Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 2
Fréttir MÁNUDAGUR 17. MAl 1993 Þórariim V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um samningafund í dag: Höf uðáhersla okkar er á að allir verði með - okkar afstaða óbreytt, segir Guðmundur J., formaður Dagsbrúnar „Við erum enn þeirra skoðunar að sem víðtækust samstaöa verði að nást. Þegar sáttasemjari kallar til fundar þá mætum við auðvitað en það verður síðan að koma í Ijós í hvaða farveg samningamálin fara. Viö leggjum áherslu á að samningar sem er hugsaðir eru tO lengri tíma verði að hafa sem víðtækastan stuðn- ing, ekki aöeins í forystusveitunum heldur meðal fólksins. Við leggjum höfuðáherslu á að hafa alla með,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, í samtali við DV. Sáttasemjari hefur boðað ASÍ og VSÍ til samningaviðræðna í Karp- húsinu á morgun. Formlegar samn- ingaviðræður hafa legið niðri frá því upp úr slitnaði fyrir páska, en þá hafnaöi Alþýðusambandið alfarið kjarasamningapakka þeim sem rík- isstjómin lagði á borð samninga- manna. Síðan hafa komið upp hug- myndir um samningagerð einstakra samtaka launþega eða landssam- b^nda. VSÍ hefur hins vegar alveg hafnað að semja öðruvísi en öll aðild- arfélög ASÍ sætu við samningaborð- ið. Tilboð ríkisstjómarinnar frá í apríl mun enn standa. Hvort ASÍ-menn hafi breytt afstöðu sinni til þess sagöi Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, ólíklegt. Þá sagðist hann ekki enn vita hvort öll aðildarfélögin vildu vera með í komandi viðræðum. „Við vitum ekki hvað verður lagt upp með né hveiju menn era tilbúnir tU að bæta við af háifu vinnuveitenda. Það er aðalatriði að VSÍ leggi eitt- hvað meira til málanna," sagði Bene- dikt. Áður en upp úr shtnaði fyrir páska höfðu Dagsbrúnarmenn þegar hafn- aö samningsdrögum þeim sem þá voru á borðinu, þeir ætluðu ekki að vera með. „Við vitum ekki hvað er á seyði núna en okkar afstaða er óbreytt frá því síðast. Þama virðist á ferðinni eitthvert ósjálfrátt brölt í forystu ASÍ sem er algerlega á hennar ábyrgð. Við tökum ekki þátt í því,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, í gærkvöldi. Lentum neðar en við áttum skilið Ægir Már Kárason, DV, Saðumesjum; „Ég var mjög ánægður með allt það sem gerðist þama úti nema að við lentum mun neðar en við áttum skil- iö. Stefnan var sett mun hærra og við áttum svo sannarlega miklu betra skilið en þetta,“ sagði Jón Kjell Seljeseth, lagahöfundur íslenska lagsins Þá veistu svarið, sem lenti í 13. sæti í Eurovisionkeppninni á laugardag. Hópurinn kom til landsins í gær- kvöldi nema Ingibjörg Stefánsdóttir söngkona, hún hélt til Cannes í Frakklandi til þess að kynna mynd sína, Veggfóður. Það hefur verið orðrómur um að sum lönd séu að „díla“ meö stig sín á milli. Jón vissi ekki hve mikið er um þaö en hann sagði að það væri allavega eitt dæmi um það. Vissi ekki hvort þau væra fleiri. Jón sagði að allir segðu að það væri verið að „díla“ með stigin í Eurovisionkeppn- inni. „Það sem skiptir máh núna er að við, sem erum í þessum hópi, eram mjög ánægð með okkar hlut og það sem við gerðum í keppninni. Meira gátum við ekki. Krakkamir stóðu sig alveg frábærlega vel og ég hef ekki séð svona samstihtan hóp áður. Ég ætlaði nú að fá fleiri stig frá Norð- mönnum en það vora eiginlega Svíar og Hollendingar sem vora bestir við okkur núna,“ sagði Jón Kjeh í sam- tah viö DV við komuna til Keflavík- urflugvallar frá Lundúnum í gær- kvöldi. Eurovisionhópurinn kom til landsins frá Lundúnum í gærkvöldi. Hópurinn var mjög hress vió komuna en íslenska lagiö lenti i 13. sæti í keppninni. Á myndinni eru Eva Þórarinsdóttir, Eva Albertsdóttir, Guörún Gunnarsdóttir, Jon Kjell, Eyjólfur Ólafsson, Gunnar Smári, Stefán Jökulsson, Friðrik Sturluson og Einar Bragason. DV-mynd Ægir Már Bolvíkingar neyta forkaupsrettar á togurunum Dagrunu og Heiðrunu: Prófmál fyrir atvinmigreinina - segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður „Þetta era storar tölur en ekkert sem er óyfirstíganlegt. Útreikningar heimamanna gera ráð fyrir að staöið verði undir kaupum á togurunum. Miðað við áætlanir þeirra um hluta- fjársöfnun og samninga við veðhafa virðast þeir vera komnir með drög að sjávarútvegsfyrirtæki