ára. Það má segja að handboltinn sé í dag í þriðja sæti á eftir vinnunni og stjómmál- unum.“ Þjálfun erekki inni í myndinni Um tíma þjálfaði Þorgils Óttar Mathiesen lið FH. Kemur til greina að hann taki að sér þjálfun þegar hann hættir sjálfur að leika hand- bolta? „Nei, það kemur ekki til greina. Ástæðan er einfaldlega sú að ég hef engan tíma aflögu í framtíðinni til að snúa mér aö þjálfun aftur." Núna sofnar maður eins og komabam á kvöldin Þorgils Óttar heldur áfram: „Því fer Þorgils Óttar Mathiesen hefur í nógu að snúast þessa dagana og segist sofna eins og kornabarn á kvöldin. Hann er kominn á fulla ferð aftur með liði FH í úrslitakeppninni í handknattleik. ekki fiarri að maður sé orðinn upp- gefinn þegar degi tekur að halla. Það fer mikil orka í vinnuna, stjómmálin og handboltann. Og þaö er ekki laust við aö maður sé alveg uppgefinn þegar venjulegum degi lýkur, enda sofna ég núna eins og komabam á kvöldin og mun fyrr en áður. Það er af sem áður var,“ sagði ÞorgUs Óttar Mathie- sen. Kristján Arason er allur að koma tii Um framhaldið í úrshtakeppninni í handboltanum segir Þorgils Óttar, einn leikreyndasti og besti hand- knattleiksmaður okkar mörg síð- ustu árin: „Við náðum góðum leik gegn Víkingi á þeirra heimavelli þegar við tryggðum okkur í undan- úrslitin og vonandi verður áfram stígandi í leik okkar. Kristján Ara- son er allur að koma til og er að braggast í öxlinni eftir bakslag um áramótin. Nú er hann farinn að skjóta á markið og bara sæmilegur í öxlinni. Það hjálpar okkur auövit- aö mikið. Um möguleika okkar vil ég sem minnst segja. Það getur greinilega allt gerst í þessari úr- slitakeppni og ekkert er útilokað,“ sagði Þorgils Óttar. -SK Framtfðarskautadrottningar íslands, frá vínatri: Þóra Sigurðardóttir, yngsti þátttakandinn, 5 ára, Þórkatla Valbjömsdóttir, Ásdís Jóna Páfsdóttlr, íris D. Helgadóttir, Þórunn Víðarsdóttlr, Dagbjört Guðmundsdóttir, Hera Elriksdóttlr, Mlroslawa Zacharévic þjáffari, Marfa Einarsdóttir, Linda Viðarsdóttlr, Hjördis Ósk Atladótt- ir, Anna L. Karlsdóttir, Guðbjörg H. GuðmundsdótUr og Þórunn H. Þórðardóttir. - Fyrir framan eru framámenn i Skautafélaginu Biminum, frá vinstri: Atli Gunnarsson og Eövarð örn Olsen. Það var verslunin Hliðabióm sem gaf öllum krökkunum blóm i tilefni viðburðarins. DV-mynd Sveinn Rétt fyrir páska voru, í fyrsta sinn á íslandi, gefin alþjóöleg stig til unglingafyrir listhlaup á skaut- um.-Þaö var síðastliðið haustsem listskautadeild Bjarnarins réð til sín alþjóðlegan listskautakennara og um leið fremstu listskautakonu Látháens, Miroslawa Lacharévic, frá Vilnius. Hún hefur starfað með nfiög góðum árangri hjá Biminum síðan hún kom til landsins. Það voru 13 krakkar sem hlutu stig eftir strangar æfingar undan- famar vikur og raánuði. Htest eru gefin 7 stig. Eftir það geta tekið við æfingar fyrir ólympíuleika ef svo ber undir. Hæstu einkunn af stúlkunum í Birninum fékk Helga Kristín Ols- en, 4 stig,sem er frábær árangur, 3 stúlkur voru með 3 stig, sem einnig er mjög gott og aðrar með 1-2 stig. Yngsti þátttakandinn var hún Þóra Siguröardóttir, 5 ára: „Ég byijaði í fyrra og finnst lang- mest gaman aö gera „pyrot“, en það eru hringir. Jú, þjáifarinn er ofsa- iega góður. Svo er hún Miro bara svo góð við mig,“ sagði Þóra iitla. Eövarð Örn Olsen, formaður list- skautadeildar Bjamarins,var mjög ánægður með störf Miroslawa hjá félaginu: „Þetta er í fyrsta skipti sem ráð- inn er kennari til landsins með það fyrir augum að fræða íslendinga um iistskautahlaup. Viö höfum verið mjög heppin í vali því Mi- roslawa er frábær leiðbeinandi og hefur náð mjög vel til krakkanna á alian hátt. Þau blátt áfram dýrka hana,“ sagði Eðvarð. „Síðan ég kom til ísiands í janúar síðastliönum hafa krakkamir tekið miklum framfórum. Til að mynda hefur Helga Kristín Olsen bætt sig ótrúlega mikið á stuttum tíma og fieiri stúikur mætti reyndar nefna sem lofa mjög góöu. Éger með æf- ingar þrisvar sinnum í viku á svell- : inu og tvisvar sinnum í leikfimisal, því fái krakkarnir ekki réttar leik- fimiæflngar eru aliar aðrar æfing- ar á skautum tii lítils. - Svona í lokin langar mig að það komi fram aö mér hefur iíkað frábærlega vel að starfa á íslandi og ég hef eignast marga góða vini. Það eru allir svo aimennilegir við mann,“ sagði Mi- rosiawa. Núna sofna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.