Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Page 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Áskrift
Sími 83 27 00
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993.
Hjól bandarisku sprengjuflugvélar-
innar sem kom í vörpuna hjá Höfða-
vík. DV-mynd Sigurgeir Sveinsson
Höföavík á veiðum:
Hlutiaf sprengju-
f lugvél í vörpunni
Togarinn Höfðavík AK-200 fékk
heldur óvæntan afla í einu halinu 70
sjómílur vestur af Reykjanesi á
mánudag.
Um var aö ræða væng og hjólabún-
að af sprengjuflugvél sem hefur
’sennilega nauðlent á haflnu á stríðs-
árunum.
Skúli Jón Sigurðarson, fram-
kvæmdastjóri flugslysanefndar, tel-
ur fullvíst aö þama sé á ferðinni
bandarísk sprengjuflugvél af B-17
gerð sem fórst við landið á stríðsár-
unum. Á þeim tíma fóru flugvélar
af þessari gerð í þúsundatali fram
hjá landinu og komust sumar þeirra
aldrei á áfangastað.
Fyrir þremur vikum kom sams
konar flugvélarflak í vörpuna hjá
öðram togara sem var á veiðum við
landið. -pp
ÖR\G(;i - KAGMKNNSKA
rPL '
BHMlt' W Mt áfflk ■■ ■■■
að njósna um okkur
„Þetta er eitt það ískyggilegasta
sem ég hef séð. Securitasmeim eru
ráðnir til að ganga á vagnana og
reyna allt til að svíkja sig iim á
röngum forsendum til að klekkja á
vagnstjórunum. Ni'ma liggur fyrir
reikningur hjá Hagvögnum sem
þeir fengu vegna fargjalda upp á
103.700 krónur - upphæð, sem okk-
ur vagnsíjórunum á að hafa láðst
aö innheimta, samkvæmt útreikn-
ingum Almcnningsvagna. Þetta er
byggt á skýrslum Securitas. Mér
skilst að þetta hafi staðið yfir frá
október til loka mars. Securitas er
því búið að njósna um oklrur þenn-
an tíma,“ sagði Guömundur Guð-
mundsson, trúnaðannaður 30
vagnstjóra hjá Hagvögnum.
Almenningsvagnar, sem réðu
Hagvagna til að sjá um strætis-
vagnaakstur i Kópavogi, Garðaba>,
Hafnarfirði og Bessastaðahreppi,
réðu Securitas til að kanna
frammistöðu vagnstjóra fyrirtæk-
isins - hvernig þeir innheimtu far-
gjöld, ástand einkennisfata, fram-
komu, hvort þeir bjóði farþegum
góðan daginn og þrif á vögnunum.
Þetta gerðu starfsmenn Securitas
án vitundar bílstjóranna.
„Vagnstjórana er búið að gruna
eitthvaö í nokkurn tíma,“ sagöi
Guðmundur. „Þetta hefur valdið
mikilli pressu og okkur fmnst full-
langt gengið þegar farið er svona
rosalega ítarlega niður í saumana. “
Örn Karlsson, framkvæmdastjóri
Almenningsvagna, segir sams kon-
ar eftirlit eihnig vera í gangi gagn-
vart þeim verktaka sem sér um
akstur Almenningsvagna í Mos-
fellsbæ.
„Verksamiúngurinn við verktak-
ann kveður á um að séu ekki
ströngustu skilyrði okkar uppfyllt
sé okkur heimilt að gefa ámirmingu
með svona sekt,“ sagði Öra. „Við
ráðum þriðja aðila til að skoða
þessi mál. Samkvæmt samningi er
okkur heimilt að hafa eftirht i
vögnunum. Reyndar er ekki talað
mn þriðja aðila þar en við lítum svo
á að það sé hlutlausasti mátinn á
slíku eftirliti."
- Vagnstjórar segja þetta njósnir?
,Þetta er eins og hvert annað eft-
irlit í verslunum þar sem rýmun á
sér stað. Að reyna að koma í veg
íýrir það er ekki gert með öðrum
hætti.“
- Fyrir hverju er reikningurinn?
„Þetta er fyrir ákveðnum atrið-
um sem vagnstjórar hafa ekki stað-
ið sig fyllilega í. Síðan geta þeir
gert athugasemdir. Þaö er ekkert
launungarmál að Securitasmenn
hafa komist inn í vagnana með út-
runnin kort. Þaö er alltaf um slikt
að ræða í strætisvagnakerfmu en
okkar markmið er að halda slíku í
lágmarki.“ -ÓTT
Stór brugg-
verksmiðja
„Ég er nú á því að þetta sé ein af
stærstu bruggverksmiðjum sem ég
hef séð og það má þakka samstarfinu
aö svona vel tókst til,“ sagði Hilmar
Karlsson hjá lögreglunni í Kópavogi.
Á miðvikudag lögðu Hilmar og félag-
ar hans úr lögreglunni í Hafnarfirði
og Breiðholti hald á mikið magn af-
kastamikilla bruggtækja og um eitt
þúsund eins lítra plastflöskur sem
voru tilbúnar til átöppunar. Magn
þess sem hald var lagt á var svo mik-
ið að tvo lögreglubíla þurfti til að
flytja þaö af vettvangi.
Einn maður var handtekinn á vett-
vangi og viðurkenndi hann að hafa
bruggað 900 lítra af gambra en sagð-
ist hafa hellt honum niður áður en
lögreglan kom á vettvang. Hann
hafði leigt til starfseminnar íbúð í
raðhúsi í Hjallahverfi í Kópavogi.
Máhðtelstaðfulluupplýst. -pp
Um það bil sem vetrarþraut er úti á (siandi með vorangan í lofti halda tugir íslenskra yngismeyja á vit sólbak-
aðra sanda í Saúdí-Arabíu. Ekki er þeim þó leikur einn í hug því þær Ásta Hallgrímsdóttir, Sigrún Kolsöe og
Lilja Gegorgsdóttir verða í sumar með um áttatíu stöllum sínum flugfreyjur hjá íslenska flugfélaginu Atlanta sem
tekið hefur að sér fiugrekstur þar syðra. DV-mynd ÞÖK
K__I N G
LtTT#
^ ...aUtafáimðvikudögum
LOKI
Ætli þetta verði ekki nýja
sumartískan á íslandi?
Veðrið á smmudag og mánudag:
Sunnan- og suðvestanátt á landinu
Á simnudag verður sunnan- og suðvestanátt, hvassast vestanlands, skúrir suðvestan- og vestanlands en úrkomulaust í öðrum landshlutum.
Á mánudag verður allhvöss sunnanátt og rigning suðvestan- og vestanlands en að mestu þurrt og hægara um austanvert landið.
Veðrið í dag er á bls. 61