Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sér grefur gröf þótt grafi Á tímum kreppu og erfiðleika er fátt mikilvægara einni þjóð en að fólk hafi trú á landsstjóminni. Fæstir gera ráð fýrir að ríkisstjóm geti ráðið fram úr vandanum með einhverjum töfralausnum en það em margir sem binda vonir við að bæði ríkisstjóm og Alþingi reyni að leiða þjóðina út úr ógöngunum. Þegar á móti blæs þarf þjóðin á festu, samstöðu og leiðsögn að halda. Á Alþingi sitja að vísu bæði stjómarsinnar og stjómar- andstæðingar svo ekki er við því að búast að sjónarmið fari þar saman. En þess heldur er það nauðsyn að stjóm- arsinnar séu samstiga og standi við bakið á þeirri ríkis- stjóm sem þeir bera ábyrgð á. Stjómarandstaðan gegnir því hlutverki að veita aðhald og halda ríkisstjóm við efnið en það er fyrst og fremst þingræðislegur meiri- hluti ríkisstjómar og ríkisstjómin sjálf sem axlar þá skyldu að veita þjóðinni forystu. Og sú forysta er enn mikilvægari þegar á bjátar. Þá er hættan sú að átök verði harðari, sundurlyndisfj andinn gangi laus og þjóðin tvístr- ist í örvæntingarfullri viðleitni til að leita sér vars. Því miður hefur ríkisstjómin ekki gengið á undan með góðu fordæmi. Slæmt var þegar ráðherrar storkuðu beinlínis þeirri samúð og stuðningi sem þeir þurfa á að halda með dæmalausri ákvörðun um skipan fram- kvæmdastjóra Ríkissjónvarpsins. Sú ögrun er miklu djupstæðari og verður miklu langvinnari en ráðherram- ir gera sér grein fyrir. Hún eyðilagði trúverðugleika þeirra. Verra er þó þetta eilífa tal um breytingar í ríkisstjóm- inni. Formenn stjómarflokkanna hafa sjálfir haft frum- kvæði að þeirri umræðu með endurteknum véfréttum um hrókeringar og uppstokkun á ráðherrahðinu. Nú síð- ast setti formaður Alþýðuflokksins fram þá hugmynd að skipta eigi ráðuneytum upp á nýtt á milli flokkanna og það fær ekki aðrar undirtektir en þær að aðrir ráðherrar segjast skellihlæja. Svo frarstæðukennt finnst þeim það sem samráðherra lætur út úr sér. Nú er það nýjast að þingmenn Sjálfstæðisflokksins efna til funda um landið þar sem þeir nota tækifærið til að uppnefha formann Alþýðuflokksins sem hvert annað sknpi. í skoðanakönnunum hafa vinsældir ríkisstj ómarinnar jafnan mælst í miklum minnihluta meðal þjóðarinnar. Ríkisstjómin er enginn ástmögur þjóðarinnar og hér í blaðinu hefur sá sem þetta skrifar haft marga fyrirvara um skynsemina í því sem ríkisstjómin hefur tekið sér fyrir hendur. En engu að síður er þeirri vinsamlegu ábendingu komið hér á framfæri að það þjónar engum hagsmunum að grafa sér sjálfum slíka gröf. Það þjónar aflra síst hagsmunum ríkisstj ómarinnar sjálfrar að gefa það sí og æ í skyn að nú eigi þessi eða hinn að hætta í ríkisstjóm og aðrir að taka við. Það er beinlínis til niður- rifs og eyðileggingar þegar þingmenn stjómarliðsins tala með fyrirhtningu um ráðherra ríkisstjómarinnar, jafn- vel þótt þeir séu úr hinum flokknum. Ríkisstjómin er að vinna erflð verk. Hún stendur í ströngu og á meðan afla menn sér ekki vinsælda. Því verður að taka. En traustinu má ekki glata því þá er aht farið til fjandans og þjóðin er iha sett ef hún hefur landsstjóm sem hvorki hefur vinsældir né traust og allra helst ef hún hefur ekki traust á sér sjálfri. Stjómarhðar og formenn flokkanna eiga að feha niður ahttalum breytingar á ríkisstjóminni, aðrar en þær sem ákveðið standa fyrir dyrum. Nóg er samt um vandamál- in þó þau séu ekki heimatilbúin. EUert B. Schram „Það fylgir nefnilega sögunni að kosningabrátta sú, sem hélt John Major og hans flokki við völd í Bretlandi, hafi kostaö alls ellefu milljónir punda,“ segir meðal annars í grein höfundar. Símamynd Reuter íhaldið er rekið fyrir erlent fé Fyrirsögnin á þessum pistli er óneitanlega glannaleg: menn gætu haldið að ég sæti uppi með æsilegar upplýsingar um vafasamt peninga- streymi til Sjálfstæðisflokksins frá öörum löndum. Svo er reyndar ekki. Þaö er hins vegar verið að tala um einn af þeim bræðraflokk- um sem Sjálfstæðisflokkurinn lítur mest upp til: íhaldsflokkinn breska. Óg um ástand, sem eins gæti orðið að veruleika hér á ís- landi, ef menn eru duglegir við að „laga sig að“ siðum og reglum í Evrópu. Borguðu tvo þriðju! Nema hvaö: það stóð í bresku blaði (Guardian) á dögunmn að fyrrum fjáröflunarstjóri íhalds- flokksins breska (sem er bæði sör og