Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1993 Fréttir Óveður á Austurlandi: Vetur konungur ekki bú inn að sleppa tökunum - í Neskaupstað sást varla á milli húsa um miðjan dag í gær fyrir skafrenningi Vetur konungur er ekki alveg bú- inn að sleppa Austfirðingum úr klóm sínum. Hann lét af sér vita um helg- ina en í síðustu viku gekk hitabylgja þar yfir með 20 stiga hita og sól- skini. Mönnum brá að vonum við þessar vetrarhörkur sem geisað hafa nú um helgina. Á Egilsstöðum var kafaldsbylur og snjókoma í gær og allt flug lá niðri. Færð var farin að spillast á götum og íjallvegir voru ófærir. Helgin var þó óhappalaus. Frostlaust var á Eg- ilsstöðum en blautur snjórinn settist illa á trén. Hætta þykir á að trjágróö- ur geti með þessu áframhaldi fariö illa. Skyggni var um 50 metrar um miðjan dag í gær. Hægt er að fara um allt á vel búnum bílum en þeir sem voru búnir að setja sumardekk- in undir komust ekki neitt. Að sögn lögreglunnar tók fólkiö veðrinu með ró og hélt sig mest innandyra. í Neskaupstað sást varla á milii húsa um miðjan dag í gær fyrir skaf- renningi. Helgin var samt róleg en Norðfiröingar eru búnir að tína fram vetrarklæðin aftur. Lögreglan í Nes- kaupstað hyggst setja nagladekkin undir aftur. Gróðurinn gæti sloppið en þar hefur að mestu verið frost- laust. Á Seyðisfirði var mikill snjór og blindhríð í gær og menn famir að huga að skíðunum sínum aftur. Skyggni var lítið en úrkoma og hvassviðri. Engin óhöpp urðu en flestir .eru komnir á sumardekk á Seyðisfirði. Aö sögn veðurstofunnar verður leiðinlegt veður og hiti nálægt frostmarki fram á þriðjudag á Aust- urlandi. Búast má við áframhaldandi snjókomu og slyddu. í dag lægir samt talsvert og á morgun verður veðrið heldur hlýrra og á miðvikudag verð- ur vindáttin suðaustlæg og vindur hægari og hlýrri. -em Lítið sumarlegt á Norðurlandi Gylfi Kristjáns., Akureyri: Norðlendingar og Austfirðingar voru í vetrarveðri um helg- ina, eftir ágætis sum- arveður í síðustu viku. Norðanveður skall á sl. fóstudag og því hefur fylgt snjóhraglandi og slydduveður alla helgina. Ekki var þó um mikla snjókomu að ræða á láglendi og snjó tók að mestu leyti upp á daginn. Hins vegar var nóg af slabbinu og drull- unni sem þessu fylg- ir. Samkvæmt upp- lýsingum vegagerð- arinnar í gær voru fjallvegir ekki ófærir en víða voru þeir erf- iðir yfirferðar vegna sjóa og skafrennings. Ekki voru allir óánægöir með snjóinn sem (éll á Akureyri um helgina, t.d. þessir ungu bræður sem Ijómuðu a( ánægju og voru tilbúnir i snjókast. DV-mynd gk. Bruggarinn í Breið- holti handtekinn Lögreglan hefur handtekið mann sem talinn er hafa starfrækt brugg- verksmiðjuna í Seljahverfi sem lög- reglan í Breiðholti lokaði aðfaramótt fimmtudags. Samkvæmt heimildum DV er mað- urinn talinn einn umsvifamesti bruggari í Reykjavík og gat hann selt 500 lítra af landa á viku og var með mjög þróað sölukerfi. . -PP lnnbrotafaraldurí Vestmannaeyjum Brotist var inn í sjoppu í Vest- mannaeyjum og stolið þaðan 33 vindlingalengjum og 40 til 50 þúsund krónum. Innbrotsþjófurinn gengur enn laus. Brotist hefur veriö inn í fjölda fyr- irtækja í Eyjum seinustu vikur og er talið að sömu aöilar séu á ferð í mörgum tilfellanna. Tryggvi Kr. Ól- afsson lögreglufulltrúi segir að málin séu í rannsókn og allar upplýsingar frá almenningi séu vel þegnar. -pp í dag mælir Dagfari________________ Aftur á byrjunarreit Það var völlur á þeim fóstbræð- mm, Davíð og Jóni, þegar þeir hitt- ust í Viðey fyrir tveim áram. Báðir voru búnir að vinna góöa sigra í kosningum og þjóðin lá marflöt að fótum þeim. Það var ekki mikið mál að mynda ríkisstjórn og skipa ráðherra. Það gekk ekki hnífurinn á