Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 17. MAÍ1993 Memiing Ljóðatónleikar Gerðubergs Tónleikar voru í Gerðubergi á laugardag. Þar söng Rannveig Bragadótt- ir Postl, messósópran, einsöng við píanóundirleik Jónasar Ingimundar- sonar. A efnisskránni voru verk eftir Robert Schumann, Edward Grieg, Francis Poulenc og Richard Strauss. Þetta voru fimmtu og síðustu tónleikar starfsársins og í tilefni þess hélt Jónas Ingimundarson tölu í lok tónleikanna. Þar kom fram að á fimmta hundrað sönglög hefðu verið flutt á tónleikum Gerðubergs frá upphafi eftir 95 tónskáld þar af 30 íslensk. Þessir tónleikar hafa notið Tónlist Finnur Torfi Stefánsson mikilla vinsælda og oft verið meöal skærustu perlanna í tónlistarlífi borg- arinnar. Tónleikamir hófust á verki Schumanns „Gedichte der Königin Maria Stuart". Ljóðið er átakanlegt og eftir hina frægu drottningu Skota. Tónlist- in er vel gerð án þess þó að neitt sérstakt grípi þar í eyrun. Tónlist Gri- egs við ljóðið Haugtussa er mjög í sama anda þótt meir gæti þar þjóðlaga- einkenna. Tónlist Poulencs hefur á sér persónlulegri ht hvað tónamálið varðar að minnsta kosti. „Le Travail du Peintre" er samið í stíl sem minnir mjög á svonefnt Recitativo accompagnato. Laglínan er heldur fá- tækleg og eltir bragarháttinn svo til alveg. Hins vegar er meira lagt í undirspilið sem oft er býsna litríkt. Meira jafnvægi milh þessara höfuð- þátta var að finna í fjórum ljóðum Strauss. „Ruhe meine seele“ er lag með mjög skýrri og áhrifaríkri hugmynd. Söngur Rannveigar var mjög góður. Var ljóst að þar er á ferðinni þjálf- uð fullþroska söngkona sem hefur öðlast gott vald á list sinni. Röddin er góð og jöfn og túlkunin öguð og rík. Litur raddarinnar og hstræn tök bentu til þess að söngkonan hefði meir sinnt óperusöng en ljóða, en ekki var það til neinna lýta við þetta tækifæri. Jónas Ingimundarson skilaði sínu hlutverki vel að vanda. í lokin var Reynir Axelsson kallaður fram og hyhtur með lófataki. Hann hefur þýtt á íslensku megnið af textum þeim sem fluttir hafa verið á tónleikum Gerðubergs, stundum úr hinum fjarlægustu tungumálum, og jafnan tekist vel upp. Bíldshöfða 18 - sími 687820 Q3i C. ÁMUNDASON HF. • Þyngd 530 g. • Mál 62x184x39 mm. • Rafhlaða, 800 mAh endist í 16 klst. í biðstöðu og 40 mín. í notkun en 1200 mAh í 24 klst. í bið og 60 mín. i notkun. • Hröð endurhleðsla rafhlöðu -1 klst. (90%). • Hleðslutæki, 12 eða 220 V. • Skammvalsminni fyrir 99 nr. • Hagkvæmt fyrirkomulag á tökkum og skýrar valmyndir. • Númeraboði tekur einnig skilaboð meðan á simtali stendur. • Fjölmargir stillimöguleikar. • Úrval aukahluta til að aðlaga símann kröfum hvers og eins. ■BENEWN^ NETTASTI OG LÉTTASTI ÞRÁÐLAUSIHANDFARSÍMI, NMT450, SEM VÖL ER Á Sviðsljós Afmælisbarnið Bjarki Eliasson er hér annar frá hægri. Honum á vinstri hönd er William Möller en á hægri hönd þau Áslaug Sigurðardóttir, Þorbjörg Jónsdóttir og Arngrimur ísberg. DV-myndir GS Ómar Smári Ármannsson, Jón Bjartmarz og Hákon Sigurjónsson heiðruðu Bjarka Eliasson yfirlögregluþjón á sjötugsafmæli hans. Bjarki Elíasson sjötugur Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn skyldu og vinum í félagsheimih lög- á þessum merkisdegi og gerði sér ogskólastjóriLögregluskólaríkisins, reglumanna á laugardag. glaöan dag bæði í mat og drykk. hélt upp á sjötugsafmæh sitt með fjöl- Mikið fjölmenni sótti Bjarka heim Norsk list í Norræna húsinu Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Einarsson, kennari og rithöfundur, og Ásdís Ármannsdóttir virða fyrir sér málverk eftir norsku listakonuna Mai Bente Bonnevie sem eru til sýnis i Norræna húsinu. DV-mynd GS Austurríski listamaðurinn Arnold Postl sýnir í Gerðu- bergi. DV-myndir GS Sóley Olgeirsdóttir, Gunnar Sigurjónsson og Ingólfur Rögnvaldsson skoðuðu endurgerðir fornra helgimynda eftir Arnold Postl í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Fomar helgimyndir í Gerðubergi Amold Postl heitir hðlega fertugur austurrískur myndhstarmaður sem um þessar mundir sýnir verk sín í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Sýning Amolds var opnuð síðast- hðinn laugardag og á henni eru eftir- gerðir fomra helgimynda. Þær era þannig gerðar að frummyndin er endurgerð í silkiþrykk en síðan er hið eiginlega málverk málað ofan í það. Og útkoman verður alveg nýtt verk. Sýningin í Gerðubergi er sjöunda einkasýning hstamannsins. ffljHBHD* \J\UfDUL\ SÉRSTAKLEGA VÖNDUÐ OG ÓDÝR VERKFÆRI FRA spear & jackson RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGJ 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.