Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1993
GAMUR ER GOÐ GEYMSLA
Leigjum og seljum gáma af ýmsum stærðum og
gerðum: þurrgámar, einangraðir gámar og kæli-
gámar.
Við bjóðum viðskiptavinum að koma með vöru og
geyma í gámum að Höfðabakka 1 í lengri eða
skemmri tima. Ný þjónusta.
VMPALLAR
Leigjum og seljum mjög létta og meðfærilega ÁL-
VimUPALLA. Auðveldir og þægilegir i uppsetningu.
Sterk ffamleiðsla.
DRÁTTARKERRUR
OG HÁÞRÝSTISPRAUTUR
Leigjum 1 og 2 hásinga dráttarkerrur. Burðarþol
allt að 2 tonnum. Háþrýstisprautur, 110 bör, 210
bör og 240 bör. 1 og 3 fasa rafmagnsdælur og
bensindælur til leigu.
LYFTARAR OG GÁMAGRIMDUR
Eigum á söluskrá lyftara og gámagrindur fyrir 20
og 40 feta gáma.
Hafíð samband.
HAFNARBAKKI
Tœkjadeild
Höfðabakka 1, 112 Reykjavík
S. 676855, fax 673240
smáauglýsingin!
Taktu þátt í leitinni að „týndu
smáauglýsingunni“ í þœtti ívars
Guðmundssonar á milli 2 & 4 alla
virka daga.
Með DV við höndina getur þú tekið
þátt í leiknum og átt von á að vinna
DV-derhúfu, mánaðaráskrift að DV
eða jafnvel ársáskrift að DV.
A milli klukkan 2 og 4 velur ívar
Guðmundsson einhverja
smáauglýsingu af handahófi og
gefur svo hlustendum kost á að
finna hana í blaðinu.
Hringdu í síma 6 70 957 og
freistaðu gœfunnar. Allir þeir sem
ná í gegn, hvort sem þeir hitta á
réttu auglýsinguna eða ekki, fá DV-
derhúfu.
Leitin að „týndu
smáauglýsingunni “ stendur frá 10.
- 21. maí. Þann 21. drögum við ívo
út einn af vinningshöfunum og
t hlýtur hann ársáskrift að DV.
Neytendur
Portlandsement
-1 tonn -
9.770 kr.
Portlandsteypa (250)
1 rúmmetri
12.490 kr.
Með nýrri reglugerð hefur byggingavöruverslunum verið gert
kleift að lækka vöruverð á ýmsum byggingavörum eins og td.
steypu, sementi, gleri og hellum.
Sements-
verksmiðja
ríkisins
Steypustöðin
Byggingavöruverslanir:
Byggingavör-
ur 1 ækka um
4-8 prósent
Vörugjald á nokkrum tegundum
byggingavara var lagt niður í apríl
sl. samkvæmt nýrri reglugerö frá
fjármálaráðuneytinu en það þýðir
lækkun á byggingavörum um 4-8%.
Hér er aöallega um að ræða bygg-
ingavörur sem ganga í burðarvirkni
húsa, eins og t.d. sement, steypu,
hellur, gler, múrstein og óunna trjá-
boli, svo að eitthvað sé nefnt.
Indriði Þorláksson, skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu, sagði ýmsar
ástæður hafa verið fyrir því að vöru-
gjaldið var fellt niður. Hann nefndi
í því sambandi að vörugjaldið hefði
gert það að verkum að verð á inn-
lendum byggingavörum hefði verið
hærra en á innfluttum byggingavör-
rnn sem skert hefði samkeppnisstöð-
una. Einnig hefði samdráttur veriö í
byggingastarfsemi.
Ekki hefur verið gerð verðkönnun
á byggingavörum í byggingavöru-
verslunum fyrir og eftir lækkunina
og er því erfitt að segja til um vöru-
verð fyrir og eftir lækkun eða hvort
byggingavöruverslanir hafi á annað
borð lækkað vöruverð.