hershöfðingi að nafnbót) hefði greint frá því að erlendir vinir Ihaldsflokksins hefðu fyrir þing- kosningar í fyrra greitt í sjóði hans sjö milljónir punda. Þetta er ekki smámál. Það fylgir nefnilega sögunni að kosningabar- átta sú, sem hélt John Major og hans flokki við völd í Bretlandi, hafi kostað alls ellefu milljónir punda. Sem sagt: erlendir aðilar greiddu tvo þriðju af kostnaði sem lagður var út vegna kosningasigurs íhaldsins - og á sá flokkur þó sann- arlega fyrir ýmsa forríka hauka í homi í breskum stórfyrirtækjum. Að sjálfsögðu ætluðu þessir er- lendu aðilar að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Fjáröflunarstjórinn seg- ir hikstalaust: Þessir menn sáu sér hag í því að Ihaldsflokknum gengi vel. Þeir trúðu því að Bretland væri best komið undir áframhald- andi íhaldsstjóm. Það skrýtna við fréttina er að Guardian virtist líta á þetta mál Kjalkiiim Árni Bergmann rithöfundur til þings með árangri á okkar fjöl- miðlaöld án þess að fá til þess mik- ið fé. Sá herkostnaður fer jafnt og þétt vaxandi. íslensk framtíð? Snúum slíku dæmi upp á ísland. Vel gæti það hugsast aö fjársterkir aðilar (matvælasamsteypa t.d.) hefðu hug á að koma íslandi alla leið inn í Evrópubandalagið og gleypa síðan nokkra feitustu bitana í okkar sjávarútvegi. Til að greiða fyrir því legðu þessir aðilar stórfé í kosningasjóði þeirra alþýöu- flokksmanna og sjálfstæðismanna sem næst standa „umsókn að EB“. Hvað mundi gerast? Líklega eru íslendingar enn svo miklir „afdala- menn“ að þeir mundu hneykslast á slíkri íhlutun í okkar pólitík - ef „En hitt virðist orðið nokkuð sjálfsagð- ur hlutur við breskar aðstæður: að peningafurstar taki þátt í því að kaupa pólitískum skjólstæðingum sínum völd - þvert yfir öll landamæri.“ sem sjálfsagðan hlut. I útlegging- unni var aðeins á það minnst aö John Major forsætisráðherra hefði valdið ergelsi í flokki sínum með þvi að loka fyrir frekari upplýs- ingar rnn það hvaðan íhaldið fær peninga. En hitt virðist orðið nokk- uð sjálfsagður hlutur við breskar aðstæður: að peningafurstar taki þátt í því að kaupa pólitískum skjólstæðingmn sínum völd - þvert yfir öll landamæri. Og ég segi: kaupa völd - af þeirri einfóldu ástæðu að enginn getur boðið fram upp kæmist. En í rauninni væri hér ekld um annað að ræða en rökrétt framhald af flórfrelsinu í Evrópu. Fjórfrelsið er fyrst og fremst frelsi þeirra sem peninga eiga til aö valsa með þá milli landa og fjárfesta í hveiju sem þeim sýnist - hvort sem væri í fiskiðjuveri, tryggingum, vatni - eða vikaliprum stjómmála- mönnum. Enda allt til sölu. Árni Bergmann Skoðanir aimarra Ráðherrahrókeringar „Einhver umræða hefur farið fram um það innan AlþýðUflokksins að viturlegra væri af hálfu flokksins að stokka upp í ráðherraliði sínu með afgerandi hætti. Þeir fáu sem em stuðningsmenn róttækra breytinga segja að ljóst sé að Eiður Guönason sé að hætta í póhtík, hvort sem það verði að hans ósk eða ekki. Hann eigi einfaldlega engan stuðning til áfram- haldandi þingsetu í sínu kjördæmi, Vesturlandi, og því sé sjálfhætt.“ Agnes Bragadóttir í Mbl. 14. maí Sukkað með sjóðina „Fjöldi sjóða fyrir sukkara eru kenndir við at- vinnuvegina og uppbyggingu ótrúlegustu fyrirbæra og er þeim sökkt niður í djúp banka og alls kyns stofnana og er ógerlegt að fylgjast með ferli þeirra, fremur en hvalanna sem aldrei eru sýnilegir nema skamma hríð og enginn veit hvar eru eða hvað þeir aðhafast þess á milli. Meira og minna sukksam- ar stjómir og ráð, úthluta úr sjóðum og era athafnir þeirra óskiljanlegar öllu venjulegu fólki. Nöfn sjóð- anna og tilgangur þeirra era vafin dulúð orðskrúðs sem ekki er á færi nema innvígðra að skilja og er með ólíkindum hvað almúginn í þessu landi lætur bjóða sér ...“ oó í Timanum 14. maí Korpúlf sstaðir að Listamiðstöð „Það hefur enginn lýst ánægju sinni með þetta safnahús, enginn hefur beðið um það, enginn virðist vilja það og það hefur yfirleitt enginn áhuga á að það verði til, nema náttúrulegaborgaryfirvöld. Hlut- verkum þess virðist líka ágætlega sinnt annars stað- ar. Það eru bókasöfn í Myndlista- og handíðaskólan- um og í Listasafni íslands, það er til sérstakt kvik- myndasafn og það hefur enginn tölu á sýningar- og öðrum sölum á höfuðborgarsvæðinu." Leiðari í Pressunni 13. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.