milli þeirra þegar skipt var ráðu- neytum og það var nú ekki mikið mál að hrókera ráðhermnum þeg- ar kjörtímabilið væri hálfnað. Þeir höfðu þetta allt í hendi sér og ætl- uöu að skáka mönnum til og frá og ákváðu um framtíðina og lyftu svo glösum af einskærum fógnuði yfir völdum sínum og ríkidæmi. En svo kom kreppan og atvinnu- leysið og það sem hálfu verra var: svo komu ráðherrarnir í röð og settust inn í ráðuneytin og ef ekki væri fyrir déskotans árferðið og skilningssljóa ráöherra væri hér allt önnur og betri ríkisstjóm, sú ríkisstjóm sem Davíð og Jón vilja mynda ef þeir losna við ráðherr- ana. Þeir Viðeyjarkappar höfðu aldrei reiknað með að ráðherrar hefðu skoðanir eða þingið þvældist fyrir þeim, né heldur að kreppan og þjóðin kæmu því máli við þegar sigurvegarar í kosningum mynda ríkisstjórn. Sá sem teflir í mann- tafli ræður því hvaða menn hann færir til á borðinu og hann ræður því líka hvort hann blæs til sóknar eöa vamar og það er þjóðinni óvið- komandi og ráðherrunum óskylt hvað þeir ákveöa sem mynda ríkis- stjórn. Þetta er þeirra prívat ríkis- stjórn. Ekki alveg, segja ráðherramir, og ekki alveg, segir þjóðin, og skyndilega standa þeir frammi fyr- ir þeim vanda, höfundar og eigend- ur ríkisstjómarinnar, að mennim- ir í ríkisstjórninni og fólkið á göt- unni fara að skipta sér af ríkis- stjóminni sem þeir Davíð og Jón eiga. Það var ekki eins og þeir hefðu verið að ákveöa þetta í gær að skipta á ráðhermm. Þetta var liöur í myndun ríkisstjómarinnar. Það var enginn fljótfæmishugmynd vegna þess að bæði Davíð og Jón hafa haldiö áfram að tala um breyt- ingar á ríkisstjóminni fram á þennan dag, sem þýðir auðvitað að þeir em ekki ánægðir með þá ráð- herra sem þeir hafa inni, frekar en þeir vom sáttir við þá þegar þeir vom valdir í upphafi. Menn skipta á bílum og menn skipta á konum og menn skipta um fot og hvers vegna þá ekki að skipta um ráð- herra þegar ráðherrar eru fyrir- fram ómögulegir og endast illa? En svo kemur babb í bátinn. Ráð- herramir neita að hætta. Að vísu er sagt að Jón Sigurðsson vilji hætta en það er aðallega vegna þess að hann fær betra starf en ráðherrastól og Jón hefur hvort sem er alltaf veriö á leiöinni í Seðla- bankann. Það er auðvitaö mikið betra að vera seðlabankastjóri heldur en aumur ráðherra í kreppustjóm. Að því er varðar hina ráðherrana þá hefur þeim ekki verið boðið að fara í Seðlabankann og þeir eiga ekki í önnur hús að venda og taka það ekki í mál að vera reknir úr ríkisstjóminni úr því að þeir em þangað komnir á annað borö. Það hefur heldur enginn maður gengið sjálfviljugur út úr ríkisstjóm og hvers vegna ættu menn aö taka upp á því núna í miðju atvinnuleysinu? Þorsteini Pálssyni fannst það svo fyndið að Davíð eða Jóni skyldi hafa dottið í hug að hrókera ráð- herrum að hann hló, hann hló, hann skelliskellihló. Og þó er Þor- steinn ekki hláturmildur maöur. Eftir því sem síðustu fréttir herma munu ráðherrarnir sitja sem fastast hver á sínum stóli, nema hvað það kemur nýr maður í staðinn fyrir Jón Sig og ku það vera Kalli Steinar og vonandi fara formennirnir ekki að gera áætlanir um að fjarlægja hann úr ríkis- stjóminni fyrr en hann er að minnsta kosti sestur í hana. Það er af öðrum ráðherrum að segja að þeir munu nú sitja með Þorsteini og segja hver öömm þennan brandara sem saminn var í Viðey um að einhverjum hafi dott- ið i hug að skipta þeim út fyrir ein- hveija aðra og sameiginlega munu ráðherrarnir hlægja dátt og skemmta sér vel yfir þeirri fárán- legu hugmynd að þeir séu til skipt- anna. Það er gott að þeir geta hlegið að einhveiju í ríkisstjórninni. Þó ekki sé nema hver að öðmm. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.