Verðið hjá Sementsverksmiðju rík-
isins hefur hins vegar lækkað. Sem
dæmi um lækkun á sementi má
nefna 1 tonn af lausu Portlandse-
menti sem var á 9.770 krónur fyrir
lækkun en er nú komið í 9.180 krón-
-ur án virðisaukaskatts. Hér er um
6,4% lækkun að ræða.
Hvert tonn af sekkjuðu sementi, sé
það selt á heilum brettum, var á
10.700 krónur fyrir lækkun en er nú
komið í 10.030 krónur. Lækkunin er
því 6,6%.
Steypustöðin hefur einnig lækkað
vöruverð sitt eftir að nýja reglugerð-
in tók gildi. Sem dæmi um lækkun
má nefna rúmmetrann af Portland-
steypu (250) sem var á 12.490 fyrir
lækkun en er nú kominn í 12.030
krónur. Hér er um 3,8% lækkun að
ræða.
Þeir sem hyggja á byggingavöru-
kaup ættu að fylgjast vel með vöru-
verði því þó svo að reglugerðin hafi
tekið gildi er byggingavöruverslun-
um ekki skylt að lækka vöruverðið.
-KMH
Nýjung á markaði:
Umhverf-
isvænt
hreinsiefni
Nú er komin á markaðinn ný
tegund af hreinsiefni en það
inniheldur lifandi örverur sem
btjóta niöur úrgangsefni í rot-
þróm og skolpleiðslum. í
hreinsiefninu eru engin kemisk
efiii eins og í öðrum hreinsiefn-
um en kemísk efni eru einmitt
mjög skaðleg umhverfmu.
Hreinsirinn, sem kemur frá
fýrirtækinu Vecom í Hollandi,
iruúheldur blöndu af lifandi og
loftháðum örverum sem hafa
verið sérstaklega einangraðar
og ræktaðar vegna hæfni sinn-
ar til að mynda þau ensím sem
nauðsynleg eru til að brjóta nið-
ur úrgangsefni í rotþróm og
skólpleiðslum.
Vecom örhreinsi má einnig
nota sem hreinsiefni i vaska,
niðurfoll, skolpleiðslur oil.
Vecom hreinsiefnið fæst hjá
Byko og í Húsasmiöjunni en
það er Véla- og skipaþjónustan Vecom hreinsiefnlð inniheldur
Framtak sem sér um innflutn- aöeins náttúruleg efni og er
inginn á vörunni. -KMH alveg skaðlaust umhverfinu.
Nýjung í tölvuþjónustu:
Gagnahólfs-
sendingar
til útlanda
Sú nýjung er nú komin á að hægt er
að senda skeyti með gagnaflutningsþjón-
ustunni X400 til útlanda en það þjón-
ustukerfi hefur aðeins verið hægt aö
nota innanlands síðan það var tekið í
notkun hér á landi árið 1991.
Það eru helst viðskiptafyrirtæki sem
notfæra sér gagnaflutningsþjónustuna
en með henni er hægt aö senda ýmis
gögn á milli staða í gegnum tölvur.
Fyrsta landiö sem hægt er að senda
skeyti til er Danmörk en önnur lönd
munu hætast við á næstu mánuðum.
Fast gjald fyrir hvert skeyti er 8,10
krónur og fyrir hverja þúsimd stafi, sem
byrjað er á er gjaldið 11,20 krónur til
Evrópulanda, 13,70 krónur til Bandaríkj-
anna og 22,40 krónur til annarra landa.
Virðisaukaskattur er innifalinn í þessu
verði. Þess má geta að öll gjöldin eru
ákveðin til bráðabirgða og verða endur-
skoöuð að ári Uðnu.
Gagnaflutningaþjónustukerfið er
byggt á alþjóðlegum staðli og samkvæmt
upplýsingum frá Pósti og síma er búist
við að kerfið verði mjög útbreitt og vin-
sælt á komandi árum.