sem er statt á svipuðu róh og meðalútgerðarfyr- irtæki í dag. Ef þetta dæmi er tahð vonlaust þá era menn þegar búnir að afskrifa helminginn af öllum sjáv- arútvegi á íslandi. Þetta er prófmál fyrir atvinnugreinina. Það sem gerist hér á eftir hefur áhrif mun víöar,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður eftir fund meö bæjar- stjóm Bolungarvíkur með þing- mönnum kjördæmisins. Þar vora kaup á togurunum Dagrúnu og Heiðrúnu úr þrotabúi Einars Guð- fmnssonar til umræðu. Bæjarstjóm Bolungarvíkur ákvað á fundi um helgina að ganga inn í kaupsamninga á togurunum Dag- rúnu og Heiðrúnu með það fyrir aug- um að framselja þá til Osvarar, hins nýja hlutafélags á staðnum. Osvör hefur þegar boðið þrotabúi EG 78 mihjónir í hraðfrystihús EG. Grindavíkurbær og Háigrandi í Hafnarfirði höfðu gert tilboð í togar- ana og skrifað undir ramma að kaup- samningum þar sem kaupverð var samtals 721 mhljón króna. Næstu vikur mun bæjarstjóm eiga viðræður við stærstu veðhafana, Landsbankann, Byggðastofnun og Fiskveiðasjóð, semja um skhmála og fara yfir kröfur. Má vænta niöur- stööu eftir um hálfan mánuö. Þá er einnig horft th þátttöku Sparisjóðs og Lifeyrissjóðs Bolvíkinga. „Það er ljóst að menn verða að fá að greiða togarana á löngum tíma og aö einhveijir veðhafar breyti skuld- um í hlutafé aö einhveiju leyti og/eða víkjandi lán,“ segir Kristinn. „Þó framkvæði eigi að koma frá heimamönnum verða stjómvöld að koma inn í dæmið að einhveiju leyti. Boltinn er hjá ríkisstjóminni. Það er spurt hvemig hún ætii að taka á svip- uðum málum sem era í uppsigl- ingu,“ sagði Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir alþingismaöur eftir fund- inn. Kristinn segir mikinn mun á veðkröfum nú miðað við útreikninga þá sem bæjarsjóður hefur frá árslok- um 1991. Þannig séu veðskuldir sem hvha á Dagrúnu 120 mhljónum króna hærri nú en þá, eöa 490 mhlj- ónir. Þyki mönnum það grunsamlega há tala. „Ef markaðsverð eigna, sem standa á bak við lánin, hefur lækkað um 15-20 prósent er íslenska bankakerf- iö í alvarlegri kreppu. Því er mögu- legt að einstakir veðkröfuhafar, eins og Landsbankinn, bregði fæti fyrir áæhanir heimamanna, óghdi samn- inga við sunnanmenn og krefjist nauðungarsölu í von um hærra verð fyrir togarana. Fýkur þá forkaups- réttur heimamanna. Það skiptir miklu hvemig Landsbankinn á eftir að halda á sphunum. Á Höfn, í Vest- mannaeyjum, á Akranesi og á fleiri stöðum á „aftökulistanum" bíöa menn niðurstöðu héðan." -hlh Stuttarfréttir Samdráttur hjá Kísiliðju Framleiðsla Kíshiðjunnar við Mývatn dróst saman um 15% á síðasta ári og útflutningurinn dróst saman um 20%. Engu að síður skhaði reksturinn 5,7 rahlj- óna króna hagnaði. Brotajámfluttúr landi Um helgina var unnið að út- skipun á 2.500 tonnum af brota- : járni sem unniö hefur verið í málmtætara Furu hf. í Hafhar- firði. Járniö verður flutt th kaup- enda á Spáni. Peningaráhringrás Eftir að virðisaukaskattur verður lagður á ýmsa menning- ■ arstarfsemi 1. júlí næstkomandi munu framlög ríkisins til menn- ingarmála skila sér aftur 1 ríkis- sjóð. RÚV greindi frá þessu. Fegraþarfbæinn Æth Hveragerði að ná árangri sem ferðaþjónustubær og mið- stöð hehsuræktar þarf að fegra bæinn og skipuleggja hann betur. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Hveragerði um helg- ina. RÚV greindi frá þessu. Oflágframlög Þrefalda þarf framlög til land- græðslu eigi aö takast að stöðva landeyðingu á íslandi. RÚV hafði þetta eftir Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra. Slasaðirsjómenn Tæplega þrjú þúsund sjómenn lentu í vinnuslysum á áranum 1988 th 1992. Alls námu bóta- greiðslur til þeirra 760 mihjónum króna. Bætur annarra starfshópa námu samtals 420 mhljónum á tímabilinu. Mbl. greindi frá þessu. -kaa Unnið20tímaá sólarhring Regína Thorarensen, DV, Eskdfirði: Mikh vinna er nú í rækjuvinnsl- unni hér á Eskifirði. Að sögn Búa Birgissonar verkstjóra voru settar á vaktir í vinnslunni á laugardag, 8. maí. Er nú unnið 20 tíma á sólarhring í rækjunni. Þetta er kærkomin vinna og mikh fyrir fólk hér á staðnum. Mér er kunnugt um að fólki hefur fjölgað hér á Eskiflröi vegna þessarar nyt- sömu atvinnugreinar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.