Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1993 Útlönd Norekirhval- fangararánægð- irmeðstjórnina Hvalveiðiménn í norska bæn- um Reine lýstu á laugardag yfir ánægju sinni með þá ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar að hvika ekki frá ákvörðun sinni um að heíja hvalveiðar í ábataskyfii á ný. „Rikisstjómin hefur sýnt mikið hugrekki,“ sagði Geir Wuiff-Nils- en, bæjarstjóri í Moskenes og formaður í samtökum sjómamia og veiðimanna í Norður-Noregi. Hrefnuveiðikvótinn veröur kynntur á morgun og er búist við að veiðar hefjist: í júníbyrjun. Reuter Stuttar fréttir luroafar oeriast atram Hersveitir Króata í Bosníu sviku gefin loforð um vopnahlé og hófu að nýju árásir á bosníska sfiórnarhermenn í Mostar og ráku fleiri íslama frá borginni. Bðasiæði í moskunni Daginn eftir að serbneskir öfga- menn sprengdu tvær sögufrægar 16. aldar moskur í norðurhluta Bosníu i loft upp hrópuðu Serbar til íslamskra syrgjenda aö rúst- irnar yrðu fyrirtaks bílastæði. Áfrantdrepiðíísrael Sex menn létu lifiö um helgina i ofbeldisverkum milli ísraels- manna og araba. Olivetti mútaði Carlo De Benedetti, forstjóri ít- alska tölvurisans Olivetti og einn helsti kaupsýslumaöur Italiu, segir að fyrirtæki sitt hafi greitt mútur til að ná samningum við hið opinbera. Viðræðurútumþúfur Viðræður til að binda enda á verkfall í stáliðnaðinum í austur- hluta Þýskalands fóru út um þúf- ur og talsmaður verkalýðsfélags- ins sagði aðþað yrði líklega fram- lengt Tyrkneska þingið hefur kosið Suleyman Ilemirel forsætisráð- herra í embætti forseta landsins, þann níunda í röðinni. Reuter DV Útlendingar munu bera beinin í Bosníu - hótar Ratko Mladic, herforingi Bosníu-Serba Erlendar hersveitir munu bera beinin í Bosníu ef þær reyna að þröngva Bosníu-Serbum með valdi til að samþykkja friðartillögurnar. Þetta sagði herforingi Bosníu-Serba, Ratko Mladic. Hann varaði vestræn ríki við því að ef þau héldu sig ekki frá Balkanskaga ættu þau á hættu að sprengjunum myndi rigna yfir þeirra eigin höfuðborgir. „Vestræn ríki hafa ekki flugvélar eða vopn til að deyða 50.000 Serba í einu. Einn bálreiður Serbi getur eyðilagt mikið með einni eldspýtu," sagði Mladic í gær í viðtali viö frétta- stofu Reuters. „Ef þeir sprengja mig, þá sprengi Radovan Karadzic greiðir atkvæði um helgina. Simamynd Reuter ég upp London," sagði Mladic. „Það eru Serbar í London, það eru Serbar í Washington. Hver sem skiptir sér af málum hérna mun fá það óþveg- ið.“ Leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, lýsti því yfir eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu Bosníu-Serba nú um helgina að friðartillögur Sameinuðu þjóðanna væru „dauðar“. Gert er ráð fyrir að Bosníu-Serbar hafni tillög- unum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Það er ekki hægt að framkvæma Vance-Owen áætlunina. Það væri ekki hægt, jafnvel þó að svarið hefði verið já,“ sagði Karadzic. „Við mun- um fara okkar eigin leiðir.“ Karadzic sagði að nauðsynlegt væri að hefjast strax handa við að semja nýjar friðartiUögur. Einnig sagði hann aö stríöið myndi halda áfram þangað til að heimurinn gerði sér grein fyrir að Serbar og íslamar gætu ekki búið saman í sátt og sam- lyndi. Herforingar Serba og Króata hafa skrifað undir enn einn vopnahlés- samninginn. Var það gert á flugvell- inum í Sarajevo. Á vopnahléið að taka gildi á þriðjudaginn en enginn vopnahléssamningur hefur verið virtur hingaö til. Reuter Nú stendur yfir i Cannes í Frakklandi 46. kvikmyndahátíðin þar í bæ. Að ýmsu er að huga þegar allt fræga fólkið er í heimsókn og hér er verið að sópa bryggju Carltons hótelsins en uppblásinn Arnold Scwarsenegger flýtur á pramma í bakgrunni. Simamynd Reuter Sjödrepnirí næturklúbbií Kaliforníu Tveir menn vopnaðir hálfsjálf- virkum byssum drápu sjö starfs- menn næturklúbbs í Fresno í Kaliforníu í gærmorgun. Menn- irnir voru reknir út úr klúbbnum fyrr um kvöldið og komu til að leita hefnda. Lögreglan telur upphaf málsins vera deilu sem upphófst á fóstu- dagskvöld þegar tveir gestir voru reknir út fyrir ólæti. Þeir komu aftur næsta kvöld og voru reknir út á ný. Þeir komu svo í þriöja sinn þegar verið var að loka og hófu skothríðina. Kynmökáal- mannafærifyrir framhjáhald Maður og kona í þorpi einu í Indónesíu voru þvinguð til að hafa samfarir á almannafæri eftir að þau höíðu verið sökuð um að eiga í ólöglegu ástarsambandi. Þau voru leidd á fund þorps- höfðingjans þar sem þau voru hýdd og neydd til að afklæðast ogeigakynmök. Reuter Þessa viku verða Ijúffengir réttir úr grásleppu á boðstólum á eftirtöldum veitingastöðum á kynningarverði. Spennandi uppskriftabæklingar liggja frammi á veitingastöðunum og í verslunum Hagkaups, þar sem fiskurinn verðurtil kaups á kynningarverði. Komdu og njóttu vel •iíí? LANDSSAMBAND SmsbðtflGÍöGnds Rannsóknastofnun ° fiskiðnflðarinQ cíjjjj Afhnytingamcfnd Fiðlarinn, Akureyri Hótel Stykkishólmur Veitingahúsið við Tjörnina Þrír Frakkar ningar frá Veitingahúsinu við Tjörnina og Þremur Frökkum í Hagkaup Kringlunni: Þrið kl.16-17 mið kl. 16-17 fös kl.16-18 lau kl. 14-15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.